Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 9

Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 9 BJÖRGUNARSVEITIR frá Egils- stöðum að Djúpavogi fundu rúm- lega fertugan mann, sem fest hafði fólksbíl á fjallveginum um Öxi, á þriðja tímanum á sunnudag. Maðurinn hafði lagt af stað frá Egilsstöðum áleiðis til Hafnar í Hornafirði á laugardagskvöld en fest bílinn á veginum og ákveðið að halda kyrru fyrir. Leit var hafin að manninum um hádegisbil á sunnudag og tóku tugir björgunarsveitarmanna þátt í henni. Að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar er fjallvegurinn um Öxi hafður opinn á sumrin en sökum slæmrar veðráttu í vor hefur færð um veginn verið með verra móti. Fjallvegurinn um Öxi Festi bílinn á veginum SJÖUNDI árlegi fundur fjármála- ráðherra aðildarríkja Eystrasalts- ráðsins var haldinn í Gdansk í Pól- landi dagana 9.–10. maí. Aðild að ráðinu eiga Þýskaland, Pólland, Eystrasaltsríkin þrjú og Norður- löndin fimm. Gestgjafi var Marek Belka, fjármála- og forsætisráð- herra Póllands. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sat fundinn af Ís- lands hálfu. Á fundinum var fjallað um stöðu og beitingu ríkisfjármála, orku- og umhverfisskatta og fjármál sveitar- félaga. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi þess að samræma hagstjórnaraðgerðir til að mæta skammtíma niðursveiflum og lang- tímamarkmiðum um stöðugleika í efnahagsmálum og ábyrga ríkis- fjármálastefnu til lengri tíma litið. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, greindi frá því að á Íslandi hefði ekki verið brugðist við nið- ursveiflunni með því að auka rík- isútgjöld heldur með víðtækum skattkerfisbreytingum, þ.á m. lækkun á fyrirtækjasköttum úr 30% í 18%. Með þessu hefði ekki eingöngu verið spornað við niður- sveiflunni heldur hefði íslenskt efnahagslíf verið styrkt til lengri tíma litið. Jafnframt benti hann á að langtímahorfur í ríkisfjármálum á Íslandi væru betri en víða annars staðar vegna styrkrar stöðu lífeyr- iskerfisins. Ráðherrarnir fjölluðu um um- hverfisskatta og mikilvægi þess að beita hagrænum aðgerðum í um- hverfismálum, sérstaklega hvað varðar orkunotkun. Þetta töldu þeir nauðsynlegt bæði til þess að ná fram hagkvæmri orkunýtingu og til þess að draga úr mengun. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, benti á nauðsyn þess að tryggja stöðugan hagvöxt þar sem jafnframt væri tekið tillit til um- hverfissjónarmiða. Ráðherrann gerði grein fyrir sér- stöðu Íslands, meðal annars hvað varðaði sjálfbæra þróun og upp- byggingu fiskistofnanna og nýtingu þeirra gífurlegu náttúruauðlinda sem felast í vatnsorku landsins. Loks ræddu ráðherrarnir um fjármál sveitarfélaga og urðu sam- mála um að í mörgum tilfellum væru sveitarfélög betur í stakk bú- in heldur en ríkið til að sinna hinum ýmsu verkefnum er krefjast góðrar þekkingar á þörfum íbúanna. Næsti fundur ráðherranna verð- ur haldinn á Íslandi að ári. Árlegur fundur fjármálaráðherra ÍSLENSKUR karlmaður á áttræð-isaldri, sem var hnepptur í varðhald á Kanaríeyjum, eftir að sambýliskona hans lést þegar hún féll af svölum hótels á eyjunum, er enn í farbanni á Kanaríeyjum. Atburðurinn átti sér stað 5. janúar sl. og var maðurinn í gæsluvarðhaldi þar til um miðjan febrúar. Síðan hefur hann búið í íbúð á eyjunum og verið í farbanni. Maðurinn var fyrst grunaður um að hafa hrint konunni vísvitandi af svölunum. Vitni staðhæfir hins vegar að maðurinn hafi ekki ætlað sér að hrinda konunni. Um slys hafi verið að ræða. Enn í farbanni á Kanaríeyjum Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 NÝ SENDING Hágæða undirföt Mikið úrval Ermalausar sumarblússur flottar undir jakka stærðir 36—56                   Sumartilboð Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ný SUMARLÍNA Stærðir 36-52 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Túnika: 4.350 Toppur: 1.880 Buxur: 3.400 Skór: 3.780 Kringlunni - sími 581 2300 SUMARIÐ 2002 – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347 Sérhönnun st. 42-56 Spennandi sumarfatnaður Alltaf eitthvað nýtt Við sérhæfum okkur í góðum náttúruefnum. Matseðill www.graennkostur.is Þri 14/5: Steikt grænmeti, núðlur & hummus m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið 15/5: Grískar guðaveigar & himneskt meðlæti m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim 16/5: Austurlenskur karrýpottur & cous cous m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös 17/5: Kálbögglar & grænmetissósa m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 18/5 & 19/5: Suður-evrópskur & ofnbakað m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mán 20/5: Pönnukaka og tilheyrandi. Bankastræti 11 sími 551 3930 Hátíðarfatnaður Ný sending Ný sending Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán - fös 10-18, laugardag 10-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.