Vísir - 08.07.1980, Síða 6
6
VtSIR
Þriöjudagur 8. júli 1980.
Körluknattleikur:
Danny Sliouse
leikur með
Njarövíkingum
Bandariska „skormaskinan”
Danny Shouse sem lék körfu-
knattleik meö Armanni hér s.l.
vetur og kom félaginu upp i Úr-
valsdeild hefur nú undirritað
samning um að leika með liði
Njarövikur næsta vetur.
Roy Jones á æfingu hjá Val f gær.
Visismynd Jens.
Það þarf ekki að hafa mörg orð
um það að Danny sem er einn al-
besti körfuknattleiksmaöur er
leikið hefur hérlendis mun verða
Njarðvikurliðinu geysilegur
styrkur, og sennilega er þarna
kominn maöurinn sem Njarðvik-
urliðiö hefur vantað til þess að
komast alla leið á toppinn.
Tim Dwyer sem hefur leikið
með Val undanfarin ár er nú
staddurhérálandi ogerástæðan
sú að hann er að kynna Vals-
mönnum nýjan leikmann sem á
aö taka viö af honum. Sá er
svartur og heitir Roy Johns og er
kappinn 2,04 metrar á hæð. Hann
mætti á æfingu hjá Val i gær-
kvöldi og var ekki annað að sjá en
að Valsmenn kynnu vel að meta
takta hans.
Roy Jones mun enda ekki vera
neinn nýgræðingur i iþróttinni.
Hann hefur m.a. annars leikið
með bandariska atvinnumanna-
liöinu Golden State sem er eitt af
þekktustu atvinnumannaliðum i
Bandarikjunum og siðustu árin
hefur kappinn verið i frönskum
körfuknattleik. Hann kemur nú
hingaö, en Tim Dwyer hefur gert
samning viö franskt 3. deildarlið
sem heitir Toulouse svo þessir
kappar hafa „landaskipti”. gk—.
PEYSUR
BUXUR
Merkjum félögum, fyrirtækjum,
skólum og einstaklingum þessa
búninga, að ósk hvers og eins.
PÓSTSENDUM
Sportvöruverslun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 Sími 11783
Fjórða mark KR f uppsiglingu, Júifus markvörður er búinn að missa boltann frá sér og Sverrir Her-
bertsson vippar yfir hann og f markið. Vfsismynd Friðþjófur.
KR-ingar fyrstir
til að sigra Fram
„Þetta var góöur leikur, sá
besti hjá okkur i sumar,við náö-
um baráttunni upp eins og hún
var best í fyrra, við sýndum hvað
i okkur bjó en það hefur ekki
komiö fram I sumar, við erum á
góöri uppleið” sagði Ottó Guð-
mundsson fyrirliði KR eftir að
þeir höfðu sigrað Fram 4-1 I 1.
deildinni I knattspyrnu, i gær-
kvöldi.
Þaö sást strax 1 byrjun að
KR-ingar komu ákveðnir til leiks
og ætluðu ekkert aö gefa eftir
baráttugleði einkenndi leik þeirra
allan timann og yfirspiluðu þeir
Framara oft á tiðum.
Litið markvert gerðist í upphafi
leiksins, liöin þreifuðu fyrir sér en
engin hættuleg tækifæri komu,
mest um spil á miðjunni.
Fyrsta tækifæriö kom á 27 min
er Trausti Haraldsson átti skot
frá vitateig en Stefán Jóhannsson
varði vel, minútu siöar skoraöi
Jón Oddsson mark fyrir KR-inga
en þaö var dæmt af vegna rang-
stöðu sem virkaði hálf vafasamt.
A 31. mfn. kom fyrsta markið,
Pétur Ormslev og Trausti
Haraldsson léku þá skemmtilega
saman i gagn og Pétur komst inn-
fyrir og gaf út á Trausta á mark-
teig sem skaut 1 KR-ing fékk bolt-
ann aftur og skoraði.
Aöeins minútu siðar átti
Sigurður Pétursson skalla á þver-
slá Frammarksins en hættunni
var bægt frá.
KR-ingar jöfnuðu siðan á
siðustu min fyrri hálfleiks;Elias
Guðmundsson lék upp vinstra
megin, gaf boltann á Hálfdán
örlygsson sem gaf hann fyrir
markið og þar var Sæbjörn Guö-
mundsson fyrir og skoraöi lag-
lega, markið má hiklaust skrifa á
Július markvörð, hann hefði átt
auövelt með að taka fyrirgjöfina.
Um miöjan siðari hálfleik tóku
KR-ingar forystuna, tekin var
hornspyrna gefin stutt sending á
Elias sem lék á Trausta og gaf
fyrir markið og þar var Jón Odds-
son fyrir og skoraði af markteig.
A 35. min. auka KR-ingar enn
við forystuna og að því marki var
sérlega vel staöiö, Agúst Jónsson
lék upp hægri kantinn og gaf
jarðarbolta fyrir markið rétt
utan við vitateiginn Sverrir
Herbertsson hoppaði yfir boltann
og lét hann fara og Elias tók viö
honum lék nokkra metra og skaut
jarðarbolta hægra megin i mark-
iö, sérlega vel að þessu marki
staöiö, viö þetta mark var eins og
Framarar gæfust upp og sættu
sig viö tapið.
Nokkrum minútum fyrir leiks-
lok bættu KR-ingar siöan fjórða
markinu viö, Július markvöröur
Fram hafði boltann og ætlaði að
sparka út, en á einhvern óskiljan-
legan hátt missti hann boltann frá
sér og Sverrir Herbertsson sem
ætlaöi aö dekka hann við útspark-
ið náði boltanum og vippaði hon-
um yfir hann, klaufalegt hjá
Júliusi.
KR-ingar voru vel að þessum
sigri komnir þeir spiluðu oft
skemmtilega saman og gáfu
Frömurum aldrei frið, baráttu
gleöi einkenndi allan leik þeirra
og erfitt er að taka einhvern fram
yfir annan I þessum leik þeir
stóðu allir fyrir sinu og vel þaö.
Um Fram liöiö er lítiö aö segja
þeir léku illa,aðall Framliðsins til
þessa hefur verið vörnin en hún
brást heldur betur i þessum leik,
þá er það sem alltaf hefur vantað
i liöiö en það er miðjuspiliö, þaö
vantar alla vinnslu á miöjuna og
þá er oft erfitt að byggja upp
sókn.
Leikinn dæmdi Arnþór óskars-
son.
röp—.
STAÐAN
Staðan 11. deild islandsmótsins
er nú þessi:
Fram — KR 1-4
Valur............8 6 0 2 21:9 12
Fram.............8 5 2 1 10:6 12
Akranes..........8 422 11:8 10
KR................8 4 1 3 9:8 9
ÍBV .............8 3 2 3 14:15 8
Vikingur..........8 2 4 2 8:8 8
tBK...............8 2 3 3 7:11 7
Breiöablik........8 3 0 5 13:13 6
Þróttur...........8 1 2 5 12:22 4
FH................8 1 2 5 12:24 4