Vísir - 04.06.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 04.06.1980, Blaðsíða 13
Miövikudagur 4. júni 1980. 12 HROLLUR TEITUR ÁGGI MIKKI )) » <m / Ég ætla aö krækja I einn hringinn se er á vindsænginni Danni dinamit rýkur á Trölla... Aggi/ég held aöþú hugsir]7Æi' láttu ek meira um þessa leiöinlegu og Ijótu Oka bumn Þaö gengur yfírleitt betur ef einhver annar telur! Einn... tveir... lokaöu augunum... þrlr... VÍSIR Mi&vikudagur 4. júni 1980. „Dúndur Hressandí og skemmti- leg della” - Vfslr í ökutúr með ralldrottningunní Nlaríönnu Friðjénsdóttur ,,Ertu nokkuð hrædd- ur eða hefurðu kannski verið i svona keyrslu áð- ur”, — spyr unga frisk- lega sfúlkan og iskrar af ánægju um leið og hún rekur bensingjöfina i botn svo að Minibiilinnn dansar i loftköstum utan i öskjuhliðinni. Tíðinda- maður blaðsins situr hins vegar reyrður i sætið við hlið hennar, fölur sem nár en fæst þó ekki til að viðurkenna að hann sé hræddur, — enda engin ástæða til þvi undir stýri er greinilega fagmaður (-kona) i sinni grein. Fullvissan um það gerir tiðindamann- inn rólegan þótt vissu- lega sé hann bilhræddur að eðlisfari. Undir stýri situr Mari- anna Friðjónsdóttir sem fyrst kvenna hefur farið með sigur af hólmi i rallaksturskeppni hér á landi. Það afrek vann hún i Borgarfjarðarrall- inu sem háð var um siðustu helgi er hún sigraði i flokki 0-1300 cc bifreiða á Miniinum sinum. Marianna var svo elskuleg að leyfa Visi að koma með sér i ökutúr svona rétt til að kynnast handbragðinu i hinni göfugu iþrótt rall- akstrinum. Að keyra löglega eins og vitleysingur „Séröu þessa grind hérna”, — segir Marianna og bankar i þykkt rörviö þakbilsins.— „Þettaer 38 mm þykkt, heildregiö stálrör þannig aö það er allt i lagi þótt viö förum á toppinn, billinn leggst ekki saman svo aö þú getur veriö alveg rólegur,” — bætir hún sak- leysislega við, eins og til að hrella tiðindamanninn ögn meira, en hann lætur sér þó hvergi bregöa enda annálaö karlmenni. „Þetta er bæði della og iþrótt, —en alla vega mjög skemmtileg della og alveg dúndur hressandi,” — segir hún þegar hún er spurö um hvort rallaksturinn sé raun- veruleg iþrótt eöa einungis fifla- skapur sem stofni lifi og limum manna i hættu að óþörfu. „Maður fær góöa útrás i þessu. Ég til dæmis vinn hjá sjónvarpinu i fremur stressandi starfi en i þessu fæ ég góða útrás fyrir allt stressiö. Ralliþróttin er skipulögö innan ramma laganna og þarna geta menn keyrt löglega eins og vitleysingar. Það besta við þetta er, að þarna er lögð áhersla á að „organisera” biladellu innan lög- legs ramma sem dregur auðvitað úr þeirri hættu að þeir sem haldn- ir eru ólæknandi biladellu séu að gefa I á vegum úti. í rallinu er auk þess lögð á- hersla á öryggi og bilarnir eru sérstaklega styrktir og útbúnir i þvi skyni svo að slysahætta er hverfandi litil. Ég held að það hafi aldrei komið fyrir hér á landi að maður hafi slasast i ralli svo að hann hafi orðið að hætta Texti: Sveinn Guöjónsson. Myndir: Jens Alexanders- son. keppni. Hins vegar veit ég um tvö tilfelli þar sem menn hafa orðið aö hætta við keppni eftir að hafa dottið af hestbaki.” Við þessar upplýsingar lyftist brúnin á tiðindamanninum og er hann nú orðinn hinn hressasti. Fannst bifreiðaíþróttir hallærislegar Marianna er nú spurð aö þvi hvort hún hafi lengi þjáðst af bila- dellu: „Lengi vel fannst mér þessar bifreiðaiþróttir hallærislegar en svo byrjaði ég að vinna við Visis- rallið sumariö ’78 og þá fannst mér svo ægilega gaman að fylgj- ast með þessu að ég fór að fá á- huga fyrir þessari iþrótt og hef eiginlega verið með delluna siðan þá. Ég gekk i Bifreiðaiþrótta- klúbb Reykjavikur og sit þar nú i stjðrn. Enþaðerstuttsiðan aðég fór að hugsa um það i alvöru að keppa sjálf. Við keyptum þennan bil fyrir mánuði ég og Gestur bédðir minn, en hann var að- stoðarökumaður minn i Borgar- fjarðarrallinu. Þetta var dæmigerður konubill eftir vélinni að dæma þegar við keyptum hann og við fórum með hann norður i land þar sem hann var gerður upp og undirbúinn fyrir keppnina.” Þátttakan var hálfgert leyndarmál Talið berst nú að Borgar- fjarðarrallinu en um það segir Marianna m.a.: „Þetta var hálfgert leyndar- mál, þátttaka min i þessu ralli. Ég vinn á sömu vakt og Ómar (Ragnarsson) og hann hafði t.d. ekki hugmynd um að ég ætlaði að taka þátt I rallinu. Það var ekki fyrr en um hádegi á laugardag, þ.e.a.s. eftir að keppnin var byrj- uð að hann vissi að ég var dku- maður Minisins. Menn ráku lika upp stór augu og gerðu hálfpartinn grin að okk- ur þegar við mættum til leiks. Það var sjálfsagt bæði af þvi að ökumaðurinn var kona og svo leist mönnum ekkert á ökutækið sjálft. Það lá við að veðmál færu i gang um það hvort Miniinn kæm- ist i gegnum fyrstu sérleið. Alla keppnina var siöan verið að spyrja um hvort Miniinn væri virkÚega ekki enn dottinn úr keppninni og allan daginn glumdi við i talstöðvunum: „Hvað, er Miniinn ennþá með?”. Annars finnst mér sjálfri stórfurðulegt að billinn skuli hafa komist i gegn, en það bilaði ekkert og sprakk ekki einu sinni. Það erfiðasta við keppnina var að billinn var svo kraftlaus að ég var orðin þreytt á aö standa bensinið i botni allan timann.” Og sigurinn i rallinu virkar náttúrulega sem bensin á dell- una? — spyr tiðindamaðurinn eins og fávis kona: „Það er auðvitaö gaman aö vinna i svona keppni. En það get- ur lika verið slæmt að ganga svona vel í byrjun þvi þá freistast menn til aö halda að þeir séu svona klárir. En þetta er ekki alveg svona einfalt og menn verða alltaf að gæta aö sér. Þetta er ekki bara spurning um að troða bensinið i botn heldur verður að gera það af skynsemi, annars er maður kominn út af i næstu beygju.” Og hvað er svo framundan? „Það er Húsavikurrallið I næsta mánuði, en þar ætla ég að keppa á þessum sama bil. Ég get hins vegar ekki tekið þátt i stóra rallinu seinna i sumar þar sem ég er i keppnisstjórn.” Og með það skilar Marianna tiðindamanninum af sér viö Siðu- múlaog það siðasta sem hann sér til hennar er að hún er komin hálf niður I vélina, — þaö sauð nefni- lega á bilnum. —Sv.G. Ralldrottningin ásamt bróöur slnum og aöstoöarökumanni, Gesti Friöjónssyni. (Vlsismynd: JA.) „Þaöer vissara aö vera vel spenntur”, — segir Marianna um leiö oghún spennir öryggisbeltin á vi&vaninginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.