Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 01.07.1980, Blaðsíða 13
12 vísm ÞriOjudagur 1. júli 1980. II I I I I I I I I I I I I .1 ■ I VÍSIR HEIMSÆKIR SUMARBÚDIR KFUM OG K í KALDÁRSELI „Pabbi minn er K.R.-ingur.” „Þá þekkir hann örugglega Erlu, mömmu mlna.” „Nei, þaö getur ekki veriö. Pabbi minn er mest meö mönn- um.” Þessar og fleiri skemmtilegar samræöur mættu okkur VIsis- mönnum, er viö heimsóttum sumarbúöir KFUM og K aö Kaldárseli á dögunum. Kaldársel er rekiö af Hafnar- fjaröardeild KFUM og K. stjórnandi þess starfs er Guö- björn Egilsson. Um 40 börn dvelja þar f einu, hálfan mánuö i senn, og eru f hópnum annaö hvort eingöngu drengir eöa cin- göngu stúikur. Þegar okkur bar aö garöi dvaldist þar drengja- hópur. Dagurinn iíður við leik og störf. Dagurinn I Kaldárseli hefst á kjarngóöum morgunmat, en þar á eftir er helgistund. Aö henni lokinni eru börnin úti eöa inni aö leik. Þegar hádegismat er lokiö er haft ofan af fyrir börnunum meö leikjum, gönguferöum, Iþróttamótum og sllku. Eftir kvöldmat er svo kvöldvaka og þá helgistund á ný. Síöasta kvöldiö er nokkuö brugöiö út af venjunni, en þá er sérstök hátiöadagskrá meö und- irbúnum skemmtiatriöum, auk þess sem veislufæöi er á boö- stólum. /,Ég hef staðið yfir pottunum hér í rúm 30 ár." Starfsmenn I Kaldárseli, sem umsjón hafa meö börnunum, eru fimm aö tölu. Foringinn er Benedikt Arnkelsson og hefur hann starfaö sem sllkur I u.þ.b. 25 ár. Sigrún Jónsdóttir, ráös- kona, hefur þó vinninginn, þvl I rúm 30 ár hefur hún staöiö yfir pottunum I Kaldárseli. Aörir starfsmenn eru Birgir Viöars- son, aöstoöarforingi, Halldóra Asgeirsdóttir og Hanna Beta Guömundsdóttir. „Ég ætla sko að koma aftur hingað." Þegar Vísir skoöaöi sig um I Kaldárseli, vorum viö fljót aö draga þá ályktun, aö þar gæti engum leiöst, enda kom þaö á daginn er viö spuröumst fyrir um þaö. Utanhúss hefur veriö komiö upp leikvelli meö rólum og til- heyrandi. Þar er fótboltavöllur, auk annarra valla, þar sem stundaöar eru frjálsar íþróttir. Hægt er aö sigla á ánni, sem þarna rennur framhjá og hefur l B|J C, V ,3 Benedfkt Arnkelsson sér um helgistundina. Birgir aöstoöarforingi baö menn vera stillta yfir boröhaldinu. „Má ég fara út núna?” „Viö skuium sjá. Þú varst nú lasinn f gær.” „Veistu Helgi minn, ég held þaö sé betra, aö þú veröir inni fram aö hádegi.” vtsm Þriöjudagur 1. júif 1980. 13 Máni og Guömundur I dyrum virkisins. og Helgi fékk sögu I staöinn. „Fáni vor er friöarmerki,” sungu virkismenn til fánans. „Hvenær kemur maturinn eiginlega?” Kaldársel til umráöa tvo báta, sem börnin geta fengiö lánaöa. En siöast en ekki slst er þaö virkiö. Virkiö, sem virtist vera lang vinsælasta leiksvæöiö, hafa börnin sjálf byggt eöa öllu heldur hlaöiö, og aö sögn for- ingja virkisins, sem aö þessu sinni voru þeir Guömundur og Máni, eru þar 21 herbergi. Virk- iö er sem sagt innréttaö, þar er foringjaherbergi og gestamót- taka svo eitthvaö sé nefnt. Var okkur aö sjálfsögöu boöiö inn, þar sem gestrisni þeirra virkis- manna er viöfræg, þó aöeins ljósmyndarinn hafi þegiö boöiö. „ Járnbrautarslys eða milljónabuff." Ekki veröur annaö sagt en matseöillinn I Kaldárseli sé skrautlegur. Þegar viö spuröum drengina, hvort maturinn væri góöur, luku þeir allir upp einu máli um, aö svo væri. Þeim kom bara ekki saman um, hvaö væri best. „Mér finnst járnbrautarslysiö best,” sagöi einn. „Mér finnst milljónabuffiö miklu betra,” sagöi annar. „Ja, mér er nú sama, hvaö ykkur finnst,” sagöi þriöji, „mér finnst hassiö langbest.” Þegar hér var komiö sögu, var mál fyrir okkur blaöamenn aö kveöja og þakka fyrir frá- bærar móttökur þeirra Kaldár- selsmanna, og þegar viö rennd- um úr hlaöi var ekki laust viö, aö viö öfunduöum þá, sem stóöu eftir á hlaöinu og veifuöu okkur. —K.Þ. Sigrún hefur staöiö yfir pottunum f Kaldárseli f rúm 30 ár. Sigurþór, Sverrir og Einar ætla allir aö vera i Kaldárseli aftur næsta sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.