Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 29

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 29
Ein af teikningum Hjartar í Sverrissal Hafnarborgar. NÝJAR myndir kallar Hjörtur Hjartarson sýningu sína á hartnær þrjátíu myndum í Hafnarborg. Megnið eru teikningar af manneskj- um í ýmsum stellingum, en einnig má finna málverk, jafnvel hraðsoðin portrett, og allt þar á milli. Hjörtur hikar ekki við að blanda saman miðl- um sínum svo að blýantur og olíulitir lenda á pappírnum, ásamt kolum, ef honum finnst það gefa myndinni aukinn kraft. Einkennandi fyrir myndir hans er hraði, risskenndar fígúrur og fljótandi lína. Allt eru þetta þekktar stærðir úr vopnabúri síð-formalískra málara og teiknara. Stundum dettur áhorfand- anum í hug Picasso, en þó væri öllu fremur hægt að líkja stílnum við eft- irkomendur hans, svo sem de Koon- ing, eða Kristján okkar Davíðsson. Það er hin fyndna og hálfskrýtlu- kennda ásýnd persónanna sem minnir svo mjög á þá tvo síðar- nefndu. Oft nær Hjörtur að kitla hláturstaugar okkar með skondnu hraðrissi sínu, einkum af konum með hunda í bandi. Hjörtur er slyngur teiknari, en það er fremur fátítt að sjá íslenska listamenn leggja jafnríka áherslu og hann á leikandi línuspil. Hins vegar lætur hann sér í léttu rúmi liggja þótt aðferðafræði hans stefni ekki til frumleika eða átaka við ónumdar lendur. Svo virðist sem Hjörtur uni glaður við miðil sinn í fullkomlega afslöppuðum tengslum við sinn innri mann, sem er næsta fátítt af lista- manni á hans aldri sem lokið hefur námi úr fjöltæknideild MHÍ. Án þess að vilja æsa Hjört til ein- hverra ofurdáða sem eflaust eru ekki eiginlegur hluti af persónu hans og geðslagi, mætti samt vel hugsa sér hann beita hæfileikum sínum á sam- tímalegra og spennuþrungnara myndefni. Í stað venjubundinna stellinga úr líkamsræktarstöðvum sem segja ekki neitt umfram form- ræna línu- og litaleikfimi væri hægt að hugsa sér Hjört takast á við öld- urhúsamenningu okkar þar sem við- skiptavinir frussa bjór hver framan í annan í ofurtroðnu og reykmettuðu hávaðaumhverfi. Eða hvað með súlu- staðina umdeildu? Væri túlkun á þeim ekki ögn nærtækari og um- ræðuhvetjandi en myndefnið í Sverrissal? Var það ekki Hallgrímur Helgason sem staðsetti nýklassísku bryðjurnar hans Picasso á götuhorn- um, reykjandi eins og tilkippilegar portkonur? Það var eitthvað krass- andi og ferskt við slíkar glettur; nokkuð sem gæti keyrt upp trukkið í annars vel útfærðum myndum Hjartar. MYNDLIST Hafnarborg, Sverrissal Til 14. apríl. Opið miðvikudaga til mánu- daga frá kl. 11–17. TEIKNINGAR & MÁLVERK HJÖRTUR HJARTARSON Í ýmsum stellingum Halldór Björn Runólfsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 29 PRENTARAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plastkorta Vefsíða: www.oba.is LEIKSTJÓRINN og leikarinn Edward Burns hefur reynt sitt- hvað fyrir sér í kvikmyndagerð frá því að hann vakti fyrst athygli á Sundance-hátíðinni fyrir róman- tísku gamanmyndina The Brothers McMullen árið 1995. Síðan hefur Burns haldið sig við rómantíkina sem umfjöllunarefni og er nýjasta mynd hans, Sidewalks of New York, mjög í þeim anda. Tilfinn- ingasambönd og kynlíf nútímafólks er skoðað frá ýmsum hliðum og hér eru það nokkrir einstaklingar á ólíkum aldri sem verða mið- punktur þeirrar könnunar. Útkom- an er fín mannlífssaga, sem svið- sett er á hinni rómantísku stórborgareyju Manhattan í anda Woody Allen. Þessi sviðsetning varð reyndar til þess að frumsýn- ingu myndarinnar var frestað eftir hryðjuverkin 11. september, þar sem Tvíburaturnarnir eru mjög áberandi í bakgrunni nokkurra at- riða. Burns mun þó hafa hafnað þeirri tillögu framleiðenda að þurrka turnana út með tölvu- vinnslu. Auk góðrar frammistöðu traustra og sjarmerandi leikara hefur þessi kvikmynd sérstaka frá- sagnaraðferð til að bera, þar sem leikstjórinn leikur sér dálítið með návist kvikmyndatökuvélarinnar. Helsti galli myndarinnar er hins vegar hversu hún rambar á barmi tilgerðar á köflum. BÆKUR Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Edward Burns. Aðalhlutverk: Edward Burns, Rosario Dawson, Heather Graham, Stanley Tucci, Brittany Murphy. Sýn.tími: 107 mín. Bandaríkin. Paramount, 2001. SIDEWALKS OF NEW YORK (Á GANGI Í NEW YORK) 1⁄2 Sundur og saman Heiða Jóhannsdóttir Þumalína Pósthússtræti/Skólavörðustíg Allt fyrir mömmu og litla krílið Póstsendum – sími 551 2136

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.