Vísir - 25.06.1980, Side 8
8
VÍSIR
Miövikudagur 25. júni 1980.
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davlft Guömundsson.
'Ritstjórar: ðlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
RitsfjórnarfuMtrúar: Bragi Guðmundsson, EMas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup. Fríða
Astvaldsdóftir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristin
Þorsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Póll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sæmundur Guftvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaftamaftur á Akureyri: Glsli Sigur-
geirsson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Askriftargjald er kr.5000 á mánufti innanlands og verft i lausasölu 250 krónur ein-
takift. Visirer prentaftur I Blaftaprenti h.f. Siftumúla 14.
SkoDanakönnunin er ekki dómur
í gær og í dag eru birtar hér í
blaðinu niðurstöður skoðana-
könnunar Vísis vegna forseta-
kosninganna. Vitað var að birt-
ingar úrslita könnunarinnar var
beðið með eftirvæntingu, ekki
síst af þeim sem næst standa
frambjóðendum og fyrir þá
starfa. Það er til merkis um að
skoðanakönnun Vísis er talin
áreiðanleg og hlutlaus aðferð til
að kanna hugi kjósenda, og er
það vissulega viðurkenning fyrir
Vísi og þá sem könnunina hafa
unnið.
Hitt er annað, hvernig mönnum
líka hinar efnislegu niðurstöður.
Það fer auðvitað eftir því, hvern
menn styðja og hversu vel við-
komandi frambjóðanda vegnar
samkvæmt könnuninni. Rétt er
þó í þessu sambandi að undir-
strika rækilega, að skoðanakönn-
unin er ekki dómur um endanleg
úrslit, boðar hvorki sigur ne tap,
og segir alls ekki til um, að fylgi
geti ekki tekið miklum breyting-
um fram að kjördegi.
Skoðanakönnunin er vísbend-
ing um hug fólks á þeim tíma,
sem hún er f ramkvæmd, og getur
að þvi leyti verið leiðbeining fyr-
ir frambjóðendur og stuðnings-
menn þeirra um vinnubrögð og
málf lutning til að auka fylgi við-
komandi.
Ástæða er til að vekja sérstaka
athygli á tvennu. Niðurstöðurnar
Skoöanakönnun VIsis hefur öOlast viöurkenningu, sem heiöarleg og áreiöanleg aöferö
til aö kanna hugi kjósenda. Þaö má þó enginn lita svo á aö skoöanakannanir séu endan-
legur dómur um úrslit kosninganna.
nú hafa ekki tekið miklum
breytingum, frá þeim niðurstöð-
um, sem fyrri skoðanakönnun
leiddi í Ijós fyrir þremur vikum.
Þá var því einmitt haldið fram,
að í Ijósi þess, að tveir frambjóð-
endanna, Guðlaugur Þorvaldsson
og Vigdís Finnbogadóttir, sýnd-
ust hafa meira fylgi en aðrir,
myndu fleiri kjósendur greiða
þeim atkvæði sitt, frekar en öðr-
um sem minni möguleika virtust
hafa til að ná kjöri. Þessar kenn-
ingar haf a ekki staðist, enda ekki
ætlunin að skoðanakannanir Vís-
is hafi áhrif á afstöðu manna.
Þvert á móti hef ur komið í Ijós,
að einmitt þeir Pétur Thorsteins-
son og Albert Guðmundsson, sem
í fyrri skoðanakönnun, stóðu lak-
ar að vígi en hin tvö fyrrnefndu,
hafa báðir bætt við fylgi sitt frá
því fyrir þrem vikum.
Þegar á heildina er litið, eru
merkilega litlar breytingar á
fylgi einstakra frambjóðenda á
þeim tíma, sem líður milli kann-
anna, og vekur upp þá spurningu,
að hve miklu leyti hin mikla
kosningabarátta hefur áhrif á
viðhorf og afstöðu fólks. Alla-
vega sýnist það í engu hlutfalli
við það ótrúlega og aðdáunarlega
framlag, sem frambjóðendur
allir hafa lagt á sig síðustu vikur.
Hitt atriðið sem eftirtekt vek-
ur, er sá möguleiki, að næsti for-
seti lýðveldisins verði kjörinn
með 30-35% atkvæða, hugsanlega
minna, ef menn einblína á skoð-
anakönnunina.
A sínum tíma var sú hugmynd
settfram hér í Vísi, aðef f leiri en
tveir væru í framboði og enginn
frambjóðenda fengi yfir 50% at-
kvæða, þá skyldi kjósa aftur milli
þeirra tveggja sem mest at-
kvæðafylgi hefðu í fyrri kosning-
um. Ljóst var að þessi tillaga gat
ekki komið til framkvæmda nú í
sumar, en Vísir er enn þeirrar
skoðunar, aðslíka breytingu eigi
að gera á stjórnarskrá lýðveldis-
ins, fyrir næstu forsetakosningar
á Islandi. Það er lýðræðisleg
nauðsyn og augljós styrkur fyrir
hyern þann sem kosinn er forseti
Islands, að hann hafi hlotið
meirihlutafylgi kjósenda. Þannig
verður hver sá sem kosningu
hlýtur, viðurkenndur og óum-
deildur sem æðsti maður íslensku
þjóðarinnar.
j ÉR KJARADðMUR lÆKÍ '
I FJARMALARttUNEYTISINS?
Nýlega féll kjara-
dómur i máli BS hjúkr-
unarfræðinga. Niður-
staða dómsins er sú, að
gamli sérkjarasamn-
ingurinn gildi áfram i
meginatriðum. Sam-
kvæmt þvi er byrjunar-
launaflokkur 103 BHM.
Mun það vera lægst
skipaði launaflokkur
innan BHM. Vegna
óánægju þeirra, sem
hér eiga hlut að máli
hafði Visir samband
við tvo hjúkrunarfræð-
inga i félagi háskóla-
menntaðra hjúkrunar-
fræðinga, þær Ingi-
björgu Sigmundsdótt-
ur, fulltrúa stjórnar
FHH, og Sigriði Ólafs-
dóttur, fulltrúa kjara-
nefndar FHH.
— Hver er ástæöan fyrir
óánægju ykkar meö úrskurö
kjaradóms?
..Við höfum lokiö fjögurra ára
námi viö Háskóla Islands og
okkur finnst þaö próf ekki vera
réttilega metiö til launa, þar
sem allflestir meö sama náms-
einingafjölda frá H.I. eru 4-6
launaflokkum hærri en viö.
Þetta köllum viö litilsviröingu
viö hjúkrun.”
— Hvernig rökstyöjiö þiö
launakröfur ykkar?
„BS próf I hjúkrunarfræöi er
metiö til 173 stiga, en slikt
námseiningamat hefur einmitt
veriö haft til viömiðunar viö
niöurrööun i launaflokka hjá
rlkinu. Nú hefur þaö hins vegar
gerst, aö kjaradómur hefur virt
þaö aö vettugi, en fariö eigin
leiöir.
Hjúkrun er grein i þróun, sem
löngum hefur veriö vanmetin.
BS hjúkrunarfræöingar hafa aö
baki fjögurra ára strangt há-
skólanám, og verið undirbúnir
undir sjálfstæö og ábyrgðar-
mikil störf. Nú hefur þaö hins
vegar gerst meö úrskuröi kjara-
dóms, aö horft er framhjá þess-
um þáttum, þ.e. sjálfstæöi og
ábyrgö.”
— En eruö þiö ekki meö þessu
þar meö aö ýta undir launamis-
mun hjúkrunarstéttarinnar?
,,A meöan um tvenns konar
grunnnám i hjúkrunarfræöum
er aö ræöa, þ.e.a.s. annars veg-
ar i Háskóla íslands og hins
vegar i Hjúkrunarskóla Islands,
er e.t.v. ekkert óeölilegt, aö um
Sigriöur ólafsdóttir, fulltrúi kjaranefndar FHH, t.v. og Ingibjörg Sigmundsdóttir, fulltrúi stjórnar
FHH. (Mynd GVA)
einhvern launamismun sé aö
ræöa. I sjálfu sér er þaö ekki
keppikefli okkar heldur þaö, aö
hjúkrunarmenntun i háskóia sé
réttiátlega metin til launa.
Þar sem stefnan er sú, aö öll
hjúkrunfarifram innan H.I. má
segja, að kjarabarátta okkar
taki miö af þvi. Þess vegna er
barátta okkar jafnframt
barátta allrar stéttarinnar og
tekur miö af framtiöinni.”
— Nú hefur komiö fram hörö
gagnrýni af ykkar hálfu á
kjaradóm. Hvaö viljiö þiö segja
um vinnubrögö kjaradóms i
þessu máli?
„Kjaradómur hefur látiö okk-
ar kröfur sem vind um eyrun
þjóta. Hann dæmir nú I annaö
sinn i kjaramálum okkar og
gætir svo augljóslega hagsmuna
varnaraöilans i þessu máii,
þ.e.a.s. fjármálaráöuneytisins.
Hann mismunar aöildarfélög-
um innan sama stéttarfélags,
þ.e. BHM, þar sem fólki meö
sömu prófgráöu er boðiö upp á
minnst fjögurra launaflokka
misræmi. öll sú vinna, sem viö
lögöum I kröfugerö, gagnasöfn-
un, greinargerö o.fl. máli okkar
til stuönings, viröist hafa veriö
virt aö vettugi. Hlutdrægni
þessa dóms er undarleg og alls-
endis óviöunandi, og halda
mætti eftir niöurstöÖum aö
dæma, aö hann væri einungis
tæki fjármálaráöuneytisins til
að fá slnum kröfum framgengt.
Hefur þaö hvarflaö aö okkur, aö
stór þáttur þess aö hjúkrunar-
fræðingar eru láglaunahópur sé
sú staöreynd aö hér er um
kvennastétt aö ræöa. -K.Þ.