Vísir - 27.06.1980, Qupperneq 4
4
VISIR Föstudagur 27. júnl 1980.
..Tunglið. tunglið...”
„Til þess að lækna tunglsýki
skal hella í sjúklinginn blóði úr
mórauðum hrút eða
nýslátruðum hundi." Þessar
gagnmerku upplýsingar koma
fram i samantekt um tunglið.
Raggi Bjarna í Helgarviðtall
/#Mér finnst ég hafa verið á
réttri hillu í lífinu. Ég hef haft
mikla ánægju af því að
skemmta fólki og ég vona að
einhverjir hafi haft jafn
gaman af því og ég,"
Einkavíðtal við Clash
Breska popp-hljómsveitin
Clash vakti óskipta athygli
þegar hún hélt hér tónleika á
Listahátíð enda bar öllum
saman um að hún væri mjög
góð á sínu sviði.
Forsetakosningarnar ’6B
„Ég fór snemma aö sofa kosninganóttina enda
þóttist ég næsta viss um sigur," segir Kristján
Eldjárn í samantekt um forsetakosningarnar
1968. Sérstaklega er fjallað um kosninganóttina
sjálfa.
Hinir duiarfullu Hunt-bræður
Verðhrun á silffri vakti mikla athygli í apríl
síðastliðnum. Mestan þátt í því átti spákaup-
mennska Hunt-bræðra, sem eru vellríkir kaup-
sýslumenn í USA.
iiii
iííSÍMmíS:!
■
I
mmmmm
mmimmm
iiiiliil
Mótmælendur þrengja að réttarverfti I réttarsalnum I Greensboro.
MONimiN LEIDDI
TIL DLðDDRDS
- Ku Kiux Kiananar og nýnasistar lyrir rétli vegna morða
í N-Karóiínu
Réttarhöldin voru hafin þegar
hópur syngjandi mótmælenda
komu aö réttarsalnum. Verftir
tilkynntu hópnum aö engum
yröi hleypt inn. Skyndilega fóru
menn aö troöast og reyndu aö
komast framhjá vöröunum, og
vöröur sneri einn mótmæland-
ann niöur.
„Ætlaröu aö segja mér aö þú
hleypir mér ekki inn?”, sagöi
Paul Bermanzohn, sem var i
hjólastól. „Reyndu aö venjast
þvl aö lifa meö byssukúlu I
hausnum”.
Bermanzohn var eitt fórnar-
lamba blóöugustu átaka i suöur-
rikjum Bandaríkjanna i mörg
ár. Þaö var 3. nóvember 1979 aö
tveimur andstæöum fylkingum
laust saman I bænum Greens-
boro I N-Karólinu. Bermanzohn
er félagi I vinstri sinnuöum hóp,
er heitir kommilnistiski verka-
mannaflokkurinn (KVF).
Árekstur varö fyrst þegar
tveir KVF-félagar réöust inn á
samkomu hjá Ku Klux Klan og
brenndu fána I júli I fyrra. 3.
nóvember héldu KVF svo sam-
komu sem þeir nefndu „Dauöi
yfir Ku Klux Klan”, og mönuöu
andstæöinga sina til aö mæta.
Þeir komu!
Þegar KKK og stuönings-
menna þeirra komu akandi aö
samkomustaö KVF, sem var I
blökkumannahverfi, lömdu
svartir og hvitir KVF-félagar I
bila Klan-anna meö prikum.
Hver skaut svo fyrsta skotinu er
ekki vitaö, en þaö er lykil-
spurning réttarhaldanna.
Þegar lögreglan haföi loks
komiö á friöi, lágu fimm KVF-
félagar I valnum og sjö til viö-
bótar, auk eins Klan-ara, voru
særöir.
1 fyrri viku voru fjórir félagar
i KKK og tveir félagar i nýnas-
istaflokknum „National Social-
ist Party” (Þjóöernisjafnaöar-
menn), kæröir fyrir morö.
Nokkrir blökkumenn hafa
sakaö lögregluna um sofanda-
hátt og fyrir aö hafa ekki veriö
betur á veröi, þar sem sam-
koma Kommúnistiska verka-
mannaflokksins fór ekkert leynt
og var vel auglýst, en banda-
riska dómsmálaráöuneytiö hef-
ur hreinsaö lögregluna af öllum
áburöi. Þó hefur veriö gripiö til
vissra varúöarráöstafana eftir
atburöinn 3. nóvember. Nú er til
dæmis bannaö aö bera skotvopn
nær kröfu- og skrúögöngum en
150 metra. Þá hefur lögreglu-
þjónum, sem gæta mótmæla-
gangna veriö fjölgaö.
„Fólkiö í Greensboro skamm-
ast sin fyrir aö þessi atburöur
skuli hafa gerst hér”, segir sak-
sóknarinn i Greensboro. „Þaö
er hrætt um aö réttarhöldin
muni enn frekar sverta þaö orö,
sem af bænum fer”.
Til aö tryggja þaö, aö réttar-
höldin vekji sem minnsta at-
hygli, hefur veriö gripiö til sér-
stakra öryggisráöstafanna, til
dæmis er aögangur almennings
takmarkaöur mjög.
Búist er viö, aö réttarhöldin
standi I þrjá mánuöi og aö um
tvö þúsund sönnunargögn veröi
lögö fram. Menn biöa úrskuröar
dómarans meö eftirvæntingu.
DRAUGABÍLLI
Á afskekktri skoskri eyju er
komiö upp undarlegt mál. Eyja-
búar trúa þvi nefnilega statt og
stööugt aö draugagangur sé á
eyjunni, og þaö ekki draugur
heldur — draugabill!
Of margir hinna 180 ibúa
eyjarinnar hafa séö þaö sem
þeir kalla „framljósin” til aö
ekki sé hægt aö kenna drykkju-
skap um fyrirbæriö.
Þetta byrjaöi allt þegar
William nokkur Templeton,
eigandi einu verslunar eyjar-
innar, var á heimleiö. Vegurinn
var mjór og ljós bils, sem kom á
móti honum blindaöi hann, svo
hann ók útaf veginum. Temple-
ton meiddist ekkert en þegar
hann steig út úr bilnum, sást
ekkert til hins bilsins.
Rannsóknir, sem beindust I þá
átt aö finna bflinn og eiganda
hans, reyndust árangurslausar.
Nýlega heyröu verkamann á
Tarbert búgaröinum bil nálg-
ast. Þegar þeir litu upp, sáu þeir
framljós bils, sem ók á vegi,
sem lagöur var á klettasyllu um
200 metra yfir sjávarmáli.
Vegurinn er mjög mjór, engin
útskot og hvergi hægt aö snúa
viö. Verkamennirnir fylgdust
meö bilnum þegar hann fór fyrir
beygju og gátu bæöi séö fram-
ljósin og rauö afturljósin. En
skyndilega hvarf billinn.
Skömmu slöar mætti Duncan
Buie, einn virtasti eyjarskegg-
inn „draugnum”. Hann ók vöru-
bifreiö og er hann sá bll mæta
sér beygöi hann i útskot til aö
hleypa bilnum framhjá. Duncan
sat kyrr og fylgdist meö bilnum
koma nær. Hann kom aö
hvelfdri brú og hvarf sjónum
Duncans BuieDu og sást ekki
aftur.
Eyjaskeggjar hafa enn enga
skýringu fundiö á þessu fyrir-
bæri. En hjátrúarfullir eins og
margir Skotar eru, sætta þeir
sig mætavel viö þá skýringu aö
um draugabil sé aö ræöa.