Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram VÍSIR Uriöjudagur 1. júll 1980. Gáfu af rausn: Ingibjörg Guömundsdóttir og Sverrir Sigurösson. „Fullkomlð yfirlll á verkum Þorvaifls" Björn Th. Björnsson. lístfræðingur inntur eltlr málverkagjöf ill Háskúia isiands Eins og fram hefur komið f fréttum, hefur Háskóla Islands veriö gefin mikil málverkagjöf af hjónunum Ingibjörgu Guö- mundsdóttur og Sverri Sigurðs- syni. Til aö forvitnast nánar um myndirnar, var talaö viö Björn Th Björnsson iistfræöing.en hann skipar, ásamt Gylfa Þ. Gfslasyni og Sverri fyrstu stjórn safnsins: — Þaö ættu nú flestir að kann- ast við Sverri, hann er oft nefnd- ur Sverrir iSjóklæðagerðinniog hefur verið mikill stuönings- maður lista og listamanna. Þor- valdur Skúlason, Kristján Davfðsson og Jóhannes Geir höfðu allir vinnustofu I Sjóð- klæðagerðinni og Sverrir aðstoð- aöi þá og keypti af þeim myndir, einkum Þorvaldi. Tilgangurinn með gjöfinni er, að hún verði stofn aö rannsókn- arsafni til kennslu i Islenskri myndlist við Háskólann. í stofn- skrá safnsins segir enn fremur aö þaö skuli fá 1% af öllu ný- byggingarfé skólans á hverju ári, sem er geysilega mikil upp- hæð. Slfkt rannsóknarsafn opnar ótal möguleika. Hér viö skólann eru rannsóknarstofnanir bók- mennta, örnefna, þjóöfræði o.s.fr., en engin hefur veriö til fyrir islenska myndlist. Nú, myndirnar verða sýndar i Háskólanum til 3. ágúst. Þeim er hugsaö húsnæði I Hugvis- indahúsi skólans, en bygging þess hefst nú I sumar. Það verð- ur staösett fyrir neðan Arna- garö. En I framtiðinni munu málverkin vera I Safnhúsi Háskólans. ,,Fullkomið yfirlit” — Gjöf hjónanna er 70 málverk eftir Þorvald Skúlason og einar 40 teikningar eftir hann og svo eru um 25 málverk eftir ýmsa aðra. A sýningunni núna er þessu skipt þannig, að I fordyr- inu niðri eru verk eftir eldri málara, t.d. Gunnlaug Schev- ing, Snorri Arinbjarnarson, Kristinu Jónsdóttur og Gunn- laug Blöndal. Og uppi, i fordyr- inu, þar eru myndir yngri manna, þar er allur Septem hópurinn, Kristján, Jóhannes, Valtýr og Kjartan og einn að auki, Vilhjálmur Bergsson. Og i hátiðasalnum eru siðan mynd- irnar eftir Þorvald. Þær hanga i rétttri timaröð, það elsta ersiöan Þorvaldur var 12 ára og áður en hann fór að læra. Það eru 56 eða 57 ár, sem skilja aö elstu og yngstu mynd- irnar. —Já, þessar myndir gefa alveg fullkomið yfirlit á sögu Þorvalds, ég held það vanti eitt einasta ár i alla hans sögu.” Fleiri gjafir Sýningin er opin á hverjum degi milli kl. 2 og 6 og er að- gangur ókeypis. Háskóla tslands hefur einnig borist önnur höfðingleg gjöf,’ ekkja Luöviks Storr, Svava, og dætur þeirra hjóna, hafa af- hent skólanum húseignina við Laugaveg 15 til ráðstöfunar aö vild. Ms Rannsaka islenskan framburð Af úthlutun Vfslndasjóðsstyrkja Úthlutun styrkja úr Visinda- sjóði er lokið fyrir þetta ár. Hæsta styrk hugvisindadeildar fengu að þessu sinni þeir dr. Höskuldur Þráinsson og dr Kristján Arna- son, 5 milljónir, til rannsókna á Islenskum nútfmaframburði. Að sögn Höskuldar fengu þeir félagar styrk i fyrra til að byrja á þessum rannsóknum og hafa íeir verið aö þreifa sig áfram meö aö- ferðir og skipulag verkefnisins. Rannsólknirnar eru tviþættar: annars vegar samanburður á þeim rannsóknum, sem Björn Guðfinnsson, málfræðingur gerði um og eftir 1940 á framburöi og heins vegar samanburður á framburði yngri og eldri kyn- slóða, nefndi Höskuldur, að Björn Guðfinnsson hefði notaö um 3 ár til aö safna gögnum. „Björn athugaði aðeins framburð unglinga á aldrinum 10-13 ára, en við höfum áhuga á að hlusta á framburð fleiri kynslóða og e.t.v. emira en framburðinn, t.d. orð- færi og eitthvað fleira. „Þvf er ekki gott að segja um þaö fyrir- fram hversu mikils tima við þörfnumst.” Úr hugvisindadeild sjóðsins hlutu einnig styrk þeir Jón Gunn- arsson ldctor og Indriði Gislason lektor til verkefnisins „Máltaka Islenskra barna á forskólaaldri”, kr. 4 milljónir. Sömu upphæð hlaut Nanna Hermannsdóttir, borgarminjavörður i verkefniö „Vöxtur Reykjavfkur og skipting búsetunnar 1876-1902.” Hugvis- indadeild veitti alls 39 styrki. Raunvisindi. Hæsta styrk úr raunvisinda deild hlaut Raunvisindastofnun Háskóla Islands, sex milljónir i verkefni „Efnajafnvæg milli steinda og vatns i jaröhita kerfum,, Hans Guömundsson eðlisfræöingur fékk 5.5 milljónir I verkefniö „Lághitabúnaöur til rannsókna á spinnaglerástandi fastra efna” og þrir aöilar hlutu 5 milljón kr. styrki, Norræna eld- fjallastöðin, Siguröur St. Helga- son lifeðlisfræðingur og Rannsóknastofa H.l. Raunvis- indadeild veitti I allt 46 styrki.ms „ísland í dagM Fimmta sumarsýning Norræna hússins hefur nú veriö opnuð og stendur hún fram til 10. ágúst. Að þessu sinni sýna þrfr málarar, þeir Benedikt Gunnarsson, Jóhannes Geir og Sigurður Þórir Sigurðsson, og einn myndhöggv- ari, Guðmundur Elfasson. Sumarsýning Norræna hússins hefur verið fastur þáttur i menn- ingarlifi Reykjavikur I nokkur ár. Þótt hún sé vitanlega öllum opin, þá er tilgangur hennar fyrst og fremst sá að kynna erlendum ferðamönnum Islenska myndlist. Og eins og segir I fréttabréfi Norræna hússins, þá nægir ekki að beina þeim gestum á listasöfn- in eingöngu, þar sem þeir geta skoðað myndir margra málara, þvi þargefst sjaldnast kostur á að sjá mörg verk sama listamanns- ins. Annar liður I Islandskynningu Norræna hússins eru fyrirlestrar af ýmsu tagi, sem haldnir eru hvert fimmtudagskvöld I „Opnu húsi.” A fimmtudaginn kemur talar Haraldur Olafsson lektor um Island I dag. „Opnu húsin” hefjast'kl. 20.30 og loka kl. 23.!!. Sumarsýning Norræna hússins er opin daglega frá 14-19. Ms Til minn- ingar um Umhverfi 80 Umhverfi 80 átti ekki litinn hlut I þeim gleðisvip, sem var á Reykjavikurborg Listahátiðar- mánuði. Og eins og flesta rekur eflaust minni til, var þar rekin myndsmiðja, sem öllum var opin. Þar var vefstóll, sem freistaði margra gesta og að sýningunni lokinni var árangurinn teppi, 2m á hæð og einir 4 á breidd. Þetta teþpi hefur nú verið gefið Reykja- vikurborg af aðstandendum Umhverfis 80 „til að minna á, hve æskilegt væri að koma á fót opnu verkstæöi, með leiðbeinendum þar sem ungir og aldnir gætu fengið gleði og athyarf” eins og segir f afhendingarbréfinu. Vegg- teppiö, „ofiö af 1000 fingrum gesta I myndsmiðju Umhverfis 80 I Breiðfiröingabúö” hangir nú i anddyri Laugardalshallarinnar. Þau, sem afhentu teppiö voru þau Bjami Danielsson, Borghild- ur óskarsdóttir, Halldóra Thor- oddsen, Jóhanna Bogadóttir, Sig- urður Þórir Sigurðsson og Unnur Jónsdóttir, en þau unnu öllf sjálf- boðavinnu við leiðbeiningu i myndsmiðjunni. Veggteppiö er liklega það heppilegasta, sem Umhverfi 80 lætur eftir sig til áminningar borgaryfirvöldum, þvi það er ofið af þeim fjölda manns sem lagði leiðina i Breiðfirðingabúð og sýndi um leið nauösyn þess að miðbærinn væri lifandi athvarf borgarbúa fremur en verslunar- miðstöð eingöngu. Ms Sigurjón Pétursson, forseti borg- arstjórnar veitir veggteppinu móttöku. Myndllst Akranes. 1 dag lýkur sýningu „Narpers Konstklubb” frá Finnlandi i Bókasafninu. Myndlistarfélagið „Narpes Kostklubb” er frá vina- bæ Akraness og það eru um 10 málarar, sem hafa sent myndir sinar á þessa sýningu. Þeir sýna bæði ollumálverk, vatnslita- myndir og grafik, en alls eru um 40 myndir á sýningunni. Að sögn aöstandenda eru myndirnar bæði fjölbreytilegar og skemmtilegar. Sýningin er opin frá kl. 2-10. Selfoss. Hans Christiansen opnaði mál- verkasýningu I Safnahúsi Arnes- sýslu á föstudaginn. Hann sýnir þar 34 vatnslitamyndir og teikn- ingar gerðar á þessu ári og þvi slöasta. Hans hefur lagt stund á mynd- list um árabil og stundaði nám i Myndlistarskólanum i Reykjavlk og Akademiet for fri og merkantil kunst i Kaupmannahöfn. Þetta er hans önnur einkasýning. Hún er opin frá kl. 8-10 virka daga og 2-10 um helgar. Sýningunni lýkur næsta sunnudagskvöld. Hveragerði. Gunnar Gestsson málari sýnir i Eden. A sýningunni eru 25 oliu- málverk. Þetta er áttunda einka- sýning Gunnars. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.