Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆRMORGUN bárust Lögregl- unni í Keflavík níu tilkynningar um að brotist hefði verið inn í bifreiðar í fyrrinótt, aðfaranótt mánuags. Átta þeirra voru í Njarðvík og ein í Kefla- vík. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í gær var ekki enn vitað nákvæmlega hversu miklum verð- mætum var stolið, en meðal þess sem hvarf úr bílunum var peninga- vesi, útvarpstæki, kraftgalli, farsími, hleðslutæki, sjónauki, vasaljós og lyklar. Brotist inn í níu bíla Keflavík KENNARAR og nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Sandgerði verða á faraldsfæti frá 24. maí næst- komandi, en þá heldur hópurinn í skólaheimsókn til Danmerkur og mun ferðin standa til 2. júní nk. Hóp- urinn samanstendur af 19 nemend- um og 4 fararstjórum. Meðan á dvöl- inni stendur mun hópurinn heim- sækja tvo samstarfsskóla í Óðins- véum og einn samstarfsskóla í Humlebæk. „Við höfum staðið að undirbúningi ferðar frá haustdögum, bæði safnað og sótt um styrki,“ segir í frétt frá hópnum. „Í apríl sl. komu til okkar danskir nemendur frá Óðinsvéum en við höfum skrifast á í vetur og er það hluti af náminu. Við heimsókn dönsku nemendanna lögðu margir hönd á plóginn og fengu nem- endur styrk frá aðilum utan skólans til þess að gera heimsóknina sem ánægjulegasta. Allir nemendur 9. bekkjar og danskir jafnaldrar þeirra komu saman í skólanum og unnu að ýmsum verkefnum s.s. ævintýragerð í anda H. C. Andersen sem þau settu upp og léku saman. Nemendur stóðu sig frábærlega og reyndist auðvelt að nýta sér dönskuna til samskipta. Í fréttinni segir ennfremur að þar sem danska hafi átt undir högg að sækja í samanburði við ensku hafi grunnskólinn í Sandgerði reynt að leita leiða til þess að glæða áhuga nemenda á málinu og sýna þeim fram á mikilvægi þess að læra nor- ræn mál. Ferðalag til Danmerkur á döfinni Sandgerði FRAMBJÓÐENDUR D-listans í Reykjanesbæ efna til hverfafunda í þessari viku. Sá fyrri verður í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í Heiðarskóla. Þar verður stefnuskráin kynnt og fram- bjóðendur svara fyrirspurnum íbúa. Síðari hverfafundur vikunnar hjá frambjóðendum D-listans verður á miðvikudagsköld kl. 20.30 í Holta- skóla. Allir velkomnir. Hverfafundir sjálfstæðismanna Reykjanesbær GEIR H. Haarde fjármálaráðherra heimsótti Reykjanesbæ á þriðjudag og átti m.a. fund með frambjóð- endum D-lista sjálfstæðismanna. Þá heimsótti hann Hitaveitu Suður- nesja og kynnti sér starfsemi henn- ar og ræddi við frambjóðendur sem voru með honum í för um fyrirhug- aðan Orkugarð, sem er eitt af stefnumálum sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ á komandi kjörtíma- bili. Einnig ræddi fjármálaráðherra við yfirmenn Hitaveitu Suðurnesja. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Geir heimsótti hitaveituna ásamt Sigríði Jónu Jóhannesdóttur, Júlíusi Jónssyni, Árna Sigfússyni og Alberti Albertssyni. Fjármálaráð- herra heimsótti hitaveituna Reykjanesbær ÞAÐ var mikil menningaveisla í Reykjanesbæ um helgina og hver stórsýningin rak aðra. Sýningarnar voru allar mjög ólíkar en uppruni þeirra var þó allur af sama meiði, þ.e. handverki manna. Í Njarðvíkurskóla var sett upp sýning í tilefni af 60 ára afmæli skólans. Vakin var athygli á ýmsum munum sem unnir hafa verið af nemendum í gegnum árin og öðrum í eigu skólans. Þegar gengið var um skólagangana kom í ljós að í hverri stofu hafði verið sett upp sýning á verkefnum hvers bekkjar fyrir sig og nemendurnir sáu sjálfir um að taka á móti gestum. Móttökurnar voru ekki af verri endanum og allir höfðu upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða. Þegar gestir höfðu gengið um húsakynni skólans höfðu þeir fengið sól í hjarta, bókamerki, vina- band, skemmtilega málshætti, spreytt sig í japanskri pappírslist, gengið inn í ævintýraheima, komið við í fornum heimi Íslendinga og gætt sér á kaffi og með því í kaffi- húsi 10. bekkinga. Mikið um leirmuni á handverkssýningu Handverkssýningin í íþróttahús- inu við Sunnubraut var ekki síður fjölbreytt og stemmningin góð. Þar var samankominn hópur hand- verksfólks, bæði frá Suðurnesjum og úr nágrannasveitarfélögunum, sem sýndi og seldi vörur sínar. Fjöl- margir lögðu leið sína í íþrótta- húsið og mátti heyra aðdáunarorð úr hverju horni, enda verkin lista- vel unnin. Það fór ekki á milli mála hvað er vinsælast hjá handverks- fólki um þessar mundir, en ým- iskonar leirmunir voru mest áber- andi á sýningunni. Tvær leirlistakonur höfðu jafnvel brugð- ið á það ráð að renna leir á sýning- unni og þangað söfnuðust margir, ekki síst börnin sem fannst þetta mjög spennandi og vildu koma höndum sínum í leirinn. Sýning á bátum Gríms í Duus-húsum opnuð um helgina Sú sýning sem hins vegar hefur hlotið mesta athygli er sýning á bátaflota Gríms Karlssonar sem opnuð var við hátíðlega afhöfn í Duus-húsum á laugardag. Skips- líkön Gríms eru löngu orðin þekkt á Suðurnesjum og því tímabært að velja þeim samastað svo hægt verði að njóta þeirra um ókomna tíð. Á sýningunni eru 59 líkön en Grímur hefur smíðað á annað hundrað lík- ön á þeim þremur áratugum sem liðnir eru síðan hann byrjaði. Skip- in eru öll misjöfn að stærð, sem helgast af því að líkönin hefur Grímur í réttum stærðarhlutföllum. Það er ekki að ástæðulausu sem menn dást að handverki Gríms enda mikil nákvæmnisvinna að baki hverju líkani. Að baki hverju þeirra er líka löng og merkileg saga og á sýningunni mátti heyra gamla sjó- menn rifja upp sögubrot sem gerði alla upplifun innilegri og raunveru- legri. Margvíslegir menningarviðburðir á Reykjanesi síðustu helgi Morgunblaðið/Golli Leirlistarkonur buðu gestum sýningarinnar Handverk og list, sem fram fór í íþróttahúsinu við Sunnubraut, að sjá hvernig leirmunir ýmiss konar verða til. Börnin voru sérstaklega áhugasöm og fylgdust vel með. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Í einni kennslustofu Njarðvíkurskóla gátu gestir spreytt sig á japanskri pappírslist. Marglit blöð voru brotin saman eftir kúnstarinnar reglum og blöðin síðan tengd saman og látin mynda ákveðið form. Fjölbreytt hand- verk úr margvís- legum efnivið Reykjanesbær Morgunblaðið/Golli Bátasýningin í Duus-húsum í Keflavík var opnuð um helgina, í ný- uppgerðu húsi Byggðasafnsins. Þar eru nú til sýnis 59 skipslíkön. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.