Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 1. júli 1980. Vísir á ferð á Dalvík: „Markmiöið aö öllum geti liö- ið ver - spjaliað við valdimar Bragason, öæjarstjóra 1 „Nei, ég er ekki Dalvlkingur, | fæddur og uppalinn i Kinninni. Þaðan lá leiðin I Samvinnuskól- ann að Bifröst og þar kynntist . ég konunni minni, Rósu Þorgils- | dóttur, og hún er Dalvfkingur. — Þar hefur þú skýringu á þvl | hvers vegna ég settist að á Dal- I vík” Það er Valdimar Braga- | son, bæjarstjóri á Dalvlk, sem ■ hefur oröiö i viötali viö VIsi. Valdimar og Rósa hafa búið á ■ Dalvik siðan 1972. Börn þeirra I eru Rósa 7 ára og Anna María, ■ sem er á öðru ári. Til að byrja ■ með starfaöi Valdimar á skrif- ■ stofu hreppsins, þvi þá var Dal- I vík og Svarfaöardalur sama ! sveitarfélagið. Valdimar varð | siðan sveitarstjóri þegar . Hilmar Danielsson hætti um | áramótin 1973—4. Valdimar var . þó ekki sveitarstjóri nema fáa | mánuði, þvl Dalvik fékk ■ kaupstaöarréttindi I april 1974 | og um leið varð Valdimar bæjarstjóri. En hvernig kann hann við það starf? ..baö kemur bví í minn biut aö koma llestum ákvöröunum bæjarstjórnarinnar í Iramkvæmd” „Þaö skiptast á skin og skúrir I þessu starfi sem öörum”, sagði Valdimar. „1 heildina er þetta þó skemmtilegt viðfangsefni, enda væri ég ekki aö hanga viö þetta ef mér þætti það hund- leiðinlegt.” „Þetta starf er fjölbreytt, þvl I jafn litlu bæjarfélagi og hér er geturekki verið um mikla verk- efnaskiptingu að ræða við stjórnun bæjarapparatsins. Þaö fellur þvl I minn hlut aö koma flestum ákvöröunum bæjar- Valdimar og Rósa Þorgilsdóttir kona hans ásamt börnunum, Ragn- heiði 7 ára og önnu Marlu á öðru ári. 't \ * * % \ > t Tl Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvik, staddur niður við höfn með bæinn I baksýn, stjdrnarinnar I framkvæmd.” Nú eru atvinnuvegir ykkar nær eingöngu tengdir sjávarút- veginum. Eru ekki uppi hug- myndir um að auka fjölbreytn- ina”. „Já, það er rétt, langflestir hafa atvinnu af sjávarútvegi eða þjónustugreinum I tengslum við hann. Auk þess er hér nokkuð blómlegur bygginga- iðnaður, smærri fyrirtæki hafa veriðstofnsett, en þvi miður átt misjafna daga, og talsverð þjónusta er hér fyrir sveitina. ....atvinna veriö lyrir aiiar vinnufærar hendur árið um kring.” Það er fullur vilji til þess að auka f jölbreytnina en lltið oröið ágengt. Ætli meginástæðan fyrir þvl að það hefur ekki verið gert I meiri alvöru sé ekki sú, að atvinna hefur verið fvrir flestar vinnufærar hendur, nær áriö um kring. Það er sjálfsagt fyrir bæjarstjórnir á hverjum staö að sjá fyrir nægilegri atvinnu og annaö verður ekki sagt um okkarbæjarstjórn. Dalvlkurbær er beinn þátttakandi I stærstu atvinnufyrirtækjunum I bænum, en það er spurning hvað bærinn á að ganga langt I þeim efnum. Nýjasta hugmyndin til aö auka fjölbreytnina er að hefja hér fiskirækt. Viö höfum heitt vatn sem ekki er þörf fyrir vegna hitaveitunnar eins og er. Rætt hefur verið um möguleika á að leiöa það i Hrlsarvatn og hefja þar fiskirækt. Þetta er allt I athugun ennþá og ekkert hægt að segja um hvað úr verður? En hvernig helst ykkur þá á unga fólkinu eftir að þaö hefur lokið námi? „1 heildina nokkuð vel héld ég”, svaraði Valdimar. „Það er eölilega meira um að langskóla- gengið fólk setjist ekki hér aö þegar það hefur lokið námi. Það er I sjálfu sér ekkert við þvi að segja, þar sem ekki eru mörg atvinnutæki hér fyrir sllkt fólk, ekki eins og er. Ég held þó að hér séu viöunandi atvinnu- möguleikar fyrir ungt fólk og afkoman er slst verri en I nágrannabyggðarlögunum, Markmiöiö er að auka hér fjöl- breytni I skólahaldi, þannig aö unga fólki þurfi sem minnst að leita burtu til menntunar.” „Þess á milli eru allir bæjarlulltrúar Dalvíkingar” I bæjarstjórn Dalvlkur eru 7 fulltrúar, 3 frá Framsóknar- flokki, 2 frá Sjálfstæðisflokki og 2 frá Alþýðubandalaginu og Frjálslyndum, sem buðu fram sameiginlega. Hvernig er sam- starfið i bæjarstjórninni? „Pólitlsk skipting er varla til I bæjarstjórninni nema rétt fyrir kosningar”, sagði Valdimar. „Þess á milli eru allir bæjarfull- trúarnir Dalvlkingar og standa saman að öllum meiriháttar málum”. Hvernig er aö vera I nábýli viö Akureyri? „Það hefur sina kosti og galla, en ég held að kostimir séu þar þyngri á metunum”, sagöi Valdimar. „Eins og ég sagði áðan er afkoma manna hér góð, þannig að ég er ekki svo hrædd- ur um aö við missum fólk til Akureyrar af þeim sökum. Hins vegar segir þaö sig sjálft aö öll sérþjónusta, t.d. I verslun, er meiri og betri en hér. Til Akur- eyrar er ekki nema um 40 minútna akstur og þangað leitar fólk, þannig að minni mögu- leikar eru til að byggja upp verslunarþjónústu hér. Aö mínu mati er það sjálf- sagöur hlutur, að skipuleggja Eyjafjaröarsvæðiö sem eina heild og tek ég undir þær hug- myndir sem Haraldur V. Haraldsson arkitekt hefur sett fram I þvl sambandi. Þeim byggðarlögum sem eru hér við fjörðinn verður best borgiö með samvinnu viö uppbyggingu at- vinnuvega og þjónustugreina, I stað þess að keppa hver við annan um hluti, sem jafnvel eru ekki til skiptanna. ...engin bæjarstjórn getur látið að viija sínum í framkvæmdum” Hvernig stæöir þú aö stjórn bæjarins ef þú værir nú laus við bæjarstjórnina og þar með ein- ráður? „Þaö er margt ógert og þar af leiðandi margt sem þyrfti að Kristin Þorsteindóttir Myndir Þórir Guðmundsson koma I framkvæmd”, svaraöi Valdimar. „Það er hins vegar einu sinni svo að engin bæjar- stjórn getur látið aö vilja sinum I framkvæmdum. Fram- -- kvæmdir veröa aö miðast við þá möguleika sem tekjur bæjar- sjöös gefa hverju sinni. Spurn- ingin er þvl fyrst og fremst um röð framkvæmda. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að skapa gott mannllf I vistlegu umhverfi, þannig að öllum geti liöiö vel”, sagöi Valdimar I lok samtalsins. G.S./Akureyri. Þrjú ný Eddu hötel A blaöamannafundi Ferða- skrifstofu rikisins kom fram að rekstur skrifstofunnar hefur gengið vel og hagnaður rúm- lega 133 miljónir á slöastliönu ári. Mikill hluti þess hagnaðar hefur komið frá rekstri Eddu hótelanna og hefur nú verið ákveðið að bæta þremur við. Þau verða Hótel Edda Blöndu- ósi (árshótel), Hótel Edda Staðarborg, Breiðdal og Hótel Edda, Nesjaskólá, Hornafirði. Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofunnar sagði aö þeir leggðu áherslu á feröalög innanlands og aö koma útlend- ingum inn I landið. Einkum hefðu Þjóðverjar áhuga á land inu. Feröaskrifstofa rlkisins býö- ur upp á alla þjónustu hvað varðar farseðla og hótel fyrir- greiðslu erlendis, „en”, sagöi Kjartan, „við ættum ekki að evða meiru I ferðalög erlendis, en útlendingar eyöa hér.” Kjartan býst við meiri sam- keppni á innlenda markaðnum á næstu árum en hyggst mæta þeirri samkeppni með betri þjónustu við feröamenn. „Rik- ið kemur ekki til með að borga með okkur, svo við þurfum bara að standa okkur. Annars bíður okkar atvinnuleysi.” —ÞG. Kjartan Lárusson fundar með blaöamönnum. Vlsismynd: ÞG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.