Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
K
AMMERSVEIT Reykjavíkur
leikur á Tónleikum á Listahá-
tíð í Listasafni Íslands í kvöld
kl. 20.00. Flutt verða verk eftir
Hauk Tómasson, Jón Leifs og
Atla Heimi Sveinsson og Jón
Nordal. Stjórnandi Bernharður Wilkinson.
Verk Hauks Tómassonar, Langur skuggi,
hefur ekki heyrst áður, og er því um frumflutn-
ing að ræða. Verk Atla Heimis Sveinssonar
heitir I call it; samið fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi fyrir söngrödd, selló, píanó og slagverk.
Einsöngvari í verkinu er Signý Sæmunds-
dóttir. Eftir Jón Leifs leikur Kammersveitin
Scherzo concreto op. 58, fyrir 10 hljóðfæri, en
einnig Erfiljóð op. 35, fyrir karlaraddir, mezzó-
sópran og fiðlu. Einsöngvari er Þórunn Guð-
mundsdóttir og einleikari á fiðlu Rut Ingólfs-
dóttir. Hluti Erfiljóðanna hefur ekki heyrst
áður á tónleikunum, og þar er því einnig um
frumflutning að ræða.
Rökkurstemmning
Þá er enn eitt verk ónefnt, nýtt verk eftir Jón
Nordal, sem hann hefur unnið að að und-
anförnu og samið fyrir þetta tilefni.
„Ég kalla verkið Grímu,“ segir Jón Nordal.
„Þetta er lítið næturljóð eða rökkurstemmning.
Gríma þýðir líka nótt og jafnvel fyrstu snjóar á
haustin. Í þessu tilfelli er þetta frekar nóttin.
Verkið er stutt og í einum þætti; þetta er
stemmningsverk fyrir litla kammersveit.“
Jón nefnir tríó sem hann samdi fyrir löngu
fyrir þrjá blásara, óbó, klarinettu og horn.
„Þetta var á þeim árum þegar öll hljóðfæri voru
ekki alltaf tiltæk. Þetta var svolítið skrýtin
hljóðfærasamsetning. En svo greip ég aftur til
þessara þriggja hljóðfæra með strengjunum,
en er svo með slagverk líka, píanó og strengi,
alls ellefu hljóðfæraleikara.“
Jón Nordal segist ekki hafa samið verk með
þessari hljóðfæraskipan áður. „Ég hef samið
fyrir strengjasveit, og önnur kammerverk með
kraftmikilli strengjasveit og fleiri hljóðfærum.
Strengjasveitin hefur oftast verið hryggj-
arstykkið í þessum verkum mínum, en ég hef
eiginlega aldrei fyrr samið verk með þessum
ekta kammersveitarhljóm, og ég veit ekki
ennþá hvernig það kemur út, ég er eiginlega al-
veg nýbúinn með verkið. En það er gott fólk
sem spilar, það vantar ekki.“
Innblástur frá þjóðlögum
Haukur Tómasson samdi Langan skugga ár-
ið 1998. „Þetta eru sex frekar stuttir kaflar, og
hver um sig sækir innblástur í íslenskt þjóðlag,
jafnvel tvö í sumum tilvikum. Þetta eru lög sem
eru á diskinum Röddum sem Smekkleysa og
Árnastofnun gáfu út fyrir nokkrum árum.
Þjóðlögin eru þó tæplega þekkjanleg, því ég
nota bara brot úr laglínum, rytma, eða jafnvel
bara stemmningu.“
Strengjahljóðfærin sjö sem Haukur notar í
verkið eru þrjár fiðlur og víóla sem að sögn
Hauks er með svolítið sólóhlutverk í miðju
hvers kafla; tvö selló og kontrabassi. „Kaflar
verksins eru ólíkir innbyrðis, allt frá því að vera
mjög hraðir til mjög hægra, og frá því að vera
kraftmiklir og niður í veikt; á einum stað er
hljóðið til dæmis dempað með æfingademp-
urum. Ég reyni svo að láta heildarformið end-
urspeglast í hverjum kafla fyrir sig, þannig að
kaflarnir séu í sama formi og verkið í heild; með
smá víólusóló í miðjunni og svolitlu fiðlusólói í
lokin,“ segir Haukur Tómasson.
Um verk sitt, Scherzo concreto op. 58, sagði
Jón Leifs á sínum tíma:
„Verkið mætti kallast á íslensku markviss
gamanþáttur og var skrifað sem nokkurs konar
svar við fyrirlestri þeim, sem Günther Schüller
hélt í Reykjavík nýlega. Í því koma fram 10
hljóðfæri, er eiga að sýna 7 persónur, sem
koma fram í þessari röð: 1. háðfuglinn (flautur),
2. hinn tignarlegi, sem stillir til friðar (bás-
únufimmundir), 3. meyjan saklausa (óbóa og
klarínetta), 4. hinn ástfangni og ástleitni (selló),
5. dóninn (túba og fagott), 6. læðupokinn (víóla),
7. hinn þunglyndi (altóbóa). Persónurnar koma
fram eins og í pantómímískum leik, sem lýkur
með faðmlögum hins ástleitna og meyjarinnar.
– Hlustandinn má ímynda sér sjálfur hvaða
hugsun liggur að baki verkinu, og hvort það sé
alvara eða háð.“ Árni Heimir Ingólfsson hefur
skrifað um Erfiljóð Jóns Leifs:
Í minningu dóttur
Erfiljóðin op. 35 samdi Jón árið 1947,
skömmu eftir að yngri dóttir hans, Líf, drukkn-
aði á sundi út af strönd Svíþjóðar, þá 17 ára
gömul. Verkið er eitt af fjórum sem Jón samdi í
minningu dóttur sinnar ásamt einsöngslaginu
Torreki, Requiem fyrir blandaðan kór og
strengjakvartettinum Vita et mors (Líf og
dauði). Þessi verk eru að mestu leyti hæglát og
innhverf (einkum Requiem og strengjakvart-
ettinn), en í Erfiljóðunum þremur notar Jón
allt litróf tilfinninganna og gengur á margan
hátt mun lengra hvað varðar persónulega tján-
ingu en í hinum verkunum sem hann samdi í
minningu dóttur sinnar. Fyrsti kaflinn, Sökn-
uður (við ljóð Jónasar Hallgrímssonar), er sá af
þáttunum þremur sem minnir mest á Requiem,
en þó er hljómavalið mun fjölbreyttara allt þar
til undir lok verksins. Þá víkja þríhljómarnir
fyrir eyðilegum samstiga fimmundum, sem að
lokum renna saman svo verkið endar á einum
og sama tóni í öllum röddum, við línur Jónasar:
„því geng eg einn og óstuddur að þeim dimmu
dyrum“. Annar þáttur Erfiljóðanna ber yf-
irskriftina Sorgardans, og er eitt myrkasta tón-
verk sem Jón samdi um ævina. Það sem eykur
mjög drungalega stemmningu verksins, fyrir
utan sterkar áherslur og dökka moll-hljóma á
lágu tónsviði karlaraddanna, er hvernig Jón
tónsetur fleiri en einn texta í einu svo að segja
út allan kaflann. Eina undantekningin er undir
lok þáttarins, þegar allar raddir sameinast með
einn texta: „Hold er mold. Hér kemst ekki
gleðin á“. Ef þessi tónsmíð Jóns virðist mis-
kunnarlaus og óvægin í lýsingu sinni á sorg
sem liggur einhvers staðar á mörkum brjál-
seminnar, gengur þriðji þáttur Erfiljóðanna
(Sjávarljóð) enn lengra. Hér bætast mezzó-
sópran og einleiksfiðla við karlaraddirnar og
eins og í Sorgardansinum heyrast yfirleitt tveir
textar í einu, en ólíkt því sem var í fyrri kafl-
anum liggur andstæðan í textunum nú milli ein-
söngshlutverksins annars vegar og karlaradd-
anna hins vegar. Mezzósópraninn syngur texta
sem annars vegar gefur til kynna nærveru
Guðs, sem allt að því tælir stúlkuna til sín (t.d.
„Guð blessar börnin, bæði stór og smá. Vís er
þeim vörnin voðanum frá“, eða „Syntu í sjón-
um, sé þér langt“), og hins vegar texta sem Jón
leggur Líf sjálfri í munn („Ég er á floti út við
sker, öll er þrotin vörnin“). Á meðan syngur
karlakórinn vísuorð eins og „hugsa eg til þín
löngum“, eða „Mjög hefur Rán ryskt um mig“,
svo útkoman verður eins konar samtal föður,
dóttur og æðri máttarvalda. Ofan á þennan vef
bætist síðan fiðluröddin (þ.e.a.s. Líf sjálf), sem
verður sífellt ákafari eftir því sem á líður, þar til
hámarki er náð í kafla þar sem Jón túlkar
dauðastríð dóttur sinnar í tónum á afar drama-
tískan hátt.“
Öruggast að halda sig við aríur og sálma
Um sitt verk á tónleikunum segir Atli Heim-
ir Sveinsson: „Verkið var pantað af RÚV árið
1974 í tilefni af 1100 ára búsetuhátíð íslensku
þjóðarinnar. Það var samið fyrir Ruth L.
Magnússon, sem frumflutti verkið og hljóðrit-
aði það ásamt Pétri Þorvaldssyni, Jónasi Ingi-
mundarsyni, Reyni Sigurðssyni og Árna Schev-
ing. Í þá daga var erfitt að fá söngvara hér til að
flytja nútímatónlist. Töldu margir þeirra að
þess konar fyrirbrigði myndi skemma þeirra
viðkvæmu raddir og öruggast væri að halda sig
við Verdi-aríur og sálma. En Ruth var tilbúin í
tuskið og söng frábærlega vel. Verkið gerði
mikla lukku og var flutt nokkrum sinnum. “
Hvert með sín höfundareinkenni
Kammersveit Reykjavíkur hefur komið fram
á flestum Listahátíðum í Reykjavík og eru tón-
leikar hennar á þeim vettvangi mörgum í
fersku minni. Má þar nefna fyrsta flutning á Ís-
landi á Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg
undir stjórn Pauls Zukofskys árið 1980 og
frumflutning á balletttónlist Atla Heimis
Sveinssonar við ljóð Steins Steinars, Tímann og
vatnið, einnig undir stjórn Pauls Zukofskys ár-
ið 1994.
Konsertmeistari Kammersveitar Reykjavík-
ur og forsvarsmaður er Rut Ingólfsdóttir:
„Kammersveit Reykjavíkur bauð Listahátíð
þetta prógramm og það var samþykkt. Menn-
ingarborgarsjóður styrkti okkur svo til þess að
fá nýtt verk frá Jóni Nordal. Haukur Tómasson
sendi okkur sitt verk síðasta sumar, og ég er
mjög ánægð með að geta frumflutt það á
Listahátíð. Verk Hauks er skemmtilegt og
krefjandi og rytmískt eins og mörg hans verk,
og við ætlum þó að leika það án stjórnanda.
Verk Jóns Leifs eru á dagskrá hjá okkur núna,
og þau tvö sem við flytjum á tónleikunum fara
svo á geisladisk sem við erum að vinna að með
verkum hans. Erfiljóðin hafa ekki heyrst áður í
heild sinni. Þegar verkið var flutt í Skálholti á
afmælisári Jóns 1999 var miðljóðinu sleppt, en
við ætlum að taka það með. Þetta er ótrúlega
fallegt verk, og í því mikil sorg.
Síðasta verkið á tónleikunum verður svo hið
mikla gleðiverk Atla Heimis Sveinssonar við
ljóð Þórðar Ben, I call it. Það má segja að þetta
sé að verða sígilt skemmtiverk, og þótt það hafi
verið samið 1974, hefur það sannarlega staðist
tímans tönn.“
Rut segir tilfinningu sína fyrir tónleikum
Kammersveitarinnar mjög góða. „Þetta eru
frábær verk; fjögur íslensk tónskáld, öll mjög
ólík, og hvert þeirra með sín höfundareinkenni.
Hóparnir sem flytja verkin eru líka ólíkir og við
erum til dæmis ekki vön að vera með karlakór
með okkur. Þetta verða fjölbreyttir og
skemmtilegrir tónleikar,“ segir Rut Ingólfs-
dóttir. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í
Listasafni Íslands og hefjast kl. 20.00.
Krefjandi rytmík, læðupoki og
dóni, næturljóð, sorg og gleði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Nordal tónskáld og Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri glugga í verk Jóns,
Grímu, sem verður frumflutt á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í kvöld.
Verk eftir Jón Nordal
og Hauk Tómasson
frumflutt af Kammer-
sveitinni á Listahátíð
Þriðjudagur 14. maí
12.30 Ráðhús Reykjavíkur:
Listamaðurinn á horninu. Arnar Þór
Gíslason, Barði Jóhannsson, Jó-
hann Gunnarsson og Ragnhildur
Gísladóttir flytja tilraunakennda,
frumsamda tónlist, með og án orða.
Verkið sem myndar eina heild er í 4
köflum og fjallar á einn eða annan
hátt um ábyrgð og ábyrgðaleysi
17.05 Strætóskýli
á horni Lækjargötu:
Níu virkir dagar. Bein útsending. Út-
varpsleikhúsið og Listahátíð hafa
tekist á hendur það verkefni að fella
saman myndlistargjörning og leik-
ritsflutning. Þennan dag verður flutt
verkið Aldur og ævi eftir Ragnheiði
Gestsdóttur og Ívar Valgarðsson,
leikstjóri er Harpa Arnardóttir.
20.00 Listasafn Íslands:
Kammersveit Reykjavíkur flytur verk
eftir Hauk Tómasson, Jón Leifs, Atla
Heimi Sveinsson og frumflutt verður
nýtt verk eftir Jón Nordal. Stjórnandi
Bernharður Wilkinson.
20.30 Íslenska óperan:
Cenizas de tango. 3. sýning.
Úr verkefninu Listamaðurinn á horninu.
Listahátíð í Reykjavík
11. – 31. maí
Dagskráin í dag