Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 54

Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ ER fróðlegt að fylgjast með umræðunni um borgarstjórnar- kosningarnar í fjölmiðlum og virð- ingarvert hvað Morgunblaðið gætir mikils jafnræðis í birtingu aðsendra greina, þótt um tíma hafi hallast svolítið á. Margar af greinum stuðn- ingsmanna D-listans fjalla um smá- mál sem reynt er að blása upp í áróðursskyni, en ætti að leysa á öðrum vettvangi, svo sem bygging stúku fyrir íþróttafélag. Flestar greinarnar eru þó endalausar lang- lokur um ímyndað misferli í fjár- málum borgarinnar. Svipuð um- ræða á sér reyndar stað víðar, t.d. í Hafnarfirði sem mér sýnist ágæt- lega stjórnað af sjálfstæðismönn- um. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af að borgarstjórinn í Reykjavík sé að sólunda fé skattborgaranna, ekki fremur en bæjarstjórinn í Hafnar- firði. Þau eru ekki að spila fjár- hættuspil með peninga almennings eins og ríkisvaldið leyfir sér að gera. Ég hef oft átt í vandræðum með að kjósa til Alþingis og nota yfirleitt útilokunaraðferðina. Stundum hefur lokaákvörðun verið tekin í kjörklef- anum. Ég er því mjög þakklátur að í þessum borgarstjórnarkosningum er valið svo auðvelt. Í fyrsta lagi ber framboðslisti R-listans af D- listanum eins og gull af eiri. Í öðru lagi hugnast mér framtíðarsýn R- listans í málum borgarinnar, sem er í senn þjóðleg og alþjóðleg, en D- listann skortir að mínu mati mark- tæka framtíðarsýn. Í þriðja lagi er ég í höfuðatriðum ánægður með ár- angur R-listans á undanförnum ár- um. Til dæmis hefur verið gert mik- ið átak í skólamálum, svo sem í málum grunnskólans, sem Reykja- víkurborg og önnur sveitarfélög í landinu tóku við í forneskjulegu ástandi úr hendi ríkisins, þ.e. menntamálaráðherra. Merkur áfangi hefur náðst í fráveitumálum sem nú eru loks að komast í nútíma- horf, en fyrir áratug lék skolpið svo að segja um fjörur borgarinnar, án þess það væri forgangsmál að úr væri bætt. Eins má benda á að fast- eignagjöldin í borginni hækkuðu ekki í ár þrátt fyrir hækkun á fast- eignamati. Ríkisvaldið lét sér hins vegar sæma að stórhækka eigna- skatt af húsnæði fólks. Mér er ekki kunnugt um að eignaskattur sé hirtur af íbúðarhúsnæði almennings nokkurs staðar á byggðu bóli nema hér á landi. Sá sem þetta ritar hefur aldrei fyrr tjáð sig opinberlega um póli- tísk málefni, enda aldrei verið bundinn neinum stjórnmálaflokki. En svo má brýna deigt járn að bíti og nú get ég ekki orða bundist. Svo mikið er í húfi fyrir Reykjavík, og raunar landið allt. HALLDÓR ÞORMAR, Langagerði 54, 108 Reykjavík. Umræða um borgarmál Frá Halldóri Þormar: YFIR vofir að kosið verði til sveit- arstjórna innan fárra vikna. Það er ekki skelfilegt í sjálfu sér en fjölmiðl- um tekst með undraverðu móti að gera þessa tíð næsta óbærilega. Þeim er ekki einum um að kenna vegna þess að framboðin hafa úti ýmsar klær til að þröngva sér inn í dagskrána. Einstaklingarnir sem þar um ræð- ir ráða jafnvel engu, sérþjálfaðir áróðursmeistarar stýra iðulega strengjabrúðum í óskemmtilegum leik. Í þeirri orrahríð sem nú stendur er íslenskri þjóð sýndur óhugnanleg- ur yfirgangur og lítilsvirðing. Vikum saman eru fjölmiðlarnir fleytifullir – opna eftir opnu í blöðunum, frétta- tímar útvarpa, fréttir og samræðu- þættir sjónvarpsstöðvanna – allir þessir fjölmiðlar sem beint er að öllu landinu eru fleytifullir af áróðri, karpi og jafnvel persónulegu skít- kasti sem er gersamlega óviðkom- andi miklum meirihluta landsmanna. Þetta efni er viðkomandi um það bil fjórðungi Íslendinga, kjósendum í kaupstaðnum Reykjavík, en kemur hinum þremur fjórðungum lands- manna lítið sem ekkert við. Sand- kassaleikur tíu til tuttugu Reykvík- inga veður af þvílíkum mætti yfir fólk sem ekkert illt á skilið að það sem eru sannanlega stórmál á Ísa- firði, í Öngulsstaðahreppi, á Hellu eða í Fjarðabyggð fær ekki rúm í þessum fjölmiðlum, sem þykjast vera á landsvísu. Það er illt að vera Íslendingur og veða að þola það líka á þennan hátt að þjóðarbrotið innan borgarmúr- anna valti yfir meirihluta lands- manna eins og það sem innan þess- ara múra er sé merkilegra en allt hitt. Fjölmiðlarnir ættu að hafa manndóm og vald til að brjótast und- an þessu ofurvaldi áróðursmeistara og sýna rétta mynd af því landi sem við lifum í. Og það land er EKKI ein- göngu Reykjavík. Og ekki heldur eingöngu Reykjavík og næsta ná- grenni. SVERRIR PÁLL ERLENDSSON, menntaskólakennari á Akureyri, Ásvegi 29, Akureyri. Ótrúlegur yfirgangur Frá Sverri Páli Erlendssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.