Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem felur í sér að þeir útlendingar, sem veitt- ur er ríkisborgararéttu, skuli hafa nægilega þekkingu á íslensku máli til að halda uppi almennum samræð- um á íslensku. Í frumvarpinu er lagt til að eft- irfarandi málsgrein bætist við lögin um íslenskan ríkisborgararétt: „Umsækjandi hafi nægilega þekk- ingu á íslensku máli til þess að halda uppi almennum samræðum á mál- inu. Þetta skilyrði gildir þó ekki um þá sem eru orðnir 65 ára og hafa bú- ið á Íslandi í a.m.k. 15 ár eða eiga óhægt um mál sakir fötlunar eða sjúkdóms eða annarra sambæri- legra ástæðna. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um prófun á ís- lenskukunnáttu umsækjenda og vottun um þá kunnáttu.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að íslenskukunnátta útlend- inga hafi verið til umræðu upp á síð- kastið í tengslum við veitingu dval- arleyfis og veitingu ríkisborgara- réttar og þá sérstaklega vegna lagafrumvarps dómsmálaráðherra um útlendinga. Þar er lagt til að veita megi útlendingi búsetuleyfi ef hann hefur m.a. sótt námskeið í ís- lensku fyrir útlendinga. „Allsherj- arnefnd hefur haft frumvarpið til umfjöllunar og telur hún að slík kunnátta hljóti að vera forsenda þess að útlendingar geti tekið virk- an þátt í íslensku samfélagi. Nefnd- in telur eðlilegt og ekki síður mik- ilvægt að þeir sem veittur er íslenskur ríkisborgararéttur geti sýnt fram á kunnáttu í íslensku máli og leggur því til breytingu þess efn- is á lögum um íslenskan ríkisborg- ararétt.“ Lagt er til að lögin, verði frumvarpið að lögum, öðlist gildi 1. janúar 2003. Þeir sem eru í meiri- hluta allsherjarnefndar eru: Þor- gerður K. Gunnarsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, Kjartan Ólafsson, Katrín Fjeldsted og Ásta Möller, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Hafna skilyrði um íslenskunámskeið Því má bæta við að minnihluti allsherjarnefndar, þau Guðrún Ög- mundsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gerir athuga- semdir við það skilyrði að útlend- ingar sem sæki um búsetuleyfi skuli hafa sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga. „Alvarleg athugasemd er gerð við það að þátttaka í ís- lenskunámskeiði sé skilyrði búsetu- leyfis,“ segir í nefndaráliti minni- hlutans. „Hér er greinilega um að ræða mismunun á grundvelli þjóð- ernis því ekki þurfa allir „útlend- ingar“ að sækja um búsetuleyfi, t.d. Norðurlandabúar, EES-borgarar og makar Íslendinga.“ Frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt Sýni fram á kunnáttu í ís- lensku máli HARÐUR árekstur sjúkrabíls og fólksbíls varð skammt frá Kúagerði á Reykjanesbraut á níunda tímanum í gærmorgun. Sjúkrabíllinn, sem er af Suð- urnesjum, var að koma frá Reykja- vík en fólksbíllinn var á leiðinni til Reykjavíkur. Talið er að ökumaður fólksbílsins, kona um tvítugt, hafi misst stjórn á bílnum á veginum en talsverður krapi var við Kúagerði. Konan slasaðist á handlegg en mikil mildi er talin að ekki fór verr. Fólks- bílinn er gjörónýtur og sjúkrabíllinn talsvert skemmdur að framanverðu. Sjúkraflutningamenn og lækni í sjúkrabílnum sakaði ekki. Þeir voru að koma úr flutningi til Reykjavíkur með ungt par sem slasaðist í bílveltu á Miðnesheiði fyrr um morguninn. Ekki var þar um alvarleg meiðsl að ræða en óhappið varð í mikilli hálku á heiðinni um sjöleytið. Unga fólkið var ekki í bílbeltum. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Harður árekstur við Kúagerði UNGUR karlmaður var fluttur á slysadeild sjúkrahússins á Selfossi í fyrrinótt eftir að höndin á honum fór í gegnum rúðu á félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi. Þar fór fram dansleikur um nóttina. Að sögn lögreglu eru máls- atvik óljós en maðurinn mun hafa verið ölvaður. Hlaut hann talsverða skurði á hendi. Þá er lögreglan á Selfossi að rannsaka stuld úr geymslu- gámi við bensínstöð Olís við Arnarberg á Selfossi aðfara- nótt laugardags. Talsverðu magni af gosdrykkjum var stol- ið úr gámnum. Innbrotið upp- götvaðist þegar starfsmenn komu til vinnu í gærmorgun. Skarst á hendi á dansleik ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mun standa fyrir Evrópuráðstefnu 26. september næstkomandi í aðdrag- anda að ársfundi sambandsins, sem haldinn verður 31. október og 1. nóvember. Vinnuheiti ráðstefnunnar er ,,Evrópusamvinnan og hagsmunir launafólks“. ,,Við ætlum að vera með einhvers konar stöðumat á stöðu EES samn- ingsins og á Evrópusamvinnunni, meðal annars varðandi stækkun sambandsins og þá umræðu sem nú á sér stað innan Evrópusambands- ins um þróun lýðræðis,“ segir Hall- dór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ. Hefur m.a. Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Gerhard Sab- athil, sendiherra Evrópusambands- ins á Íslandi og í Noregi, einnig verið boðið að flytja erindi á ráð- stefnunni, skv. upplýsingum Hall- dórs. Einnig er fyrirhugað að fá fulltrúa frá rannsóknarstofnuninni Center for European Policy Studies til að gera grein fyrir úttekt sem stofnunin gerði fyrir norska at- vinnurekendasambandið á stöðu EES samningsins. Gæti orðið grundvöllur að stefnumótun á ársfundi ASÍ Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál í ljósi Evrópusamvinn- unnar, efnahagsmál og evruna og um vinnumarkaðinn og þróun hans. ,,Þessi ráðstefna verður lögð upp sem vettvangur fyrir hlutlæga upp- lýsingamiðlun en menn eiga von á að í framhaldinu eigi sér stað skoð- anaskipti og eftir atvikum umræða og mögulega stefnumótun á árs- fundinum,“ segir Halldór. ASÍ undir- býr Evrópu- ráðstefnu í haust ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, leggur til að íbúalýðræði og fjölskylduvænt sam- félag verði á meðal megináherslna framboða Samfylkingarinnar um landið til sveitarstjórna. Í ræðu sem Össur flutti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gær, laugardag, sagði hann breytt hlut- verk sveitarstjórna kalla á nýjar reglur við ákvarðanatöku innan þeirra. „Íbúalýðræði felur í sér lausn á því. Þar eru íbúar sveitarfélagsins kallaðir til leiks, fengnir til samráðs um lausnir og skipulag. Enginn veit betur en fólkið sjálft hverjar þarf- irnar eru og hvernig íbúar hvers sveitarfélags vilja forgangsraða fjár- munum þess í eigin þágu,“ sagði í ræðu Össurar. Samráðsvettvangur íbúalýðræðis- ins feli það einnig sjálfkrafa í sér að deilur og átök minnki til muna og stjórnmálin verði heilbrigðari fyrir vikið. Samfylkingin á uppleið Össur sagði fjölmiðla ekki hafa spáð Samfylkingu góðu gengi á ár- dögum flokksins, en að í dag væri landslagið breytt. „Samfylkingin á landsvísu er mánuðum saman búin að vera á öruggri uppleið. Við höfum öðlast sjálfstraust, höfum öðlast virðingu umhverfisins fyrir þeim karakter sem við sýndum á erfið- leikatímum okkar, erum í dag hinn ótvíræði forystuflokkur stjórnarand- stöðunnar. Við höfum sýnt stefnu- festu og þann kjark sem ábyrgur flokkur þarf til að taka á sig óþæg- indin sem óhjákvæmilega fylgja því stundum að sýna ábyrgð og forystu- sýn,“ sagði Össur í ræðu sinni. Össur Skarphéðinsson á flokksstjórnarfundi Áhersla verði lögð á íbúalýðræði RÚMLEGA 50 nemendur frá Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum sem voru í skólaferðalagi á Laug- arvatni voru reknir heim á föstu- dag. Ólafur H. Sigurjónsson, skóla- meistari skólans, segir ástæðuna hafa verið að einhverjir hafi haft áfengi um hönd aðfaranótt föstu- dags í húsnæði Menntaskólans á Laugarvatni. Hann á þó eftir að ræða við nemendur og fá nánari skýrslu frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Hópurinn kom aftur til Eyja á föstudagskvöld, fyrir utan nokkra sem héldu annað á eigin vegum, en áætlað var að hópurinn sneri aftur í dag, sunnudag. Ólafur segir að skólameistarar skólanna tveggja hafi fyrirfram ákveðið að hart yrði tekið á áfengisneyslu, þeir hafi lagt ákveðin fyrirmæli sem einhverjir í hópnum hafi ekki farið eftir og þannig hafi þeir skemmt fyrir hin- um. Ólafur segist telja að meirihluti nemenda hafi staðið sig ágætlega. Halldór Páll Halldórsson, skóla- meistari ML, segir áfengisdrykkju bannaða í húsnæði skólans, þónokk- urt áfengi hafi verið með í för hjá þessum hópi og slíkt eigi ekki við í íþróttakeppni og skólaheimsókn. „Ég dreg ekki dul á að ein- staklingar hjá okkur hafa tekið þátt í þessu líka,“ segir Halldór Páll og segir að fundað verði um málið inn- an skólans á þriðjudag. Hann segist harma það að þessa ákvörðun hafi þurft að taka, en hún hafi verið nauðsynleg engu að síður. Hann tel- ur nauðsynlegt að skólastjórnendur framhaldsskóla og nemendafélög komi saman og ræði fyrirkomulag skólaheimsókna. Nemendur reknir heim úr skóla- ferðalagi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.