Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 11
FORSTJÓRI Byggðastofnunar
gekk af síðasta fundi í stjórn stofn-
unarinnar, sem haldinn var á Bifröst
7. maí síðastliðinn þegar honum var
meinað að taka á dagskrá drög að
ársreikningum stofnunarinnar.
Hann upplýsti Valgerði Sverrisdótt-
ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
um stöðu málsins á föstudaginn var.
Valgerður kvaðst í samtali við
Morgunblaðið hafa fengið afrit af
bréfi starfsmanna til forstjórans þar
sem þeir lýstu áhyggjum sínum og
óánægju með stjórnarformanninn.
Kristinn H. Gunnarsson, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar, segist
ekki vilja tjá sig um það sem for-
stjórinn hefði sagt opinberlega.
„Eðlilegur gangur er að hann leggi
það fyrir mig og stjórn þau mál sem
hann vill ræða í þessum efnum og
það hefur hann nú ekki gert. Síðan
ræðum við það bara í okkar hóp,“
sagði Kristinn.
Theódór Bjarnason, forstjóri
Byggðastofnunar, sagði aðspurður
að það væri rétt að hann hefði geng-
ið af þessum fundi. „Ég gat ekki
sætt mig við að vera meinað að taka
til máls á fundinum og það sem ég
hafði fram að færa var að fara fram
á það við fundinn að drög að árs-
reikningum Byggðastofnunar yrðu
lögð fram á fundinum til kynning-
ar,“ sagði Theódór.
Hann sagði að meiningin hefði
verið að afgreiða ársreikninginn á
næsta fundi á eftir þessum. Þetta
væri ferill sem alltaf hefði verið í
stofnuninni. Á fyrri fundinum væru
reikningarnir lagðir fram og síðan
hefðu fundarmenn þann tíma sem
þeir þyrftu til að athuga og skoða
reikninginn og koma með athuga-
semdir og fyrirspurnir fram að
næsta fundi.
Aðspurður hvort einhver skýring
hefði fengist á því afhverju reikning-
arnir voru ekki teknir á dagskrá,
sagðist hann ekki hafa fengið skýr-
ingu á því sem hann gæti tekið gilda.
„Nú er það svo að við flutninginn
norður höfum við verið nokkuð
pressuð með ýmsa þætti, að koma
stofnuninni fyrir og framkvæma
nokkur praktísk atriði. Eitt af því
sem gekk ekki eins hratt og ég hefði
kosið er endurskoðun og frágangur
ársreiknings. Það hreinlega tafðist
beinlíns vegna þessara flutninga, en
menn hafa unnið dag og nótt má
segja til að ljúka þessu. Þess vegna
kom það sér ákaflega illa að það
mætti ekki leggja reikninginn fyrir
til kynningar,“ sagði Theódór.
Hann bætti því við að umfjöllun
ársreikninga í Byggðastofnun væri
lagaleg skylda og það sem hann
hefði gert í málinu væri að sjá til
þess að reikningar kæmust til
stjórnarmanna og síðan að upplýsa
iðnaðar- og viðskiptaráðherra um
málið, en ráðherra bæri endanlega
ábyrgð á stofnuninni.
„Ég átti fund með ráðherra núna
á föstudaginn þar sem við fórum yfir
stöðuna og afhenti henni afrit af
þessum gögnum,“ sagði Theódór.
Hann sagðist aðspurður meta það
þannig að þessi ágreiningur á milli
manna yrði leystur innanhúss. Það
væri deginum ljósara að það þyrfti
að höggva á hnútinn. Byggðastofn-
un væri stofnun sem ekki gæti lokað
frá einum degi til þess næsta og
hann ætti von á því að haldinn yrði
fundur og málin rædd og leyst.
„Stofnunin starfar að sjálfsögðu af
fullum krafti eins vel og frekast er
kostur. Það er búið að byggja stofn-
unina upp og hún starfar mjög vel,
bæði útlánastarfsemin og þróunar-
sviðið, þannig að þetta tengist nú
meira þessu ytra umhverfi, sem ég
vonast svo sannarlega til að verði
leyst fyrr en seinna,“ sagði Theódór.
Hann sagði, aðspurður hvort
þarna væri um að ræða ágreining
milli hans og stjórnar stofnunarinn-
ar eða hans og stjórnarformannsins,
að það væri mjög gott samstarf milli
hans sem forstjóra og einstakra
stjórnarmanna. Hann yrði að meta
það sem svo að þarna væri fyrst og
fremst um að ræða ágreining milli
hans og stjórnarformannsins.
Stofnunin alveg skilað
sínu hlutverki
Kristinn H. Gunnarsson, stjórn-
arformaður Byggðastofnunar, sagð-
ist ekki vilja tjá sig um það sem for-
stjórinn hefði sagt opinberlega.
„Eðlilegur gangur er að hann leggi
fyrir mig og stjórn þau mál sem
hann vill ræða í þessum efnum og
það hefur hann nú ekki gert. Síðan
ræðum við það bara í okkar hóp,“
sagði Kristinn.
Aðspurður hvort meintir sam-
starfsörðugleikar hans og forstjóra
stofnunarinnar hefðu haft áhrif á
starfsemi stofnunarinnar sagðist
hann telja að stofnunin hefði alveg
skilað sínu hlutverki þrátt fyrir að
dálítil truflun hefði orðið á starfsem-
inni meðan verið var að flytja hana.
Hann sagðist aðspurður ekki vilja
tjá sig um þessa meintu samstarfs-
örðugleika að öðru leyti. Hann skrif-
aði ekki upp á það sem skýringu.
Menn myndu bara taka hvert mál
fyrir sig og ræða það efnislega.
Hann bætti því við aðspurður að
stefnt væri að því að vera með ann-
an stjórnarfund í maí.
Kunnugt um
mismunandi áherslur
Valgerður Sverrisdóttir kvaðst
telja samstarfserfiðleika í Byggða-
stofnun þannig vaxna að ekki yrði
komist hjá því að taka á málinu.
„Mér hefur verið kunnugt um að
mismunandi áherslur væru á milli
stjórnarformanns og forstjóra og
ekki nægilega gott samstarf,“ sagði
Valgerður aðspurð. Kvaðst hún hafa
fengið afrit af bréfi nokkurra starfs-
manna Byggðastofnunar til for-
stjóra þar sem þeir lýstu áhyggjum
og óánægju í garð formanns. Sagði
hún það hafa borist áður en síðasti
stjórnarfundur var haldinn og málið
ætti sér nokkurn aðdraganda. Ráð-
herra sagði Byggðastofnun starfa
samkvæmt lögum og ekkert væri
óafgreitt á sínu borði sem varðaði
stofnunina. „Ég reikna með því að
þetta mál sé þannig vaxið að ekki
verði komist hjá að taka á því og fá
niðurstöðu í það fyrir ársfundinn,“
sem hún segir að verði í næsta mán-
uði. Hún sagði það alvarlegt ef mis-
munandi áherslur manna yrðu til
þess að taka frá þeim kraft til þess
að vinna af heilindum að byggða-
málum. Valgerður kvaðst vilja í
lengstu lög bera traust til stjórn-
arformanns og forstjóra og vona að
menn gætu bætt úr þessum vinnu-
brögðum.
Forstjóri Byggðastofnunar gekk af stjórnarfundi þegar ársreikningar fengust ekki teknir á dagskrá
Hefur upplýst
viðskiptaráðherra
um stöðu málsins
NÝ speglanastofa var tekin í
gagnið á meltingarsjúkdómadeild
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í
gær. Var jafnframt tekinn í notk-
un nýr tækjabúnaður sem fé-
lagasamtök og fyrirtæki samein-
uðust um að gefa spítalanum.
Ásgeir Theodórs, yfirlæknir og
meltingarsérfræðingur, sýndi
gestum nýja búnaðinn og skýrði
frá starfi deildarinnar.
Nýja stofan er í göngudeild-
arhúsi spítalans. Árni Sverrisson,
framkvæmdastjóri St. Jósefsspít-
ala, segir að með tilkomu hennar
tvöfaldist rannsóknargeta melt-
ingarsjúkdómadeildarinnar. Hann
segir ekki verða ráðið fleira
starfsfólk til að byrja með en af-
köstin geti aukist vegna betri
nýtingar. Segir hann tækjabún-
aðinn mjög fullkominn en á deild-
inni fara fram hvers kyns rann-
sóknir á meltingarvegi, speglanir
og skoðanir.
Breytingar og endurnýjun hús-
næðisins kostaði um 10 milljónir
króna og tækin sem færð voru
spítalanum kostuðu um 17 millj-
ónir. Meðal þeirra sem lögðu
fram fjármagn voru deildir
Rauða krossins í Hafnarfirði,
Garðabæ og Bessastaðahreppi,
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar
og allmörg fleiri samtök, svo og
fyrirtæki og einstaklingar.
Betur búin fyrir
aukin verkefni
Árni segir tilgang endurbót-
anna á meltingarsjúkdómadeild-
inni meðal annars þann að gera
hana betur í stakk búna til að
fylgja eftir nýsamþykktri tillögu
til þingsályktunar um aðgerðir til
forvarna á sviði krabbameins í
meltingarfærum. Þannig segir
hann ráðgert að halda áfram að
bjóða þeim sjúklingum sem
greinst hafa með forstig krabba-
meins í meltingarfærum upp á
eftirlit að þremur árum liðnum.
Hafi sjúklingar greinst með sepa,
sem geta leitt til myndunar
krabbameins, eru þeir yfirleitt
teknir og þeim boðið upp á reglu-
bundið eftirlit í framhaldi af því.
Í göngudeildarhúsi St. Jós-
efsspítala er til húsa auk melting-
arsjúkdómadeildarinnar augn-
deild og göngudeildir sem
tilheyra þessum sviðum.
Morgunblaðið/Kristinn
Ásgeir Theodórs, yfirlæknir meltingarsjúkdómadeildar, og Kristín Ólafsdóttir deildarstjóri.
Ný speglanastofa á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
Aukin afköst með
nýjum tækjabúnaði
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála hefur staðfest ákvörðun
samkeppnisráðs um að sekta Flug-
leiðir, Heimsferðir og Plúsferðir
vegna brots á reglum um verð-
upplýsingar í auglýsingum, þar
sem flugvallarskattar voru ekki
innifaldir í verði í auglýsingu.
18. mars s.l. komst samkeppn-
isráð að þeirri niðurstöðu að fjög-
ur fyrirtæki í ferðaþjónustu hefðu
brotið reglur um verðupplýsingar í
auglýsingum. Heimsferðum og Úr-
vali-Útsýn var gert að greiða
400.000 kr., hvoru fyrirtæki, í sekt
en Flugleiðum og Plúsferðum
300.000 kr., hvoru fyrirtæki.
Heimsferðir, Flugleiðir og Plús-
ferðir áfrýjuðu ákvörðunum ráðs-
ins til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála og kröfðust þess að
stjórnvaldssektirnar yrðu felldar
niður en samkeppnisráð krafðist
þess að ákvarðanir ráðsins yrðu
staðfestar.
Ekki deilt um að áfrýjendur
hafi gerst brotlegir
Málavextir eru þeir að 28. febr-
úar 2002 sendi Samkeppnisstofnun
bréf til sex fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu, þar sem rakin voru ákvæði
laga og reglna sem gilda um verð-
upplýsingar í auglýsingum og við-
urlög við brotum á þeim. 10. og 12.
mars birtust auglýsingar frá áfrýj-
endum í Morgunblaðinu sem að
mati Samkeppnisstofnunar virtust
brjóta gegn fyrrnefndum ákvæð-
um og í kjölfarið var fyrrnefndum
fjórum fyrirtækjum gert að greiða
sekt til ríkissjóðs eigi síðar en
þremur mánuðum eftir dagsetn-
ingu ákvörðunarinnar 18. mars.
Áfrýjunarmálin þrjú voru flutt
skriflega fyrir áfrýjunarnefndinni.
Greinargerð samkeppnisráðs barst
30. apríl og var áfrýjendum gefinn
kostur á athugasemdum en at-
hugasemdir bárust ekki innan til-
skilins frests.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar
kemur fram að ekki sé deilt um að
áfrýjendur hafi gerst brotlegir
gegn umræddum ákvæðum með
birtingu auglýsinganna. Í úrskurði
nefndarinnar í málinu gegn Flug-
leiðum annars vegar og Plúsferð-
um hins vegar kemur fram að
áfrýjendur hafi ekki mótmælt fjár-
hæð álagðrar stjórnsýslusektar
sérstaklega, en við sektarákvörðun
hafi verið tekið tillit til samstarfs-
vilja þeirra. Í úrskurði nefndarinn-
ar gegn Heimsferðum kemur fram
það álit nefndarinnar að brot ann-
arra ferðaskrifstofa geti ekki rétt-
lætt brot áfrýjanda og því beri að
sekta hann vegna brotsins.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
staðfesti ákvörðun samkeppnis-
ráðs 10. maí.
Áfrýjunarnefnd staðfestir
ákvörðun samkeppnisráðs
Ferðaskrifstof-
ur sektaðar
RÍKISSJÓNVARPIÐ sýnir
þrjá 100 mínútna langa þætti
um Tómas Mann og fjölskyldu
í september og verða þætt-
irnir sýndir hver á fætur öðr-
um sitt kvöldið hver. Um er að
ræða nýja sjónvarpsþáttaröð
sem rekur sögu Mann-fjöl-
skyldunnar á dramatískan
hátt en þættirnir voru sýndir
við feikilegar vinsældir í
Þýskalandi um síðustu jól. Í
aðalhlutverki er Armin Muell-
er-Stahl sem leikur Tómas
Mann.
Þættir um
Tómas Mann
sýndir í
september