Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 29 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT Helgarleiga / Langtímaleiga SIGURÐUR Guðmundsson lista- maður og Guðrún Jónsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, afhjúpa úti- listaverkið Fjöruverk eftir Sigurð. Verkið er við Sæbraut skammt fyrir neðan gatnamót Sæbrautar og Snorrabrautar og var pantað af menningarmálanefnd Reykja- víkur. Verkið bar sigur úr býtum í samkeppni sem fram fór í tilefni aldamótanna. Afhjúpunin var á dagskrá Listahátíðar. Fjöruverk lítur dags- ins ljós við Sæbraut Morgunblaðið/Kristinn Listasafn Íslands Leiðsögn um sýninguna Rússnesk list, Hin nýja sýn, verður kl. 12.10-12.40. Það er Harpa Björnsdóttir sem leiðir hóp- inn. Artstudio Gallery, Vesturgötu 12 Henný Júlía Herbertsdóttir opnar málverkasýningu kl 17. Sýninguna nefnir hún Tilefni og er hún haldin í tilefni af 50 ára afmæli listamanns- ins, sem er í dag. Á sýningunni eru 23 olíumálverk, „abstrakt“ og upp- stillingar, sem unnin eru á árunum 2000-2002. Henný Júlía hefur stundað olíu- og vatnslitamálun frá árinu 1983. Hún nam m.a. í Myndlistaskóla Reykja- víkur, Myndlistaskóla Kópavogs og hjá Rúnu Gísladóttur myndlista- manni. Þetta er fyrsta málverkasýn- inghennar. Sýningunni lýkur 28. maí nk. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÁRLEGUR vorfundur Félags háskólakvenna verður haldinn í Þing- holti Hótel Holts á fimmtudagskvöld kl. 19.30. Þar segir Hólm- fríður Garðarsdóttir doktor í argentínskum bókmenntum frá kynn- um sínum af Argentínu og fjallar sérstaklega um bókmenntir landsins og Rómönsku Ameríku. Hólmfríður sagði í stuttu spjalli við Morg- unblaðið að hún ætlaði að ræða bókmenntir Rómönsku Ameríku, útfrá þeim bókmenntum eftir s-amerískar konur sem fólk þekkir hvað best á Íslandi, s.s. Isa- belle Allende og Láru Ezquivel frá Mexíkó, höfund Kryddleginna hjartna. „Ég ætla að tengja þetta því hvernig konur eru í óða önn að reyna að skrifa sig inn í bókmenntasögu álf- unnar, útfrá þeim stéttskiptu og margmenningarlegu samfélögum sem þar þrífast og þar sem ekki er hægt að styðjast við neina eina ákveðna ímynd.“ Aðspurð hvort konur úr hópi rit- höfunda hafi átt sérstaklega á bratt- ann að sækja í S-Ameríku segir Hólmfríður svo vera en hafa þurfi í huga hina gríðarlegu stéttskiptingu og einnig hversu ólík samfélögin eru í þessum heimshluta. Baráttumálin er alls ekki þau sömu eftir því hvaðan konurnar eru og hvar þær eru. Viðfangsefni þeirra snúast um sjálfsmynd þar sem spurt er: hvar og hver er ég í samfélag- inu og hvernig get ég verið þar á mínum for- sendum? Við getum tekið til samanburðar að sú ímynd sem íslenskar konur hafa fengið á sig í gegnum bókmenntaper- sónu eins og Sölku Völku er allt önnur en þær kvenímyndir sem birtast í íslenskum bók- menntum eftir 1980 þeg- ar konur fara sjálfar að segja sínar sögur.“ Hólmfríður lauk doktorsprófi í fyrra frá háskólanum í Austin í Texas þar sem viðfangsefni hennar var bók- menntir argentínskra kvenna á 9. áratug 20. aldar. Hún starfar nú sem aðjúnkt við Heimspekideild Háskóla Íslands. „Konurnar voru búnar að spá efna- hagshruninu sem varð í Argentínu í vetur. Það má finna mjög greinilegar aðvaranir og fyrirvara um þetta í bókum þeirra frá 9. ártugnum. Bók- menntirnar eru spegill samtímans í hverju samfélagi. Þetta er spurning um hvenær horft er í spegilinn.“ Að venju verður argentínskur mat- ur og argentínsk vín borin fram af þessu tilefni og þurfa áhugasamir að panta borð hjá formanni Félags há- skólakvenna, Geirlaugu Þorvalds- dóttur. Bókmenntir og menning Argentínu Vorfundur Félags háskólakvenna Hólmfríður Garðarsdóttir LANDSBANKAKÓRINN heldur vortónleika sína í Seltjarnarnes- kirkju næstkomandi miðvikudag, 15. maí. Stjórnandi kórsins er Björn Thorarensen. Landsbankakórinn hefur starfað frá árinu 1989. Kórinn hefur haldið árlega tónleika í Reykjavík, bæði jólatónleika og vortónleika. Jafn- framt hefur kórinn haldið tónleika víðsvegar um landið, en sú stefna var tekin í upphafi að heimsækja sem flest samstarfsfólk í útibúum bank- ans og halda tónleika. Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að efnistök hans hafi verið mjög fjölbreytt á þeim tæplega þrettán árum sem kórinn hefur starfað, allt frá hákirkjulegri tónlist til dægurtónlistar. Sumarið 1997 tók kórinn þátt í norrænu kóramóti sem haldið var í Uddevalla í Svíþjóð, ásamt sjö öðrum kórum frá Íslandi. Í sömu ferð söng kórinn í Jónshúsi í Kaupmannahöfn fyrir Íslendinga- félagið. Landsbankakórinn hefur einnig ráðist í viðamikinn flutning á stærri verkum á starfstíma sínum, m.a. argentínsku messuna Misa Kriola eftir Ariel Ramirez ásamt sex manna hljómsveit og tveimur ein- söngvurum, og verk eftir Johann Sebastian Bach sem flutt voru á að- ventutónleikum. Núverandi formaður kórsins er Hulda Guðrún Þórólfsdóttir. Tón- leikarnir í Seltjarnarneskirkju hefj- ast kl. 20:30. Landsbankakórinn heldur vortónleika ÖRLEIKRIT dagsins á Listahátíð nefnist Aldur og ævi og er eftir Ragnheiði Gestsdóttur rithöf- und og Guðlaug Val- garðsson myndlistar- mann. Það verður sent út í beinni út- sendingu á Rás 1 kl. 17.05 í dag frá stræ- tóbiðskýlinu í Lækj- argötu sem stendur framan við upplýs- ingaturninn. Ragnheiður segir að verkið sé á yfir- borðinu ósköp einfalt tveggja manna tal. „Strákur og stelpa hittast þar og taka tal saman. Þau þekkjast ekkert og það er áhorfendanna að ráða í hversu mik- ið þeir vilja taka trú- anlegt af því sem kemur þarna fram. Strákurinn er svolít- ið að reyna við stelp- una en hún segir honum að hún sé ekki öll þar sem hún sýnist og hann sveifl- ast á milli þess að trúa henni og halda hana ljúga. Þetta fjallar í rauninni um æskuna og fegurðina og hvað það kosti að halda þeim við til ei- lífðar.“ Leikendur eru Kolbrún Anna Björnsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson og leik- stjóri er Harpa Arnardóttir. Örleikrit á Rás 1 á Listahátíð Æskan og fegurðin Ragnheiður Gestsdóttir LEIKFÉLAG Reykjavíkur (LR) og Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) boða til fundar með frambjóð- endum til borgarstjórnar á Stóra sviði Borgarleikhússins í dag, þriðju- dag, kl. 17. Fundurinn er um stefnu- mörkun Reykjavíkur í menningu og listum. Fundarstjóri er Tinna Gunn- laugsdóttir, forseti BÍL. Signý Pálsdóttir, menningarmála- stjóri Reykjavíkurborgar, heldur framsögu um hlutdeild Reykjavíkur í menningarframleiðslu og miðlun. Fulltrúi R-lista verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins oddviti listans, Björn Bjarnason. Fulltrúi F- lista verður Ólafur F. Magnússon, en fulltrúar Æ, A og H-lista verða kynntir síðar. Að loknum framsögun verða um- ræður og fyrirspurnir úr sal. Stefnumörkun í menningu SUMARÓPERA Reykjavíkur held- ur áheyrnarpróf í Iðnó á fimmtudag fyrir hljóðfæraleikara og söngvara. Sumaróperan mun standa fyrir upp- setningu á óperunni Dido og Eneas auk fernra tónleika. Hún óskar eftir lengra komnum hljóðfæra- og söng- nemum til að starfa að verkefninu frá 24. júní til 19. ágúst. Verkefnið telst full vinna og er greitt eftir því. Einnig óskar sumaróperan eftir því að fá at- vinnusöngkonur, bæði sópransöng- konur og mezzósópransöngkonur í áheyrnarpróf til að freista þess að hljóta aðalhlutverk í Dido og Eneas. Stjórnendur Sumaróperunnar eru Hrólfur Sæmundsson söngvari, Magnús Geir Þórðarson leikstjóri, Snorri Freyr Hilmarsson leikmynda- hönnuður og Edward Jones hljóm- sveitarstjóri. Áheyrnar- próf í Iðnó ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.