Vísir - 27.06.1980, Síða 20

Vísir - 27.06.1980, Síða 20
vísm Föstudagur 27. júnl 1980. Umsjón: > Magdalena Schram Gallerí og söfn í Reykjavík: Gallerí Suöurgata 7 Ræil vlð Bjarna H. Þórarinsson, elnn al stofnendum gailerfsins Reykjavik um 1870. Húsiö lengst til hsgri á myndinni er smiOja Björns Hjaltested. Ibúöarhús hans næst til vlnstri og hýsir nú Galleri Suöurgötu 7. Tæpast prestlegt yfirbragö Elsti hluti húss númer 7 viö Suöurgötu i Reykjavlk er fró ðrinu 1833. A einni af ljós- myndum Sigfúsar Eymunds- sonar, sem tekin er laust fyrir 1870 sést þetta hús glöggt, er einlyft meö burst og mun þá hafa veriö kallaö Teitshús. A annarri mynd, frá þvi um 1890, er búiö aö byggja ofan á húsiö og þaö oröiö eins og Reyk- víkingar þekkja þaö nú. Eöa hvaö? Einu sinni bjó þarna járnsmiöur, Björn Hjaltested og haföi smiöju I garöinum. Sonur hans, Bjarni var prestur og i hans tiö a.m.k. haföi húsiö yfir sér þann viröuleikablæ, sem prestsetur gjarnan hafa. En núna er i húsinu bækistöö ungs fólks, sem kallar sig nýlistar- fólk og hefur tæpast prestlegt yfirbragö. Hvernig kom þaö til, aö þau hreiöruöu um sig i þessu eina elsta húsi borgarinnar? Fyrir svörum var Bjarni H. Þórarinsson, einn af stofn- endum Galleris Suöurgata 7 og tengdur þvi siöan i april 1977, þegar þaö opnaöi fyrst: — Þaö er siöur en svo til- viljun, þvi sr. Bjarni var afi tveggja af aöstandendum gallerfsins, Friöriks Þórs Friörikssonar og min. Stofnendur Galleris Suöur- gata 7 voru 14, en margir hafa horfiö annaö og nýir bæst i hópinn. Haröi kjarninn I stofn- endahópnum, sem enn er eftir eru þau Bjarni, Friörik Þór, Steingrimur Eyfjörö Krist- mundsson og Margrét Jóns- dóttir. Hvaöa markmiö hefur þetta gallerl, Bjarni? — Um þaö leyti, sem viö fórum af staö hér var Galleri SOM endanlega liöiö undir lok. Þaö haföi veriö mjög aktivt og mikiö nauösynjafyrirtæki og eftir dauöa þess var vöntun á staö, sem einbeitti sér aö nýlist og tilraunastarfsemi i listum, staö sem einbeitti sér aö þvi aö vera móttækistöö fyrir nýj- ungar. Galleri Suöurgata 7 átti aö veröa þess konar staöur. — Þú talar um nýlist, hvaö er þaö? List er auövitaö alltaf i endur- nýjun, eöa á alltaf aö vera þaö. Einu sinni var abstractiö nýlist en sú stefna er fyrir löngu hætt aö bita sem slik. Nú, en ef viö litum aftur til, segjum ársins 1960, þá eru um þaö leyti aö koma fram nýjar stefnur I myndlist, t.d. pop -list, sem ein- mitt súmmarnir létu sig miklu varöa. Um svipaö leyti kemur upp concept stefna, fluxús hreyfingin og performancar, sem hafa veriö nefndir gjörn- ingar á islensku. Markmiöiö var aö gera uppreisn, fara út fyrir ramman 1 bókstaflegum skiln- ingi orösins, út fyrir flötinn. Aöaláherslan er ekki lengur á form, heldur á conceptiö, þ.e.a.s. hugmyndina, inntakiö. Þaö veröur leiöandi afl. Eitt af þvi sem einkennir nýlistastefnuna er t.d. notkun á nýju efni. Ný efni, hlutir, jafnvel atburöir eru notaöirLjósmyndir eru mikiö notaöar, oft til aö varöveita listaverkiö. Sömu- leiöis prenttæknin, sem venju- lega er aöeins brúkuö til aö fjölga verkum, en ekki til aö skapa. — Er þá ekki um aö ræöa alveg breytta afstööu til lista almennt? Jú, jú. Afstaöan breytist aö þvi leyti aö list á ekki aö vera skreyting, né heldur varanleg. Þaö á aö vera hægt aö upplifa hana á ákveönum staö og Hma, hún veröur augnablik, sem varöveitist i huganum fremur en á striganum. Listaverk veröi þannig ekki einkaeign heldur eign allra þeirra, sem fengu aö njóta þessa augnabliks. Gjörningar eru gott dæmi um þetta. — Og þiö hafiö reynt aö koma þessum hugmyndum til skila bæöi meö sýningum og útgáfu- starfsemi? — Já, sýningar I Galleriinu hafa veriö um 60 talsins. Og viö gefum út timaritiö Svart á hvitu og hafa komiö út 6 tölublöö. Tlmaritinu var frá upphafi ætlaö aö vera upplýsandi um hinar ýmsu listgreinar, I þvi hafa birst viötöl og myndlistar- menn sýnt. Verkefni fyrir tlma- ritiö viröast óþrjótandi enda vöntun á sliku riti I mörg ár. Birtingur haföi skiliö eftir sig stóra eyöu og verkefnin hlóöust upp. Askrifendur eru nú um 600 og þeim fjölgar stööugt, enda spannar timaritiö mörg áhuga- sviö: kvikmyndir, tónlist, myndlist og bókmenntir. Viö leitumst eftir aö gera list- greinum jafnt undir höföi og ég held aö styrkur timaritsins felist einmitt i þvi. „Leigupennar ganga lausir” Hafiö þiö veriö ánægö meö þær móttökur, sem þiö hafiö fengiö á þessum þremur árum? — Þaö er af okkur vitaö erlendis, þar sem þessir hlutir eru viöurkenndir sem alvöru- list, ef ég má komast svo aö oröi. Viö höfum sýnt, t.d. I Svi- þjóö, á Itallu og núna i vor i New York og veriö vel tekiö. Og erlendir listamenn eru fúsir til aö koma tij okkar. — Og hér heima? Þaö er nokkuö viss kjarni, sem skoöar sýningar okkar og fylgist meö þvi sem hér er gert. En þaö er þó alls ekki laust viö aö okkur finnist viö vera dálitiö afskipt og einöngruö frá almenningi. — Eflaust þarf þó nokkra þekkingu til aö geta notiö þess, sem þiö eruöaö gera, þaö skýrir sig ekki alveg sjálft? Já, einmitt, og maöur heföi haldiö aö gagnrýnendur og þeir sem fjalla um listir i fjöl- miölum, ættu aö taka aö sér þaö hlutverk aö vera skýrendur eöa milliliöur milli almennings og listamanna, ekki satt? En umfjöllun um Islenska nýlist hefur fariö fram meö ævintýra- legum hætti. Leigupennar ganga lausir meö bundiö fyrir augun og skjóta á þaö, sem fyrir þeim veröur. Tilviljun ein hefur ráöiö, hverjir liggja I valnum hverju sinni. Umfjöllunin hefur veriö einn brandari og eiginlega eitt helsta skemmti- og aöhlátursefni nýlistarmanna. En kannske fer aö veröa mál aö linni og aö heiöarleg, upplýs- andi og marktæk skrif fari aö lita dagsins ljós, þar sem sjónarmiö listamannanna sjálfra fá aö komast aö. Hver veit? Eg efast um aö dritskrifar- arnir vinni fyrir kaupi slnu á dagblööunum, ef hlutverk þeirra er aö upplýsa almenning um myndlist eöa ég tali nú ekki um nýlist. Þeir bregöast gjör- samlega þessu hlutverki sinu aö minumati.Skrifþeirra eruyfir- borösleg, og illkvittin fleyti- kerlingaskrif um annars mjög merkar tilraunir Islenskra list- höfunda til aö skapa eitthvaö nýtt. Skrifin hafa oröiö til aö gera íslenska nýlistarmenn tor- tryggilega, aö afstyrmum i Islenskri menningu og hafa fælt almenning frá verkum þeirra vegna miöaldasjónarmiöa og fordóma. Nýlist þarfnast skýringa þarfnast útskýringa. Hún hefur oftast ákveöiö inntak, sem höfö- ar til ákveöins skilnings á ákveönu fyrirbæri, oft I sérstöku orsakasamhengi, sem getur veriö æöi langsótt og krafist þekkingar. Til aö skýra hana duga engar yfirborösfullyrö- ingar, krufning er nauösyn. Nýlistin vill fara fyrir ofan garö og neöan hjá fólki og geöþótta- gagnrýni á stóran þátt I þvi aö breikka biliö milli hennar og alls almennings. Gagnrýn- endur, I staö þess aö fara meö hlutverk tengiliöar, gera sig aö dómurum um hluti, sem þeir vita litiö sem ekkert um. — Þaö er óhætt aö segja aö viö höfum tekiö upp þráöinniþar sem þurfti, þegar búiö var\aö ganga á milli bols og- höfuös SÚM — sjáöu bara hvaö oröiö hefur úr þvi fólki, sem enginn vildi þá taka alvarlega, úr Kristjáni og Siguröi Guömunds- syni, Þóröi Ben, Tryggva ólafs- syni... en nú er útlit fyrir aö eins fari fyrir Suöurgötu 7 og þá vil ég fyrst og fremst kenna um þessum fleytikerlingaskrifum. Okkur hefur i fjögur ár tekist aö halda þessu gangandi, lagt okkur fram viö aö kynna nýja hluti — conceptual list, gerninga, tilraunir til aö kryfja til botns, kynnt list án takmark- ana, bæöi okkar eigin, og margra annarra bæöi islenskra og erlendra. Hættir gallerliö? Þú segir aö útlit sé fyrir aö Gallerliö hætti? — Fjárhagsafkoma þessa fyrirtækis er mjög slæm og eiginlega sjáum viö ekki fram á annaö en þaö veröi aö leggja upp laupana. — Njótiö þiö engra styrkja frá opinberum aöilum. Jú, eitthvaö hefur veriö aö okkurrétt, en þaö er ekki mikiö, þótt ég vilji ekki vera vanþakk- látur. Viö höfum fengiö styrki til feröalaga — þaö er helst þegar kemur aö því aö kynna starf- semina erlendis, sem Gallerliö veröur allt I einu styrkja viröi. Og Reykjavikurborg hefur keypt af okkur, eöa öllu heldur af Galleriinu, listamennirnir fengu dckert I sinn vasa heldur gáfu Galleríinu verkin og borg- uöu eiginlega meö sér. Auövitaö gætum viö málaö einhvern sölu- varning, en þaö væri nú ekki I okkar anda og kemur ekki til - greina. Þótt viö viljum gjarnan ná tilfólksins, þá getum viö ekki svikiö stefnu, sem viö aöhyll- umst. — En er nú ekki einhver von um aö starfsemin I Suöurgötu 7 haldi áfram? Jú, ég vil alls ekki vera of svartsýnn, þvl þótt einhverjar raddir séu aö halda þvi fram aö neistinn sé slokknaöur, þá er þaö þvert á móti, þaö logar vel! Bjarni H. Þórarinsson Hlutl af verki eftlr Bjarna H. Þórarinsson: Augliti til auglitis. Nýlist er þess eölis, aö hún Verk eftir Halldór Asgeirsson. Hann er nýkominn i hópinn og sýndi i fyrsta sinn hér heima á siöustu Listahátfö.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.