Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 15.07.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriöjudagur 15. júll 1980 Umsjón: ' ' Magdalena Schram Leikrita- hðfundar á Norður- Iðndum Dinga örnólfur Arnason rithöfundur var kjörinn formaöur Leikrita- höfundasambands Noröurlanda á fundi sambandsins fyrir nokkru. örnólfur var kjörinn formaöur til næstu tveggja ára og Félagi is- lenskra leikritahöfunda var jafn- framt faliö skrifstofuhald N.D.U. (Nordisk Dramatikerunion til sama tima). Norræna leikritahöfundasam- bandiö hefur starfaö um áratuga skeiö og er eina alþjóölega stéttarsamband leikritahöfunda I heiminum. Sambandiö hefur unn- iö drjiígt starf aö þvi aö samræma og styrkja baráttu norrænna leikritahöfunda fyrir bættum starfsskilyröum. lslendingar hafa tekiö virkan þátt i NDU undanfarin fimm ár. Eitt helsta baráttumál sambandsins var lengi að losna undan prosentukerfi höfunda- launa og voru Islenskir höfundar næstir á eftir Svlum I aö fá þvl framgengt. Prósentukerfiö var miöað viö einkarekstur leikhúsa en meö opinberum fjárstyrkjum hefur aögónguverö I slauknum mæli verið niöurgreitt á Noröurlöndum. Þótt þaö hafi komiö almenningi og leikhUsun- um til góöa, hefur þaö bitnaö á leikritahöfundum. AnnaöbaráttumálNDU eru t.d. þýöingar leikrita af einu Noröurlandamáli á annaö og aö höfundar hafi sömu stööu innan hverra Norðurlandanna sem er. Þá hefur NDU einnig beitt sér fyrir þvi, að leikritahöfundar hafi sömu áhrif á stjórn leikhúsa og leiklistarmála sem aðrar stéttir leikhúsmanna. Meö tilstyrk Norræna menningarsjóösins hafa leikrita- höfundar á Noröurlöndum átt kost á námskeiöum og fræöslu- ráöstefnum undanfarin ár. Skort- ur á innlendum feröastyrkjum hefur hins vegar hamlaö mjög þátttöku. NDU hefur oft skipulagt sllk námskeiö og er ráögefandi um tilhögun framhaldsmennt- unar. 1 ráöier aö halda námskeið I þvl skyni hér á landi, og er þaö nú I undirbúningi hjá Leiklistar- nefnd Noröurlandaráös. Sveinn Einarsson, þjóöleikhússtjóri, sem er meölimur I Félagi Islenskra leikritahöfunda, á sæti I norrænu leiklistamefndinni fyrir Islands hönd. Ms Tilraun tll að riúfa elnangrunlna Tilraunaumhverfi. Um næstu helgi hefst handa aö Korpúlfsstööum, sam- norrænn vinnuhópur myndlistarmanna sem næstu þrjár vikurnar mun vinna sameiginlega eða hver einstakl- ingur fyrir sig verk fyrir ráö- stefnu og sýningu sem á Islensku væri hægt aö gefa yfir- skriftina „Tilraunaumhverfi 1980”. Undir þessu hugtaki fá inni ýmis tjáningarform svo sem gjörningar, hugmynda- fræöileg list (concept) og láö- verk (landscape art) sem fyrir- hugaö er aö þátttakendur vinni I umhverfi og landslaginu viö Korpúlfsstaöi. 1 raun og veru höfum viö litla hugmynd um þaö sem á sér staö I myndlistarllfi hinna Noröurlandanna, einhvern veginn virðast þau vera of fjarlæg til þess aö viö getum vel fylgst meö þvl sem þar gerist og hins vegar kann aö vera aö þau séu ekki nægilega langt I burtu, til þess aö vera spennandi og áhugaverö I okkar augum. A ráöstefnu sem haldin var I Osld slöastliöinn vetur, komu saman myndlistargagn- rýnendur frá öllum Noröurlönd- unum og þar var mikiö rætt um þaö sambandsleysi sem rlkir milli myndlistarmanna og gagnrýnenda I þessum löndum. Oft er slikt þekkingarleysi afgreitt meö tómum frösum og gengiö út frá þvl aö ekkert sé aö gerast I myndlist viökomandi lands. Undirrituö hefur oftar en einu sinni veriö vitni aö þvl aö Noröurlandabúa hefur rekið I rogastans þegar þeir hafa látiö til leiöast aö koma til Islands og kynnast af eigin raun íslenskri myndlist sem hvergi er hægt að kynnast nema hér á landi vegna þess aö lltiö sem ekkert hefur verið skráö af Islenskri mynd- listarstögu á erlendum málum og jafnvel þó islenskar samsýn- ingar fari um Noröurlöndin stöku sinnum, gefa þær aldrei heildarmynd af þeirri þróun sem hér hefur átt sér staö. Fyrir þremur árum var stór samsýn- ing Islendinga sett upp I Malmö Konsthall og þá skrifaöi lista- gagnrýiiandi stærsta dagblaös Suður-Svíþjóðar umsögn sem bar yfirskriftina „List, en ekki íslensk” og kom þar I ljós aö viðkomandi haföi gert sér myndlist Hrafnhildur Schram skrifar aö rjúfa þessa einangrun meö þvl aö efna til umræddrar ráö- stefnu og myndlistarsýningar I tengslum viö hana. Forsaga þessa máls er sú aö nokkrir myndlistarmenn frá Noröurlöndunum komu saman i Kaupmannahöfn haustiö 1978 og aftur aö vori 1979 og var sú ákvöröun tekin aö freistaö yröi aö efna til samsýningar á Steinar, verk eftir Danann Palle Jacobsen. alrangar hugmyndir um Islenska myndlist sem hann þekkti ekkert til. Láðverk og gjörningar. Einnig hefur lengi ver ið rætt um aö gefa út norrænt myndlistartlmarit meö texta á þremur tungumálum: finnsku, Islensku og dönsku eöa sænsku. Útgáfa sllks rits væri spor I rétta átt til aö gefa myndlistarmönnum og áhuga- fólki um myndlist tækifæri til aö skiptast á skoöunum og hug- myndum og hefja umræöu á ýmsum þörfum málefnum. Alla vega viröist vera mikill hugur í fólki og jafn vel forvitni til aö fá aö kynnast nánar myndlist grannlandanna. Næstu vikurnar veröur aö KorpUlfsstööum gerö tilraun til norrænni nýtlmamyndlist meö yfirskriftinni „Experimental Environment 1980”. Islensku fulltrUamir I þessum vinnuhópi voru myndlistarmennirnir RUrl og Jón Gunnar Arnason. Var vinnuhópurinn sammála um aö sU grein myndlistar sem áætlað varaösýna, væri lltiö þekkt inn- an Noröurlandanna og þá aöeins sem einstaklingsframtak. Síöan var sótt um styrk til Norræna Menningarmálasjóösins til aö standa straum af kostnaöi viö prentun bókar sem yröi fyrsti liöur I samstarfinu. KorpUlfs- staöir yröu fyrir valinu sem fyrsti sýningarstaöur og var á sama tima ákveöiö aö sýning þessi feröaöist á milli Noröurlandanna og stefnt aö þvl aö opna hana á Sveaborg viö Helsinki 1981. Meðal þeirra stofnana sem lýst hafa áhuga á aö fá sýninguna einnig á næsta. ári eru Sonja Heine og Niels Onstad safniö viö Osló, Lista- safniö f Alaborg, Lousiana safn- iö og NUtlmalistasafniö I Stokkhólmi. Nýlistasafn Islands er skipu-/ lagsaöili hér heima fyrir og hef2 ur þaö fyrir hönd vinnuhópsins, boðiö um 15 Islenskum myhd- listarmönnum aö taka þátt I •áöstefnunni og sýningunnu auk þeirra sem mynda fastan kjarna og voru meö frá upphafi viö aö skipuleggja ráöstefnuna. Þaö er stefna starfshópsins aö taka inn fleiri fistamenn frá þvi landi sem sýhingin stendur i hverju sinni,/en þá sem eru I fasta starfskjarnanum. Styrkur Norræna Menningar- sjóösins mun standa straum af efniskostnaði og framkvæmd- um á sýningarstaðnum (uppsetning' og gerö verkanna) og flutningskostnaöi á verkum, þar sem bUist er viö aö einhverjir listamenn flytji meö sér verk sln fullgeröi. Fyrsta hefti sýningarritsins gerir itarlega grein fyrir undir- búningi og vali á verkum I máli og myndum á 180 slöum og undirbUningsvinnu starfshóps- ins. Hluti af styrk Norræna Menningarmálasjóösins veröur variö til aö festa á filmu sýning- una aö KorpUlfsstööum og þau verk sem dcki verður hægt aö flytja á milli landa, svo sem láöverk og gjörninga. Búist er viö aö þátttakendur veröi milli þrjátlu og fjörutlu (þar af 24 listamenn) frá hinum Noröur- löndunum og um 20 Islendingar. Von er á gagnrýnendum og áhugafólki sem kemur hér sér- staklega til að dokumentera sýninguna, þar á meöal veröur aöili frá Listaakademlunni I Kaupmannahöfn, sem veitir forstööu þeirri deild innan stofnunarinnar sem nefnist „visual communication’.’ Alla vega veröur forvitnilegt aö fylgjast meö framvindu ráöstefnunnar aö Korpúlfs- stööum næstu vikurnar svo og heyra álit þátttakenda á þessu nýstárlega samstarfi sem ef vel tekst getur orði merkilegt fordæmi og upphaf aö nánari tengslum og betra samstarfi milli þeirra sem aö myndlist vinna á Noröurlöndunum. Hrafnhildur Schram Fínnskup songur Finnski unglingakórinn Pudas er í heimsókn á Islandi um þessar mundir, nánar tiitekiö I Grinda- vlk. Kórinn er aö endurgjalda heimsókn barnakórs Grindavlkur til Finnlands á s.l. ári og búa kór- félagar, sem eru 20 unglings- stdikur ásamt stjórnanda og far- arst jöra, á heimilum I Grindavlk. Kórinn hefur sungið á vinnu- stöðum og stofnunum og herma fréttir frá Grindavik, að söngur Finnanna hafi sett mikinn svip á bæinn. Og fleiri munu njóta góðs af finnskri sönggleöi þvi kórinn mun syngja víöa um landiö. Eftir- farandi söngskemmtanir hafa veriö ákveönar: 15. jUlII Grindavlk i „Kvennó” kl. 17 og 21. 16. jUlI I Keflavlkurkirkju kl. 21. 19. jUli I Norræna húsinu kl. 16, á Selfossi kl. 21. 20. jUlI Félagsheimilinu Þorláks- höfn kl. 21. 21. jUlI Akranesi kl. 21. 22. jUli Siglufiröi. 23. jUlí Dalvfk. 14. jUH Skjólbrekku, Mývatns- sveit. 26. jUH Iþróttahöllinni Akuréyri. 27. jUli Blönduóskirkju. Kórinn syngur einnig á Utihátfð bindindismanna 26. og 27. júli. UndirbUning hefur Eyjólfur Olafeson séö um, en hann er skólastjóri Tónlistarskólans I Grindavik. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.