Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR ÞriRjudagur 15. júli 1980 M M • * „Lagsm” þykir hið nýja anddyri Eimskipafélagsins bera rikidæmi vott. Visismynd: GVA. Tugir milljóna í and- dyri hjá Eimskip? Glóðasteikt lambalærin svikja ekki Grasekkjumaður hringdi: Einhverjir hafa séö ástæöu til þess i blööum aö skammast út 1 Ask fyrir vonda hamborgara. Ég vildi þá i þvi tilefni þakka þeim á Aski fyrir þaö mesta sælgæti sem ég hef smakkaö, sem eru glóöasteikt lambalæri sem Askur hefur haftum langan tima og mæli meö þvl viö þá óánægöu aö þeir prófi þennan rétt næst þegar þeir fá sér aö boröa. Hann svikur ekki. Lélegar myndir í sjónvarps- leysinu Einn „miöaldra og einmana” hringdi og sagöist hafa veriö aö lesa greinina I föstudagsbiaöi VIsis um aösóknina i kvik- myndahús borgarinnar I sjón- I varpsleysinu. „Ég er ekki hissa þó aö aö- sóknin sé minni en fram- kvæmdastjórar bióanna héldu aö hún myndi veröa. A meöan þeir sýna svona fádæma lélegar myndir, þá fá þeir ekki marga inn til sin. Þó aö sjónvarpiö sé i frii þá lætur fólk ekki draga sig inn á hvaöa vitleysu sem er. Þær myndir, sem vriö er aö sýna núna, eru flestar gamlar myndir, lélegar myndir eöa myndir sem hafa veriö sýndar áöur. Og þar aö auki er oröiö svo fj... dýrt aö fara I bió. Reykvtkingur hringdi: Ég vil lýsa ánægju minni meö þá viöleitni sem Félagsstofnun stúdenta hefur sýnt meö þeirri starfsemi sem fer þar fram á kvöldin. 1 huggulegu umhverfi, er hægt aö fá sér vinflösku, og //Lagsm" skrifar: * Eimskipafélag tslands, óska- barn þjóöarinnar meö meiru, skirrist ekki viö þaö þegar illa árar aö knésetja „litlu” skipa- félögin. Ennfremur tiökast undirboö hjá féiaginu I rikum mæli og óljúgfróður maöur sagöi mér um daginn aö for- spjalla saman viö jazz-tónlist. Mér hefur alltaf fundist vanta staö i likingu viö þennan hér I bæ. Valkostirnir I Reykjavik hingaö til i þessum efnum, hafa annab hvort veriö rándýrir mat- sölustaöir, illa lyktandi grill- staöir eöa háværir markaöstaö- ráöamönnum Eimskip þætti betra aö láta eitt og eitt skip sigla rútu og rútu meö tapi en láta þau liggja verkefnalaus i höfnum. Einkunnarorö félagsins „Allt meö Eimskip” er lika staöfast- ur ásetningur um einokun þeirra á flutningum til og frá ir meö kroppahristingi (diskó- tek). 1 Félagsstofnun er ekki mikiö um þetta venjulega fylliri og læti. Fólk staupar sig fremur á léttum vinum og leggur meira upp úr notalegum samræöum. Ég vona aö þessari starfsemi veröi haldiö áfram. landinu. Eöa hvernig fór meö Bifröst? Og Jökla? Forráöamenn Eimskips skæla annaö slagiö I blööunum um slæma fyrirgreiöslu opin- berra aöila og hafa uppi þess konar barlóm aö ætla mætti aö Itrustu sparsemi yröi aö gæta til þess eins aö endar næöu saman, svo þröngt væri I búi hjá bless- uöu óskabarninu. En viti menn! Svo rekur maöur sig á aö tugum milljóna er kastaö i huröabúnaö á skrifstofuhúsnæöinu I Reykja- vik. Flottheitin eru slik aö ég heyröi nærstadda spyrja hvort dýrustu veitingahús heimsins væru hér komin meö útibú ellegar nýtt kvikmyndahús væri upprisiö. Svo vatt einn bros- mildur sér aö þeim er spurt haföi og sagöi: „Nei, hér borga þeir út launin hjá Eimskip”. Þessi glæsilegu anddyri, bæöi Hafnarstrætis- og Tryggvagötu- megin bera sliku rikidæmi vott aö ljóst er aö barlómstal þeirra i Eimskip á sér enga stoö I raun- veruleikanum. Fyrirtæki sem getur leyft sér aö bruöla þannig meö fé sitt upp á tugi milljóna, er stórgróöafyrirtæki sem þarf ekki aö horfa i aurinn.” Fánahyllingar- athöfnin eldri en Nasisminn Guöbjörn Egilsson hringdi fyrir Kaldársei, vegna greinar frá manni í lesendabréf sem hélt þvi fram aö fánahylling ungra drengja f sumarbúðunum aö Kaldárseli væri „nasista- kveöja”. Ég vildi benda á þaö aö þessi hyllingarathöfn er tilkomin löngu áöur en nasisminn kom til sögunnar. KFUM á íslandi er stofnaö 1899 af séra Fribrik. Hann var hrifinn af sögu Róm- verja og hann sækir þessa kveöju til þeirrar sögu. Þaban hefur hann þessa aöferð til þess aö hylla fánann. Hann er i raun meö þessu aö kenna drengjun- um ættjaröarást og viröingu. sandkoin Nauðgun, nauðgun Þjóöviljinn hefur löngum býsn- ast yfir nokkru, sem þeir nefna „æsifréttamennsku” siödegis- blaöanna. Nú um slöustu helgi var hins vegar ekki stundlegur friöur fyrir útvarpsauglýsing- um frá Þjóöviljanum, NAUÐGUN, NAUÐGUN fjórar siöur I Þjóöviijanum um nauðg- un osfrv. Þjóöviljamenn, rólegir strák- ar, rólegir. „Lóðarí” Punktakerfi vinstri meirhlutans i borginni er þá alveg lifandi aö drepa. Nú standa þeir frammi fyrir þvi aö þurfa aö útvega Magnúsi Kjartanssyni fyrrum ráöherra lóö án þess aö Magnús uppfylli skilyröi punktakerfis- ins. Hefur meirihlutinn væni gengið svo langt aö þegar hafa veriö teiknaöar tvær lóðir viö Kleifarveg og átti önnur aö vera handa Magnúsi en hin handa Ragnari I Smára. Ragnar hætti hins vegar viö og vildi ekki taka þátt I þessum leik. Magnús er aö visu þess ósköp vel kominn aö fá lóö en þegar liggja fyrir um- sóknir frá ýmsum öörum sem fatlaöir eru og hafa sumir hverjir beöiö mjög lengi. Veröur vart greind sérstök ástæöa til aö taka Magnús svo hressilega framfyrir — eöa hvaö? • Ping pong t Klna greiöir rikiö um tveim- ur milljónum manna föst laun fyrir aö spila borötennis en allt i allt munu um 90 milljónir Kin- verja iöka þessa Iþrótt. Hvaö búa aftur margir á Akureyri? Guðlaugur og Vigdís Eftir forsetakosningarnar gistu Guölaugur Þorvaldsson og Kristin kona hans Reykholt I Borgarfiröi. Þar á bæ er Htill frændi þeirra þriggja ára gam- all. Þau hjónin höföu komið seint aö kvöldi og Dengsi rétt getaö kastaö á þau kveöju. Hann var siöan á fótum fyrir ailar aldir en misllkaði hvaö dróst aö þau risu úr rekkju. Kom loks þar aö hann missti þolinmæöi og sagöi reiöur viö móöur sina: „Hvernig er þaö ætla Guölaugur og Vigdis ekkert aö fara á fætur?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.