Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Alfa Romeo 147. 1600, f.skr.d.
30.05. 2001, ek. 18 þ. km., 5 d.,
bsk., 15" álf., spólvörn o.fl.
Verð 1.870.000.
Nánari upplýsingar hjá
Bílaþingi.
Opnunartímar: Mánud.-föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
NEFNDARÁLIT dómnefndar,
sem fjallaði um umsækjendur um
starf lektors/dósents í fornleifa-
fræði við heimspekideild Háskóla
Íslands, er að sögn Tryggva Þór-
hallssonar, lögfræðings Háskóla
Íslands, ennþá vinnuskjal og í raun
trúnaðarmál. En nokkra athygli
hefur vakið hversu stór orð eru
notuð um verk umsækjenda í álit-
inu.
Enginn umsækjenda
vildi tjá sig um málið
Umsækjendur um stöðuna voru
fornleifafræðingarnar dr. Bjarni F.
Einarsson, dr. Margrét Hermanns-
Auðardóttir, dr. Orri Vésteinsson
og Steinunn Kristjánsdóttir. Dóm-
nefndin taldi að Orri væri hæfur til
að gegna stöðu lektors og dósents í
fornleifafræði og að Margrét væri
hæf til að gegna stöðu lektors en
að hún uppfyllti ekki kröfur til að
gegna stöðu dósents. Bjarni og
Steinunn voru hins vegar ekki talin
hæf til að gegna stöðunni. Enginn
umsækjenda vildi tjá sig um málið
við Morgunblaðið. Þess má þó geta
að Bjarni hyggst koma athuga-
semdum sínum vegna niðurstöðu
dómnefndarinnar á framfæri við
rektor Háskóla Íslands.
Páll Skúlason rektor vísaði á lög-
fræðing skólans, Tryggva Þórhalls-
son. Guðrún Sveinbjarnardóttir
fornleifafræðingur, sem var for-
maður nefndarinnar, vildi ekki tjá
sig um málið að svo stöddu.
Tryggvi sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um
einstök dómnefndarálit en segir að
ferlið sé þannig að umsækjendur
fái dómnefndarálit í hendur og geti
þá gert sínar athugasemdir áður
en það verði endanlega samþykkt.
„Dómnefnd fær síðan athugasemd-
ir umsækjenda til umsagnar, svo
það er hugsanlegt að í þessu ferli
taki álitið breytingum,“ segir
Tryggvi. „Það er háskólarektor
sem metur það hvaða athugasemd-
ir eru sendar áfram til dómnefnd-
ar. Ef umsækjandi vill draga um-
sókn sína til baka áður en
dómnefndarálit er orðið endanlegt
á hann rétt á því að öll umfjöllun
um hann sé tekin út úr álitinu þeg-
ar það liggur fyrir í endanlegri
mynd.“
Aðspurður hvort orðalag það
sem viðhaft er í dómnefndarálitinu
sé eðlilegt og vanalegt í álitum
nefnda Háskóla Íslands, segir
Tryggi að ekki sé til neitt fyr-
irmyndar dómnefndarálit sem
hægt sé að miða við. „Dómnefndin
starfar sjálfstætt að sínu verkefni.
Hún leggur ákveðin gögn til
grundvallar álitinu og síðan fylgir
hún ákveðnum regluramma laga
Háskóla Íslands um hvernig dóm-
nefndir eigi að vinna og gera sitt
nefndarálit úr garði.“
Dómnefnd ber ábyrgð á sínu
áliti, en þó starfar hún í umboði há-
skólarektors, að sögn Tryggva.
„Það er háskólarektor sem tekur á
endanum afstöðu til þess hvernig
farið er með dómnefndarálit.“
Dómnefndarálit trúnaðarmál þar til
það verður endanlega frágengið
Umsækjendur
geta komið
athugasemd-
um á framfæri
JARÐVEGSFRAMKVÆMDIR
vegna nýrrar keppnislaugar og lík-
amsræktarstöðvar við Laugardals-
laug eru hafnar eftir að fyrsta
skóflustunga var tekin í lok apríl sl.
Reykjavíkurborg og Laugar ehf.,
sem er félag í eigu Björns K. Leifs-
sonar, eiganda World Class, standa
sameiginlega að framkvæmdinni.
Samningur milli Lauga og Reykja-
víkurborgar var undirritaður 24.
apríl sl. um samstarf, samvinnu og
verkaskiptingu vegna fram-
kvæmdanna í Laugardal, sem áætlað
er að alls munu kosta 2,5 milljarða
króna, þar af á líkamsræktarstöðin
að kosta 1,5 milljarða. Verkinu á að
vera lokið á árinu 2004.
Frumkvæði Björns en rætt var
við aðrar líkamsræktarstöðvar
Samkvæmt verksamningnum
mun félagið Laugar ehf. greiða borg-
inni rúmar 158 milljónir króna fyrir
byggingarréttinn á líkamsræktar-
stöðinni. Félagið hefur þegar greitt
rúmar 24 milljónir króna og á að
greiða tæpar 60 milljónir fyrir 24.
maí nk. Eftirstöðvarnar, um 74 millj-
ónir, eiga að greiðast með fjórum
jöfnum afborgunum, síðast í apríl ár-
ið 2004.
Ekkert útboð fór fram á því til
hvaða aðila Reykjavíkurborg myndi
ganga til samstarfs við við byggingu
þessa íþróttamannvirkis. Frum-
kvæði um líkamsræktarstöðina var
alfarið Björns, að sögn Steinunnar
Valdísar Óskarsdóttur, formanns
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur, ÍTR.
„Bygging nýrrar 50 metra yfir-
byggðrar keppnislaugar kom til um-
ræðu á síðasta kjörtímabili og þá var
hugmyndin að reisa hana í Grafar-
vogi. Niðurstaðan var sú að byggja
hana við gömlu laugina í Laugardal
og fram fór hönnunarsamkeppni
meðal arkitekta, sem Ari Lúðvíksson
sigraði í.
Síðan kom sú hugmynd frá Birni
að tengja sundlaugarmannvirkin við
allsherjar heilsuræktarmiðstöð,“
segir Steinunn Valdís.
Hún segir að í kjölfar þessa hafi
verið leitað til annarra aðila í rekstri
líkamsræktarstöðva, m.a. Hreyfing-
ar og Jónínu Benediktsdóttur, og
kannað hvort þeir hefðu áhuga. Ekki
hafi þótt eðlilegt að úthluta verkefn-
inu strax til Björns í World Class.
Steinunn Valdís lítur svo á að um
könnunarviðræður vegna útboðs
hafi verið að ræða en þar sem aðrir
en Björn hafi ekki sýnt málinu áhuga
hafi ekki þótt ástæða til að fara í
formlegt útboð.
Í borgarráði um miðjan mars árið
1999 var samþykkt að taka upp við-
ræður við Björn um málið. Viljayfir-
lýsing milli Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra og Björns
var svo undirrituð í júlí sama ár.
Þar segir m.a. að borgin muni að
óbreyttu kosta byggingu sundlaug-
arinnar og annast rekstur hennar
fyrir sinn reikning en Björn kosta
byggingu og rekstur líkamsræktar-
stöðvarinnar. Síðan segir: „Aðilar
munu þó kanna hvort hagkvæmt sé
fyrir báða aðila að sameina rekstur-
inn að einhverju eða öllu leyti. Það er
þó fyrst talið koma til álita eftir að
nokkur reynsla er komin á rekstur-
inn.“
Aðspurð hvort þetta sé enn í gildi,
segir Steinunn Valdís að tíminn
verði að leiða það í ljós. Fyrst þurfi
að fást reynsla af rekstri mannvirkj-
anna áður en farið verði að tala um
sameiningu eða frekari samvinnu.
Eins og þetta sé hugsað í dag ætli
Reykjavíkurborg að annast bygg-
ingu og rekstur keppnislaugarinnar
og fyrirtæki Björns K. Leifssonar
muni sjá um líkamsræktarstöðina.
Greiðir 158 millj. fyr-
ir byggingarréttinn
Samningur Björns K. Leifssonar við Reykjavíkurborg
um byggingu íþróttamannvirkis í Laugardal
Á ÁRLEGUM fundi sínum í Molde í Noregi sl. sunnudag
ræddu forsætisráðherrar Norðurlandanna um málefni
Evrópu, stækkun ESB, baráttu gegn alþjóðlegum
hryðjuverkum og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Gestur fundarins var forseti Suður-Afríku, Thabo
Mbeki, og ræddu norrænu ráðherrarnir m.a. aukin sam-
skipti Norðurlandanna við Suður-Afríku og fleiri ríki í
sunnanverðri álfunni.
Davíð Oddsson forsætisráðherra sat fundinn og sagði
Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður hans, að á fyrri hluta
fundarins hefðu norrænu ráðherrarnir rætt ýmis sam-
eiginleg mál. Danir gerðu grein fyrir þeim áherslum sem
framundan væru hjá ESB en þeir taka senn við for-
mennsku þar, rætt var vítt og breitt um málefni Evrópu
og forsætisráðherrar Noregs og Íslands ræddu sjón-
armið sín varðandi EES-samninginn og samskipti
ríkjanna við ESB. Einnig sagði Illugi ráðherrana hafa
rætt um ýmis mál sem unnið er að á hinum norræna vett-
vangi. Þá ræddu ráðherrarnir um alþjóðlegan leiðtoga-
fund sem halda á í Suður-Afríku síðari hluta sumars um
sjálfbæra þróun.
Á fundi norrænu ráðherranna með forseta Suður-
Afríku var einkum rætt um aukin samskipti landanna á
ýmsum sviðum. Sagði Illugi að einkum hefði verið fjallað
um samkomulag sem gert var í Skagen fyrir tveimur ár-
um um að Norðurlöndin leggðu sitt af mörkum til að
hvetja til góðra stjórnarhátta í löndum í suðurhluta Afr-
íku, hvernig styrkja megi lýðræði í þessum heimshluta
til að leggja grunn að efnahagslegum framförum.
Reuters
Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust á árlegum
sumarfundi sínum í Molde í Noregi í fyrradag. Frá
vinstri: Paavo Lipponen Finnlandi, Anders Fogh
Rasmussen Danmörku, Goran Persson Svíþjóð,
Kjell Magne Bondevik Noregi og Davíð Oddsson.
Ræddu aukin
samskipti við
Suður-Afríku APForseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, er í opinberri
heimsókn í Noregi. Hér takast hann og Haraldur
Noregskonungur í hendur en forsetinn hitti einnig
forsætisráðherra Norðurlanda.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
kölluð út vegna slasaðs manns um
borð í þýska skólaskipinu Gorch
Foch um klukkan 23.30 á sunnu-
dagskvöld. Áhöfn skipsins hafði
samband við Landhelgisgæslu og
óskaði eftir aðstoð þyrlu við að
flytja hann á sjúkrahús en maður-
inn hafði fallið efst úr mastri niður
á dekk og var talinn alvarlega slas-
aður. Seglskipið var þá um 83 sjó-
mílur suður af Hornafirði.
Um kl. 1:30 hafði læknir um borð
í skipinu samband við stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar og tilkynnti
að hinn slasaði væri látinn. Þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,
var þá snúið við.
Féll ofan úr mastri
Banaslys um borð í Gorch Foch