Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 14
,,Væri nú ekki ráö aO minnka aöeins loftiö I blöörunni”? segir bréfritari. STOLT SIGLIR R.Þ. skrifar: Stolt siglir fleyiö mitt.. er nú sungiö af kappi um þessar mundir. Þetta fiey gæti allt eins veriö þjóðarskútan — stolt og sperrt, þótt inni fyrr sé aðeins 17. júni blaðra, alveg að þvi komin að springa. Þessa blöðru er búið að þenja svo oft út og fylla af svomiklu munnvatni, að fljótlega gefst hún upp, og þar með glansmyndin utan á henni. Væri nú ekki ráð að minnka FLEYID aðeins loftið i blöðrunni? Auö- vitað væri það á kostnaö glans- myndarinnar utan á, hún myndi aðeins krumpast og ekki vera eins fögur — en ætli blaðran haldist ekki heil með þvi móti? Stolt siglir fleyið mitt, stór- MIITT sjónum á — enn er vist timi til að hoppa þvi frá — en biöjum þess þó, að við höfum skipstjóra sem hefur kjark og þor til þess að taka ákvarðanir um að hægja ferðina þótt skipsgestir verði ekki allir jafn ánægðir. ,,Ég vil fyrir hönd allra Clashaödáenda i landinu þakka listahátiö fyrir Clashhljómleikana” segir bréfritari. Endurflyijio elnl með Clash Meira um fjúkandi rusl en áður Þjóðþrifamaður skrifar: Ég minnist þess er ég hripa þessar llnur, aö ekki alls fyrir löngu lét stjórnmálaflokkur svo um mælt að nú væri helsta verk- efni Islendinga að prýða landið. Nú höfum við fengið prýðilegan forseta af öörum ólöstuðum en ýmislegt má betur prýða svo vel sé aö staðið. Hér á ég viö um- gengni manna á götum og gang- stéttum. Það er ekki ýkja langt slöan, sem það þótti sjálfsagt að henda ösku og rusli úr öskubökkum bifreiöa beint á götuna. Jafnvel þótti þaö dæmi um þrifið fólk sem haföi alltaf öskubakkann hreinan. Nú er þaö svo að Reykja- víkurborg virðist ekki lengur hafa efni á að gefa öldruðum at- innu með þvl að þeir þrifi óturnar og þvi finnst mér meira fariö að bera á fjúkandi rusli en áður. Ég minnist á þetta, nú þvl á kosningadaginn varð ég vitni að þvi að fá yfir mig fjúkandi ösku og sigarettustubba, þegar eldri kona á Fólksvagni taldi sig þurfa að þrlfa til I bílnum sln- um. Það er eins og fólk haldi aö til sé eitthvert dularfullt afl sem eyði þvl er við fleygjum um götur borgarinnar okkar, já- höfuöborgar Islands. Það safn- ast þegar saman kemur og á þaö jafnt við um rusl sem pen- inga, þó hiö fyrrnefnda aukist meir þar sem blessuö verö- bólgan vinnur ekki á þvl. Reynum nú að vanda fram- komu okkar og gera borgina prýðilega i orðsins fyllstu merk- ingu. Clash-aðdáandi skrifar: Ég vil fyrir hönd allra Clash- aðdáenda I landinu þakka lista- hátíö fyrir Clashhljómleikana. Ég vil einnig þakka Þorgeiri Astvaldssyni fyrir lögin með Clash, sem hann spilaöi i sjón- varpinu og útvarpinu. Svo vildi ég spyrja nokkurra spurninga sem hljóða svo: 1. Getur Þorgeir Astvaldsson ekki endursýnt i sjónvarpinu lögin, sem hann spilaöi með Clash? Það eru nefnilega miklu fleiri sem þekkja Clash núna en fyrir hljómleikana og hafa meiri áhuga á þeim núna. Það ætti að vera hægt að endurtaka þetta, eins og Þorgeir hefur endurtekið mörg lög með ekkert vinsælum hljómsveitum. 2. Getur útvarpið endurflutt þáttínn um Clash? Hann var á svo óþægilegum tima (um miðjan dag á virkum degi, þegar allir unglingar eru að vinna). Best væri að endurflytja hann á kvöldin á virkum degi, helst mánudegi. 3. Af hverju spiluðu Fræflarn- ir ekki á Clashhljómleikunum? Bubbi Morthens var svo sem frábær, eins og við mátti búast og ekki siðri en sjálfir Clash, það hefði verið fjölbreyttara að hafa tvær hljómsveitir á undan Clash, og þar að auki hefði hljómleikarnir orðið lengri. Ég vona að einhver geti svarað þessu. 14 sandkorn Að nafa bað heldur er sannara reynlst t Sandkorni I gær birtist ósmekklegar aðdróttanir I garð Siguröar Magnússonar skrifstofustjóra tSt, sem höf- undur þessa dálks harmar að vera ábyrgur fyrir. A þessu máli sem öðrum eru tvær hliðar og á þeirri hliö sem velt er upp i Sandkorni er farið frjálslega meö staðreyndir og þagað yfir öðrum, sem á rætur að rekja til rangra upplýsinga. 1 skrifum þessum var gefiö I skyn, að það væri óeðlilegt að Sigurður færi á Olympluleik- ana I Moskvu sem blaða- maður. Sannleikurinn er hins vegar sá, að APN fréttastofan bauð iþróttablaöinu að senda fulltrúa á leikana en Sigurður er ritstjóri þess blaðs. Það er þvi ekkert óeölilegt við aö hann fari sem fulltrúi blaðs- ins. 1 öðru lagi er Sigurður velt upp úr gamalli slúðursögu um að hann hafi farið sem nuddari á Olympluleikana I Munchen 1972. Það er ekki rétt þvl Sig- urður fór I þá ferð einnig sem fulltrúi iþróttablaðsins. Nú er þaö svo, að oft reynist erfitt að byggja upp það sem búið er að rifa niöur, sem I þessu tilfelli er ósanngjörn aö- för að mannorði Sigurðar. t trausti þess, að menn hafi það heldur er sannara reynist er Sigurður hér með beöinn af- sökunar. Að leika á fiðlu Þá eru forsetakosningarnar afstaönar og menn væntan- lega aftur komnir niður á jörð- ina eftir alla þá umræðu há- stemmdra lýsingarorða sem fylgdi kosningabaráttunni. t hita leiksins gleymdust raunveruleg vandamál þjóðarinnar sem auövitað hrönnuðust upp á meðan menn léku sér með hégómleg orð um útlit og framkomu forseta- frambjóðendanna. t ágætum leiöara I VIsi I slöustu viku var þessu likt við það þegar Neró lék á fiðlu meðan Róm brann. En nú er gálgafresturinn runninn út, og villuráfandi ráðamenn geta ekki lengur falið sig I moldviröri barátt- unnar um forsetaembættið. Hins vegar viröist fátt benda til, að úr þeim herbúðum sé að vænta einhverra úrbóta á þeim vandamálum sem nú blasa við...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.