Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 29
Les allar tegundir greiðslukorta
sem notuð eru á Íslandi.
Er með lesara fyrir snjallkort
og segulrandarkort.
Hraðvirkur hljóðlátur prentari.
Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT
Helgarleiga / Langtímaleiga
SIGURÐUR Guðmundsson lista-
maður og Guðrún Jónsdóttir, for-
maður menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar, afhjúpa úti-
listaverkið Fjöruverk eftir Sigurð.
Verkið er við Sæbraut skammt
fyrir neðan gatnamót Sæbrautar
og Snorrabrautar og var pantað
af menningarmálanefnd Reykja-
víkur. Verkið bar sigur úr býtum í
samkeppni sem fram fór í tilefni
aldamótanna.
Afhjúpunin var á dagskrá
Listahátíðar.
Fjöruverk lítur dags-
ins ljós við Sæbraut
Morgunblaðið/Kristinn
Listasafn Íslands Leiðsögn um
sýninguna Rússnesk list, Hin nýja
sýn, verður kl. 12.10-12.40. Það er
Harpa Björnsdóttir sem leiðir hóp-
inn.
Artstudio Gallery, Vesturgötu 12
Henný Júlía Herbertsdóttir opnar
málverkasýningu kl 17. Sýninguna
nefnir hún Tilefni og er hún haldin í
tilefni af 50 ára afmæli listamanns-
ins, sem er í dag. Á sýningunni eru
23 olíumálverk, „abstrakt“ og upp-
stillingar, sem unnin eru á árunum
2000-2002.
Henný Júlía hefur stundað olíu- og
vatnslitamálun frá árinu 1983. Hún
nam m.a. í Myndlistaskóla Reykja-
víkur, Myndlistaskóla Kópavogs og
hjá Rúnu Gísladóttur myndlista-
manni. Þetta er fyrsta málverkasýn-
inghennar. Sýningunni lýkur 28. maí
nk.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ÁRLEGUR vorfundur
Félags háskólakvenna
verður haldinn í Þing-
holti Hótel Holts á
fimmtudagskvöld kl.
19.30. Þar segir Hólm-
fríður Garðarsdóttir
doktor í argentínskum
bókmenntum frá kynn-
um sínum af Argentínu
og fjallar sérstaklega
um bókmenntir landsins
og Rómönsku Ameríku.
Hólmfríður sagði í
stuttu spjalli við Morg-
unblaðið að hún ætlaði
að ræða bókmenntir
Rómönsku Ameríku,
útfrá þeim bókmenntum
eftir s-amerískar konur sem fólk
þekkir hvað best á Íslandi, s.s. Isa-
belle Allende og Láru Ezquivel frá
Mexíkó, höfund Kryddleginna
hjartna. „Ég ætla að tengja þetta því
hvernig konur eru í óða önn að reyna
að skrifa sig inn í bókmenntasögu álf-
unnar, útfrá þeim stéttskiptu og
margmenningarlegu samfélögum
sem þar þrífast og þar sem ekki er
hægt að styðjast við neina eina
ákveðna ímynd.“
Aðspurð hvort konur úr hópi rit-
höfunda hafi átt sérstaklega á bratt-
ann að sækja í S-Ameríku segir
Hólmfríður svo vera en hafa þurfi í
huga hina gríðarlegu stéttskiptingu
og einnig hversu ólík samfélögin eru í
þessum heimshluta. Baráttumálin er
alls ekki þau sömu eftir því hvaðan
konurnar eru og hvar þær eru.
Viðfangsefni þeirra
snúast um sjálfsmynd
þar sem spurt er: hvar
og hver er ég í samfélag-
inu og hvernig get ég
verið þar á mínum for-
sendum?
Við getum tekið til
samanburðar að sú
ímynd sem íslenskar
konur hafa fengið á sig í
gegnum bókmenntaper-
sónu eins og Sölku
Völku er allt önnur en
þær kvenímyndir sem
birtast í íslenskum bók-
menntum eftir 1980 þeg-
ar konur fara sjálfar að
segja sínar sögur.“
Hólmfríður lauk doktorsprófi í
fyrra frá háskólanum í Austin í Texas
þar sem viðfangsefni hennar var bók-
menntir argentínskra kvenna á 9.
áratug 20. aldar. Hún starfar nú sem
aðjúnkt við Heimspekideild Háskóla
Íslands.
„Konurnar voru búnar að spá efna-
hagshruninu sem varð í Argentínu í
vetur. Það má finna mjög greinilegar
aðvaranir og fyrirvara um þetta í
bókum þeirra frá 9. ártugnum. Bók-
menntirnar eru spegill samtímans í
hverju samfélagi. Þetta er spurning
um hvenær horft er í spegilinn.“
Að venju verður argentínskur mat-
ur og argentínsk vín borin fram af
þessu tilefni og þurfa áhugasamir að
panta borð hjá formanni Félags há-
skólakvenna, Geirlaugu Þorvalds-
dóttur.
Bókmenntir og
menning Argentínu
Vorfundur Félags háskólakvenna
Hólmfríður
Garðarsdóttir
LANDSBANKAKÓRINN heldur
vortónleika sína í Seltjarnarnes-
kirkju næstkomandi miðvikudag, 15.
maí. Stjórnandi kórsins er Björn
Thorarensen.
Landsbankakórinn hefur starfað
frá árinu 1989. Kórinn hefur haldið
árlega tónleika í Reykjavík, bæði
jólatónleika og vortónleika. Jafn-
framt hefur kórinn haldið tónleika
víðsvegar um landið, en sú stefna var
tekin í upphafi að heimsækja sem
flest samstarfsfólk í útibúum bank-
ans og halda tónleika.
Í fréttatilkynningu frá kórnum
segir að efnistök hans hafi verið
mjög fjölbreytt á þeim tæplega
þrettán árum sem kórinn hefur
starfað, allt frá hákirkjulegri tónlist
til dægurtónlistar. Sumarið 1997 tók
kórinn þátt í norrænu kóramóti sem
haldið var í Uddevalla í Svíþjóð,
ásamt sjö öðrum kórum frá Íslandi. Í
sömu ferð söng kórinn í Jónshúsi í
Kaupmannahöfn fyrir Íslendinga-
félagið. Landsbankakórinn hefur
einnig ráðist í viðamikinn flutning á
stærri verkum á starfstíma sínum,
m.a. argentínsku messuna Misa
Kriola eftir Ariel Ramirez ásamt sex
manna hljómsveit og tveimur ein-
söngvurum, og verk eftir Johann
Sebastian Bach sem flutt voru á að-
ventutónleikum.
Núverandi formaður kórsins er
Hulda Guðrún Þórólfsdóttir. Tón-
leikarnir í Seltjarnarneskirkju hefj-
ast kl. 20:30.
Landsbankakórinn
heldur vortónleika
ÖRLEIKRIT dagsins
á Listahátíð nefnist
Aldur og ævi og er
eftir Ragnheiði
Gestsdóttur rithöf-
und og Guðlaug Val-
garðsson myndlistar-
mann. Það verður
sent út í beinni út-
sendingu á Rás 1 kl.
17.05 í dag frá stræ-
tóbiðskýlinu í Lækj-
argötu sem stendur
framan við upplýs-
ingaturninn.
Ragnheiður segir
að verkið sé á yfir-
borðinu ósköp einfalt
tveggja manna tal.
„Strákur og stelpa hittast þar
og taka tal saman. Þau þekkjast
ekkert og það er áhorfendanna
að ráða í hversu mik-
ið þeir vilja taka trú-
anlegt af því sem
kemur þarna fram.
Strákurinn er svolít-
ið að reyna við stelp-
una en hún segir
honum að hún sé
ekki öll þar sem hún
sýnist og hann sveifl-
ast á milli þess að
trúa henni og halda
hana ljúga. Þetta
fjallar í rauninni um
æskuna og fegurðina
og hvað það kosti að
halda þeim við til ei-
lífðar.“
Leikendur eru
Kolbrún Anna Björnsdóttir og
Ólafur Darri Ólafsson og leik-
stjóri er Harpa Arnardóttir.
Örleikrit á Rás 1 á Listahátíð
Æskan og fegurðin
Ragnheiður
Gestsdóttir
LEIKFÉLAG Reykjavíkur (LR) og
Bandalag íslenskra listamanna
(BÍL) boða til fundar með frambjóð-
endum til borgarstjórnar á Stóra
sviði Borgarleikhússins í dag, þriðju-
dag, kl. 17. Fundurinn er um stefnu-
mörkun Reykjavíkur í menningu og
listum. Fundarstjóri er Tinna Gunn-
laugsdóttir, forseti BÍL.
Signý Pálsdóttir, menningarmála-
stjóri Reykjavíkurborgar, heldur
framsögu um hlutdeild Reykjavíkur
í menningarframleiðslu og miðlun.
Fulltrúi R-lista verður Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins oddviti
listans, Björn Bjarnason. Fulltrúi F-
lista verður Ólafur F. Magnússon, en
fulltrúar Æ, A og H-lista verða
kynntir síðar.
Að loknum framsögun verða um-
ræður og fyrirspurnir úr sal.
Stefnumörkun
í menningu
SUMARÓPERA Reykjavíkur held-
ur áheyrnarpróf í Iðnó á fimmtudag
fyrir hljóðfæraleikara og söngvara.
Sumaróperan mun standa fyrir upp-
setningu á óperunni Dido og Eneas
auk fernra tónleika. Hún óskar eftir
lengra komnum hljóðfæra- og söng-
nemum til að starfa að verkefninu frá
24. júní til 19. ágúst. Verkefnið telst
full vinna og er greitt eftir því. Einnig
óskar sumaróperan eftir því að fá at-
vinnusöngkonur, bæði sópransöng-
konur og mezzósópransöngkonur í
áheyrnarpróf til að freista þess að
hljóta aðalhlutverk í Dido og Eneas.
Stjórnendur Sumaróperunnar eru
Hrólfur Sæmundsson söngvari,
Magnús Geir Þórðarson leikstjóri,
Snorri Freyr Hilmarsson leikmynda-
hönnuður og Edward Jones hljóm-
sveitarstjóri.
Áheyrnar-
próf í Iðnó
♦ ♦ ♦
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111