Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 29
Ein af teikningum Hjartar í Sverrissal Hafnarborgar. NÝJAR myndir kallar Hjörtur Hjartarson sýningu sína á hartnær þrjátíu myndum í Hafnarborg. Megnið eru teikningar af manneskj- um í ýmsum stellingum, en einnig má finna málverk, jafnvel hraðsoðin portrett, og allt þar á milli. Hjörtur hikar ekki við að blanda saman miðl- um sínum svo að blýantur og olíulitir lenda á pappírnum, ásamt kolum, ef honum finnst það gefa myndinni aukinn kraft. Einkennandi fyrir myndir hans er hraði, risskenndar fígúrur og fljótandi lína. Allt eru þetta þekktar stærðir úr vopnabúri síð-formalískra málara og teiknara. Stundum dettur áhorfand- anum í hug Picasso, en þó væri öllu fremur hægt að líkja stílnum við eft- irkomendur hans, svo sem de Koon- ing, eða Kristján okkar Davíðsson. Það er hin fyndna og hálfskrýtlu- kennda ásýnd persónanna sem minnir svo mjög á þá tvo síðar- nefndu. Oft nær Hjörtur að kitla hláturstaugar okkar með skondnu hraðrissi sínu, einkum af konum með hunda í bandi. Hjörtur er slyngur teiknari, en það er fremur fátítt að sjá íslenska listamenn leggja jafnríka áherslu og hann á leikandi línuspil. Hins vegar lætur hann sér í léttu rúmi liggja þótt aðferðafræði hans stefni ekki til frumleika eða átaka við ónumdar lendur. Svo virðist sem Hjörtur uni glaður við miðil sinn í fullkomlega afslöppuðum tengslum við sinn innri mann, sem er næsta fátítt af lista- manni á hans aldri sem lokið hefur námi úr fjöltæknideild MHÍ. Án þess að vilja æsa Hjört til ein- hverra ofurdáða sem eflaust eru ekki eiginlegur hluti af persónu hans og geðslagi, mætti samt vel hugsa sér hann beita hæfileikum sínum á sam- tímalegra og spennuþrungnara myndefni. Í stað venjubundinna stellinga úr líkamsræktarstöðvum sem segja ekki neitt umfram form- ræna línu- og litaleikfimi væri hægt að hugsa sér Hjört takast á við öld- urhúsamenningu okkar þar sem við- skiptavinir frussa bjór hver framan í annan í ofurtroðnu og reykmettuðu hávaðaumhverfi. Eða hvað með súlu- staðina umdeildu? Væri túlkun á þeim ekki ögn nærtækari og um- ræðuhvetjandi en myndefnið í Sverrissal? Var það ekki Hallgrímur Helgason sem staðsetti nýklassísku bryðjurnar hans Picasso á götuhorn- um, reykjandi eins og tilkippilegar portkonur? Það var eitthvað krass- andi og ferskt við slíkar glettur; nokkuð sem gæti keyrt upp trukkið í annars vel útfærðum myndum Hjartar. MYNDLIST Hafnarborg, Sverrissal Til 14. apríl. Opið miðvikudaga til mánu- daga frá kl. 11–17. TEIKNINGAR & MÁLVERK HJÖRTUR HJARTARSON Í ýmsum stellingum Halldór Björn Runólfsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 29 PRENTARAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plastkorta Vefsíða: www.oba.is LEIKSTJÓRINN og leikarinn Edward Burns hefur reynt sitt- hvað fyrir sér í kvikmyndagerð frá því að hann vakti fyrst athygli á Sundance-hátíðinni fyrir róman- tísku gamanmyndina The Brothers McMullen árið 1995. Síðan hefur Burns haldið sig við rómantíkina sem umfjöllunarefni og er nýjasta mynd hans, Sidewalks of New York, mjög í þeim anda. Tilfinn- ingasambönd og kynlíf nútímafólks er skoðað frá ýmsum hliðum og hér eru það nokkrir einstaklingar á ólíkum aldri sem verða mið- punktur þeirrar könnunar. Útkom- an er fín mannlífssaga, sem svið- sett er á hinni rómantísku stórborgareyju Manhattan í anda Woody Allen. Þessi sviðsetning varð reyndar til þess að frumsýn- ingu myndarinnar var frestað eftir hryðjuverkin 11. september, þar sem Tvíburaturnarnir eru mjög áberandi í bakgrunni nokkurra at- riða. Burns mun þó hafa hafnað þeirri tillögu framleiðenda að þurrka turnana út með tölvu- vinnslu. Auk góðrar frammistöðu traustra og sjarmerandi leikara hefur þessi kvikmynd sérstaka frá- sagnaraðferð til að bera, þar sem leikstjórinn leikur sér dálítið með návist kvikmyndatökuvélarinnar. Helsti galli myndarinnar er hins vegar hversu hún rambar á barmi tilgerðar á köflum. BÆKUR Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Edward Burns. Aðalhlutverk: Edward Burns, Rosario Dawson, Heather Graham, Stanley Tucci, Brittany Murphy. Sýn.tími: 107 mín. Bandaríkin. Paramount, 2001. SIDEWALKS OF NEW YORK (Á GANGI Í NEW YORK) 1⁄2 Sundur og saman Heiða Jóhannsdóttir Þumalína Pósthússtræti/Skólavörðustíg Allt fyrir mömmu og litla krílið Póstsendum – sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.