Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 39
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 39
MIKIÐ rosalega
höfum við það gott í
góðærinu. Það sézt
bezt á því hvað hagur
öryrkja og eldri borg-
ara er framúrskar-
andi. Kjör eldri borg-
ara hafa verið skert
um 17 þúsund á mán-
uði miðað við launa-
vísitölu.
En hverjir hafa ráð-
ið málefnum öryrkja
og aldraðra? Er það
ekki ríkisstjórnin? Og
í henni sitja Sjálf-
stæðismenn og þar
sat Björn Bjarnason
við stjórnvölinn s.l. 11
ár. Eftir miklar vangaveltur bauð
Björn sig fram í borgarstjórn og
D-listinn býðst nú til þess að gera
samning við Reykvíkinga, sem
inniheldur alls konar gylliboð.
Það er ekki nóg að öryrkjar og
aldraðir dragist aftur úr með laun
heldur þurfa þeir líka að greiða
tæp 40% í tekjuskatt af lífeyris-
tekjum á meðan þeir ríku greiða
10% í fjármagnstekjuskatt.
Ríkisstjórnin neitar að lagfæra
þetta og er nú svo komið að málið
fer fyrir dómstóla.
Fiskveiðistefnan –
dýrt húsnæði
Af þeim 650 manns sem sótt
hafa um húsnæði hjá Félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar eru 300
manns svo illa settir að þeir eru
skráðir húsnæðislausir þar sem
þeir eiga ekkert öruggt heimili.
Er það af því að lóðirnar séu
svona dýrar og húsaleigan svo há?
Eða er þetta vegna þess að
greiðsla til öryrkja og lífeyrisþega
er orðin svo lág að þeir eiga ekki
fyrir brýnustu nauðsynjum?
Önnur ástæða fyrir dýrri húsa-
leigu í Reykjavík er kolvitlaus
stefna stjórnvalda í fiskveiðimál-
um, eða eru menn búnir að gleyma
kvótagreifunum, sem seldu kvót-
ann úr byggðarlögunum og spóka
sig nú í sólinni úti á Spáni og Flór-
ída eða hafa keypt sér fyrirtæki á
mölinni? Hvað gerðist svo í byggð-
arlögum úti á landi? Fólkið flutti
unnvörpum suður, því engan kvóta
var að fá og þess vegna enga
vinnu. Þess utan situr landsbyggð-
arfólkið uppi með verðlausar eignir
og þarf að leigja í Reykjavík.
Súlurit ekki súludans
Bæði D-listi og R-listi sem
Framsókn á aðild að keppast við
að sýna alls konar súlurit og súlu-
byggingar (ekki þó súludans), sem
eiga að sýna skuldasöfnun eða ekki
skuldasöfnun. Það er bara ekki
þetta sem málið snýst um, heldur
snýst málið um fólk. Það er létt-
vægt, rétt fyrir kosningar, að vera
með alls konar tölur sem almenn-
ingur er bæði orðinn leiður á og
botnar hreint ekkert í.
DeCODE fékk auð-
vitað vilyrði fyrir 20
milljarða ríkisábyrgð,
þrátt fyrir það að ef
illa fer kosti það hvert
mannsbarn á landinu
70 þúsund krónur.
Þetta er í lagi því að
ráðherra tekur
ábyrgðina á sig. Ætlar
hann sjálfur að greiða
þessa peninga?
Í þessu Bananalýð-
veldi sem Ísland er
orðið ber enginn
ábyrgð. Enginn þarf
að segja af sér út af
einu né neinu. Það er
ekki eins og í næstu
nágrannalöndum okkar.
Ef einhverjum verður á í mess-
unni með því að halda fram hjá eða
kippa einni og einni brennivíns-
flösku með sér heim úr boði verða
þeir hiklaust að taka pokann sinn.
Selja mjólkurkýr
Stjórnin er á bólakafi að selja
allar mjólkurskýr sínar. Sjálfstæð-
ismenn hafa lýst áhuga á því að
selja Orkustofnun Reykjavíkur,
sem malar gull. Auðvitað þarf
endilega að einkavinavæða Orku-
stofnun. Þá fyrst þurfum við í al-
vöru að fara að borga fyrir vatnið.
Vildarvinir kaupa ekkert nema til
þess að græða á því eins og marg-
oft hefur komið fram þegar selja
átti Símann. Þegar það tekst
hækkar símakostnaður upp úr öllu
valdi.
Það er kominn tími til að veita
bæði D-lista og R-lista aðhald og
það er það sem við ætlum að gera
hjá F-listanum.
Góðærið
rosalega
Erna V.
Ingólfsdóttir
Höfundur er eldri borgari í 4. sæti F-
listans í Reykjavík.
Reykjavík
Það er kominn tími
til að veita bæði D-lista
og R-lista aðhald, segir
Erna V. Ingólfsdóttir,
og það ætlum við að
gera hjá F-listanum.
Frá
Miðjarðarhafinu
í apótekið þitt
„Pharmaceutical - Grade“
ólífuolía í gelhylkjum með
vítamínum, jurtum og/eða
steinefnum.
Heilsuleikur
Þú gætir unnið ferð til
Spánar!
Aðeins í Plúsapótekunum
www.plusapotek.is