Vísir - 08.07.1980, Side 9
Þriðjudagur 8. júll 1980.
Hugleioingar aldraorar
konu á andvökunóllum
Andvökunæturnar eru
margar hjá sumum og geta
stafað af ýmsum ástæðum, til
dæmis llkamlegri vanliðan,
andlegri vanllðan, sorg, söknuöi
og svo framvegis. Eöa blátt
áfram af þvi að fólk vorkennir
sjálfu sér. Og svo er það altltt,
að sumir vaka' kannske einn,
tvo, þrjá tima á nóttu og álita,
að þeir hafi vakaö alla nóttina.
En svona er lifið. Nú getið þið
imyndaö ykkur að þegar maður
vakir margar nætur, þá hugsar
maður margt og það sækja að
manniýmsar hugsanir. Ég fyrir
mitt leyti segi það, aö mér leið-
ist aldrei. Mér er alveg sama þó
ég vaki. Ég sest fram á og það
er stundum eins og sé dregið frá
tjald og það rifjast upp atburöir
frá æsku og yngri dögum. Og
þetta verður ljóslifandi fyrir
mér. Þó ég sjái ekki neitt, þá
upplifi ég það allt I huganum og
þetta getur verið alveg dásam-
legt. Að visu er þetta misgott en
er þaðekki svo með flest I heim-
inum, að það er ýmist gott eða
illt. Og nú náttúrulega hlýt ég að
vikja úr einu I annað. Og þið
verðið að afsaka þó þetta sé svo-
lítið á ringulreið, því að hugs-
anirnar sækja að manni úr öll-
um áttum, likt og vindar blása
úr öllum áttum, Ræður enginn
við það.
Mikið gert fyrir gamla
fólkið
Nú er ég aö hugsa fyrst og
fremst að byrja á þvi, að ég hefi
heyrt raddir um það, að litið og
jafnvel ekkert sé gert fyrir
gamla fólkiö. Ég er nú ein af
þessu, ég vil nú kalla það
aldraða fólkið frekar, og ég verð
að viðurkenna, að ég veit ná-
kvæmlega, hvað ég er að tala
um.
Og sannast að segja þá er svo
mikið gert fyrir aldraða fólkið,
aö þaö hefur vlst aldrei verið
gert annað eins og alltaf meira
og meira. Ég bý I einu af þess-
um húsum, sem hafa verið reist
fyrir aldraða sem hafa verið I
vandræðum með húsnæði og ég
hef þar smálbúð, mjög þægilega
uppi á áttundu hæð, dásamlegt
útsýni og mér llður hér I alla
staöi mjög vel. Hér höfum viö
öll þægindi og hér er ágætis fólk.
Og sannast að segja, þá get ég
ekki hugsað mér betri staö fyrir
fólk, til dæmis einstæðinga eins
og mig, þvi að ég er barnlaus og
þar af leiðandi á ég ekki heldur
bamabörn og ekki neitt, en þaö
skiptir mig ekki máli, úr þvl
sem komiö er, mér leiðist
aldrei, sem betur fer. Nóg er að
þó ég geti ekki starfað lengur,
þá get ég lesið og má þakka
Guði fyrir, að hafa góöa sjón og
góða heyrn. Að vísu geng ég viö
tvær hækjur, en ég þakka Hka
Guði fyrir að þurfa ekki aö
liggja lömuð I rúmi eöa jafnvel I
hjólastól, bjargarlaus. Þannig
aö mér finnst að hver einasta
manneskja ætti að hugsa sem
svo, að þó henni llði eitthvað
misjafnlega, aö það eru svo
margir I heiminum sem llður
miklu verr, og mér finnst það
vera hreinustu vandræði að
hugsa eingöngu um sjálfan sig.
Ég læt nú þetta duga að sinni.
Við höfum hér I húsinu öll
þægindi eins og ég sagöi. Hús-
vörð og konu hans, prýöismann-
eskjur, sem hugsa mjög vel um
okkur og gera allt sitt besta til
að láta okkur llöa vel og sjá um
að okkur skorti ekkert. Og ég
veit nú eiginlega ekki, hvað fólk
er alltaf aö kvarta.
íslendingar lifa góðu
lífi
Og ég furða mig á þvi með
ellillfeyrinn, það eru sumir að
tala um hvað hann sé lítill og
svo framvegis. Ég segi fyrir
mitt leyti að ég lifi fullkomlega
vel á þvl sem ég hef I ellillfeyri
og er þakklát fyrir. Og ég furða
mig á því á þessum vandræöa-
timum, hvernig I ósköpunum
mennirnir geta borgað allt þetta
til fólks, öryrkjum, gamal-
mennum og svo framvegis. Að
vlsu lifum við öll, við vitum það,
á dýrtlðar- og verðbólgutlmum,
en ég veit ekki betur en það sé
svo um allan heim og I flestum
ef ekki öllum löndum og sums
staöar miklu verra heldur en
hérna.
Og ég sé ekki betur en lslend-
ingar, yfirleitt, lifi góðu llfi.
Flestir eiga hús eða Ibúöir, blla,
öll þægindi og jafnvel fara til
sólarlanda á hverju ári. Og mér
er það óskiljanlegt vegna hvers
fólk er síkvartandi. Þaö kann aö
vera að það blasi við vondir
timar núna, jafnvel atvinnu-
leysi, sem er með þvi alversta.
Og svo er annað sem mér hefur
komið I hug. Að hugsa sér hvað
þaö væri dýrölegt, ef einhvern
timann að þjóðin I heild ynni
með þeirri stjórn sem hún hefur
kosið,hver sem svo sú stjórn ei;
þjóðin hefur kosið hana og henni
ber að vinna með henni og
hjálpa henni eftir bestu getu, en
ekki bara heimta alltaf meir og
meir. Og þetta eru nú hugsanir
sem sækja að mér I okkar
dásamlega landi, Islandi, sem
ég állt besta land I heimi, engar
styrjaldir, engin vopn og svo
framvegis. Þaö er kannske
ýmislegt sem gæti verið betra,
ég skal ekki segja það, en þaö er
öruggt, að það er ekki heiglum
hent að stjórna þessu landi, þvl
mér finnst, meö allri virðingu
fyrir Islendingum, að þeir séu
mjög heimtufrekir.
neöanmóls
Þaö er fátítt að aldrað
fólk láti til sín heyra í
blöðum, og ennþá fá-
tiðara er að greinar séu
sendar með svo jákvæðu
hugarfari sem grein Ast-
hildar. Hún á erindi til
okkar allra.
Þeir vilja alltaf meir og meir
og best gæti ég trúaö, aö þaö
færi svo, að þeir heimtuðu rif-
andi kaup fyrir að gera ekki
neitt, og þetta eru nú minar
hugsanir. Og siðan sný ég mér
að öðru.
Gamla fólkið ljómaði
Ég á ekki mjög gott meö
ferðalög vegna þess, að ég geng
við tvær hækjur. Þaö kostar
mig alltaf leigubil I hvert skipti
og þið vitið nú það, aö við slfellt
hækkandi bensln þá verða þeir
nokkuð dýrir. En sama, ég eyði
ekki neitt, ég fer ekki I bló og ég
fer ekki I leikhús og ég fer ekki á
skemmtanir og það eina sem ég
eyöi 11 raun og veru eru leigu-
bllar og án þeirra get ég ekki
lifað og miöaö við annað þá
finnst mér þeir ekkert dýrir.
Auk þess eru bílstjórarnir ákaf-
legaliðlegir og hjálplegir. Ég er
nýbúin að koma þvl I fram-
kvæmd að fara suöur I Hafnar-
fjörð og heimsækja gamal-
mennin á Hrafnistu og Sólvangi,
en ég starfaöi I mörg ár sem
hjúkrunarkona I Hafnarfirði og
þekki þar af leiöandi marga þau
sérstaklega gamla fólkiö. Aö
vlsu er margt dáið, en þó margt
sem lifir. Og ég ætla ekkert að
lýsa því hvaö ég haföi mikla
ánægju af þeirri ferð og flest
þetta fólk og eiginlega allt
mundi eftir mér og það fannst
mér dásamlegt. Og svo er þar
fólk sem situr I hjólastólum og
viröist alveg vera komiö út úr
þessum heimi. Ég segi fyrir
mitt leyti að þar sá ég marga
sem ég þekkti alls ekki og hef
aldrei séð en ég gekk til þeirra
og tók I hendina á þeim og sagði
bara: Komdu blessaöur eða
komdu blessuð og brosti til
þeirra og gamla fólkið ljómaði.
Hlýtt handtak og bros
Það þarf ekki mikiö til að
gleðja sllkt fólk. Að vlsu eru
margir sem fá heimsóknir, en
þaö eru aörir sem fá fáar heim-
sóknir og sumir jafnvel engar.
Og ef að fólk almennt gerði sér
grein fyrir þvl, hvað það þarf
litið til aö gleöja náungann, þá
hugsa ég að það mundi gera
meira af þvl heldur en þaö ger-
ir. Hvað munar fólk um það sem
á bíla og brunar framhjá rétt að
llta inn og heilsa upp á fólkið.
Það þarf ekkert að stoppa lengi.
Mér svona rétt datt þetta I hug á
mlnu ferðalagi og reyndar hefur
mér oft dottiö þetta I hug áður,
en ég sá þetta svo skýrt núna.
Nú eiginlega veit ég ekki hvað á
á að tala um næst. Það er svo
ótal margt. En bara þetta, hlýtt
handtak og bros. Þaö er ótrú-
legt, hvað það getur margan
glatt sem illa er staddur og þaö
er ekki nóg með það aö fólk sem
þetta gerir, þvl llður bara sjálfu
helmingi betur á eftir aö hafa
eytt fáeinum mínútum I að
heilsa upp á þetta blessaða
gamla fólk,þvi það virðist lifa og
lifa þótt það sé eins og lifandi
llk. Náttúrulega hlýt ég, sem
eldgömul hjúkrunarkona að
hugsa um þessi mál. Og að
sönnu ætla ég að fara aftur
suöurefíir og heilsa upp á þetta
fólk, þvf aö það hressir mig á
allan máta og gleður mitt hjarta
og mér líður miklu betur á eftir.
Að hugsa um náungann
Það er svo margt sem ég get
sagt, en þaö eru náttúrulega
takmörk fyrir þvl, hvað þið
nennið að lesa mikiö. Ég ætla
þvl hérmeð að hætta þessum
hugleiðingum I þetta sinn. En
þaö getur vel veriö að ég skrifi
eitthvað meira seinna, ég veit
það ekki, þaö fer eftir þvl hvaö
ég lifi lengi, þvl að ég er farin aö
eldast og svo er undir ýmsu
komiö. En ég mundi ráðleggja
fólki að hugsa lltilsháttar meira
um náungann og minna um
sjálfansig. Aö vlsu eiga allir aö
hugsa um sjálfan sig, þvl
skrifað stendur: Elska skaltu
náunga þinn eins og..
En ég er að hugsa um aö
þessu sinni, að láta þessu máli
mlnu lokiö og eins og ég segi þá
kveð ég ykkur öllog eins og mln
er venja, þá óska ég ykkur öll-
um góörar heilsu.
Asthildur Brlem frá Viöey,
hjúkrunarkona.