Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 22
ÞrlOjudagur 15. júll 1980 i géstMíMíufyrír ! VESTUR-ISLENDINGA Þjóöræknisfélag Islendinga hefur tekiö upp þá nýbreytni að hafa opiö gestaheimili fyrir hópa af Vestur-islendingum á meðan þeir dvelja hér á landi. Gestaheimilið er að Laufásvegi 25 og verður opið 5 daga vikunnar á milli 2 og 5 síðdegis. Þarna verður leitast við að veita Vestur-islendingum hvers konar upplýsingar og aðstoð á með- an þeir dvelja á landinu. Þjóðræknisfélagið hefur einnig gengist fyrir svokölluðum Gesta- mótum fyrir þessa gesti okkar að vestan. Þessi mót eru haldin á Þingvöllum og var eitt slíkt mót haldið nú fyrir stuttu fyrir hóp frá Vancouver, sem nú dvelst hér á landi. Þá var sameiginleg kaffi- drykkja og var forseti islands kr. Kristján Eldjárn heiðursgestur. Einnig var farið í lund þann, sem kallaður er „Vestur-lslendinga lundur", og voru þar gróðursettar trjáplöntur. I þennan lund hefur verið plantað í mörg ár. Annað gestamót er áætlað sunnudaginn 17. ágúst, en þá verður kominn til landsins, hópur frá Winnipeg. Blaðamaður Vísis skrapp niður á Laufásveg 25 og ræddi við nokkra V-lslendinga, sem þar sátu og röbbuðu saman yfir kaffi og kökum. —AB. Hjónin Linda og Robert Asgeirsson voru mjög hrifin af móttökunum sem þau fengu hér á landi, „Langar til aö gera kvikmynd um Nýja-island” Hjónin Ted og Marjorie Arnason eru nii f tlunda sinn á tslandi. Linda og Robert Asgeirsson koma frá Vancouver. Robert kom hingaö fyrst áriö 1975, en Linda er hér i fyrsta skipti nú. Asta Björnsdóttir blaðamaöur skrifar: Robert sagöi, aö ein aðal- ástæöan fyrir aö koma hingaö nú, væri aö hann langaði aö fara til Arngeröareyiar staöarinsþar sem faöir hans bjó, og reyna aö imynda sér hvernig lif hans hafi veriö hér. Robert er kvik- myndaframleiöandi og á eigiö kvikmyndaver I Vancouver. Hann langar til aö gera kvik- mynd um 12 fyrstu ár tslend- inga i Nýja-tslándi. Vonast hann til aö geta vakiö áhuga inn- lendra aöila á þessu máli. Linda og Robert voru mjög hrifin af móttökunum sem þau fengu hér á tslandi. tslendingar væru gestrisnir og góöir heim aö sækja. t>aö væru mikil viöbrigöi aö koma frá Vancouver til Reykjavikur, þar sem allir virt- ust þekkja alla. — AB. „Ainaf að sjá eitlhvað nýtt” Kent Lárus Björnsson er frá Gimli. Þetta er i ^^mmmmmmmmmkmmmmmmmmmmmmm Búin að ferðast um næstum allt landið Kristján T. Arnason og kona hans Marjorie eru nú á tsiandi I tiunda sinn. Þau komu fyrst til tslands áriö 1968 og hafa feröast vftt og breitt um iandiö og heim- sótt vini og ættingja. ,,Við fórum hringferö um landiö meö gömlu Esju og áriö 1976 fórum viö hringveginn. Nú erum viö aö fara noröur á Akur- eyri og ætlum aö koma viö á Blöndósi i leiöinni”. Er þau hjónin voru spurö hvernig þeim likaöi tsland, var svariö: „tsiand er yndislegt iand. Landslagiö er svo sér- stakt. Maður getur tekiö myndir I allar áttir og alltaf fengiö eitt- hvaö nýtt inn á myndina. Þetta er svo alit ööruvisi en heima i Kanada”. Og Marjorie bætti siðan viö, „Auk þess eigum viö mikið, gott og skemmtilegt frændfólk, sem alltaf er gaman aö heimsækja. Okkur likar vel á islandi bæöi viö land og þjóö”. —AB. fyrsta sinn sem hann er á Islandi. „ Ég hef verið að vinna í fiski í Grindavík og ég tala núna pínulitla íslensku. Mér líkar mjög vel á Islandi og nú er ég að leggja af stað í hring- ferð um landið". Lárus sagði, að það skemmti- legasta við landið væri það að maður sæi alltaf eitthvað nýtt. „Ég hef farið fimm sinnum til Þingvalla og í hvert skipti sá ég eitthvað, sem ég hafði ekki séð áður". Susan Thompson frá Winni- peg, kom til landsins i janúar. Hún er i vist hjá fjölskyldu i Reykjavik og býr þar. „Ég hef ekki ferðast mjög mikiö um landiö, en hef þó fariö til Seifoss, og séö Gullfoss og Geysi og einnig hef ég komiö til Þingvalla”. Susan hefur áöur komiö til ts- lands, þaö var áriö 1977, en þá kom hún tii aö heimsækja vini og ættingja. „Ég elska þetta land. Þaö er mjög gott aö vera hér og fólkiö sem ég bý hjá er alveg yndis- legt. Mér liöur eins og ég sé heima hjá mér”. —AB. Kent Lárus Björnsson frá Gimli og Susan Thompson frá Wlnnipeg hafa bæöi veriö aö vinna hér á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.