Vísir - 01.07.1980, Page 23

Vísir - 01.07.1980, Page 23
Útvarp í kvðld kl. 19.35: Létl grfn á líðandi stund „Þetta verður svona létt grin sem byggt er á stuttum leikbáttum og gamanþáttum um það sem verið hefur til umræðu i þjóðfélaginu að undanförnu”, — sagði Jörundur Guð- mundsson grinisti, en hann mun ásamt Hrafni Pálssyni sjá um þáttinn„Allt i einni kös”, sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld klukkan 1S135. Jörundur sagði að þetta væri fyrsti þátt- urinn af fimm sem fyrirhugaðir væru i þessum dúr og kvaðst hann vonast til að þætt- irnir mættu verða til að létta örlitið geðið hjá landsmönnum. /pm\ 'WONA ÞÚSUNDUM? ws^irn smácmglýsingar ■s- 86611 " V.. . Hrafn Pálsson Jörundur Guömundsson lítvarp I kvðld kl. 22.35 „Úr Austfjaröaþokunni” nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarps- ins f kvöld kl. 22.35. Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egils- stööum hefur umsjón meö þættin- um en hann er borinn og barn- fæddur Austfiröingur og er því öllum hnútum kunnugur þar um slóöir. a útvarp Þriðjudagur 1. júli 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni Margrét Guö- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Ragnhildur” eftir Petru Flagestad Larsen Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Eliasson byrjar lesturinn. 15.00 Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ólik hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar 17.20 Sagan „Brauö og hunang” eftir Ivan Southall Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson leikari les sögulok (7). 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. Viösjá. Tilkynn- ingar. 19.35 Allt I einni kös Hrafn Pálsson og Jörundur Guö- mundsson láta gamminn geisa. 20.00 „Myrkir músikdagar 1980”: Frá tónleikum I Bústaöakirkju 20. jan s.l. 21.15 Barnavinurinn .Dagskrá um gyöinginn Janusz Korczak sem rak munaöar- leysingjahæli i Varsjá i siö- ari heimsstyrjöld. Umsjón- armaður: Jón Björgvins- son. 21.45 (Jtvarpssagan: „Fugla- fit” eftir Kurt Vonnegut Hlynur Arnason þýddi. Anna Guömundsdóttir les (13). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins 22.35 (Jr Austfjaröaþokunni Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egilsstöö- um sér um þáttinn. 23.00 A hljóöbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björns- son listfræðingur. „Beöiö eftir Godot” sorglegur gam- anleikur eftir Samuel Beckett. Fyrri hluti. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. HSÍBÉÍM ÞJÖÐÍNAALLA Þá er langri og strangri kosn- ingabaráttu vegna forsetakjörs á tslandi lokiö, og kjósendur hafa kveöiö upp sinn dóm, sem allir hlíta I lýöræöisþjóöfélagi. Þessar forsetakosningar hafa um flest veriö ööru visi en fyrri forsetakjör hér á landi. Þetta er aöeins i þriöja sinn, sem þjóöin kýs forseta beinni kosningu, og má segja, aö I hvert sinn hafi bæöi kosningabaráttan og niöurstaöan veriö meö sinum sérstaka hætti. Það sem einkennir þessar for- setakosningar fyrst og fremst er fjöldi frambjóðenda og dreifing atkvæðanna á milli þeirra. For- seti hefur aldrei veriö kjörinn meö jafn iitlum hluta atkvæöa og aö þessu sinni. Þótt mjótt væri á mununum I forsetakosn- ingunum 1952, þegar Asgeir Asgeirsson náöi kosningu, hlaut hann þó tæplega 47% greiddra atkvæöa, en séra Bjarni haföi 2.6% minna atkvæðamagn. Þriöji frambjóöandinn I þeim kosningum fékk hins vegar hverfandi fylgi, eöa aöeifts um 6%. i kosningunum 1968 voru aö- eins tveir frambjóöendur I kjöri og þvi um beint val aö ræöa. Dr. Kristján Eldjárn hlaut um 65% af greiddum atkvæöum, eöa rétt tæpiega tvo þriöju hluta, og er vart hægt aö hugsa sér ótvlræö- ari stuöning i kosningum I lýö- ræöisþjóöfélagi. Viö kosningarnar nú er hins vegar ljóst, aö tveir þriöju hlut- ar þeirra, sem fóru á kjörstaö og greiddu atkvæöi, vildu, aö einhver annar en hinn nýkjörni forseti yröi þjóöhöföingi lands- ins. Forsetinn var aöeins kjör- inn meö þriöjungi greiddra at- kvæöa, og hefur þvi hlotiö naumari kosningu en áöur hefur þekkst hér á landi I forsetakosn- ingum. Þá skildu aöeins 1.4% greiddra atkvæöa sigurvegar- ann aö frá þeim, sem næstur kom. Þessi staöreynd hlýtur auö- vitaö enn einu sinni að beina augum manna aö þeirri skoöun, sem áöur hefur veriö vakin at- hygli á I þessu blaöi, aö eölilegt sé aö haga fyrirkomulagi for- setakosninga þannig i framtiö- inni, aö forsetinn njóti á hverj- um tima meirihtutafylgis meö þjóðinni. Þetta er þeim mun eðlilegra þar sem þjóöhöföing- innn veröur alltaí aö gegna hlut- verki samein'.ngartákns oft sundraörar þjoöar. Hitt er svo annaö mál, aö tslendingar hafa yfirleitt sam- einast aö baki forseta sinum þegar hann hefur veriö kjörinn. Þeir hafa treyst þvi, aö forset- inn vilji I reynd vera þjóöhöfö- ingi allrar þjóöarinnar, þótt aö- eins hluti hennar hafi veitt hon- um brautargengi I kosningum, og látið hann njóta þess. Þessi afstaða birtist m.a. i þvi, aö aldrei var boðiö fram á móti þeim þremur forsetum, sem þegar hafa setið aö Bessastöö- um, eftir aö þeir höföu á annaö borö náö kjöri. Þótt tveir þriöju hlutar þeirra, sem atkvæöi greiddu á sunnu- daginn, hafi kosiö einhvern ann- an frambjóðanda en Vigdisi Finnbogadóttur, hefur hún aö sjálfsögöu i hendi sér eins og forverar hennar á Bessastööum aö sameina þjóöina á bak viö sig og veröa forseti allrar þjóöar- innar. Vigdls hefur án efa fullan vilja t:I þess og væntanlega hæfileika einnig. Nú er aöeins mánuður þar til dr. Kristján Eldjárn lætur af forsetastörfum eftir 12 ára far- sæla valdasetu. Hann hlaut þeg- ar I upphafi almennari stuöning meöal þjóöarinnar en dæmi eru um I forsetakosningum hér fyrr og slðar, og störf hans hafa öll einkennst af reisn og viöurleika, sem tryggt hefur honum ást- kæran sess i hug og hjarta þjóö- arinnar. Dr. Kristján er enn á gtíöum starfsaldri, er hann læt- ur af embætti aö eigin ósk, og á vafalaust eftir aö sinna hugöar- efnum sinum landi og þjóö til gagns og viröingarauka á kom- andi árum. Þeir forsetaframbjóöendur, sem nú hlutu ekki nægilegt fylgi meöal þjóöarinnar til aö ná kjöri, geta allir gengiö hildi frá meö viröingu og reisn. Þeir munu vafalaust allir þrir sækja fram til nýrra áfanga hver á sínum starfsvettvangi á kom- andi árum, enda höfum viö tslendingar gott fordæmi þess, aö ósigur I forsetakosningum getur hæglega veriö undanfari glæsilegra sigra á öörum og ekki ómerkari vettvangi. Svarthöföi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.