Vísir - 01.07.1980, Qupperneq 24
wimm
Þriðjudagur 1. júlí 1980
síminner 86611
Veöriö hér
og bar
Klukkan sex I morgun: Akur-
eyriléttskýjaö 8, Bergenskýj-
aö 12, Helsinki léttskýjað 18,
Kaupmannahöfn skýjað 14,
Ósld skýjað 15, Reykjavlk
skýjað 10, Stokkhólmurskýjað
15.
Klukkan dtján í gær: Aþena
heiðsklrt25, Berliniirkoma 12,
Chicago hálfskýjað 23,
Feneyjar léttskýjað 21,
Frankfurt léttskýjað 18, Nuuk
þoka 3, Luxembourg skýjaö
16, Las Palmas léttskýjað 23,
Mallorcaskýjað 23, New York
léttskýjað 27, Parlsskýjaö 19,
Maiaga léttskýjað 24, Vln
hdlfskýjaö 17, Winnipeg skýj-
aö 23...
veðurspá
dagslns
Skammt suöur af Hornafirði
er 1023 mb hæð en yfir suð-
vestanverðu Grænlandshafi er
995 mb lægö sem hreyfist
norðaustur. Hiti breytist lit-
Íö.-r
Suðurland til Vestfjarða: SA
gola og skýjaö i dag en SA gola
eöa kaldi og siðan rigning i
kvöld.
Noröurland vestra: Hægviðri
og víðast léttskýjað I dag en
SA gola eða kaldi og skýjað 1
nótt.
Norðurland eystra til Suðaust-
urlands: Hæg breytileg átt og
vlðast léttskýjaö en sums
staðar þokubakkar á miðun-
um lit af austanveröu landinu.
segir
,,Eins og að stinga höföinu I
sandinn” segir bæjarstjórinn á
Seltjarnarnesi um þá ákvörðun
Seltirninga að hafna áfengisút-
söiu. Þetta er nú i fyrsta sinn,
sem guðaveigar eru blandaðar
sandi.
Vigdisi Finnbogadóttur, nýkjörnum forseta tsiands, fagnað við heimili hennar á Aragötunni I gærkvöldi.
Vlsismyndir: GVA
Vigdísi fagnað i gærkvöld:
„Megi fsland
lifa um aldir”
Mikill mannfjöldi safnaöist
saman fyrir utan hús Vigdlsar
Finnbogadóttur, nýkjörins for-
seta, að Aragötu 2 um niuleytið I
gærkvöldi. Það voru stuðnings-
menn hennar, sem stóðu fyrir
fundinum, og streymdi þangað að
fólk úr öllum áttum I góða veðr-
inu.
Fundurinn hófst á þvl, að lúðra-
sveit undir stjórn Eyjólfs Melsted
lék nokkur ættjarðarlög og Karla-
kór Reykjavikur söng meðan
fundarmenn biðu þess með eftir-
væntingu, að hinn nýi forseti birt-
ist. Þegar svo Vigdis kom fram á
svalir húss sins var henni fagnað
mikið og innilega.
Þór Magnússon, þjóöminja-
vörður, tók fyrstur til máls og
sagöist fyrir hönd framkvæmda-
nefndar stuðningsmanna Vigdis-
ar vilja færa henni árnaðar- og
hamingjuóskir fyrir verðskuldaö-
an sigur og slöan var hrópað fer-
falt húrra fyrir nýja forsetanum.
Þá tók til máls Vigdls Finn-
bogadóttir og sagöi, aö sér væri
efst I huga þakklæti til þeirra,
sem sýndu sér þann sóma aö
heimsækja sig á heimasetur sitt.
Slðan las hún upp úr bókinni Spá-
maðurinn I þýðingu Gunnars Dal,
en sú bók hafði henni verið færö
að gjöf nokkru áöur, en þar sagði
m.a.: „Til eru þeir, sem geyma
litið af nægtum sínum og þeir,
sem gefa til að láta þakka sér og
hin dulda ósk þeirra eitrar gjöf-
ina. Til eru þeir, sem eiga litiö að
gefa og gefa það allt. Þetta eru
þeir, sem trúa á llfið og nægtir
íifsins og þeirra sjóður verður
aldrei tómur”.
1 lokin sagöi Vigdls: „Megi Is-
land lifa um aldir, frjálst land. ís-
land lengi lifi! Guð blessi og allar
landvættir Islands, sem eiga sinn
appruna I helgri bók, börnin okk-
ar”.
Að siöustu þakkaði Þór
Magnússon gestum komuna og
túörasveit lék „Land mins föður,
landiö mitt”. —K.Þ.
Vigdls les hluta þeirra fjölmörgu skeyta, sem henni bárust I gær vlða
að úr heiminum.
Vigdis Finnbogadóttir ásamt dóttur sinni, Astrlði, og Þór Magnússyni,
þjóðminjaverði, á svölum hússins að Aragötu 2 I gærkvöldi. Hún var
klædd 1 prjónaföt, sem ónefnd kona utan af landi sendi til Vfsis I upphafi
kosningabaráttunnar með beiðni um að Vlsismenn kæmu þeim áleiðis
til Vigdisar.
Sæmundur Guðvinsson, blaðamaður á VIsi, afhendir Vigdisi prjóna-
fötin I maí s.l. Vísismynd: GVA