Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 12
12 VISIR Þriöjudagur 15. júli 1980 it—' 'úf.ut .... „Ástandið er i einu orði sagt geigvænlegt sama hvert litið er og neyðin svo stórkostleg að menn trúa því ekki"/ sagði Pétur Sigurðsson forstöðumaður Hrafnistu þegar hann var spurður um vistunarmál aldraðra. Málefni aldraðra hafa löngum verið talin afskipt í Bþví veiferðarþjóöfélagi/ sem við teljum okkur búa f. Þeim fjölmörgu sem að þessum málum vinna þar á meðal Pétri Sigurðssyni/ sem vitnað var til hér að framan, ber saman um að um þessar mundir sé á- standið með alversta móti. Elliheimili og ýmsar aðrar stofnanir sem annast þjónustu við aldraða eru hætt að skrá svokallaða biðlista eftir vistrými og enginn veg- ur er að handa reiður á öllum þeim fjölda gamal- menna/ sem vistunar bíða. Það kemur fram í viðtölunum hér á eftir/ að í þess- um efnum hefði ýmislegt betur mátt fara undanfarin ár. Allt heildarskipulag virðist skorta og enginn einn aðili eða stofnun hefur heildaryfirsýn yfir umönnun aldraðra. Gifurlegt álag Pétur Sigurösson hjá Hrafnistu sagöi, aö þeir væru löngu hættir aö skrá biölista en svokallaöur forgangslisti væri I gangi og væri hann oröinn ógnarlangur. „Einu plássin sem losna er þegar fólk deyr”, sagöi Pétur ,, og til dæmis þá dó einn karlmaöur á Hrafnistu i Hafnarfiröi siöastliöiö ár en tug- ir manna hringja i viku hverri til aö reyna aö fá pláss”. Hann sagöi aö álagiö á starfsfólkiö væri nú oröiö gifurlegt og þess vegna heföu þeir neyöst til aö hætta aö taka á móti gömlu fólki sem jafn- framt er hrjáö af einhverjum sjúkdómum þvi þaö kreföist auk- innar vinnu og henni væri ekki hægt aö sinna. Pétur Sigurösson sagöi, aö neyöin væri einmitt langstærst hjá sjúku öldruöu fólki. „1 húsum Oryrkjabanda- lagsins viö Hátún vantar sáralitiö á til þess aö þaö fólk sem þar býr geti búiö þar áfram til hárrar elli. En eins og ástandiö er nú þá höf- um viö á Hrafnistu undir höndum fjölda umsókna frá fólki, sem býr i þessum húsum og I þeim húsum, sem Reykjavlkurborg hefur sér- staklega byggt fyrir aldraö fólk. Meira vistrými en á Norð- urlöndum ,,Ef á heildina er litiö þá höfum viö hér á Islandi hlutfallslega samanlagt meira vistrými fyrir aldraöa en hin Noröurlöndin og liklega öll Evrópa”, sagöi Þór Halldórsson yfirlæknir öldrunar- deildar Landspitalans viö Hátún i samtali viö Visi. „Vandamáliö er þaö” sagöi Þór, „aö okkur skortir sjúkra- þjónustuna. Ef viö litum á öldrun- armálin I viöara samhengi þá má skipta þeim I tvo meginþætti, fé- lagslegan þátt og heilbrigöisþátt. Undanfarin ár hefur heilbrigöis- þátturinn veriö afskiptur en fé- lagslegi þátturinn látinn ganga fyrir”. Og Þór Halldórsson yfir- læknir heldur áfram: „Staöan er þvi oröin sú i dag, aö meginvand- inn lýtur aö sjúku gömlu fólki en ekki aö gömlu fólki, sem er sæmi- lega heilbrigt. Þessir tveir þættir þurfa ávallt aö haldast i hendur”. Allt fjármagn í heilsu- gæslustöðvar Þór Halldórsson taldi ástæðuna fyrir þvi, aö heilbrigöisþátturinn hefur dregist afturúr ekki sist vera þá, aö undanfarin 10-15 ár hefur svo til allt f jármagn rlkisins i heilbrigöismálum runniö til upp- byggingar heilsugæslustööva um land allt. Þeirri uppbyggingu er nú aö ljúka og kvaöst Þór búast mjög fastlega viö aö næsta stór- átak á sviöi heilbrigöismála yröi I málefnum aldraöra og þá i þá átt aö styrkja sjúkraþátt öldrunar- þjónustunnar. Þar er þörfin mjög brýn enda veröur aö gæta þess aö sjúkratföni gamals fólks er mjög mikil. Ekkert samræmi „Heita má, aö ekkert samræmi sé á yfirstjórn öldrunarmála i dag. Þaö eru ýmsir aöilar aö vinna aö þessum málum hver i sinu horni og enginn sem hefur heildaryfirsýn yfir málin”, sagöi Þór Halldórsson „og auk þess vantar tilfinnanlega nokkurs kon- ar heilsumat á þvi fólki sem æskir inngöngu áöldrunarstofnanir, svipaö og örorkumat. Viö vitum ekkert um þaö i dag hvort þaö fólk, sem nýtur þjónustu öldrun- arstofnana er þaö fólk, sem mest þarf á þjónustunni aö halda. Enn fremur og samfara annarri upp- byggingu þarf öflugri heimaþjón- ustu. Eftir þvi sem heimaþjónust- an er öflugri þeim mun færri stofnanir þarf og þaö hlýtur óneit- anlega að vera mannúölegra aö gamla fólkiö, sé sem mest I þvi umhverfi, sem þaö hefur dvalist mest I siöustu æviárin” sagði Þór Halldórsson yfirlæknir. Litlar stofnanir í íbúða- hverfum Stefnan i byggingu stofnana alls staöar I heiminum er nú sú, að byggja margar en litlar stofn- anir i ibúöahverfum þannig aö hver einstaklingur geti verið á stofnun i þvi hverfi sem hann hef- hefur búiö i. A stórum stofnunum er mikil hætta á, aö einstaklingar ein- angrist þvi hafa veriö i huga aö oft á tiöum eiga vistmenn fátt annað sammerkt en aldurinn”, sagöi Þór. öldrunardeildin viö Hátún er deild frá Landspitalanum og hugsuö sem þjónustudeild viö fólk, sem vill vera heima hjá sér en þarf aö komast undir hendur hjúkrunarfólks timabundið. Aö sögn Þórs yfirlæknis hefur þróun- in oröiö sú, aö um 2/3 hlutar sjúkrarýmis deildarinnar eru nú notaöir af langlegusjúklingum og langlegusjúklingar munu reynd- ár vera á flestum deildum al- mennra sjúkrahúsa og þess þekkjast jafnvel dæmi aö á skurö- deildum séu langlegusjúklingar. Hóplækningar meö aöstoö keiluspils. öldrunardeildin er virk deild, sem býöur upp á sjúkdómsgrein- ingu, endurhæfingu, félagslega þjónustu og framhaldsmeöferö t.d. á dagspitala deildarinnar og göngudeild. ibúðabyggingastefnan röng „Ég álit aö þaö hafi veriö röng stefna aö byggja allar þessar ibúöir yfir gamla fólkiö þótt þær séu alls góös maklegar”, sagöi GIsli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grundar „nær heföi veriö aö byggja langlegu- deildir viö sjúkrahúsin, þar er skorturinn tilfinnanlegastur. Auk þess hefur hluti af sjúkrahúsinu veriö tekinn undir skrifstofur og á ég þar viö Heilsuverndarstöö- ina”, sagöi Gisli. Ein tegund þjónustu, sem rekin er fyrir gamalt fólk og sjúkt er Heimilishjálpin sem starfrækt er á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar. Jónina Pét- ursdóttir, sem veitir Heimilis- hjálpinni forstööu sagöi, aö Heimilishjálpin annaöist nú um eitt þúsund heimili aldraðs fólks og stór hluti þess fólks þyrfti aö komast á einhvers konar stofnan- ir. Jónina sagöi ástandiö I vistun- Texti: óskar Magnússon Myndir: Þórir Guömundsson Mikiö rými sjúkrastofnana er nýtt fyrir langlegusjúkllnga. Þessi mynd er frá öldrunardeild Landspital- 1 ans viö Hátún. AðohranHomdlið orn cfúlrir alHrnAÍr Pfl plflfi Uatnlir r\fi frlfllfir”. IVf Vndítl Þriöjudagur 15. júli 1980 13 A öldrunardeild Landspftalans er göngudeild, dagspltali ofl okkur og bætti viö: „Um 90% þeirra sem viö önnumst eru elli- sjúklingar, sem eru nánast alveg rúmliggjandi. Viö hjálpum þeim aö þrifa sig og sinnum þeim á þann hátt sem mögulegt er I heimahúsi”. Fjöldi vitjana á siöasta ári hjá Heimahjúkrun var 21.572 sem er 3.140 fleiri en áriö áöur en starfs- menn deildarinnar eru um 15. Fullfrískt fólk tekur rými frá sjúku Ótölulegur fjöldi aöstandenda aldraös fólks hefur háö hina hörö- ustu baráttu fyrir þvi aö koma ættingjum sinum I þá umönnun sem þeir telja nauösynlega. Mörg ljón eru I veginum þegar koma þarf aöstandenda á einhverja af þeim sjúkrastofnunum sem til eru fyrir aldraöa. Viö ræddum viö tvo ónafngreinda aöstandendur aldraös fólks. Sá fyrri segir svo frá: „Móöir min veiktist fyrir fimm árum þá 85 ára gömul og um sama leyti hætti maöur hennar, faöir minn, aö vinna. Hann var þá um áttrætt. Eftir veikindin hefur þurft aö sinna móöur minni mjög mikiö og um tlma þurfti gamli maöurinn aö vakna til hennar allt aö átta sinnum á nóttu til aö hjálpa henni. Þetta var auövitað mikiö álag fyrir svo gamlan mann og skömmu siðar fékk hann kransæðastiflu og hefur veriö sjúklingur aö miklu leyti siöan”. Aöstandandi heldur áfram: „Fyrstu þrjú árin hefur móöir ****** Enn ríKlr olremdarasianfl í vistunarmáium aldraðra: VANDINN LYTUR GÖMLU FÖLKI” - segir Þor Halldðrsson yfirlæknir i armálum aldraöra mjög slæmt sérstaklega undanfarin ár og aö sinum dómi heföi bygging hjúkr- unarheimila átt aö ganga fyrir Ibúöabyggingum. A siöasta ári fór Heimilishjálp- in inná um 1500 heimili og veitti ýmsa aöstoð. Oftast er aöstoöin i þvi formi, aö tekiö er til og erfiö- ustu húsverkum sinnt ýmist dag- lega eöa vikulaga. Heimah júkrun. Veistu hvað það er? „Heimahjúkrun er starfsemi sem beinist aö þvl aö hjúkrunar- fólk fer I heimahús og aðstoöar þá sem hjálparþurfi eru og ekki fá inni á sjúkrahúsum eöa þurfa ekki á þvl aö halda”. Þetta sagöi Þórdis Ingólfsdóttir hjúkrunarkona hjá Heimahjúkrun min aö mestu leyti veriö heima en siöustu tvö árin höfum viö reynt aö fá inni fyrir hana á viöeigandi stofnunum. Hún fékk inni eftir þrjár vikur á öldrunardeildinni i Hátúni og þá I gegnum kunnings- skap. Þar fékk hún ekki aö vera nema tvo til þrjá mánuöi”. „Eftir aö hún var send heim þaöan reyndum viö aö fá inni fyr- ir hana á Hrafnistu vegna þess aö viö búum þar I grennd og töldum okkur best geta sinnt henni ef hún væri þar. Þegar viö sóttum um var okkur sýndur stafli af um- sóknum og sagt aö þetta mætti heita vonlaust. Þaö sem okkur sárnar mest er aö gamalt en full- riskt fólk skuli taka rúm frá þeim sem meira þurfa á aö halda og eru sjúkir”. Sendirheim fyrirvaralaust Þetta var frásögn eins af aö- standendum gamallar konu og viö ræddum viö annan einstak- ling, sem á nákominn ættingja 88 ára gamlan. „Faöir minn varö fyrir slysi fyrir u.þ.b. tveimur árum þá 86 ára gamall og var lagöur inn á spltala. Þá kom I ljós, aö spital- arnir eru óskaplega hræddir viö aö sitja uppi meö gamalt fólk. Þaö er sent heim þótt vitaö sé um aöstööuleysi heimafyrir. Þannig fór i þessu tilviki aö eftir stuttan tima átti að senda gamla mann- inn heim fyrirvaralaust aö kalla. Þaö tókst þó aö fá aö hafa hann áfram á spltalanum i þrjá daga á meðan heimkoma yröi undirbúin en einungis vegna þess aö maöur byrsti sig. Eftir þaö höfum viö fengiö nokkra aöstoö fra Heimilishjálpinni og Heima- hjúkruninni en móöir min hefur aö mestu leyti reynt aö annast hann sjálf en hún er nú oröin 85 ára og eölilega ekki mjög buröug lengur”. Þekkjum engan sem þekk- ir... „Viö fórum fram á aö fá aö hafa hann i Hafnarbúöum i u.þ.b. tvo mánuöi tvisar sinnum á ári en þaö hefur ekki tekist einfaldlega af þeirri ástæöu aö viö þekkjum engan eins og sagt er. Mér viröist þurfa fleiri stofnanir eins og Hafnarbúöir, þar llöur fólkinu vel og þvl er sinnt eins og þörf er á. Okkur þótti þaö satt aö segja ekki til of mikils mælst þótt viö færum fram á vistun I f jóra mánuöi á ári þvi vel heföi mátt hugsa sér, aö aöstandendur annarra vistmanna tækju þá heim stuttan tima á meöan”, sagöi þessi viömælandi blaösins og aöstandandi gamals manns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.