Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VORIÐ ætlar að láta bíða eftir sér
enn um sinn, en heldur kuldalegt
hefur verið um að litast norð-
anlands síðustu daga og gerir
spáin ráð fyrir að svo verði næstu
daga. Raunar spáðu félagar í Veð-
urklúbbnum á Dalbæ því um mán-
aðamót að hitastig í maí yrði und-
ir meðallagi eða í besta falli
kringum það. Einhver klúbb-
félaga þóttist sjá fyrir „hvíta-
sunnusnas“ og annar var á því að
slydda yrði á kosningadaginn,
laugardag í næstu viku. Hann
Tryggvi Þór, sem arkaði mót
norðangarra og snjóflygsum heim
úr skólanum í gærdag, hefði ef-
laust fremur kosið sól og sunn-
anþey. En þessi vinsæla blanda
hefur bara ekki boðið sig fram
ennþá.
Morgunblaðið/Kristján
Napur vindur hvín
UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæj-
ar hefur samþykkt að falla frá aug-
lýstri tillögu að deiliskipulagi á reit
B við Lindasíðu og að það verði tekið
til endurskoðunar í samræmi við
bókun bæjarráðs. Bæjarráð fól um-
hverfisnefnd að gera tillögu að
breyttri afmörkun reitsins og nýjum
rammaskilmálum fyrir deiliskipulag
hans út frá þeirri forsendu m.a. að
ekki verði byggt fyrir miðás Gler-
árkirkju.
Byggingarfyrirtækið SS Byggir
hafði fengið úthlutað umræddu
svæði og hugðist hefja þar fram-
kvæmdir við byggingu 37 raðhúsa-
íbúða á einni og tveimur hæðum í
þessum mánuði. Vegna samþykktar
umhverfisráðs seinkar framkvæmd-
um SS Byggis um eitt ár og er Sig-
urður Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, allt annað en
sáttur við þá niðurstöðu. Hann sagði
vinnubrögð umhverfisráð hreint
ótrúleg, miðað við það sem á undan
er gengið.
Mikið tjón að geta ekki
hafið framkvæmdir
„Við mættum á 6 fundi með
fulltrúum umhverfisráðs við undir-
búning málsins, þar sem menn lýstu
yfir ánægju með það sem við vorum
að gera. Enda fórum við í einu og
öllu eftir þeim reglum sem giltu við
skipulag og hönnun svæðisins. Síðan
kemur fram bréf sóknarnefndar
Lögmannshlíðarsóknar sem stöðvar
málið og við sitjum eftir með hönn-
unarrkostnað upp á milljónir króna.
Það er því mikið tjón fyrir fyrirtækið
að geta ekki hafið framkvæmdir.“
Sigurður sagði að þessi niðurstaða
þýddi að hann gæti ekki ráðið neina
sumarmenn til starfa og að hann yrði
að fækka starfsmönnum sínum, sem
í dag eru 43. „Við erum að ljúka verki
við Giljaskóla og hefðum getað hægt
á framkvæmdum við Amtsbókasafn-
ið í sumar en við komum ekki öllum
mannskapnum fyrir í Skálateig,“
sagði Sigurður en á Eyrarlandsholti
er fyrirtækið að hefja byggingu 44
söluíbúða og 47 leiguíbúða og verða
fyrstu 16 íbúðirnar tilbúnar til út-
leigu núna í haust.
Reynt verði til hlítar
að ná samkomulagi
Bæjarráð samþykkti á fundi sín-
um í síðasta mánuði að fela umhverf-
isráði að kanna til hlítar hvort ekki
mætti ná samkomulagi við SS Byggi
varðandi reit B samkvæmt tillögu að
deiliskipulagi um breytingar á lóða-
mörkum til að mæta sjónarmiðum
forsvarsmanna Glerárkirkju. Á móti
fái lóðarhafi úthlutað lóð norðan
Glerárkirkju og vestan núverandi
reits B. Sigurður sagði að ekki þýddi
annað en að skipuleggja svæðið í
heild. Nú þyrfti að skipuleggja svæð-
ið aftur, það tæki nokkrun tíma og þá
yrði kominn vetur.
Byggingarframkvæmdir SS Byggis
við Lindasíðu frestast um eitt ár
Fækka þarf
starfsfólki
INNRITUN nýnema við Háskólann
á Akureyri stendur nú yfir en um-
sóknarfestur rennur út 1. júní næst-
komandi. Fimm deildir eru við skól-
ann, auðlindadeild, heilbrigðisdeild,
kennaradeild, rekstrardeild og upp-
lýsingatæknideild.
Auðlindadeild er ný deild við há-
skólann, en að sögn Þorsteins Gunn-
arssonar rektors voru í vetur gerðar
umfangsmiklar skipulagsbreytingar
á sjávarútvegsdeild háskólans og
þótti í framhaldi af þeim við hæfi að
breyta nafni deildarinnar.
Við auðlindadeild eru fjórar náms-
brautir; fiskeldi, líftækni, sjávarút-
vegsfræði og umhverfisfræði.
„Tvær þessara brauta tengjast
sjávarútvegi ekkert sérstaklega,“
sagði Þorsteinn og benti einnig á að
nafnabreytingin hefði ekki komið
vegna þess að sjávarútvegur virtist
ekki höfða til ungs fólks um þessar
mundir. „Við höfum fengið góð við-
brögð, bæði við nafnabreytingunni og
námsbrautunum. Við höfum fengið
mun fleiri fyrirspurnir um nám við
deildina en áður var,“ sagði Þorsteinn.
Innritun nýnema við
Háskólann á Akureyri
Meira spurt
um nám við
auðlindadeild
SAMÞYKKT var á fundi sem hald-
inn var á dögunum um framtíð hand-
verksmiðstöðvarinnar Punktsins að
stofna félag til að styðja við starf-
semina. Valinn var hópur 6 manna til
að undirbúa stofnun félagsins og
boðar hann nú til stofnfundar, sem
haldinn verður í sal Brekkuskóla við
Laugargötu kl. 20 á miðvikudags-
kvöld, 15. maí.
Allir þeir sem láta sig starfsemi og
framtíð Punktsins einhverju varða
eru eindregið hvattir til þess að
mæta á fundinn og taka þátt í stofn-
un félagsins, segir í frétt frá hópnum.
Stofna
stuðningsfélag
♦ ♦ ♦