Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 28

Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ samstilltu átaki Íslensku óperunnar, Þjóðleikhússins og Sin- fóníuhljómsveitar Ísland, bauð Listahátíðin í Reykjavík til mikillar veislu í Þjóðleikhúsinu sl. laugar- dagskvöld með uppfærslu óperunnar Hollendingsins fljúgandi eftir Rich- ard Wagner. Þarna er hugsanlega fundin leið til að standa að meiri háttar uppfærslum á stórverkum óp- eru-bókmenntanna. Sýningin var í heildina séð sérlega áhrifamikil og átti falleg sviðsmynd- in stóran þátt í að skapa stemmn- inguna í verkinu, með fallegum litum og óhlutstæðum en táknrænum formum og sérlega vel mótaðri lýs- ingu. Að þessu stóðu Heinz Hauser, er gerði leikmyndina, og lýsingin var verk Björns B. Guðmundssonar og Páls Ragnarssonar. Búningarnir, sem eru verk Þórunnar S. Þorgríms- dóttur, voru einfaldir og féllu vel að sviðsmyndinni og leikstjórinn, Saskia Kuhlmann, skapaði sterka sýningu, þó viðbrögð norsku sjó- mannanna við söng hásetanna á Hol- lendingnum, væru helst til yfirdrifin svo og átök norsku hásetanna við að koma skipi sínu í öruggt lægi, þ.e. í var og varpa akkerum. Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir öruggri stjórn Gregor Bühl, lék mjög vel en fyrir sínu liði fór Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari. Snilldarlegur hljómsveitarritháttur Wagners naut sín sérstaklega vel en hann notar hljómsveitina bæði til að túlka hamsleysi tilfinninganna og náttúruhamfarir með fullum hljómi, en styður einnig mjög fallega við söngraddirnar án þess að ofbjóða þeim í styrk og tryggir þar með, að textinn skili sér með einstaklega áhrifamiklum hætti, sem er nauð- synlegt í slíku tilfinningadrama, sem Hollendingurinn er og ekki síst þar sem persónurnar segja á stundum hug sinn í löngu máli, oft án mikilla leikrænna tilþrifa. Söngurinn er það sem ber uppi hina leikrænu framvindu og þar átti kór Íslensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes nokkur vel flutt at- riði. Karlaraddirnar sungu hlutverk norsku sjómannanna, bæði í upphafi óperunnar og „Steuermann“-kórn- um, mjög vel og sérstaklega áhrifa- mikill var söngur hásetanna á Hol- lendingnum, sem leikinn var af „bandi“. Kvennakórinn í dyngju prjónakvenna var góður og hélt óp- erukórinn, undir stjórn Garðars Cortes, vel sínu fyrra rykti sem frá- bær kór. Einsöngvararnir mynda saman meginframvindu leikverksins og þar bar til tíðenda, að ung söngkona, Magnea Tómasdóttir, söng sitt fyrsta hlutverk í óperu hér á landi, í hlutverki Sentu Dalandsdóttur. Magnea er sérlega efnileg söngkona, söng af einstöku öryggi og lagði áherslu á lýríska mótun hlutverks- ins, þó hún gæfi sér lausan tauminn, þar sem tilfinningarnar risu hæst. Samleikur hennar á móti Erik, sem sunginn var af Kolbeini J. Ketilssyni, var mjög sannfærandi og tók mið af æskuást beggja en þegar hún kemst undir töfravald Hollendingsins, breytist atferli hennar allt. Þessi tví- skipting karaktersins kom mjög vel fram í frábærum söng og leik Magn- eu í aríunni Jo ho hoe, Traft ihr das Schiff og dúettinum Wie aus der ferne, þar sem Senta svarar Hol- lendingnum, Versank ich jetzt in wunderbares Träumen. Kolbeinn J. Ketilsson söng Erik af öryggi hins reynda óperusöngvara, og var frammistaða hans glæsileg, þar sem hann reynir að sannfæra Sentu í kvennadyngjunni og syngur Bleib’, Senta! Bleb’ nur einen Au- genblick, og ekki síst í kavatínunni Willst jenes Tag’s du dich nicht mehr entsinnen, sem var einstaklega vel sungin en þessi kavatína er í raun möndulás óperunnar. Steuermann var sunginn og leik- inn af Snorra Wium og var hann mjög góður bæði í leik og söng, er hann stóð vaktina og söng Mit Ge- witter und Sturm aus fernem Meer og í Steuermann-kórkaflanum undir lok óperunnar. Mary, fóstra Sentu, var sungin af Önnu Sigríði Helga- dóttu, er söng sitt af öryggi en náði ekki að syngja sig frá kórnum, hvað snertir raddmótun og styrk. Viðar Gunnarsson fór með hlutverk Da- lands, föður Sentu, sem á að sýna tví- skiptan karakter, í föðurást sinni og annars vegar græðgi, er hann stend- ur andspænis auðæfum Hollendings- ins. Viðar söng hlutverkið mjög vel en náði þó ekki að túlka þennan sér- kennilega klofning á nægilega sann- færandi máta, mann, sem elskar dóttur sína, sem Viðar túlkaði fal- lega, en gefur hana svo frá sér fyrir gull og gimsteina, eins og kemur fram í aríunni Mögst du, mein Kind, dem fremden mann, og í tersettin- um, Verzeiht! Mein Volk hält drauss- en, en bæði þessi atriði voru samt glæsilega sungin af Viðari. Eini erlendi söngvarinn á þessari sýningu var Esa Ruuttunen, er söng Hollendinginn með glæsibrag, sér- staklega í upphafsaríuni Die Frist ist um þar sem Hollendingurinn rekur raunir sínar og í dúettinum með Sentu í Wie aus der Ferne og var stórkostlegur í lokakaflanum, þar sem hann heldur sig vera svikinn og syngur Verloren! Ach verloren!, þar sem grimmd, eigingirni og bölmóður Hollendingsins kemur ljóslega fram. Þessi grimmd og eigingirni gerir fórn Sentu stóra og örvæntingu Er- iks sára og kemur í raun í veg fyrir að allt tilstandið verði hlægilega barnalegt, eins og ævintýri geta stundum verið en eiga sér þá afsök- un að vera jú aðeins ævintýri. Inn í þetta ævintýri eru ofnar sterkar mannlegar tilfinningar, fórn- ar- og björgunarlöngun, föðurást og græðgi, eigingirni og grimmd hins fordæmda, æskuást, sem allir svíkja og andvaraleysi alþýðunnar, sem stendur skilningsvana gegn þessum tilfinningaátökum. Allar heimspeki- legar vangaveltur verða jafn barna- legar og ævintýrið sjálft en það sem skiptir máli og leikstjórinn Saskia Kuhlmann dregur fram, og undirbýr strax í „mímuleiknum“ við forleik- inn, eru þessi tilfinningaátök, og í bland við meistaralega tónlist Wagn- ers, sem í heild var mjög vel flutt, af einsöngvurunum, Esa Ruuttunen, Magneu Tómasdóttur, Kolbeini Ket- ilssyni, Viðari Gunnarssyni, Snorra Wium og Önnu S. Helgadóttur, kór og hljómsveit, undir stjórn Gregor Bühl í sérlega fallegum umbúnaði sviðsmyndar eftir Heinz Hauser, búningum Þórunnar S. Þorgríms- dóttur og ljósaleiknum hjá Birni B. Guðmundssyni og Páli Ragnarssyni, varð sýningin á Hollendingnum fljúgandi falleg og heilsteypt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstandendum uppfærslunnar á Hollendingnum fljúgandi var vel fagnað að sýningu lokinni á laugardag. Falleg og heilsteypt sýning á stórverki TÓNLIST Þjóðleikhúsið Eftir Richard Wagner. Laugardagurinn 11. maí, 2002. HOLLENDINGURINN FLJÚGANDI Jón Ásgeirsson    2  3! !4(  45  !        46 !  & !  7!48& !      !"#  $%$& '% ("  (44.&   ) %49  : ! & 4 . ,(  '" #"**4 ; !  !<( (=! & & 4 . ,(  +  % 49  : ! & 4 . ,(   , -(,% %,%"...4> (&?@  &>& )A4 . ,(  $ $/,%") %49 ! !  48& !  0%(, %4B & & 4/& ! 0 % (%1 1 "49 ! !  48& !  (2%$*3 4!!!; & 4/& ! !  .! &.. C$%&'()*++,%+-&         ) %49  : ! & 4 . ,(  +  % 49  : ! & 4 . ,(  4 ' 5$49  : ! & 4 . ,(  6$  48 ! / !.& 4 . ,(  , " 46 !%  ! & 48& !  1&'"/""'4(   D 4 . ,(  7,%") %$ &",14E & ( .48& !  %"%4E223&.! 4/;   %$ ""%$4E223&.! 4/;  (&$ 4(   D 4 . ,(  $%&' ()*++ " ' .(/'%0' "#/         , -(,% %,%"4> (&?@  &>& )A4 . ,(  $ $/,%") %49 ! !  48& !  0 % (%1 1 "49 ! !  48& !  0 %#$$% !'(/%0 4! 2 & 4 . ,(  "  !1"  %49 @  & 4 . ,(  0 %#$$% !(1 $ (&  (4! 2 & 4 . ,(  1 /%$1 ""% 49 ! !  48& !  4""60$%448& !  "  !%" , "8"")%49 @  & 4 . ,(  4 $60$%448& !  "  !"   " %49 @  & 4 . ,(  %&''1&2'0( '+"#/         46 !  & !  7!48& !      !"#  $%$& '% ("  (44.&   '" #"**4 ; !  !<( (=! & & 4 . ,(  0%(, %4B & & 4/& ! (2%$*3 4!!!; & 4/& ! $,   ,% -- '...49# !< >!! &(88  4 . ,(  9%$,,": ..4F= 8E & &F( ! & 48& !  ;! 4E .  & !  7!48& !  & %  %4F6!6!& 4. $ %(-% 4 ! 8 48& !  " 3 4  56     . /=  !  &   ) .  '++'G ! H!8& ) /=   . ) .    &/= ) . ,&!   ..!  I* )*.  ! .7!.& I  )!!< =. )*. )   !   F ! , . )J   .<J   . .  E  3  & <K ! F ! , . <4(  * !<9.H F ! ,H & <# &!<9.H $%&'()*++%78!       &(  % 1  44.&   1 ( 4 (   48& !  1'4 !  ! 4 . ,(  <$%$ % $% (4(   D 4 . ,(  =  > 1 ( .,4!; 9  !  !  !4(   $ ,  43  # & 48& !    (, %46 !!; &  !48& !  4%("% !1?@ '  4L ( .6 &   !4(   = &( 4(  F= & 4(   9 -%4E 48& !    !  * . )8& !  < . . )8& !  <  ! . )8& !  <(! . )8& !  <  . )8& !  <8; . )8& !  <(  )& .     <(! ) H & <J!  ! F ! ,H & <9 F ! <J!  ! F ! ,H & <(  ! Í ANDDYRI sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi stendur ný yfir sýning á 22 olíumál- verkum Bjarna Þórs Bjarnasonar myndlistarmanns. Sýningin er liður í hátíðarhaldi í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar og er þriðja sýningin sem sett er upp á þessu ári af því tilefni. Bjarni Þór er Akurnesingur, f. 1948, og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann og Mynd- listaskóla Reykjavíkur á árunum 1974–1980. Hann starfar nú sem myndlistarmaður á Akranesi auk þess sem hann er mynd- og hand- menntakennari við Brekkubæjar- skóla. Bjarni Þór hefur haldið fjór- tán einkasýningar. Sýningunni lýkur á miðvikudag. Myndlist á sjúkrahúsi TENÓRINN heimsþekkti Luciano Pavarotti olli gestum Metropolitan óperunnar í New York miklum von- brigðum á laugardag, er hann til- kynnti forföll innan við klukkutíma áður en hann átti að stíga á svið. Pavarotti, sem átti að syngja hlut- verk Mario Cavaradossi í Tosca á lokasýningu óperunnar, hafði áður tilkynnt veikindi á miðvikudag, þá einum og hálfum tíma fyrir sýningu. Sýningin á laugardag hefði verið 375. skiptið sem Pavarotti kæmi fram í Metropolitan óperuhúsinu. Salurinn var þéttsetinn og höfðu sumir sýningargesta greitt yfir 1.500 dollara fyrir miðann, eða tæp- ar 150.000 krónur. Um 3.000 áhorf- endur höfðu einnig komið sér fyrir fyrir utan óperuhúsið, tilbúnir að fylgjast með sýningunni á risaskjám. Í Pavarottis stað steig hins vegar Joseph Volpe, framkvæmdastjóri óperuhússins á svið og tilkynnti veikindi söngvarans. Sagði hann að Pavarotti hefði sagst nógu hress til að syngja um fimmleytið en hann hefði síðan skipt um skoðun rétt upp úr sjö og tilkynnt forföll. Að sögn Volpe bað hann þá söngvarann að stíga á svið og biðja óperugesti af- sökunar á fjarveru sinni. Pavarotti hefði hins vegar sagt, „Það get ég ekki gert.“ Kveðst Volpe þá hafa sagt við hann, „Þetta er óskemmti- leg aðferð við að ljúka glæsilegum ferli.“ Miklar umræður um framtíð söngvarans, sem orðinn er 66 ára gamall, hafa vaknað í kjölfar for- falla hans. Ljóst þykir að Metropolit- an óperan muni ekki ráða hann til sín framar og talið er líklegt að vin- sældir hans hjá stóru óperuhúsunum fari minnkandi. Ferli Pavarottis að ljúka?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.