Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isGuðni Bergsson í hópi bestu
varnarmanna Englands / B2
Guðjón Þórðarson stóð uppi sem
sigurvegari í Cardiff / B3, B4, B5
8 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
RANNSÓKNANEFND sjóslysa
leggur til að hugað verði að staðsetn-
ingu loftinntaka á skipum og minnir á
að til séu loftsíur með gildrur fyrir
vökva. Þetta er meðal tillagna í ör-
yggisátt sem nefndin setur fram eftir
rannsókn á sjóslysi 7. desember er
Svanborg SH 404 varð vélarvana og
fórst við Svörtuloft yst á Snæfells-
nesi. Þrír skipverjar fórust en einum
var bjargað. Þá telur nefndin í áliti
sínu að veðurspá dagsins hefði átt að
gefa tilefni til þess að vera ekki á sjó á
þessu svæði.
Í rannsókn sinni studdist nefndin
við gögn frá lögreglu, ferilskráningu
frá Tilkynningaskyldu, upptöku frá
skýrslutöku nefndarinnar af skip-
brotsmanni, myndir og önnur gögn
sem nefndin aflaði. Í skýrslu nefnd-
arinnar kemur fram að Svanborg hafi
farið á sjó að morgni 7. desember og
milli kl. 15 og 16 hafi veður versnað og
orðið mjög slæmt á stuttum tíma en
Svanborg var þá stödd grunnt vestur
af Snæfellsnesi. „Um svipað leyti
slitnaði stertur (þ.e. tóg – innsk. Mbl.)
og lagt var af stað norður fyrir Önd-
verðarnes með voðina úti og á að
giska 12 tonn af fiski í. Vegna veðurs
lét skipstjórinn skera pokann frá og
skipverji sem var í lest kom upp á þil-
far,“ segir í skýrslunni. Þá kemur
fram að brot hafi riðið yfir bátinn, að-
alvél stöðvast og ekki tekist að koma
henni í gang. Akkeri hafi þá verið sett
út og annað náð festu en slitnað
skömmu eftir það. Segir að skipið hafi
verið í um 20–30 m fjarlægð frá landi
þegar akkeri gáfu sig. Svanborgu rak
uppí klettana við Svörtuloft kl. 17:46
og komust þrír skipverjar uppá stýr-
ishús en einn hafði tekið útbyrðis
skömmu áður.
„Þegar báturinn hafði skorðast
fóru tveir skipverjar niður á þilfar og
freistuðu þess að ná taki á klettinum
sem skipið hafði skorðast undir en án
árangurs. Mikið ólag varð til þess að
þeim skolaði fyrir borð en skipverj-
anum, sem eftir var á stýrishúsinu,
tókst að bjarga með þyrlu varnarliðs-
ins við erfiðar aðstæður.“
Nefnd eru í skýrslu nefndarinnar
ýmis atriði sem fram komu við rann-
sóknina. Þau eru m.a.:
að samkvæmt veðurathugunum frá
Gufuskálum og Fróðárheiði breyttist
veðrið úr austan 4m/sek. í vestan
41m/sek á um það bil 30 mínútum; að
strax um morguninn voru stormvið-
varanir frá Veðurstofu Íslands sendar
út og ítrekaðar í veðurfregnum;
að samkvæmt vitnisburði þess sem
komst af voru skipverjar meðvitaðir
um slæma veðurspá;
að ekki kom fram í samskiptum
skipverja á Svanborgu og Steinunni
hvað hefði valdið því að aðalvél gekk
ekki;
að loftinntakskassi fyrir vélarrúm
var stækkaður í júní 2001 um 50 cm
og inntakinu snúið aftur vegna há-
vaða og vandræða með að vökvi átti
greiða leið í vélarrúm;
að sams konar bátar hafa átt í
vandræðum með loftinntak og höfðu
verið gerðar breytingar á einhverjum
þeirra með því að setja síuinntak.
Í áliti Rannsóknarnefndar sjóslysa
segir: „Nefndin telur ekki fyllilega
ljóst hvers vegna aðalvél stöðvaðist.
Nefndin telur hins vegar sterkar vís-
bendingar um að eftir að veður versn-
aði hafi mikið magn af sjó átt greiða
leið að loftinntaki aðalvélar og stíflað
loftsíuna með þeim afleiðingum að
vélin stöðvaðist. Loftinntak fyrir vél-
arrúmið var að mestu leyti áveðurs á
leið skipsins fyrir Öndverðarnes.
Nefndin telur að veðurspá dagsins
hefði átt að gefa tilefni til þess að vera
ekki á sjó á þessu svæði.“
Nefndin setur fram tillögur í ör-
yggisátt og leggur hún til að hugað
verði að staðsetningu loftinntaka á
skipum og minnir á að til séu loftsíur
með gildrur fyrir vökva. Þá ítrekar
nefndin þær ályktanir sem gerðar
hafa verið um að útgerðar- og/eða
skipstjórnarmenn fari eftir þeim við-
vörunum sem koma fram í veður-
spám. Nefndin bendir einnig á að við
rannsókn þessa máls og hliðstæðra
mála hefur komið í ljós að í mörgum
tilfellum eru skip með of litlar elds-
neytissíur miðað við olíuflæði að vél-
um.
Rannsóknarnefnd sjóslysa lýkur rannsókn á því þegar Svanborg SH fórst
Veðurspá tilefni til að vera
ekki á sjó á þessu svæði
DIRRINDÍIÐ ljúfa frá lóunni gleð-
ur landsmenn alltaf jafnmikið og
mest líklega á vorin, þegar hún
skilar sér á ný upp á gamla Frón
eftir veturlanga setu á suðrænum
slóðum. Hér er lóan í heldur kulda-
legu umhverfi á Húsavík í gær.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Snemma
lóan…
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri undirrituðu í gær sam-
eiginlega viljayfirlýsingu um endur-
bætur og uppbyggingu nýrra hjúkr-
unarrýma í Reykjavík á árunum 2003
til 2007. Samkvæmt viljayfirlýsing-
unni er gert ráð fyrir að 326 ný hjúkr-
unarrými verði tekin í notkun í
Reykjavík á tímabilinu en 42 eldri
rýmum verði lokað eða breytt í sér-
býli. Áætlaður stofnkostnaður vegna
þessara framkvæmda er á fimmta
milljarð króna og þar af greiðir fram-
kvæmdasjóður aldraðra 40%. Gert er
ráð fyrir að hlutur ríkisins verði 70% í
nýbyggingum en kostnaður Reykja-
víkurborgar er áætlaður um 1,4 millj-
arðar króna.
Gengið er út frá því að reist verði
100 rýma hjúkrunarheimili á um
10.000 fm lóð í Sogamýri, austan við
Mörkina, og það tekið í notkun í jan-
úar 2005, en bjóða á út bygginguna
fyrir árslok. Eignarhlutur ríkisins
verður 70% en borgarinnar 30% og
kostnaður verður greiddur í sömu
hlutföllum, en gert er ráð fyrir að
rekstur þjónustunnar verði boðinn út
eða greitt fyrir hana samkvæmt
reiknilíkani ráðuneytisins ef gengið
verði beint til samninga við Fé-
lagsþjónustuna í Reykjavík eða þriðja
aðila um rekstur heimilisins. Enn-
fremur er gert ráð fyrir stækkun
Hjúkrunarheimilisins Eirar, Hjúkr-
unar- og dvalarheimilisins Hrafnistu
og Hjúkrunarheimilisins Droplaugar-
staða. Á Eir er gert ráð fyrir að fjölga
hjúkrunarrýmum um 40 á tímabilinu
2003 til 2005, á Hrafnistu verður
hjúkrunarrýmum fjölgað um 60 á
sama tíma en dvalarrýmum fækkað
um 30 – raunfjölgun því 30 rými – og á
Droplaugarstöðum verður bætt við 26
hjúkrunarrýmum 2005 en tvíbýlum
fækkað um 12, þannig að raunfjölgun
rýma verður 14.
Í þriðja lagi á að hefja undirbúning
að byggingu nýs 100 rýma hjúkrunar-
heimilis í Reykjavík á tímabilinu 2003
til 2005 og taka það í notkun 2007, en
ákvörðun um staðsetningu á að liggja
fyrir á næsta ári. Auk þess er greint
frá því að heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið muni með markviss-
um hætti efla Miðstöð heimahjúkrun-
ar í Reykjavík á tímabilinu 2003 til
2007 með fjölgun stöðugilda hjúkrun-
arfræðinga og sjúkraliða. Þá muni
Reykjavíkurborg skoða með hvaða
hætti megi koma upp aðstöðu til
heimahjúkrunar í tengslum við þjón-
ustuíbúðir aldraðra.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að
framkvæmd hennar sé háð samþykki
borgarráðs og því að nauðsynlegt fé
fáist á fjárlögum á tímabilinu.
Viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um öldrunarþjónustu
Hjúkrunarrýmum fjölgað um 284
ORKUVEITU Reykjavíkur hafa
borist tvö tilboð í rekstur líkams-
ræktarstöðvar sem fyrirhugaður er í
nýjum höfuðstöðvum Orkuveitunnar
sem nú rísa við Réttarháls í Reykja-
vík. Annað tilboðið er frá Birni Leifs-
syni í World Class, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins.
Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar,
stjórnarformanns Orkuveitu
Reykjavíkur, eru tilboðin til skoðun-
ar hjá ráðgjafarfyrirtæki sem síðar
mun leggja þau fyrir byggingar-
nefnd hússins. Alfreð vildi ekki upp-
lýsa hverjir hefðu lagt tilboðin fram,
að öðru leyti en því að það væru að-
ilar sem starfræktu líkamsræktar-
stöðvar. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins komu tilboðin frá
World Class, líkamsræktarstöð
Björns Leifssonar, og frá líkams-
ræktarstöð í Kópavogi.
Nýtt húsnæði Orkuveitunnar
Tvö tilboð í lík-
amsræktarstöð
FJÖLMARGIR listamenn komu
fram á menningarhátíðinni List
fyrir Palestínu, sem haldin var í
Borgarleikhúsinu í gær, en allir
sem að sýningunni stóðu gáfu
vinnu sína og andvirði verka og
aðgangseyrir rann óskertur til
hjálparstarfa í Palestínu. Að há-
tíðinni stóðu einstaklingar, hópar
og samtök íslenskra listamanna
auk félagsins Ísland-Palestína.
Á hátíðinni komu fram jafnt
myndlistarmenn og rithöfundar
sem tónlistarmenn og ljóðskáld
og var fjölbreytni dagskrárinnar
því mikil. Á myndinni er Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari sem
lék á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins á hátíðinni í gær.
Morgunblaðið/Jim Smart
Safnað fyrir
Palestínu