Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 25
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
5
8
4
5
/
S
ÍA
.I
SÁrsfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn
15. maí 2002 kl. 16.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins er varða aðild
Lífeyrissjóðsins Hlífar að sjóðnum.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar sjóðsins rétt til setu á fundinum.
Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum
Sameinaða lífeyrissjóðsins er bent á að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt:
• Á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 30, Reykjavík
• Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510 5000
• Fletta þeim upp á vefsíðu sjóðsins, www.lifeyrir.is
Reykjavík, 26. apríl 2002.
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
DAGSKRÁ
Lífeyrir
Sameinaði
lífeyrissjóðurinn
Borgartún 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is
ÁRSFUNDUR 2002 – 15. maí á Grand Hótel Reykjavík
Skipst á sko›unum
fiórdís Pétursdóttir
Sími: 515-1700, netfang: disa@xd.is
Björg fiór›ardóttir
Sími: 515-1700, netfang: bjorgth@xd.is
Ef flú vilt frambjó›anda/frambjó›endur
Sjálfstæ›isflokksins á fund e›a í heimsókn haf›u flá
samband vi› skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins
í síma 515-1700.
Nánari uppl‡singar gefa:
JIMMY Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, kom í heimsókn til
Kúbu á sunnudag og mun dveljast í
landinu í nokkra daga. Þótt um
einkaheimsókn sé að ræða tók Fid-
el Castro Kúbuforseti á móti hon-
um með mikilli viðhöfn, fánar
ríkjanna tveggja blöktu á vellinum
og Castro hafði klæðst gráum
jakkafötum í stað hefðbundins ein-
kennisbúnings. Er þjóðsöngur
Bandaríkjanna hafði verið leikinn
sneri Castro sér að gestinum og
sagði þurrlega: „Ég hef ekki heyrt
þetta nýlega.“
Ekið í svörtum Zil
Bandarískur forseti, fyrrverandi
eða í embætti, hefur ekki komið til
Kúbu síðan á þriðja áratugnum og
Bandaríkjamenn þurfa nú sérstakt
leyfi til heima fyrir til að mega
heimsækja landið. Castro heiðraði
gestina með því að láta aka þeim í
svartri Zil-glæsibifreið frá flugvell-
inum að hótelinu. „Ég fer með þér í
sovéskum bíl sem er að minnsta
kosti 100 ára en hann er langþægi-
legastur,“ sagði Kúbuleiðtoginn.
Leoníd Brezhnev, þá leiðtogi Sov-
étríkjanna gömlu, gaf Castro bílinn
á áttunda áratugnum.
Bandaríski gesturinn, sem er
spænskumælandi og kona hans fóru
um gamalt hverfi í Havana, veifuðu
til fólks og bandarískur ferðamaður
fagnaði því að sjá Carter sem í for-
setatíð sinni nam ferðatakmarkan-
irnar úr gildi. Þær voru síðar lög-
festar á ný.
Stirð sambúð í fjóra áratugi
Skömmu eftir byltinguna 1959
tóku Kúbverjar upp nána samvinnu
við Sovétríkin í kalda stríðinu og
Kúba varð kommúnistaríki. Sam-
búð Kúbverja og Bandaríkjamanna
hefur yfirleitt verið mjög stirð síð-
ustu fjóra áratugina, árið 1961
gerðu kúbverskir útlagar mis-
heppnaða innrás í landið með
stuðningi stjórnvalda í Washington.
Ári síðar setti John F. Kennedy,
þáverandi Bandaríkjaforseti, eyj-
una í herkví vegna þess að Sov-
étmenn höfðu komið þar upp kjarn-
orkueldflaugum sem skjóta mátti á
Bandaríkin. Um hríð virtist heim-
urinn ramba á barmi kjarnorku-
stríðs en málamiðlun fannst.
Bandaríkjastjórn setti fyrr í
mánuðinum Kúbu á lista yfir svo-
nefnd „öxulveldi hins illa“ en það
eru fáein ríki sem talin eru styðja
hryðjuverk og vilja komast yfir ger-
eyðingarvopn. Segja Bandaríkja-
menn að Kúbverjar stundi rann-
sóknir á sviði sýklahernaðar og hafi
látið öðrum ríkjum á listanum í té
slíka þekkingu. Þessu mótmæla
Kúbverjar og krafðist Castro sann-
ana fyrir fullyrðingunum.
Stjórn George W. Bush lagðist
ekki gegn ferð Carters en hvatti
hann til að reyna að fá Castro til að
breyta stefnunni. Kúbustjórn bauð
gestinum að skoða stofnanir þar
sem gerðar eru rannsóknir í líf-
fræði og mætti hann taka með sér
þá sérfræðinga sem hann vildi.
Ekki er vitað hvort Carter þiggur
boðið en hann hyggst á hinn bóginn
ræða við talsmenn mannréttinda-
samtaka og hét Castro því á sunnu-
dag að ekki yrðu lagðar neinar
hindranir fyrir gestinn í þeim efn-
um. Einnig verður ræðu sem hann
ætlar að flytja í dag sjónvarpað
beint. „Maður sem í miðju kalda
stríðinu og í hyldýpi fordóma,
rangra upplýsinga og tor-
tryggni … þorði að reyna að bæta
samskiptin milli þjóðanna á skilið
virðingu,“ sagði Kúbuforseti.
Carter er 77 ára en Castro 75 ára
gamall. Með Carter í förinni eru
meðal annars eiginkona hans,
Rosalynn Carter, og fleira fólk.
Forsetinn fyrrverandi sagðist vilja
ræða ýmis mál við Castro, þar á
meðal frið, mannréttindi og lýð-
ræði. Andófsmenn á Kúbu hafa ára-
tugum saman mótmælt flokksein-
ræði kommúnista og hafa sumir
verið fangelsaðir. Andófsmenn af-
hentu í vikunni þingmönnum um
11.000 undirskriftir fólks sem
krefst þjóðaratkvæðis um gagnger-
ar umbætur í stjórn- og efnahags-
málum.
Friður og mannréttindi
„Við gerum okkur grein fyrir því
að ágreiningur er í sumum af þess-
um málum en erum þakklát fyrir að
fá tækifæri til að kanna hvar við er-
um sammála,“ sagði Carter. Hann
hefur beitt sér mjög í ýmsum frið-
ar- og mannréttindamálum eftir að
hann náði ekki endurkjöri sem for-
seti 1980 og hefur ferðast mikið um
heiminn, einnig hefur hann verið
eftirlitsmaður við kosningar í lönd-
um þar sem lýðræðið er ekki traust.
Bandaríkjamenn hafa árum sam-
an haldið uppi viðskiptalegum refsi-
aðgerðum gagnvart Kúbu og er
Carter andvígur þeirri stefnu. Er
hann var forseti á áttunda áratugn-
um reyndi hann að bæta sambúðina
við Kúbverja, hann kom á takmörk-
uðum stjórnmálatengslum og samdi
um lausn þúsunda pólitískra fanga
úr haldi.
Einnig fengu Kúbverjar í Banda-
ríkjunum leyfi til að heimsækja
ættingja á Kúbu en milljónir fólks
af kúbverskum ættum búa í Banda-
ríkjunum, margt af því hefur á sín-
um tíma flúið einræðisstjórnarfar
Castros og mikla fátækt í landinu.
Kúbverjar í Bandaríkjunum eru
margir hatrammir andstæðingar
Castros. Þeir búa flestir í Flórída
og geta ráðið úrslitum í kosning-
unum þar og jafnframt í forseta-
kjöri ef litlu munar á tveim efstu
mönnum. Kúbverjarnir nota sér
það vald óspart til að tefja fyrir því
að samskipti við stjórn Castros
verði færð í eðlilegt horf.
AP
Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og eiginkona hans, Rosalynn Carter, hlýða á þjóðsöng Banda-
ríkjanna með hönd á hjartastað, skömmu eftir komuna til Havana. Milli þeirra er Fidel Castro, forseti Kúbu.
Carter sæk-
ir Castro
Kúbuleið-
toga heim
Er í einkaheimsókn en tekið
eins og þjóðhöfðingja
Havana. ASP, AFP.
MIKLIR hitar á Indlandi höfðu í
gær kostað að minnsta kosti 54 menn
lífið. Var hitinn mestur í Haryana-
ríki á sunnudag, 47 gráður á celsíus.
Í ríkinu Andhra Pradesh hafa að
minnsta kosti 50 manns látist af
völdum hitans og í Madhya Pradesh
fjögur börn. Ekki er óvanalegt að
mjög heitt sé í landinu á þessum árs-
tíma, í maí og júní, en að þessu sinni
er svækjan óvanalega mikil
H.R. Hathwar, yfirmaður ind-
versku veðurstofunnar, segir að hit-
inn sé um fimm gráðum meiri en
venjulega í stórum hlutum landsins.
Þá hafi ekkert verið um annars
venjubundna úrkomu á þessum
tíma. Bíða menn nú og biðja fyrir
monsúnrigningunum í júní.
Gífurlegir hitar
á Indlandi
Fór í 47
gráður í
skugga
Nýju Delhí. AFP.