Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 8

Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýjungar í ferðamálanámi Auknar kröfur til allra þátta FERÐAÞJÓNUSTAer í örum vexti hérá landi og talin vera ein þeirra greina sem hvað mestar vonir eru bundnar við sem vaxt- arbroddur. Alllengi hefur verið hægt að mennta sig í ferðamálafræðum hér á landi, en það nám verður æ fjölbreyttara og sem dæmi má nefna að Ferða- málaskólinn í Kópavogi er að brydda upp á nýjung- um á næsta starfsári. Hildur Jónsdóttir er skólastjóri Ferðamála- skólans og svaraði hún nokkrum spurningum sem fyrir hana voru lagð- ar á dögunum. – Hver er saga þessa ferðamálaskóla? „Frá árinu 1987 hefur ferða- fræðinám verið í boði við Menntaskólann í Kópavogi sem er í dag kjarnaskóli á sviði ferða- málakennslu. Hægt er að útskrif- ast með stúdentspróf af kjörsviði ferðabrautar. Ferðamálaskólinn er aftur á móti kvöldskóli sem býður upp á nám í mismunandi greinum. IATA-UFTAA er al- þjóðlegt nám í fargjaldaútreikn- ingi og farbókunarkerfum. Prófið veitir alþjóðleg réttindi og er tekið á sama tíma í 130 löndum. Þetta próf er orðið skilyrði fyrir ráðningu í utanlandsdeildir ferðaskrifstofa og hjá flugfélög- um. Skólinn útskrifar tuttugu nemendur á hverju ári með þetta próf. Kennt er alfarið eftir fyr- irmynd frá þessum alþjóðlegu samtökum og kemur kennsluefn- ið frá höfuðstöðvum þeirra í Kanada. Frá áramótum 2000 hefur ver- ið boðið upp á starfstengt nám við skólann sem er þrjár bókleg- ar annir og þrír mánuðir á starfssamningi hjá ferðaþjón- ustufyrirtæki. Þetta er nýjung sem skólinn bindur miklar vonir við og mun auka til muna sam- starf atvinnulífs og skóla í þess- ari atvinnugrein. Þegar ákveðið var að breyta og lengja námið og starfstengja það var það gert í samvinnu við fyrirtækin í ferða- þjónustu og var rætt við fjölda- mörg fyrirtæki, bæði ferðaskrif- stofur, upplýsingamiðstöðvar og hótel. Mönnum bar saman um að þetta yrði greininni til gagns. Nú í vikunni eru að útskrifast fjór- tán nemendur af ferðafræðisviði og hótelsviði skólans. Flestir þessir nemendur eru þegar komnir til starfa í greininni og oftar en ekki hafa þeir verið ráðnir í beinu framhaldi af starfsþjálfun.“ – Hverjar eru helstu áhersl- urnar í þessu námi? „Í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann er fyrst og fremst lögð áhersla á hagnýt- ingu og að nemendur geti orðið gagnlegir starfsmenn helst frá fyrsta degi. Námið er mjög sér- hæft og verkefni og fyrirlestrar taka mið af því sem er að ger- ast í þessari atvinnu- grein. Við leggjum mikla áherslu á ferða- þjónustu á Íslandi, þetta er mjög vaxandi atvinnugrein sem dreif- ist um allt land. Helstu kennslu- greinar eru ferðalandafræði, markaðsfræði, þjónustusam- skipti, tungumál, upplýsinga- tækni og tölvur, rekstrarfræði, stjórnun, bókhald og fleira.“ – Hvaða nýjungar eru í kort- unum? „Ný braut fer af stað í haust, flugþjónustubraut. Námið er undirbúningur fyrir starf í far- þegarými flugvéla. Tilgangur námsins er að auka hæfni nem- enda og að auka líkur á ráðningu til starfa í atvinnugreininni. Kennt er eftir svokölluðum JAR- OPSreglum sem eru settar af al- þjóðlegum flugmálasamtökum. Þá má nefna fjarnámskennslu, en hún eykst með hverju ári og eru nemendur í skólanum hjá okkur sem búa í Lúxemborg, Noregi, Akureyri, Skagafirði, Þingeyri og víðar.“ – Er það enn loðandi við ferða- málanám að það sé kvennagrein? „Konur í störfum í ferðaþjón- ustu eru í miklum meirihluta og er það einnig svo í Ferðamála- skólanum. Ástæður eru vafalaust þær að þetta er þjónustustarf þar sem afgreiðslumaður þarf að vera afar þolinmóður og lipur í samskiptum, nákvæmur í vinnu- brögðum og frágangi eins og í hverju öðru skrifstofustarfi. Það er mín skoðun að þetta starf eigi einfaldlega betur við konur en karla. Mér finnst það þó miður að kynskipting skuli vera svona og hvet ég karla eindregið til að kynna sér námið.“ – Er raunveruleg þörf fyrir alla þessa ferðamálafræðinga? „Þörfin fyrir menntað fólk í þessari atvinnugrein fer sífellt vaxandi. Auknar kröfur eru gerð- ar til allra þjónustuþátta, erlend- ir samstarfsaðilar gera auknar kröfur og al- þjóðlegar reglur eru eitthvað sem við þurf- um að beygja okkur undir í greininni, bæði hvað varðar öryggi farþega og aukið samstarf og samræming á mörkuðum. Þess vegna er það mikilvægt að nám þróist í takt við markaðinn og kröfurnar sem markaðurinn gerir. Kennslan hjá okkur hefur mótast af ýmsum fyrirmyndum erlendis frá, en síð- an höfum við vegið og metið ís- lenskar aðstæður og mótað nám- ið þannig.“ Hildur Jónsdóttir  Hildur Jónsdóttir er fædd 22. apríl 1948 í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1976. Próf í viðskipta- og rekstrarfræði frá Háskóla Ís- lands 1992. Bs.próf í landafræði frá Háskóla Íslands 1996. Starf- aði í 17 ár við innanlandsdeild Samvinnuferða-Landsýnar við skipulagningu og markaðs- setningu ferða um Ísland. Starf- ar nú sem forstöðumaður Ferða- málaskólans í Kópavogi. Maki er Sigmundur Karl Ríkarðsson og eiga þau tvo syni, Ríkharð og Jón Teit. Konur eru í miklum meiri- hluta ÞEGAR er ljóst að þörf verði fyrir nýtt varmaorkuver fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir lok árs 2007, þar sem fyrirsjáan- legt er að lághitasvæðin í Reykjavík og Mosfellsbæ, ásamt Nesjavöllum, muni þá ekki anna lengur þörf fyrir heitt vatn til húshitunar. Er þá miðað við fólksfjölgun að jafn- aði um 3% á næstu árum. Þetta er niðurstaða nýlegrar skýrslu frá verkfræðideild Há- skóla Íslands sem Orkuveita Reykjavíkur kynnti um helgina. Orkuveitan kynnti jafnframt tilraunaborun sem fram hefur farið á Hellisheiði, vegna fyrirhug- aðrar jarðhitavirkjunar þar. Gufu- strókar hafa verið sjáanlegir frá höf- uðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem Orkuveitan er að láta tvær bor- holur blása þannig að afla megi upp- lýsinga um eðli jarðhitageymisins á svæðinu. Að sögn Guðmundar Þór- oddssonar, forstjóra Orkuveitunnar, stendur til að bora eina tilraunaholu til viðbótar en Jarðboranir hf. sjá um þessar framkvæmdir. Holurnar eru um 2 km djúpar og eru boraðar á ská niður til að komast í gegnum sem flest misgengi. Orkuveita Reykjavíkur keypti land á Hellisheiði fyrir þremur árum og átti fyrir jörðina Kolviðarhól. Fara boranir nú fram á báðum þessum stöðum. Vegfarendur austur um Hellisheiði geta séð til þessara framkvæmda af þjóðveginum á vinstri hönd skammt fyrir ofan Skíðaskál- ann í Hveradölum. Guðmundur segir að til- raunaholurnar gefi góðar vís- bendingar um eðli svæðisins. Með þeim holum sem boraðar verði til viðbótar í sumar sé reiknað með að nægar upplýs- ingar fáist til að staðsetja stöðvarhús og frumhanna virkjunina. Hann segir að bor- anirnar séu hluti af vinnu við umhverfismat. Að þeirri vinnu lokinni geti framkvæmdir hafist við stöðvarhús og önnur mannvirki á árinu 2004 eða 2005. Orkuveitan gerir ráð fyrir að á þessu svæði verði hægt að virkja jafnmikla orku og á Nesjavallasvæð- inu og geti séð fyrir aukningu í þörf höfuðborgarsvæðisins fyrir heitt vatn fram til ársins 2020. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveit- unnar, og Guðmundur Þóroddsson forstjóri. Þörf fyrir nýtt varma- orkuver fyrir lok árs 2007 Morgunblaðið/Golli Há dú jú læk (Iceland) army???

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.