Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 53
NÚ í upphafi sumars úthlutar
Harpa Sjöfn 22 aðilum málning-
arstyrk til verðugra viðhaldsverk-
efna, en þetta er fimmta árið í röð
sem fyrirtækið úthlutar slíkum
styrkjum. Á þessu tímabili hefur
Harpa Sjöfn úthlutað 82 aðilum
samtals 14.000 lítrum af málningu
til mjög fjölbreyttra verkefna um
allt land að verðmæti 6 milljónir
króna. Fjölmörg sögufræg hús og
mannvirki hafa á undanförnum ár-
um hlotið nýtt og fallegt útlit með
þessum hætti. Einnig hafa góðgerð-
arfélög, þjónustuklúbbar, íþrótta-
félög og aðrir notið málning-
arstyrkja Hörpu Sjafnar.
Meðal þeirra sem hljóta málning-
arstyrk Hörpu Sjafnar fyrir árið
2002 eru Kjarvalsstofa á Borg-
arfirði Eystri, gamla síldarverk-
smiðjan í Djúpuvík, Norska húsið í
Stykkishólmi, Blindrafélagið í
Reykjavík, Sauðlauksdalskirkja
(1863) í Vesturbyggð, Syðstibær –
hús Hákarla-Jörundar í Hrísey, Iðn-
aðarsafnið á Akureyri, gamla þing-
húsið í Maríugerði í Ljósavatns-
hreppi í Köldukinn og Þroskahjálp
á Suðurnesjum vegna Lyngsels.
„Forráðamenn Hörpu Sjafnar
vilja með þessum hætti hvetja
landsmenn til að mála og fegra um-
hverfi sitt. Harpa Sjöfn leggur
metnað í að styðja einstaklinga, fé-
lög og samtök sem hafa forystu um
góð málefni af þessu tagi. Viðbrögð
hafa ekki látið á sér standa og hafa
forráðamenn ýmissa menningar-
félaga, góðgerðarfélaga og fé-
lagasamtaka um varðveislu sögu-
legra mannvirkja kunnað að meta
framlag fyrirtækisins til menning-
arsögulegra verkefna undanfarin 5
ár,“ segir í fréttatilkynningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harpa Sjöfn úthlutar styrkjum
Höfundar BA-
ritgerðar um Slangur
Þær Freyja Auðunsdóttir sem
fædd er 20. desember 1978 og Lilja
Dögg Gunnarsdóttir, fædd 24. okt.
1978, eru höfundar BA-ritgerðarinn-
ar Fiðurhaus eða froðuheili, sem
fjallar um slangur. Í umfjöllun um
ritgerðina urðu myndavíxl og eru því
myndir af fræðimönnunum birtar
aftur með réttum nöfnum.
Níu listamenn í Hafnarhúsi
Í Lesbók á laugardag er fjallað um
sýninguna Mynd – íslensk samtíma-
list í Listasafni Reykjavíkur Hafn-
arhúsi og listamennirnir sem þar
sýna sagðir átta talsins. Hið rétta er
hins vegar að listamennirnir eru níu
og láðist að geta Guðjóns Bjarnason-
ar, sem sýnir stálskúlptúra í inni-
garði safnsins og myndbands- og
ljósmyndaverk í safninu sjálfu. Er
beðist velvirðingar á þessum mistök-
um.
Freyja
Auðunsdóttir
Lilja Dögg
Gunnarsdóttir
LEIÐRÉTT
STYRKUR, samtök krabba-
meinssjúklinga og aðstand-
enda þeirra, verður með um-
ræðufund í Skógarhlíð 8,
þriðjudaginn 14. maí kl. 20.
Fundarefnið er „Hvað ráð-
leggja krabbameinslæknar
varðandi vítamín og fæðu-
þætti?“
Fummælendur eru Helgi
Sigurðsson, dósent í krabba-
meinslækningum og yfirlæknir
Krabbameinsmiðstöðvar
Landspítala – háskólasjúkra-
húss og Halla Skúladóttir
læknir sem er í sérnámi í
krabbameinslækningum í
Danmörku og í doktorsnámi
sem fjallar um áhættuþætti
lungnakrabbameins. Allir vel-
unnarar félagsins eru vel-
komnir.
Rætt um
vítamín
og fæðu-
þætti hjá
Styrk
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Kenn-
araháskóla Íslands:
„Í tilefni af ummælum sem höfð
eru eftir Elnu Katrínu Jónsdóttur,
formanni Félags framhaldsskóla-
kennara, í Morgunblaðinu hinn 10.
maí sl. óskar Kennaraháskóli Íslands
eftir að koma eftirfarandi á fram-
færi:
Ummæli Elnu Katrínar eru á þá
leið að leiðbeinendur séu oft í mjög
erfiðri aðstöðu til að afla sér kennslu-
réttinda, sérstaklega leiðbeinendur
sem annast kennslu í framhaldsskól-
um á landsbyggðinnni og að yfirvöld
menntamála hafi lítið aðhafst til að
greiða götu þessa hóps með raun-
hæfum aðgerðum.
Því er rétt að vekja athygli á því að
frá árinu 1975 hefur verið boðið upp á
kennsluréttindanám við Kennarahá-
skóla Íslands fyrir einstaklinga sem
lokið hafa fullgildu námi í kennslu-
grein sinni og vilja afla sér kennslu-
réttinda. Árið 1984 hófst fjarnám á
þessari braut og var fyrst með þeim
hætti að kennarar skólans fóru út á
land þar sem flestir nemendur
bjuggu. Nú er námið þannig byggt
upp að kenndar eru í Reykjavík tvær
staðbundnar lotur á ári. Þess á milli
fara samskipti kennara og nemenda
fram með tölvusamskiptum. Frá
1984 til ársins 2000 innrituðust 218
nemendur í fjarnám til kennslurétt-
inda við KHÍ. Í ágúst nk. byrjar nýr
hópur í þessu námi og stefnt er að því
að taka inn 70 nemendur í fjarnám.
Þá skal þess getið að kennslurétt-
indanámið við KHÍ er byggt upp sem
hálft nám (15 einingar á ári) til að
koma á móts við þá nemendur sem
eru í öðru starfi. Auk fyrrnefnds fjar-
náms er einnig boðið upp á staðbund-
ið kennsluréttindanám við skólann
og þá fer kennsla fram eftir hádegi á
mánudögum og föstudögum. Þar er
einnig verið að koma til móts við þá
sem eru í öðru starfi.
Gífurleg aðsókn er að kennslurétt-
indanáminu og því hefur verið ákveð-
ið að taka inn rúmlega helmingi fleiri
nemendur í ár en á síðasta ári.“
Athugasemd frá Kenn-
araháskóla Íslands
VORDAGAR LSH verða haldnir
dagana 14. til 16. maí. Þeir eru ár-
lega í maí í tengslum við ársfund
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
nú öðru sinni. Almenningur er vel-
kominn.
„Vísindi á vordögum“ verða í
Salnum í Kópavogi í dag, þriðju-
daginn 14. maí, kl. 13. Kynning
verður á mjög fjölbreytilegu rann-
sóknarstarfi vísindamanna á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi. Reynir
Tómas Geirsson, forseti lækna-
deildar Háskóla Íslands, flytur er-
indi um mikilvægi vísindavinnu á
háskólasjúkrahúsi. Á eftir verða
eftirfarandi rannsóknarverkefni
kynnt með erindum:
Bólusetning þungaðra músa og
vernd afkvæma gegn pneumó-
kokkasýkingum.
Könnun á algengi síþreytu meðal
Íslendinga á aldrinum 19–75 ára.
Mígren með fyrirboða, er sjálf-
stæður áhættuþáttur fyrir
óhvött („unprovoked“) flog hjá
börnum.
Reynsla aldraðra einstaklinga,
sem farnir eru að líkamlegri
heilsu, af lífsgæðum á hjúkrun-
arheimilum.
Algengi stökkbreytinga í hemo-
chromatosis (HFE) geni hjá Ís-
lendingum.
Eftir erindin kynnir Magnús
Pétursson forstjóri nýja vísinda-
stefnu Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og úthlutað verður í
fyrsta skipti úr „Vísindasjóði
Landspítala – háskólasjúkrahúss“
sem stofnaður var á LSH árið
2001.
Veggspjaldasýning um rann-
sóknarverkefni á flestum deildum
LSH verður opin frá kl. 13 mið-
vikudaginn 15. maí í K-byggingu,
Landspítala Hringbraut. Höfundar
koma kl. 15 og kynna veggspjöld
sín.
Ársfundur Landspítala – há-
skólasjúkrahúss hefst kl. 15
fimmtudaginn 16. maí. Jón Krist-
jánssonar heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra flytur ávarp,
starfsmenn verða heiðraðir og
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
Guðjón Magnússon, rektor Nor-
ræna heilbrigðisháskólans í Gauta-
borg, flytur erindi um viðhorf
stjórnvalda á Norðurlöndum til
sjúkrahússrekstrar, segir í frétta-
tilkynningu.
Vordagar LSH
hefjast í dag
FYRIRLESTUR verður haldinn á
vegum Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur miðvikudaginn 15. maí
kl. 16.15 í stofu 101 í Odda. Jón G.
Friðjónsson, prófessor við HÍ, mun
flytja fyrirlestur sem nefnist: „For-
setningar í íslensku. Eigin merking
og hlutverksmerking.“
Í fyrirlestrinum verður vikið
fáum orðum að kerfinu sjálfu. Síðan
verður fjallað um hvernig haga
megi lýsingu þess og jafnframt gef-
ið gróft yfirlit yfir hefðbundna
framsetningu forsetninga í orð-
fræðiritum. Í þriðja lagi verður
rætt um kosti og galla hefðbund-
innar lýsingar og teflt fram öðrum
kostum sem byggjast á því sem
kalla má hlutverksmerkingu for-
setninga. Í fjórða lagi verður drepið
á breytingar á notkun forsetninga.
Í því sambandi verða einstakar
breytingar ekki til umfjöllunar
heldur eingöngu kerfisbreytingar
og hugað að þeim orsökum sem að
baki liggja. Í fimmta og síðasta lagi
verður eftir því sem tími vinnst til
vikið að orðfræðilegu hlutverki for-
setninga og sögulegum þáttum er
varpað geta ljósi á hlutverk þeirra
og notkun. Við umfjöllun um þenn-
an þátt verður stuðst við verk sem
fyrirlesari hefur unnið að um all-
langan tíma og tekin sýnishorn úr
því.
Allir eru velkomnir.
Fyrirlestur um
forsetningar
HANNA Ragnarsdóttir, lektor við
Kennaraháskóla Íslands, heldur fyr-
irlestur á vegum Rannsóknarstofn-
unar KHÍ miðvikudag 15. maí kl.
16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn
í sal Sjómannaskóla Íslands við Há-
teigsveg og er öllum opinn.
Fyrirlesturinn byggist á rannsókn
Hönnu á félagslegu umhverfi, mót-
töku og aðlögun erlendra barna á
leikskólum á Íslandi. Rannsóknin
var gerð á árunum 2000–2001 á höf-
uðborgarsvæðinu og nokkrum stöð-
um á landsbyggðinni og náði til
u.þ.b. 50 leikskóla. Í fyrirlestrinum
verður fjallað um niðurstöður þess-
arar rannsóknar og hvað má læra af
þeirri reynslu sem til er orðin á leik-
skólum landsins. Fjallað verður um
hvers konar starf hefur mótast á
leikskólunum undanfarin ár, hvaða
áherslur hafa verið ríkjandi í mót-
töku barnanna, að hvaða leyti starfið
hefur mótast af staðsetningu leik-
skólanna og hverjar hafa verið fé-
lagslegar aðstæður erlendu
barnanna, segir í fréttatilkynningu.
Ræðir um erlend
börn á leikskólum
GARÐYRKJUFÉLAG Íslands held-
ur fræðsluerindi í Norræna húsinu,
miðvikudaginn 15. maí kl 20. Jón Geir
Pétursson skógfræðingur og Steinar
Björgvinsson garðyrkjufræðingur
flytja erindi í máli og myndum, segja
frá Alaskaferðinni og þeim gróðri
sem þar vex. Allir eru velkomnir.
Inngangseyrir er krónur 500, kaffi
og te er innifalið í verðinu, segir í
fréttatilkynningu.
Fræðsluerindi hjá
Garðyrkjufélaginu
STARFSMANNAFÉLAG Hafnar-
fjarðar efnir til opins fundar um
stefnu stjórnmálaflokka í Hafnar-
firði og afstöðu til einkavæðingar
bæjarstofnana og launastefnu bæj-
arins.
Fundurinn er öllum opinn og verð-
ur í Álfafelli við Strandgötu 15. maí
og hefst kl. 20.
Kaffiveitingar verða á fundinum,
segir í fréttatilkynningu.
Fundur með
frambjóðendum
í Hafnarfirði
BANDALAG íslenskra skáta hefur
hrundið af stað átakinu Skátastarf í
öll byggðarlög. Markmið átaksins er
að bjóða börnum og unglingum um
allt land að upplifa skátastarf.
Í stað þess að stofna skátafélög í
hverju byggðarlagi er stefnt að því
að stofna sem flesta sjálfstæða
skátaflokka sem njóta síðan stuðn-
ings frá Skátamiðstöðinni við und-
irbúning og framkvæmd starfsins. Í
fystu er leitað að 12–14 ára leiðtoga-
efnum um allt land sem telja sig hafa
það sem til þarf.
Viðkomandi er boðið upp á þjálf-
un, þátttöku í landsmóti skáta og
loks aðstoð við að stofna skátaflokk í
haust. Starfsmaður á skrifstofu
Bandalags íslenskra skáta mun svo
sjá um að „fóstra“ flokkana.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á Skátavefnum: www.scout.is/
flokkar.
Skátar í öll
byggðarlög
UMHVERFISNEFND Bandalags
kvenna í Reykjavík efnir til fræðslu-
fundar um trjárækt á Hallveigar-
stöðum fimmtudaginn 16. maí kl. 20.
Gestur fundarins verður Kristinn
H. Þorsteinsson garðplöntufræðing-
ur og flytur erindi um garðrækt,
trjárækt og sveppasýkingu í trjám.
Ókeypis aðgangur og allir vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu.
Fræðsla um
trjárækt
FYRIRLESTUR til meistaraprófs
í jarðfræði við jarð- og landfræði-
skor HÍ verður fluttur í dag,
þriðjudaginn 14. maí, kl. 15 í Odda,
stofu 101.
Hann fjallar um efnaskipti á
milli botns og vatns í Mývatni og
er fluttur af Ingunni Maríu Þor-
bergsdóttur.
Ingunn María lauk BS-prófi í
jarðfræði frá Háskóla Íslands í júní
1999. Hún hóf MS-nám í jarðfræði
við Háskóla Íslands í janúar 2000
og er nú komið að lokum námsins.
MS-verkefnið var unnið undir
leiðsögn dr. Sigurðar Reynis Gísla-
sonar, vísindamanns á Raunvís-
indastofnun, og dr. Jóns Ólafsson-
ar, prófessors við efnafræðiskor.
Prófdómari er dr. Stefán Arnórs-
son, prófessor við jarð- og land-
fræðiskor. Fyrirlesturinn er öllum
opinn.
Rætt um efna-
skipti í Mývatni
MÍMIR-Tómstundaskólinn mun
halda námskeið sem nefnist „Töfrar
Tékklands og perlurnar í Prag“
fimmtudaginn 16. maí kl. 20–23. Anna
Kristine Magnúsdóttir og Pavel
Manásek kenna á námskeiðinu. Pavel
er Tékki, sem búsettur hefur verið á
Íslandi sl. 10 ár. Anna Kristine er
kunn af störfum sínum fyrir íslenska
fjölmiðla.
Á námskeiðinu fjalla þau um sög-
una og stikla á stóru í þróun landsins.
Skráning á námskeiðið fer fram hjá
Mími-Tómstundaskólanum í síma og
á mimir.is, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið
um Tékkland
FRÆÐSLUNEFND Náttúrulækn-
ingafélags Íslands efnir til fundar í
kvöld 14. maí kl. 20, með frambjóð-
endum til sveitarstjórna á Suður-
landi. Fundurinn ber yfirskriftina
Áherslur í heilbrigðismálum.
Frummælendur verða: Aldís Haf-
steinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Guðni
Ágústsson, Framsóknarflokki, Sig-
ríður Kristjánsdóttir, Samfylking-
unni og Valdimar Bragason, Vinstri
Grænum. Árni Gunnarsson fram-
kv.stj. HNLFÍ flytur inngangsorð
og fundarstjóri verður Ingi Þór
Jónsson, formaður NLFR, segir í
fréttatilkynningu.
Málfundur í
Hótel Örk