Vísir - 01.07.1980, Síða 8

Vísir - 01.07.1980, Síða 8
8 VÍSIR ÞriOjudagur 1. júli 1980. Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davffl Guflmundsson. ' Ritstjflrar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jflnsson Fréttastjflri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Frfða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jflnína Michaelsdóttir, Kristfn Þorstelnsdóttlr, AAagdalena Schram, Páll AAagnússon, Sfgurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: GIsll Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljflsmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Sfðumúla 14sfmi 8flflll 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 símar 86flll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr.SOOO á mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Vandamálin í veöurblíðunni VeOurblIAa og kosningabarátta hefur gripið hugi landsmanna og vandamál, sem enn eru óleyst og aOgeröir, sem eru skammgóöur vermir, viröast ekki koma neinum viö, — jafnvel ekki rikisstjórninni. Einhvern veginn er það svo, að góðviðri og sumarblíða taka gjarnan hugi (slendinga svo mjög aðtal um vandamál og erfiðleika fer inn um annað eyrað og út um hitt hjá þorra landsmanna. Fólk virðist hafa á tilfinningunni að allt sé í lagi þegar sólin skín sem skærast, en dumbungur og rign- ingar yfir sumarmánuðina fara aftur á móti mjög illa í þjóðina og þá verða vandamál, sem ef til vill eru ekki stórvægileg í raun allmiklu viðameiri í augum manna. Undanfarna daga og raunar vikur hefir sumarblíðan verið einstök, ekki síst á höfuðborgar- svæðinu, og auk sólarinnar hafa forsetakosningarnar orðið til þess að rugla menn alvarlega í riminu. Það er varla á það minnst þótt rikisstjórnin, sem búin er að vera að tala um að telja niður verð- bólguna kerf isbundið, sé búin að snúa talningunni alveg við og telji prósentuhækkanirnar jafnt og þétt upp á við. — Og menn glotta bara út í annað, þegar þeim berast í blíðunni fréttir um að þessi sama ríkisstjórn hafi ákveðið að halda áfram að láta krónuna okkar blessaða halda áfram á fullri ferð niður, til þess að skapa útflutningsatvinnuveg- um, sem reknir eru á núlli, rekstrargrundvöll á ný. Það versta er bara að við getum varla farið að veiða eða vinna fisk af fullum krafti, því að það er ekkert rúm fyrir hann í fisk- geymslunum að sögn frystihúsa- manna. Það kemur nú í Ijós, hvort svo er, þegar forsætisráð- herrann og hásetar hans á þjóðarskútunni hafa gengið frá skýrslum um þessi mál. Grátkór frystihúsafrömuða hefur sungið gamla sönginn sinn að undanförnu um vandamálin, og þótt þeir hafi oft áður sungið sama lagið og menn hafi verið orðnir lítt næmir fyrir því, virðast þó ráðamenn landsins hafa tekið þá alvarlega í þetta sinn. Málið telja þeir auðveldast að leysa með því að útvega nýja markaði fyrir fisk í nágranna- löndunum. En þetta er hægara sagt en gert og menn hafa nú um skeið setið brúnaþungir. Nú um kosningahelgina kveður svo forystumaður í íslenskum fisksölumálum vestanhafs upp úr um það, hvað hafi i rauninni gerst. fslendingar hafi einfaldlega veittalltof mikinn fisk miðað við markaðsmöguleika á allt of of stuttum tíma. Meginveiðin hafi verið yfir vetrarmánuðina, þegar útgerð er dýr og tilkostn- aður með mesta móti. Afleiðing offramleiðslunnar sé svo sú, að yfir sumartímann þegar ódýrast sé að gera út vegna aðstæðna, sé svoekki hægt að veiða fisk vegna skorts á geymslurými frysti- húsanna. Þetta er auðvitað athug- unarefni. Þaðskyldi nú ekki vera að hægt væri að skipuleggja f isk- veiðarnar þannig að hægt væri að ávaxta þorskinn í sjónum og veiða hann minna og jafnara í stað þess að moka honum upp á stuttum tíma og borga svo feiknaháa vexti af honum í geymslunum mánuðum saman eftir að búið er að frysta hann. En það þarf ekki einungis að fara að stjórna fiskveiðunum, heldur hlýtur þjóðin að krefjast þess að ríkisstjórnin fari að stjórna landinu, — jafnvel þótt vel viðri. wm WB Hl ■■ ■■ WM ■■ ■■ WM M m ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■ WM M ■■ WM ■ Áæilanip um framhaldsvirkjanir á Þjðrsár- 09 Tungnaarsvæöínu, ásamt Hrauneyjarfossvirkjun: TVOFALDA FRAMLEHSLU- GETU LAHDSVIRKJUNAR Samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónatanssonar aöstoö- arframkvæmdastjóra Lands- virkjunar, er ráögert aö Hraun- eyjarfossvirkjun muni geta gef- iö af sér 900 Gw stundir á ári en framleiöslugeta Landsvirkjun- ar i dag er 2700 Gw st./ári. Hér er þvi um aö ræöa aukningu um 33%. Framleiösla Landsvirkjunar nam hins vegar 1470 Gw stund- um áriö 1979. Auk Hrauneyjarfossvirkjunar er möguleiki á virkjun Þjórsár- og Tungnaársvæöisins er gefi af sér 1815 Gw st./ári eöa um 73% aukningu framleiöslunnar 1979. Framkvæmdir á þessu svæöi tvöfalda þvi framleiöslugetu Landsvirkjunar frá þvl sem nú er nái þær fram aö ganga. Rannsóknir á virkjunarmögu- leikum á Þjórsár- og Tungnaár- svæöinu i framhaldi af Hraun- eyjarfossvirkjun, hafa leitt i ljós þrjá vænlega virkjunarmögu- leika. Þessar niöurstööur koma fram i skýrslu Landsvirkjunar 1979. Samkvæmt þessum rann- sóknum er hagkvæmast aö ráö- ast I virkjun á áramótum Þjórs- ár- og Tungnaár I tveimur aö- skildum virkjunum, meö lágum stiflum og tiltölulega stuttum jarögöngum. Til aö tryggja rekstur Búr- fellsstöövar yröi þvi byggö lág stifla viö áramótin. Inn I stifl- una gengur leiöigaröur á syöri bakka Tungnár, sem þegar hef- ur verið byggöur. Mun þessi aö- gerö ein geta bætt viö orku- vinnslu Landsvirkjunar 150 Gw stundir á ári, sem er um 6% af heildarframleiöslu Landsvirkj- unar 1979. Ráöunautar telja stiflu þessa geta veriö komna i gagniö 1983 til 1984. Neðra þrep Búðarháls- virkjunar — Sultartanga- virkjun 1985 Taliö er aö svonefnd Sultar- tangavirkjun sé næsti virkjun- arkostur á Þjórsár- og Tungna- ársvæöinu. Hún ætti aö geta tek- iö til starfa 1985 og aukiö orku- vinnslugetu Landsvirkjunar sem nemur 23% heildarfram- leiöslu fyrirtækisins 1979. Frá framkvæmdum viöHrauneyjarfossvirkjun, sem nú standa yfir. Efra þrep Búðarháls- virkjunar — Búðarhálsvirkjun Gert er ráö fyrir aö nýta falliö milli Hrauneyjarfossvirkjunar og lónsins viö Búöarháls — um 37 metrar — meö þvi aö veita Tungnaá um frárennslisgöng gegnum Búöarháls og gera neöanjaröar stöövarhús viö efri endann. Aætlaö er aö virkjunin gefi 420 GW st/ári, eftir þvl hvar i virkjunarrööinni hún kemur. Stækkun Búrfellsvirkj- unar Búist er viö aö næsta fram- kvæmd á eftir Hrauneyjarfossi veröi stækkun Búrfellsvirkj- unar meö stíflun Tungnaár undir snjóöldunni. Meö þessu væri hægt aö auka orkuvinnslu- getu Búrfellsvirkjunar um 640 GW st/ári, sem eru um fjórö- ungur framleiöslunnar 1979. Ef framkvæmdin kæmi ekki fyrr en eftir fullvirkjun Búöarháls, næmi orkuvinnslugeta hinnar nýju framkvæmdar, þriöjungi framleiöslu Landsvirkjunar áriö 1979. —AS jj

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.