Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOSTNAÐUR við rekstur sendiráða Íslands í Evrópu er á bilinu 50–100 milljónir króna við hvert sendiráð. Ljóst er að ef opna á sendiráð í öllum löndum Evrópusambandsins nema Lúxemborg, eins og Baldur Þórhalls- son, lektor í stjórnmálafræði, lagði til á málþingi um Evrópumál í Háskól- anum sl. miðvikudag, er kostnaður við rekstur þeirra vart undir 300 milljónum króna á ári. Í erindi sínu sagði Baldur að styrkja þyrfti sendiráð Íslands í Evr- ópu og fjölga þeim. Ísland er núna með sendiráð í átta Evrópuríkjum, en Baldur sagði að stefna bæri að því að stofna einnig sendiráð á Spáni, Portúgal, Grikklandi, Írlandi, Hol- landi og Ítalíu. Ekki áformað að opna ný sendiráð á næstunni Ísland hefur á síðustu tveimur ár- um sett á stofn sendiráð í Tókýó í Japan, Mapútó í Mosambík og Ot- tawa í Kanada. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu, sagði að utanrík- isráðuneytið áformaði ekki að opna fleiri sendiráð alveg á næstunni. Hann vitnaði í því sambandi til skýrslu sem utanríkisráðherra flutti á Alþingi 27. mars sl. en þar segir að samhliða fjölgun sendiráða sé nauð- synlegt að efla utanríkisráðuneytið. Fleiri sendiráð kalli á aukna starf- semi í ráðuneytinu, bæði úrvinnslu mála og upplýsinga sem koma frá þeim og eftirlit með störfum þeirra og rekstri. Þörfinni fyrir fleiri starfsmenn hafi verið mætt með hagræðingu eftir því sem hægt sé og starfsmenn ráðu- neytisins séu álíka margir nú og þeir voru fyrir tveimur árum. Í skýrslunni segir: „Þegar ákvarð- anir eru teknar um frekari uppbygg- ingu utanríkisþjónustunnar er nauð- synlegt að horfa fram á veginn og meta hagsmuni Íslands með hliðsjón af líklegri þróun alþjóðamála, ekki síður en núverandi stöðu. Þá þarf að hafa þróun viðskiptalífs og þjóð- félagsbreytingar hér á landi í huga. Jafnframt skal bent á það að Ísland hefur ekki aðeins hagsmuni í alþjóða- samfélaginu sem það þarf að gæta, heldur einnig skyldur gagnvart því. Sem sjálfstæðu vel efnuðu ríki ber Ís- landi að leggja sitt af mörkum á sem flestum sviðum; má þar m.a. nefna þátttöku í friðargæslu, framlög til þróunarmála og neyðarhjálp. Ís- lenska utanríkisþjónustan er enn frekar ung, a.m.k. samanborið við ut- anríkisþjónustur margra annarra landa. Uppbyggingu hennar er því engan veginn lokið. Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um frekari stækkun utanríkisþjónustunnar á allra næstu árum. Í framtíðinni verð- ur hins vegar að meta þörfina á stofn- un sendiráða, t.d. í Suður-Evrópu og Suður-Ameríku.“ Kostnaður við rekstur sendiráða ræðst ekki síst af því hvort ráðuneyt- ið á eða leigir húsnæði undir sendiráð og sendiherrabústaði. Í dag rekur ut- anríkisráðuneytið tuttugu sendiráð og/eða fastanefndir. Þar af leigir ráðuneytið húsnæði undir sendiherra í átta löndum en í tólf löndum er það í eigu ríkisins. Skrifstofur sendiráð- anna eru flestar í leiguhúsnæði ef Tókýó og Berlín eru undanskildar. Rekstur sendiráðanna í Evrópu er ódýrastur í nýjustu sendiráðunum, þ.e. í Finnlandi og Austurríki þar sem hann kostar tæplega 50 milljónir á ári. Dýrustu sendiráðin eru í Bruss- el og París, en rekstur þeirra kostar tæplega 100 milljónir á ári. Ef hrinda ætti tillögu Baldurs Þórhallssonar í framkvæmd og opna sex ný sendiráð í Evrópusambandslöndum yrði kostnaðurinn við það vart mikið und- ir 300 milljónum á ári. Einhver stofn- kostnaður er samfara stofnun nýrra sendirráða. Í flestum löndum hefur verið farin sú leið að leigja húsnæði, sem þýðir að stofnkostnaður er ekki verulegur, en aftur á móti er rekstr- arkostnaður hærri vegna þess að greiða þarf húsaleigu. Dýrustu sendiráðin kosta um 100 milljónir króna ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að stjórnvöld hafi enga formlega afstöðu tekið til hugmynda um að auðlindagjaldi sem inn- heimt verður af sjávarútveginum verði varið til uppbyggingar á landsbyggðinni. Hugmynd- ir í þessa veru hafi verið settar fram í skýrslu endurskoðunarnefndar. Upphafleg rök fyrir auðlindagjaldi hafi hins vegar verið þau að gjaldið ætti að fara til almennings. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB á Akranesi, hvatti til þess í Morgun- blaðinu á sunnudag að tekjur af auðlindagjaldi yrðu nýttar til uppbyggingar á landsbyggð- inni. Árni sagði að þó að sjávarútvegsráðherra hefði lagt fram frumvarpið sem kvað á um álagningu auðlindagjalds væri það ekki á for- ræði sjávarútvegsráðuneytisins að taka ákvörðun um hvernig gjaldinu yrði varið, að öðru leyti en því að hluti af gjaldtöku á sjávar- útveginn færi í að greiða fyrir þær stofnanir sem heyrðu undir ráðuneytið. Þessi sjónar- mið, að gjaldið ætti að renna til uppbyggingar á landsbyggðinni, hefðu komið fram áður m.a. í efndurskoðunarnefndinni. „Hins vegar er kannski rétt að hafa í huga þegar þetta er rætt að stór hluti af röksemd- arfærslunni fyrir veiðileyfagjaldinu var sá að gjaldið væri endurgjald til almennings fyrir hlutdeild í umframhagnaðinum af sameigin- legri auðlind. Menn verða þá að spyrja sig hvort það verði ekki allir að vera jafnir þegar kemur að því að útdeila þeim peningum sem koma inn af þessu gjaldi eða hvort einhver eigi rétt á að fá meira en aðrir. Þessu munu stjórnvöld væntanlega svara þegar kemur að ráðstöfun fjármunana í fjárlögum,“ sagði Árni. Auðlindanefnd taldi að helmingur ætti að fara til byggðarlaganna Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarð- arbyggð, sagðist alla tíð hafa verið andvígur álagningu auðlindagjalds á eina auðlind um- fram aðra. Gjaldið væri hins vegar orðið stað- reynd. Hann sagðist taka undir þau sjónarmið sem Haraldur Sturlaugsson setti fram. Guðmundur sagði að sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðarbyggð kæmu til með að greiða á ann- að hundrað milljónir á ári í auðlindagjald. „Það hlýtur að verða krafa til stjórnmála- flokkanna fyrir næstu kosningar um að þeir útskýri hvernig þeir hyggjast verja þessu fé. Ég er viss um að menn munu gera harðar kröfur um að þetta renni til þeirra sveitarfé- laga sem þetta kemur úr. Fyrirtækin hafa notað þessa peninga til uppbyggingar á staðn- um. Það á a.m.k. við stærstu fyrirtækin í Fjarðarbyggð, Síldarvinnsluna og Hraðfrysti- hús Eskifjarðar,“ sagði Guðmundur. Í skýrslu auðlindanefndar, sem skilaði áliti árið 1999, segir að nefndin telji sanngirnisrök mæla með því að byggðarlög þar sem sjávar- útvegur er og hefur verið meginundirstaða at- vinnu njóti þess arðs í ríkari mæli en aðrir. Nefndin lagði til að helmingur af veiðigjaldi gangi til byggðarlaga í hlutfalli við vægi sjáv- arútvegs á hverju svæði og verði þá t.d. miðað við afla þeirra skipa sem skráð séu á svæðinu undanfarin fimm ár. Hinn helmingurinn komi öllum almenningi til góða, t.d. í gegnum skattalækkanir. Meirihluti endurskoðunarnefndar, sem skil- aði skýrslu til sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða, lagði til að 350–500 milljónum af því sem veiði- gjaldið skilaði yrði árlega varið til þess að byggja upp atvinnulíf í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi í þeim byggðarlögum sem fyrst og fremst hafa treyst á sjávarútveg. Í skýrslunni er lagt til að menntamálaráðu- neytið fái til ráðstöfunar 70–75 milljónir sem varið verði til menntamála í sjávarbyggðum, iðnaðarráðuneytið fái 70–110 milljónir til stuðnings við iðnað, upplýsingatækni, nýsköp- un og fleira, sjávarútvegsráðuneytið fái 100– 200 milljónir til að styrkja eldi sjávarfiska, landbúnaðarráðuneytið 40 milljónir sem fari til fiskeldis og samgönguráðuneytið fái 70–75 milljónir sem fari til ferðamála. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun tekna af auðlindagjaldi Rökin voru að gjaldið ætti að fara til almennings JEPPI fór út af veginum við Hofsós við Grafará í Skaga- firði í gærmorgun og valt niður 15–20 metra brattan vegkant þar sem hann hafnaði á hvolfi norðan árinnar. Lögreglunni á Sauðárkróki barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan 10 en svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður kenndi til eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabifreið til Sauðárkróks. Hann var einn í bílnum. Fór niður brattan vegkant ORRI Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir það engin ný sannindi að ástand laxastofnsins í Elliðaánum sé bágt og segir löngu tímabært að grípa til aðgerða til að styrkja stofninn. Fram kom í frétt í blaðinu sl. laugardag að stefnt væri að nánari rannsókn á vatna- svæði Elliðaáa. Orri segir sífelldar rannsóknir hafa frestað að nauð- synjalausu aðkallandi aðgerðum. Misheppnuð stjórnun og röng forgangsröðun Orri segist hafa átt fundi með borgarstjóra og Orkuveitu Reykja- víkur. Hann segir Reykjavíkurlist- ann hafa með skipulegum hætti komið í veg fyrir réttar stjórn- unaraðgerðir og að allar skynsam- legar tillögur um að bæta lífríki ánna nái fram að ganga. „Engu er líkara en að mark- miðið hafi verið að útrýma villtum laxi í Elliðaánum. Misheppnuð stjórnun og röng forgangsröðun verkefna hefur haft slæm áhrif og komið niður á lífríki ánna. Fyrir flesta voru vandamálin augljós og þurfti aldrei að rannsaka þau eða vakta bara til að koma í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir,“ segir hann. Orri segir NASF hafa lagt fram undanfarin ár ítarlegar tillögur um úrbætur sem ekki hafi náð fram að ganga. Lögð hafi verið fram gögn sem sýndu að ástandið myndi versna nema breytt væri strax um stefnu. Orri segir snöggar rennsl- isbreytingar verstar og best væri að rífa Árbæjarstífluna því þar myndu verða bestu uppeldisskil- yrðin, m.a. vegna mikils bitmýs sem þar myndi dafna og vera fæði fyrir laxinn. Hann segir tillögun- um hafa verið hafnað af heilbrigð- is- og umhverfisnefnd borgarinnar og að aldrei hafi ástandið verið verra en í fyrra þegar veiði á villt- um laxi hafi vart verið meiri en 280 fiskar. Bitmý fær ekki að þroskast „Frjósömustu hrygningar- og uppeldisstöðvum ánna er haldið í gíslingu, bitmý fær ekki að þrosk- ast, rennslisbreytingar skaða seið- in sem hafa ekki fengið nógu góð- an aðbúnað og taka því ekki út eðlilegan þroska. Enginn er því hissa á því að endurheimtuhlutfall laxa úr sjónum fer lækkandi. Meirihlutinn í heilbrigðis- og um- hverfisnefnd hafnaði einnig að styrkja hrygningarstofn árinnar með því að takmarka aflann í ánni, sem skiptir þó sköpum fyrir við- gang laxastofnins. Orkuveita Reykjavíkur hefur lengi falið sig bak við nýjar rann- sóknaráætlanir og látið vakta og rannsaka Elliðaárnar út í hörgul síðastliðinn áratug, en niðurstöður þeirra rannsókna hafa ekki leitt til nauðsynlegra aðgerða til að stöðva þessa hnignun og hrinda í fram- kvæmd áætlun um endurreisn laxastofnanna,“ sagði Orri Vigfús- son. Orri Vigfússon segir lax í Elliðaám lengi hafa verið í bágu ástandi Tímabært að styrkja stofninn með aðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.