Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem felur í sér að þeir útlendingar, sem veitt- ur er ríkisborgararéttu, skuli hafa nægilega þekkingu á íslensku máli til að halda uppi almennum samræð- um á íslensku. Í frumvarpinu er lagt til að eft- irfarandi málsgrein bætist við lögin um íslenskan ríkisborgararétt: „Umsækjandi hafi nægilega þekk- ingu á íslensku máli til þess að halda uppi almennum samræðum á mál- inu. Þetta skilyrði gildir þó ekki um þá sem eru orðnir 65 ára og hafa bú- ið á Íslandi í a.m.k. 15 ár eða eiga óhægt um mál sakir fötlunar eða sjúkdóms eða annarra sambæri- legra ástæðna. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um prófun á ís- lenskukunnáttu umsækjenda og vottun um þá kunnáttu.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að íslenskukunnátta útlend- inga hafi verið til umræðu upp á síð- kastið í tengslum við veitingu dval- arleyfis og veitingu ríkisborgara- réttar og þá sérstaklega vegna lagafrumvarps dómsmálaráðherra um útlendinga. Þar er lagt til að veita megi útlendingi búsetuleyfi ef hann hefur m.a. sótt námskeið í ís- lensku fyrir útlendinga. „Allsherj- arnefnd hefur haft frumvarpið til umfjöllunar og telur hún að slík kunnátta hljóti að vera forsenda þess að útlendingar geti tekið virk- an þátt í íslensku samfélagi. Nefnd- in telur eðlilegt og ekki síður mik- ilvægt að þeir sem veittur er íslenskur ríkisborgararéttur geti sýnt fram á kunnáttu í íslensku máli og leggur því til breytingu þess efn- is á lögum um íslenskan ríkisborg- ararétt.“ Lagt er til að lögin, verði frumvarpið að lögum, öðlist gildi 1. janúar 2003. Þeir sem eru í meiri- hluta allsherjarnefndar eru: Þor- gerður K. Gunnarsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, Kjartan Ólafsson, Katrín Fjeldsted og Ásta Möller, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Hafna skilyrði um íslenskunámskeið Því má bæta við að minnihluti allsherjarnefndar, þau Guðrún Ög- mundsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gerir athuga- semdir við það skilyrði að útlend- ingar sem sæki um búsetuleyfi skuli hafa sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga. „Alvarleg athugasemd er gerð við það að þátttaka í ís- lenskunámskeiði sé skilyrði búsetu- leyfis,“ segir í nefndaráliti minni- hlutans. „Hér er greinilega um að ræða mismunun á grundvelli þjóð- ernis því ekki þurfa allir „útlend- ingar“ að sækja um búsetuleyfi, t.d. Norðurlandabúar, EES-borgarar og makar Íslendinga.“ Frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt Sýni fram á kunnáttu í ís- lensku máli HARÐUR árekstur sjúkrabíls og fólksbíls varð skammt frá Kúagerði á Reykjanesbraut á níunda tímanum í gærmorgun. Sjúkrabíllinn, sem er af Suð- urnesjum, var að koma frá Reykja- vík en fólksbíllinn var á leiðinni til Reykjavíkur. Talið er að ökumaður fólksbílsins, kona um tvítugt, hafi misst stjórn á bílnum á veginum en talsverður krapi var við Kúagerði. Konan slasaðist á handlegg en mikil mildi er talin að ekki fór verr. Fólks- bílinn er gjörónýtur og sjúkrabíllinn talsvert skemmdur að framanverðu. Sjúkraflutningamenn og lækni í sjúkrabílnum sakaði ekki. Þeir voru að koma úr flutningi til Reykjavíkur með ungt par sem slasaðist í bílveltu á Miðnesheiði fyrr um morguninn. Ekki var þar um alvarleg meiðsl að ræða en óhappið varð í mikilli hálku á heiðinni um sjöleytið. Unga fólkið var ekki í bílbeltum. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Harður árekstur við Kúagerði UNGUR karlmaður var fluttur á slysadeild sjúkrahússins á Selfossi í fyrrinótt eftir að höndin á honum fór í gegnum rúðu á félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi. Þar fór fram dansleikur um nóttina. Að sögn lögreglu eru máls- atvik óljós en maðurinn mun hafa verið ölvaður. Hlaut hann talsverða skurði á hendi. Þá er lögreglan á Selfossi að rannsaka stuld úr geymslu- gámi við bensínstöð Olís við Arnarberg á Selfossi aðfara- nótt laugardags. Talsverðu magni af gosdrykkjum var stol- ið úr gámnum. Innbrotið upp- götvaðist þegar starfsmenn komu til vinnu í gærmorgun. Skarst á hendi á dansleik ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mun standa fyrir Evrópuráðstefnu 26. september næstkomandi í aðdrag- anda að ársfundi sambandsins, sem haldinn verður 31. október og 1. nóvember. Vinnuheiti ráðstefnunnar er ,,Evrópusamvinnan og hagsmunir launafólks“. ,,Við ætlum að vera með einhvers konar stöðumat á stöðu EES samn- ingsins og á Evrópusamvinnunni, meðal annars varðandi stækkun sambandsins og þá umræðu sem nú á sér stað innan Evrópusambands- ins um þróun lýðræðis,“ segir Hall- dór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ. Hefur m.a. Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Gerhard Sab- athil, sendiherra Evrópusambands- ins á Íslandi og í Noregi, einnig verið boðið að flytja erindi á ráð- stefnunni, skv. upplýsingum Hall- dórs. Einnig er fyrirhugað að fá fulltrúa frá rannsóknarstofnuninni Center for European Policy Studies til að gera grein fyrir úttekt sem stofnunin gerði fyrir norska at- vinnurekendasambandið á stöðu EES samningsins. Gæti orðið grundvöllur að stefnumótun á ársfundi ASÍ Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál í ljósi Evrópusamvinn- unnar, efnahagsmál og evruna og um vinnumarkaðinn og þróun hans. ,,Þessi ráðstefna verður lögð upp sem vettvangur fyrir hlutlæga upp- lýsingamiðlun en menn eiga von á að í framhaldinu eigi sér stað skoð- anaskipti og eftir atvikum umræða og mögulega stefnumótun á árs- fundinum,“ segir Halldór. ASÍ undir- býr Evrópu- ráðstefnu í haust ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, leggur til að íbúalýðræði og fjölskylduvænt sam- félag verði á meðal megináherslna framboða Samfylkingarinnar um landið til sveitarstjórna. Í ræðu sem Össur flutti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gær, laugardag, sagði hann breytt hlut- verk sveitarstjórna kalla á nýjar reglur við ákvarðanatöku innan þeirra. „Íbúalýðræði felur í sér lausn á því. Þar eru íbúar sveitarfélagsins kallaðir til leiks, fengnir til samráðs um lausnir og skipulag. Enginn veit betur en fólkið sjálft hverjar þarf- irnar eru og hvernig íbúar hvers sveitarfélags vilja forgangsraða fjár- munum þess í eigin þágu,“ sagði í ræðu Össurar. Samráðsvettvangur íbúalýðræðis- ins feli það einnig sjálfkrafa í sér að deilur og átök minnki til muna og stjórnmálin verði heilbrigðari fyrir vikið. Samfylkingin á uppleið Össur sagði fjölmiðla ekki hafa spáð Samfylkingu góðu gengi á ár- dögum flokksins, en að í dag væri landslagið breytt. „Samfylkingin á landsvísu er mánuðum saman búin að vera á öruggri uppleið. Við höfum öðlast sjálfstraust, höfum öðlast virðingu umhverfisins fyrir þeim karakter sem við sýndum á erfið- leikatímum okkar, erum í dag hinn ótvíræði forystuflokkur stjórnarand- stöðunnar. Við höfum sýnt stefnu- festu og þann kjark sem ábyrgur flokkur þarf til að taka á sig óþæg- indin sem óhjákvæmilega fylgja því stundum að sýna ábyrgð og forystu- sýn,“ sagði Össur í ræðu sinni. Össur Skarphéðinsson á flokksstjórnarfundi Áhersla verði lögð á íbúalýðræði RÚMLEGA 50 nemendur frá Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum sem voru í skólaferðalagi á Laug- arvatni voru reknir heim á föstu- dag. Ólafur H. Sigurjónsson, skóla- meistari skólans, segir ástæðuna hafa verið að einhverjir hafi haft áfengi um hönd aðfaranótt föstu- dags í húsnæði Menntaskólans á Laugarvatni. Hann á þó eftir að ræða við nemendur og fá nánari skýrslu frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Hópurinn kom aftur til Eyja á föstudagskvöld, fyrir utan nokkra sem héldu annað á eigin vegum, en áætlað var að hópurinn sneri aftur í dag, sunnudag. Ólafur segir að skólameistarar skólanna tveggja hafi fyrirfram ákveðið að hart yrði tekið á áfengisneyslu, þeir hafi lagt ákveðin fyrirmæli sem einhverjir í hópnum hafi ekki farið eftir og þannig hafi þeir skemmt fyrir hin- um. Ólafur segist telja að meirihluti nemenda hafi staðið sig ágætlega. Halldór Páll Halldórsson, skóla- meistari ML, segir áfengisdrykkju bannaða í húsnæði skólans, þónokk- urt áfengi hafi verið með í för hjá þessum hópi og slíkt eigi ekki við í íþróttakeppni og skólaheimsókn. „Ég dreg ekki dul á að ein- staklingar hjá okkur hafa tekið þátt í þessu líka,“ segir Halldór Páll og segir að fundað verði um málið inn- an skólans á þriðjudag. Hann segist harma það að þessa ákvörðun hafi þurft að taka, en hún hafi verið nauðsynleg engu að síður. Hann tel- ur nauðsynlegt að skólastjórnendur framhaldsskóla og nemendafélög komi saman og ræði fyrirkomulag skólaheimsókna. Nemendur reknir heim úr skóla- ferðalagi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.