Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 27
ÍSLENSKI dansflokkurinn ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur með því að setja Sölku Völku
Halldórs Laxness í dansbúning.
Salka sem vildi ekki dansa í sögunni
gerir það svo um munar í uppfærslu
Auðar Bjarnadóttur.
Verkið hefst á því að mæðgurnar
Sigurlín og dóttir hennar Salka
Valka koma með bát að Óseyri við
Axlarfjörð. Mynd er varpað á tjald
uppsviðs sem sýnir bát sigla inn fjörð
í miklum sjógangi. Sjórinn í sínum
ólíku myndum fylgir verkinu allt til
loka. Mæðgurnar kynnast plássinu í
upphafi verksins. Þær rata inn á
samkomu hjá Hjálpræðishernum og
kynnast Steinþóri Steinssyni fylli-
byttu og örlagavaldi sínum. Steinþór
stígur í væng við Sigurlínu og fella
þau hugi hvort til annars. Eftir til-
raun til að nauðga Sölku Völku flyst
Steinþór burt og hverfur úr sögunni
um stund. Hann skilur eftir sig
barnshafandi móðurina en barn
þeirra deyr á unga aldri. Hatur
Sölku á Steinþóri magnast þar sem
hún kennir honum um óhamingju
móður sinnar. Salka kynnist Arnaldi
ungum hugsjónamanni og kennara
hennar í lestri. Steinþór snýr aftur í
plássið. Hann er hættur að drekka og
er nú tvíefldur í því að ná athygli
Sölku. Athygli hennar fær hann með
hring sem hann gefur henni en svo
illa vill til að móðir Sölku kemur að
þeim. Steinþór flýr í annað sinn
burtu. Móðirin sem las sinn sann-
leika út úr samskiptum barnungrar
dóttur sinnar og Steinþórs gengur í
sjóinn skömmu síðar. Sektarkenndin
nagar Sölku sem nú stendur ein.
Æskuminningar Sölku úr plássinu
eru dregnar fram í verkinu. Stúlkur
dansa og Salka stendur og horfir
löngunaraugum til þeirra og börnin í
þorpinu hrópa melludóttir á eftir
henni. Arnaldur kemur aftur til sög-
unnar veifandi rauðum fána, tákni
um baráttu verkafólksins. Salka
heillast af eldmóði hans og hugsjón-
um og þau fella hugi saman. Spákona
í himinbláum kjól, tákn fyrir drauma
Arnalds um betri heim, birtist á svið-
inu og hugsjónamaðurinn Arnaldur
hverfur á braut yfir hafið. Eftir
stendur Salka Valka ein og veifar
örmunum eins og fugl sem hefur sig
til flugs að nýju.
Höfundur er trúr atburðarásinni í
bókinni. Dansað er í gegnum aðal-
atriðin og þeim fylgt fast eftir. Salka
Valka er dönsuð af Hlín Diego
Hjálmarsdóttur. Danshæfileikar
hennar eru miklir og ljóst að hér er á
ferð orkumikill og fágaður dansari.
Hún skilaði kraftmikilli og barns-
legri Sölku. Skáldið lýsir Sölku með
ljósa lokka, breiðar, sterkar tennur,
sterka fótleggi og þreklegar mjaðm-
ir. Hún þótti stórgerður og ruddaleg-
ur kvennmaður. Hún gekk í buxum
og átti hlut í bát. Salka Hlínar Diego
er mun fíngerðari og barnslegri þó
að kraftinn eigi þær sameiginlegan.
Ofsafengin reiði Sölku við Steinþór
var ekki sýnileg í verkinu heldur
virtist Salka óttast hann. Hefði reiði
Sölku verið sýnilegri hefði það án efa
styrkt persónuna. Steinþór Steinson
er í höndum Trey Gillen. Hann er
nokkuð sannfærandi í sínu hlutverki.
Gillen er sterklegur dansari með út-
geislun á sviðinu. Skáldið segir
Steinþór hafa óskammfeilni í andliti,
blandna einhverjum þeim töfrum
sem ekki verða skilgreindir, með
kjálka sem ekki virtust líklegir til að
bila þótt þeir væru barðir með hross-
hóf. Í augum hans brann siðblinda.
Steinþór Gilliens hefði mátt vera enn
grimmari. Arnald Björnsson dansar
Guðmundur Elías Knudsen. Honum
tekst vel upp í túlkun sinni og skilar
manni sem ljómar af hugsjón mann-
kynsins. Arnaldi er í bókinni lýst sem
hálfgerðum spjátrungi, jafnvel móð-
ursjúkum vingli. Í dansverkinu fer
lítið fyrir kvennafari hans, lygum og
stöðugri þrá eftir nýbreytni.
Sigurlína móðir Sölku er í örugg-
um höndum Láru Stefánsdóttur.
Hún túlkar eymd hennar, vonbrigði,
örvæntingu og uppgjöf á sannfær-
andi hátt.
Tillfinningalega ástæðan fyrir því
að Sigurlína fyrirfer sér er ekki
nægjanlega sýnileg í verkinu. Þess
vegna verður sá hluti ekkert sérlega
átakanlegur. Húlahopphringurinn
var vel til fundin lausn á gjafahring
Steinþórs. Dansgerðin er hröð og
hreyfingarnar flæddu vel hjá döns-
urunum.
Það var ánægjulegt að sjá nýjan,
ungan dansara fá að spreyta sig með
flokknum og standa sig með prýði
eins og hinir dansararnir. Það fer
ekki mikið fyrir húmor í verkinu en
tækifærin eru fyrir hendi í sögunni.
Saga Sölku Völku er ekki einungis
raunasaga enda ófáar grátbroslegar
uppákomur í bókinni. Sjórinn skiptir
sköpum í sögunni um Sölku Völku.
Tjaldið uppsviðs skilaði nálægð hans
vel í dansverkinu með breytilegri
ásýnd hans.
Tónlistin leikur stórt hlutverk í
dansverkinu. Hún hentaði ágætlega
en var fyrirsjáanleg á köflum. Þann-
ig var nokkuð víst að þegar Steinþór
birtist í átakasenum mátti búast við
dýrslegu óhljóði. Búningarnir voru
litríkir, vel útfærðir og mikið lagt
upp úr þeim. Gular svunturnar og
kjólar Hjálpræðisherskvennanna
eru gott dæmi þar um.
Það er mikið lagt í tónlist, dans og
búninga í dansverkinu og óhætt að
segja að vel sé að verkinu staðið. Það
var fínleg Salka Valka sem steig
dans í Borgarleikhúsinu en kraftmik-
il engu að síður. Það er helst að
skýrri túlkun á persónum sé ábóta-
vant. Þær mætti dýpka. Það er ótrú-
legt hverju tíu manna danshópur
getur áorkað. Dansandi Salka Valka
er menningarviðburður sem vert er
að berja augum. Hún er rós í hnappa-
gat höfundar og Íslenska dansflokks-
ins.
Næsta sýning er 16. maí.
LISTDANS
Listahátíð Borgarleikhúsið
Íslenski dansflokkurinn. Danshöfundur:
Auður Bjarnadóttir. Tónlist: Úlfar Ingi
Haraldsson. Sviðsmynd: Sigurjón Jó-
hannsson. Lýsingarhönnun: Elfar Bjarna-
son. Hljóðmeistari: Ólafur Thoroddsen.
Búningar: Sigrún Úlfarsdóttir. Drama-
túrg: Guðrún Vilmundardóttir. Aðstoð-
armaður danshöfundar: Lauren Hauser.
Dansarar: Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Lára
Stefánsdóttir, Guðmundur Elías Knud-
sen, Trey Gillen, Hildur Óttarsdóttir, Jes-
us De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín
Ágústa Johnson, Peter Anderson, Val-
gerður Rúnarsdóttir. Laugardagur 11.
maí 2002.
SALKA VALKA Salka Valka dansar
– svo um munar
Lilja Ívarsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn
„Það er ótrúlegt hverju tíu manna danshópur getur áorkað. Dansandi Salka Valka er menningarviðburður sem
vert er að berja augum. Hún er rós í hnappagat höfundar og Íslenska dansflokksins,“ segir Lilja Ívarsdóttir
meðal annars í umsögninni. Dönsurum og öðrum aðstandendum var vel fagnað að lokinni sýningu.
Listhús Ófeigs,
Skólavörðustíg 5
Sýningu Höddu Fjólu Reykdal
lýkur miðvikudaginn 15. maí nk. Þar
gefur að líta vatnslitaverk unnin á
þessu ári en myndefnið er sótt til
náttúrunnar.
Sýningin er opin virka daga kl. 10–
18 og laugardaga kl. 11–16.
Sýning framlengd
Listasetrið Kirkjuhvoli,
Akranesi
Sýningu Erlu Sigurðardóttur er
framlengd til 20. maí. Erla sýnir
vatnslitamyndir og frummyndir úr
þremur barnabókum.
Listasetrið er opið frá kl. 15–18,
alla daga nema mánudaga.
Sýningu lýkur
HRAFNHILDUR
Hagalín Guð-
mundsdóttir ræðir
um Halldór Lax-
ness í Norræna
húsinu í dag,
þriðjudag, kl.
17.15. Fyrirlestur-
inn er sá fimmti í
röð fyrirlestra sem
Vaka-Helgafell
efnir til í tilefni af
aldarafmæli Halldórs Laxness. Fyr-
irlesturinn nefnir Hrafnhildur „Var
Laxness vont leikskáld?“
Var Laxness
vont leikskáld?
Hrafnhildur
Hagalín
Guðmundsdóttir
♦ ♦ ♦
VE RSLU NAR M IÐSTÖÐI N N I F I RÐI • HAFNAR FI RÐI • SÍM I 565 4533
SENDUM UM LAND ALLT!
„Það er ekkert til sem heitir vont veður
– einungis mismunandi góð hlífðarföt!“
Cape Crest vika
14. til 18. maí
Allur útivistarfatnaður með
40% afslætti
Cape Crest útivistarfatnaður
Frábær í golfið
– góður í flest annað!