Vísir


Vísir - 09.07.1980, Qupperneq 2

Vísir - 09.07.1980, Qupperneq 2
vtsm Mi&vikudagur 9. júli 1980 2 Hve mörg dagblöð kaup- irðu á dag? Hör&ur Júliusson, Höfn i Horna- firöi: — Ég kaupi ekkert blað. Eirikur Peterson, Danmark: — Þrjú dagblöð á dag. Hrönn Egilsdóttir, fóstra: — Það er voðalega misjafnt. Stundum kaupi ég tvö. Stefán Þóröarson, trétæknir: — Oftast kaupi ég eitt. Rúnar Þorleifsson, vinnur I frystihúsinu i Dalvik: — Ég kaupi svona eitt blað á dag. Húsavik: Sigurvegarinn á Húsavik, GuOmundur Salómonsson, smýgur gegnum eitt hliöiö: Hann er meö langfæst refsistig f keppninni a& þessu sinni, auk þess sem hann hefur unniö ökuleiknina á Húsavik þrjú ár I röö. Visismyndir Einar Gu&mundsson. Slgraði Driðja árið í rðði Metárangurnáðist i ökuleikni 80 á Húsavik þegar keppnin var haldin þar þriðjudaginn 1. júli. Sigurvegarinn Guðmundur Salómonsson sigraði á 129 refsi stigum og er það langbesti árangurinn i ár. Jafnframt er þetta þriðja árið i röð sem Guð- mundur sigrar i ökuleikninni á Húsavik. Guðmundur sem ók á Mazda 1300 er nú langhæstur i öku- leikninni. 1 fyrra setti hann það einstæða met að sigra á 88 refsi- stigum en það er besti árangur i ökuleikni sem náðst hefur hér- lendis. Hann varð i öðru sæti i úrslitakeppninni s.l. haust og einnig árið á undan. Þá er hann einnig sá eini sem hefur farið villulaust i gegnum þrauta- prófið i keppninni og gerðist það i fyrra. Næstur á eftir Guðmundi i keppninni á Húsavik i ár var Jónas Kristjánsson á Mazda 818 en hann hlaut 141 refsistig. Er það jafnframt næstbesti árangur i ökuleikni 80. Þriðji varð svo Þorvaldur Árnason á Bedford-sendibifreið með 177 stig. Mjög gott veður var meðan keppnin stóð yfir eða um 25 stiga hiti. Voru 11 þátttakendur i ökuleikninni og fjölmargir áhorfendur. Gefendur verðlauna að þessu sinni voru þrir: Bilaleiga Húsa- vikur, bókaverslun Þórarins og Stefán Óskarsson. Er þaö glöggt merki um hinn mikla áhuga sem er á Húsavik i sambandi við bilaiþróttir. —HR Keppendur I ökuleikni 80 á Húsavlk: Fremst t.v. er Þorvaldur Árnason sem varö i þri&ja sæti, siöan kemur Gu&mundur Salómons- sonog t.h. er Jónas Kristjánsson sem varð i öOru sæti. af stórlöxum 20 laxar úr Laxá I Dölum Að sögn Jóhanns Sæmunds- sonar i Ási, sem hefur umsjón með Laxá I Dölum hefur veiðin þar verið svipuð og undanfarin ár. Ain var opnuð 29. júni sl. og siðan þá hafa komið 20 laxar á land sem er svipað og i meðal- ári. Jóhann sagði, að áin væri yfirleitt sein til en það sem af væri virtist sér fiskurinn vera góður og meðalþyngdin svipuð og undanfarin ár. Sex hrygnur úr Breiðdalsá „Við opnuðum ána 21. júni og um mánaðamótin voru komnir sex laxar á land sem er óvenju gott”, sagöi Sigurður Lárusson á Gilsá í Breiðdal en hann hefur umsjón með veiðinni i Breið- dalsá. Siguröur sagði að það mesta sem fengist hefði i júnimánuði i. Breiödalsá fram til þessa væru fjórir laxar. Að sögn Sigurðar eru þessir sex sem nú eru komnir á land allt hrygnur en venjulega ganga hængar fyrr i ána, sem viðast annars staðar. Kvaðst Sigurður enga skýringu hafa á þessu en þetta væri vissulega óvenjulegt. Stærsta hrygnan af þessum sex vó 12 pund og kom hún á land daginn eftir að áin var opnuð. Hinar hafa veriö að jafnaði 8-9 pund. óvenlufallegur flskur I Laxá i Aðaidal „Þetta er sjöunda sumarið mitt hérna og ég man ekki eftir að hafa séð svona jafnfallegan fisk og komið hefur úr ánni nú i sumar”----sagði Helga Hall- dórsdóttir, ráðskona i veiðihús- inu Vökuholti við Laxamýri en það tilheyrir Laxá i Aðaldal. Helga sagði að áin hefði verið opnuð 20, júni en Húsvikingar hefðu þó byrjað i henni þann 10. júni. Siðan þá eru komnir um 390 laxar á land og sagði Helga þaö vera sæmilegt miðað við Þessi mynd var tekin í Laxá I Kjós nú nýveriO en þó fyigir engin „fiskisaga” meö... (Visismynd: G.Þ.G.) meðal fjöld^i laxa úr ánni. Hins vegar væru laxarnir óvenju fallegir og sá stærsti hingaö til vó 26 pund. Hann var veiddur á „spoon” og einnig sá næst stærsti sem var 25 pund. Að sögn Helgu er meðalvigtin á löxunum núna 12-13 pund, sem eróvenju gott, enda sagði Helga að mikill munur væri á nú I sumar en t.d. i fyrra. —Sv.G.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.