Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 12
vtsm Þri&judagur 8. júli 1980. 12 vtsm Þriðjudagur 8. júli 1980. FJÚHÐUNGSMðTIÐ „Ég er sérstaklega ánægöur með framkomu fólksins og sem dæmi um góöa framkomu þess get ég sagt aö lögreglan haföi bókstaflega ekkert að gera hér á meðan á mótinu stóð", sagði Leifur Jóhannesson framkvæmdastjóri fjórðungs- mótsins á Kaldármelum í mótslok, þegar Vfsir bað hann að segja frá framvindu mótsins. Flest voru þetta álitleg hross og sum glæsileg og getur undirritaB- ur veriö Þorkeli sammála um aö mikil gróska er nú I hrossarækt á Vesturlandi. Ragnar Alfreösson tekur viö knapaverölaunufn úr hendi formanns FT. Þorkell Bjarnason lét sér liöa vel á meöan hann rabbaöi viö blaöamann VIsis. A þessu stigi treysti hann sér ekki til aö segja til um hvernig fjárhagsleg afkoma mótsins væri, en taldi aö þegar allt væri reiknaö væri tæpast aö vænta nokkurs gróöa. Hann sagöi aö Hestamannafé- lagiö Snæfellingur ætti aöstööuna á Kaldármelum. Spurningu um frekari uppbyggingu á staönum svaraöi hann á þá leiö aö fyrst væri aö komast frá skuldum vegna siöustu framkvæmda áöur en fariö væri aö huga aö nýjum. Mótssvæöiö er á melum, eins og nafniö bendir til, og þá þarf aö græöa upp, en þaö er mjög dýrt. Leifur sagöi aö vanda þyrfti til staöarvals fyrir stórmót og aöeins ætti aö byggja upp einn slikan I hverjum fjóröungi en gera þaö aö sama skapi vel. Hann sagöi þaö sina skoöun aö á Kald- ármelum væri aöstaöa til slikrar uppbyggingar, en var ekki aö sama skapi viss um aö Snæfell- Hrafn og Reynir Aöalsteinsson, sigurvegarar i A-flokki gæðinga. Erill og Ragnar Hinriksson, efstir i B-flokki. Þaö var algjör verkefnaskortur hjá löggunni (S.V.) ingar mundu sækjast eftir þvl. Leifur var ánægöur meö mótiö I heild, sagöi aö keppni heföi veriö góö og árangur sömuleiöis. Hann viöurkenndi þó aö aöstaöa til dóma á kynbótahrossum heföi ekki veriö viöunandi, en þar væri mikiö um aö kenna aö sandbraut- in, sem sýnt var á, heföi mjög losnaö þegar fariö var aö rlöa hana. ,,Ég trúi aö álit manna veröi aö þetta sé góö sýning”, sagöi Þór- kell Bjarnason, þegar Vlsir leit- aöi álits hans á kynbótahrossum fjóröungsins. „Þaö vekur athygli hve miklar framfarir hafa oröiö hér siöan á fyrri fjóröungsmót- um. Aö hluta er þaö framförum i hrossarækt aö þakka, en einnig kemur til viötækari áhugi, sem nú tekur til alls svæöisins. Þá kemur einnig til aö meira er fyrir hrossin gert og tamningamenn eru ágætir á svæöinu. Nýtt blóö hefur komiö inn I Borgarfjaröarhrossin og tel ég þaö til bóta. Hrossin hér eru töluvert skemmtileg og hér komu margir mjög frambærilegir ungir hestar fram”. Þaö kom fram hjá Þorkeli eins og mörgum sýnendum kynbóta- hrossanna aö aöstaöan heföi ekki veriö nógu góö, en hann sagöi aö svæöiö væri viökunnanlegt og Snæfellingar heföu haft mjög stuttan fyrirvara og menn yröu aö læra aö halda mót. Fjórir kynbótahestar voru af- kvæmasýndir og hlaut einn þeirra fyrstu verölaun, Ófeigur 818 frá Hvanneyri. Um afkvæmi hans segir m.a.: Harösnúin vilja- og fjörhross, meö miklum alhliöa gangi, góöum fótaburöi og löngu afturfótastigi, þróttlega byggö. Hann fær 8.071 meöaleinkunn fyr- ir afkvæmi. Hinir hlutu allir 2. verölaun, Bægifótur 840 fékk 7,89 I meöal- einkunn, Náttfari 817 fékk 7,78 og Fróöi 839 fékk 7,71. Atta hryssur voru sýndar meö afkvæmum og stóö Þota 3201 þeirra efst, hlaut I einkunn 8,15 og 1. heiöursverölaun. Um afkvæmi hennar segir m.a.: Lundin er frökk, eilitiö hörö, en þó án ofrik- is. Viljinn frjáls og gefur sjaldan griö. Gangur allur afar greiöur og hreinn. Hrossin eru óvenju glæsi- leg i reiö, yfirferöin vandfundin meiri. Jörp 3581 hlaut 1. verölaun fyrir afkvæmi, 7,84 I meöaleinkunn. Hinar 6 fengu 2. verölaun. Sjö stóöhestar 6 v. og eldri voru sýnd- ir, 6 fimm vetra og 4 fjögra vetra. Frá hæstu einkunnum var sagt I VIsi I gær. Fram komu 44 hryssur 6 v. og eldri, 14 5 v. og 5 fjögra vetra. Ungllngakeppni Unglingakeppnin fór vel fram, sem viö mátti búast, þvi henni var stjórnaö af Ragnari Tómas- syni, sem ótvlrætt hefur mesta reynslu I slikri stjórnun og hefur mikiö lagtaf mörkum til aö bæta keppni hinna ungu og uppvax- andi. Visir baö Ragnar aö segja nokkur orö viö lesendur. Hann sagöi: ,,Ég hef oft veriö hér á mótum og átti bágt með aö trúa aö tækist á svo skömmum tlma aö skapa þá aöstöðu hér, sem nú blasir viö. A siöustu tlmum harönandi llfs- baráttu gerist fátltt aö félög fái fólk til sjálfboöastarfa, en svo er aö sjá sem Snæfellingur hafi hér sýnt framtak, sem maöur hélt aö þekktist ekki sunnan heiöa. Ég þykist geta sagt meö nokk- urri vissu aö þaö hefur orðið geysimikil breyting til batnaöar hjá unglingum I þessum félögum og sér þess merki að fariö er aö vanda val hesta fyrir unglingana, og er þaö reyndar kærkomin breyting. Þaö leynir sér ekki heldur árangur reiökennslunnar, sem öll félög hafa nú tekið upp”. Knapaverðlaunin Knapaverölaun mótsins hlaut einn keppandinn I flokki unglinga 13-15 ára. Félag tamningar- manna veitir þessi verölaun og þaö vakti athygli að fyrir valinu varö keppandi, sem dómarar unglingakeppninnar mátu rétt um miöjan hóp keppenda fyrir ásetu, Vlsir spuröi Ragnar Tóm- asson um álit á valinu. „1 minum huga er enginn vafi á aö þessi strákur bar af öörum ungum knöpum sem þarna kepptu, en hann haföi erfiöan hest, sem kann aö hafa villt dómurum nokkuö sýn. Ég leyni þvl ekki aö ég var verulega sár fyrir hönd þessa drengs, þegar ég sá einkunnirnar sem hann fékk I keppninni, og ég er fyllilega sammála vali Félags tamningarmanna”. Sá sem svo vel var aö verölaun- um sinum kominn heitir Ragnar Alfreösson og á heima I Grundar- firöi. Til hamingju Ragnar. GæðingaKeponi Gæöingakeppnin bar miklum framförum vott, einkum framför- um knapa. Einnig var greinilega komin meiri breidd I gæöingaeign manna, nú voru sýndir góöir gæö- ingar frá öllu svæöinu, nema af Vestfjöröum. Vestfiröingar sendu enga hesta til þátttöku I mótinu og er þaö miöur, þar sem vitaö er aö þeir eiga ágæt hross, bæöi til kyn- bóta og ekki siður eiga þeir góöa gæöinga, sem geta sómt sér vel á hvaöa móti sem er. Ef til vill skortir þá athygli og uppörvun frá forystu hestamanna, bæöi á sviöi kynbóta og leika. Tvær nýjungar sem reynd- ust vel Tvær tilraunir voru nú geröar meö nýjungar I gæöingadómum, aö undirlagi nefndar þeirrar á vegum LH sem sllk mál heyra undir og meö samþykki stjórnar LH. Onnur var sú aö dómarar rétta upp allar einkunnir hvers hests og þær eru skráöar I dóm- palli, I staö þess aö ritarar dóm- ara reikna út meöaleinkunn og dómari sýni hana eingöngu. Þessi aöferö hefur veriö viöhöfö á ýms- um mótum aö undanförnu og er almennt taliö aö hún sé I flestu til bóta og varla nokkru seinvirkari. Hin tilraunin var I úrslita- keppni og fólst I þvl að dómarar gáfu nú aöeins upp einu sinni röö- un á keppendum, I staö þess aö skipa þeim I röö fyrir hvert atriði, Ófeigur grlpur til kostanna , sem dæmt er. Þaö má segja aö I þessum tveim tilraunum hafi ver- iö höfö hausavlxl á skriffinnsk- unni. I fyrra tilfellinu var hún flutt frá dómurum inn I dómpall, en I þvl slöara flutt frá dómpalli til dómaranna. Og svo undarlega, sem þaö kann aö hljóma, var ekki Myndir: Eirlkur Jónsson og Sigurjón Valdimarsson Sigurjón Valdimarsson annaö séö en aö hvorutveggja gæfist vel. Ein, sem reyndist illa Mótstjórn haföi ákveöiö aö viö- hafa þá reglu aö strika út þá dóm- ara, sem hæstu og lægstu eink- unnir gáfu hverjum hesti. Akvöröun þessi vakti allmikla ólgu meöal dómara og keppenda, auk þess sem hún á ekki stoö I reglugerö LH um gæöingadóma og skapaöi erfiöleika I vali á hest- um I úrslitakeppnina. Mótstjórn féllst þvl á aö falla frá ákvöröun sinni. „Gott samræmi" Fréttamaöur VIsis hitti Sigurö Haraldsson stjórnanda gæöinga- keppninnar og spuröi um hans mat á gæöingunum, aöstööunni og árangri tilraunanna. „Mér sýnist vera mikill vilji I hrossun- um hér, yfirleitt, og geysileg framför frá slöasta fjóröungsmóti á svæöinu. Mótsvæöiö er nýtt og I mótun, en gott frá náttúrunnar hendi og býöur upp á mikla möguleika. Keppnisvellir eru ekki orönir góö- ir, en þess er aö vænt aö þeir veröi þaö. Mér þótti takast vel meö þessar tilraunir, einkum vegna þess aö keppendur eru góöir sýnendur og þaö er gott aö stjórna þeim I sýn- ingunni. Aö fenginni þessari reynslu mun ég leggja til aö sá háttur sem hér var reyndur veröi tekinn upp I reglugeröina. Ég vil taka fram, aö meö örfá- um undantekningum fannst mér mjög gott samræmi vera hjá dómurunum og tel aö þeir hafi komist mjög vel frá slnu starfi”. Kapprelðai' Kappreiöavöllurinn var ekki virkilega góöur, hann er grasvöll- ur, sem þoldi illa svo mikiö álag og sporaöist mikiö upp. Mótstjórn geröi þó sitt til aö halda honum eins góöum og kostur var, meö þvl aö hafa þungan og góöan valt- ara á staönum og láta valta eins oft og tækifæri gafst til. Þrátt fyrir þaö var mjög þokka- legur árangur I flestum hlaupa- greinum og keppni hörö og skemmtileg. 250 m skeið Þaö heföu talist tlöindi I fyrra Ragnar Tómasson I yfirheyrslu , og þykja vafalaust enn, aö vekr- ingar eins og methafinn Skjóni frá Móeiöarhvoli, Villingur og Vafi komast ekki á verölaunapall og Vafi og Villingur ekki einu sinni nálægt honum. Þaö segir sina sögu um hversu ágætir vekr- ingar kepptu þarna. Sjö hestar hlupu á betri tima en 24 sek. og haföi Þór sigurinn á 22,8 sek. Frami og Funi voru meö honum I verölaunasætum en á eftir fylgdu Skjóni á 23,5, Snarfari á 23,7, Snælda á 23,8 og Máni á 23,9. Flest eru þessi hross 9-11 vetra gömul og eiga mismikla keppnisreynslu aö baki og hvert þeirra sem er getur unniö mikil afrek ennþá. Snarfari er þó aöeins 6 v. og ef til vill má binda mestar vonir viö hann. Stökk Stökkkeppnin var geysispenn- andi, einkum keppnin 1350 m. Þar var hörkubarátta fram á siöasta sprett og má segja aö I úrslita- sprettinum hlypu þrjú fyrstu hrossin samslða alla leiö, þótt aö I lokin heföi Óli eitt sekúndubrot fram yfir Storm og Glóu. Óli hljóp á 24,6 sek en hin á 24,7 sek. Svipaö var I unghrossahlaup- inu, einnig þar var mikil barátta. Hrlmnir hljóp á 18,7 sek, Hnall- þóra á 18,8 sek og Lýsingur á 18,9. Gnýfari sigraöi nokkuö örugg- lega I 800 m stökki á 60,1 sek, en Gutti var næstur á 61.3 og Móri á 61,6. Þaö er annars undarlegt hvaö Móri á mikla orku eftir I hlaupiö eftir allan hamaganginn á rásmarki. Skrltið hvaö hann fær aö vera meö, svo hættulegur sem hann er öörum keppendum á rásmarkinu. 800 m Birlokk örlitla von gaf þetta mót um aö vegur brokksins væri aö aukast. Þaö gat raunar ekki fariö á annan veg ef breyting varö. Marteinn Valdimarsson I Búðardal heldur sig viö efniö og er nú kominn meö brokkara sem heitir Svarri og sigraöi á ágætum tlma, 1:40,6 mln, en Funi hans, sá gamal- reyndi brokkari og methafi varö aö láta sér nægja fjóröa sætiö. Frúarjarpur varö annar og Reyk- ur frá Stykkishólmi náöi þriöja sæti. Faxi frá Hvltanesi skilaöi .ekki heilum brokkspretti. Óvenjumikiö bar á óánægju knapa I þessum kappreiöum. Sumir töldu óverjandi hvaö ókyrrö sumra hesta á rásmarki var lengi liöin. Hún skemmir fyr- ir öörum og töldu sumir knap- anna aö ræsar þyrftu aö vera mun öruggari I starfi en þarna var. Einnig var fundiö aö öryggisleysi kappreiöadómnefndar og sagt var aö þar heföi einnig gætt stlfni og ósveigjanleika umfram þarfir. SV Þota meö afkvæmum. Hún fékk heiðursverölaun. Úrslitin I 350 m stökki . Sigurður Haraldsson stjórnaöi gæöingadómum (S.V.) Erfiöleikar á rásmarki. (S.V.) 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.