Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 31
Leiðsöguskóli Íslands
Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 594 4025.
Netfang: lsk@ismennt.is. Heimasíða: http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm
Valið er þitt…
en skemmtilegt nám í leiðsögu erlendra
ferðamanna stendur þér til boða!
N
ý
ná
m
sk
rá
, b
re
yt
ti
r
ke
nn
sl
uh
æ
tt
ir
Nám og kennsla
Leiðsögunámið hefst í byrjun september og spannar tvær annir, kjarna og kjörsvið.
Kennsla fer fram mánudaga og þriðjudaga frá 17.30-21.55, miðvikudaga frá 17.30-
20.25. Vettvangs- og æfingaferðir eru á laugardögum og náminu lýkur með 6 daga
hringferð um Ísland. Fjarnám í boði í stökum námskeiðum ef næg þátttaka fæst.
Námskeið í boði fyrir starfandi leiðsögumenn og starfsfólk í ferðaþjónustu.
Innritun og inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, 21 árs aldur og gott vald á einu erlendu
tungumáli. Inntökupróf á kjörmáli fara fram strax að lokinni innritun.
Umsóknir
Umsóknarfrestur er til 24. maí 2002. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást
á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm Afrit af
prófskírteini og mynd fylgi umsókn.
STJÓRNMÁL snú-
ast að mínu mati fyrst
og fremst um fólk, líð-
an þess og lífsafkomu
og þau sjálfsögðu
mannréttindi að hafa í
sig og á, hvort sem
maður hefur dregið
stutta stráið eða ekki.
Þannig munu borgar-
stjórnarkosningarnar
25. maí snúast um
fólkið í borginni og þá
sem kjósa að búa hér í
framtíðinni. Borg-
arbúar standa frammi
fyrir því að velja þá
fulltrúa sem þeir telja
best í stakk búna til að
tryggja að framtíð borgarinnar sé í
ábyrgum höndum.
Óábyrg fjármála-
stefna D-listans
Það er ekki nauðsynlegt að vera
hagfræðingur til að gera sér ljóst
að það er óábyrg fjármálastjórn að
ætla að draga úr tekjum og auka
útgjöld á sama tíma eins og kosn-
ingafyrirheit sjálfstæðismanna fela
í sér. Dæmið gengur einfaldlega
ekki upp. Við þurfum aðeins að líta
í venjulegt heimilisbókhald til að
sjá að skertar tekjur þýða minna
svigrúm fyrir útgjöld og fjárfest-
ingar. Því er nákvæmlega eins farið
með fjármál borgarinnar. Kosn-
ingaloforð sjálfstæðismanna eru
því á sandi byggð og standast ekki
dagsljósið. Einhvers staðar rakst
ég á að ætlun sjálfstæðismanna
væri að fjármagna mismuninn með
„fjölgun fólks og fyrirtækja“. Ég
kannast ekki við að stjórnmála-
flokkur geti fjölgað fólki si svona
nema grípa til afar óhefðbundinna
aðferða. Þarna held ég að getan sé
að einhverju leyti ofmetin, nema
sjálfstæðismenn hafi í huga að ger-
ast afar fjöllyndir og fjölga fólki í
eigin persónu!
Ótrúverðug slagorð
Sífelldur söngur sjálfstæðis-
manna; „ó borg mín sorg“, kemur
mér fyrir sjónir sem hálmstrá sem
þeir grípa til vegna
skorts á verðugum
umkvörtunum og það
er með eindæmum
hvað þeir tala illa um
sína eigin borg, sem
svo margir eru ánægð-
ir með og stoltir af.
Borgarbúar verð-
skulda að þeir sem
veljast til forystu komi
fram við þá af virðingu
og jafnframt að þeir
ráðstafi skattfé fólks-
ins á ábyrgan hátt.
Þetta hefur R-listinn
gert á undanförnum
árum. Í yfirstandandi
kosningabaráttu hefur
R-listinn staðið af sér óvægnar
árásir í formi hálfkveðinna vísna
frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
Mér hefur alltaf þótt það fráhrind-
andi og miður traustvekjandi þegar
stjórnmálamenn reyna að upphefja
sjálfa sig á kostnað andstæðinga
sinna, með ótrúverðugum slagorð-
um, eins og sjálfstæðismenn hafa
gert í tilraun sinni til að ómerkja
starfshætti Reykjavíkurlistans
undanfarið. Reykjavíkurlistinn hef-
ur gert það að metnaðarmáli sínu
að reynast borgarbúum vel. Hann
mun nú sem fyrr leitast við að
bergmála það bakland sem að baki
honum býr, verði honum falið
áframhaldandi umboð í komandi
kosningum.
Að lofa út
í bláinn
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
Höfundur er píanóleikari og skipar
13. sæti R-listans í Reykjavík.
Reykjavík
Reykjavíkurlistinn hef-
ur gert það að metn-
aðarmáli sínu, segir
Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir, að reynast
borgarbúum vel.
FORVARNIR gegn
vímuefnum hafa verið
mikið í umræðunni
undarfarið. Þessi um-
ræða hefur skapast
vegna síaukins þjóð-
félagslegs vanda í
kjölfar vímuefna-
neyslu hér á landi.
Stjórnvöld settu sér
markmið í fíkniefna-,
áfengis- og tóbaks-
vörnum í desember
1996.
Þar er á skýran
hátt tekin ákvörðun
um að leggja áherslu
á ýmsa þætti forvarna
og einnig að styðja og
auka meðferðarúrræði.
Þessu var fagnað og ýmis góð
forvarnarverkefni voru sett á lagg-
irnar. Það einkennilega gerðist þó
að á sama tíma og leggja átti meiri
áherslu á forvarnarstarf tóku að
fljóta inn í þjóðfélagið skilaboð í
sérkennilegri andstöðu.
Áfengisauglýsingar
Áfengisauglýsingar hafa undan-
farin ár verið að ryðja sér til rúms
á Íslandi þó svo að slíkt sé bannað
með lögum hér á landi. Hvernig
stendur á því að stjórnvöld fylgja
ekki eftir að lögum sé framfylgt?
Margar erlendar vísindarann-
sóknir hafa sýnt fram á að áfeng-
isauglýsingar hafa mest áhrif á
unglinga og ungt fólk. Það er sá
aldur sem fólk er að móta sér
skoðanir og finna sér lífsfarveg.
Við foreldrar getum öll verið
sammála um að vilja ekki að líf
barna okkar sé í skugga áfengis-
og/eða vímuefnavanda. Því verður
að stöðva þessi lögbrot og gera
ráðstafanir til að börnin okkar og
unglingar þurfi ekki að horfa á
auglýsingar þar sem áfengi er haf-
ið til skýjanna og otað að þeim.
Svo langt hefur þetta gengið að
innflutningsaðilar áfengis fá nú
auglýsingarými á íþróttaleikvöng-
um. Viljum við að bjórauglýsingar
blasi við út um allt þegar við för-
um með börnin okkar á íþrótta-
leiki? Hvar er gamla hugsjónin um
að íþróttastarf og áfengi fari ekki
saman og að íþróttir hvetji til heil-
brigðs lífernis? Eru áfengisauglýs-
ingar liður í því
hvatningarstarfi?
Ísmeygilegar útskýr-
ingar á því að verið sé
að auglýsa léttöl duga
skammt og er sú full-
yrðing að hlúa þurfi
að íslenskum áfengis-
iðnaði til jafns við er-
lendan beinlínis
hlægileg.
Fleiri auglýsinga-
máta má nefna eins
og þegar þáttastjórn-
endur í vinsælum
sjónvarpsþáttum
drekka áfengi meðan
á þættinum stendur,
bjór er veittur áhorf-
endum í sjónvarpssal, veitinga-
staðir eru með skilti framan við
staðinn sem auglýsa ákveðnar
áfengistegundir og svo mætti lengi
telja.
Fordæmi erlendis
Nú eiga margir eftir að segja:
„Hvaða máli skiptir þetta?“
„Sjáum við þetta ekki alls staðar
erlendis?“ Rétt er það. Slíkt sjáum
við víða erlendis og við sjáum líka
afleiðingarnar. Við sjáum að þar
sem auglýsingar eru leyfðar, höft
hafa verið minnkuð og aðgengi
aukið, þar er vandinn mestur,
flestir neytendur og hörðustu efn-
in. Benda má á fjölda fræðigreina í
erlendum lækna- og heilbrigðisrit-
um þessu til stuðnings, svo sem
tímaritin Addiction, Pediatrics og
Journal of Public Health Policy.
Jafnframt er vert að nefna að
gerðar hafa verið stórar kannanir
á viðhorfi almennings til áfeng-
isauglýsinga t.d. í Hollandi og
Bandaríkjunum. Niðurstöður þess-
ara kannana hafa sýnt að meira en
60% aðspurðra hafa viljað banna
áfengisauglýsingar í því skyni að
efla forvarnir.
Spyrjum okkur sjálf: „Erum við
að berjast gegn notkun eiturlyfja
og annarra vímugjafa sem alltaf
eru undanfari þeirra eða viljum við
auka veg þeirra?“
Refsingar
Að lokum verður ekki hjá því
komist að nefna það sem mikið
hefur verið í umræðunni í vetur.
Annars vegar velta menn fyrir
sér hvort lækka eigi refsingar við
vægari eiturlyfjabrotum. Ég vil
byrja á að svara því til að það eru
ekki til „væg“ eiturlyfjabrot. Þessi
brot eru öll stórglæpur og sú
óhamingja mikil sem fylgir þeim.
Lönd víðs vegar um heim hafa
reynt þessa leið með slæmum ár-
angri. Við skulum ekki fara að apa
upp það sem gefist hefur illa er-
lendis.
Hins vegar hefur verið nefnt að
leyfa eiturlyf. Þessu er fljótsvarað.
Vill fólk gefast upp og hleypa
óhindrað inn þessu eyðileggingar-
valdi? Að baki eiturlyfjasölu búa
engin falleg markmið eða gildi.
Hún snýst einungis um að græða
peninga og sölumenn láta sig engu
skipta hvaða óhamingja fylgir
söluvarningnum. Þessi leið hefur
þar að auki reynst illa þar sem
hún hefur verið lögleidd og er
nærtækast að virða fyrir sér þann
vanda sem Hollendingar og aðrir
sem gert hafa slíkar tilslakanir
standa frammi fyrir í dag.
Ég hvet því stjórnvöld til að
veita forvarnarmálum meiri at-
hygli og brautargengi og hafa eft-
irfarandi atriði hugföst:
– Gera þarf átak í að lögum um
bann við áfengisauglýsingum sé
fylgt eftir
– Leitið álits sérfróðra þegar
verið er að kanna nýjar leiðir gegn
vímuefnavandanum
– Tökum ekki upp leiðir sem
reyndar hafa verið erlendis og
hafa aukið vímuefnavandann.
Ringulreið í
forvarnarmálum
Ragný Þóra
Guðjohnsen
Vímuefni
Ég hvet því stjórnvöld,
segir Ragný Þóra Guð-
johnsen, til að veita for-
varnarmálum meiri at-
hygli og brautargengi.
Höfundur er lögfræðingur.