Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ ER fróðlegt að fylgjast með umræðunni um borgarstjórnar- kosningarnar í fjölmiðlum og virð- ingarvert hvað Morgunblaðið gætir mikils jafnræðis í birtingu aðsendra greina, þótt um tíma hafi hallast svolítið á. Margar af greinum stuðn- ingsmanna D-listans fjalla um smá- mál sem reynt er að blása upp í áróðursskyni, en ætti að leysa á öðrum vettvangi, svo sem bygging stúku fyrir íþróttafélag. Flestar greinarnar eru þó endalausar lang- lokur um ímyndað misferli í fjár- málum borgarinnar. Svipuð um- ræða á sér reyndar stað víðar, t.d. í Hafnarfirði sem mér sýnist ágæt- lega stjórnað af sjálfstæðismönn- um. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af að borgarstjórinn í Reykjavík sé að sólunda fé skattborgaranna, ekki fremur en bæjarstjórinn í Hafnar- firði. Þau eru ekki að spila fjár- hættuspil með peninga almennings eins og ríkisvaldið leyfir sér að gera. Ég hef oft átt í vandræðum með að kjósa til Alþingis og nota yfirleitt útilokunaraðferðina. Stundum hefur lokaákvörðun verið tekin í kjörklef- anum. Ég er því mjög þakklátur að í þessum borgarstjórnarkosningum er valið svo auðvelt. Í fyrsta lagi ber framboðslisti R-listans af D- listanum eins og gull af eiri. Í öðru lagi hugnast mér framtíðarsýn R- listans í málum borgarinnar, sem er í senn þjóðleg og alþjóðleg, en D- listann skortir að mínu mati mark- tæka framtíðarsýn. Í þriðja lagi er ég í höfuðatriðum ánægður með ár- angur R-listans á undanförnum ár- um. Til dæmis hefur verið gert mik- ið átak í skólamálum, svo sem í málum grunnskólans, sem Reykja- víkurborg og önnur sveitarfélög í landinu tóku við í forneskjulegu ástandi úr hendi ríkisins, þ.e. menntamálaráðherra. Merkur áfangi hefur náðst í fráveitumálum sem nú eru loks að komast í nútíma- horf, en fyrir áratug lék skolpið svo að segja um fjörur borgarinnar, án þess það væri forgangsmál að úr væri bætt. Eins má benda á að fast- eignagjöldin í borginni hækkuðu ekki í ár þrátt fyrir hækkun á fast- eignamati. Ríkisvaldið lét sér hins vegar sæma að stórhækka eigna- skatt af húsnæði fólks. Mér er ekki kunnugt um að eignaskattur sé hirtur af íbúðarhúsnæði almennings nokkurs staðar á byggðu bóli nema hér á landi. Sá sem þetta ritar hefur aldrei fyrr tjáð sig opinberlega um póli- tísk málefni, enda aldrei verið bundinn neinum stjórnmálaflokki. En svo má brýna deigt járn að bíti og nú get ég ekki orða bundist. Svo mikið er í húfi fyrir Reykjavík, og raunar landið allt. HALLDÓR ÞORMAR, Langagerði 54, 108 Reykjavík. Umræða um borgarmál Frá Halldóri Þormar: YFIR vofir að kosið verði til sveit- arstjórna innan fárra vikna. Það er ekki skelfilegt í sjálfu sér en fjölmiðl- um tekst með undraverðu móti að gera þessa tíð næsta óbærilega. Þeim er ekki einum um að kenna vegna þess að framboðin hafa úti ýmsar klær til að þröngva sér inn í dagskrána. Einstaklingarnir sem þar um ræð- ir ráða jafnvel engu, sérþjálfaðir áróðursmeistarar stýra iðulega strengjabrúðum í óskemmtilegum leik. Í þeirri orrahríð sem nú stendur er íslenskri þjóð sýndur óhugnanleg- ur yfirgangur og lítilsvirðing. Vikum saman eru fjölmiðlarnir fleytifullir – opna eftir opnu í blöðunum, frétta- tímar útvarpa, fréttir og samræðu- þættir sjónvarpsstöðvanna – allir þessir fjölmiðlar sem beint er að öllu landinu eru fleytifullir af áróðri, karpi og jafnvel persónulegu skít- kasti sem er gersamlega óviðkom- andi miklum meirihluta landsmanna. Þetta efni er viðkomandi um það bil fjórðungi Íslendinga, kjósendum í kaupstaðnum Reykjavík, en kemur hinum þremur fjórðungum lands- manna lítið sem ekkert við. Sand- kassaleikur tíu til tuttugu Reykvík- inga veður af þvílíkum mætti yfir fólk sem ekkert illt á skilið að það sem eru sannanlega stórmál á Ísa- firði, í Öngulsstaðahreppi, á Hellu eða í Fjarðabyggð fær ekki rúm í þessum fjölmiðlum, sem þykjast vera á landsvísu. Það er illt að vera Íslendingur og veða að þola það líka á þennan hátt að þjóðarbrotið innan borgarmúr- anna valti yfir meirihluta lands- manna eins og það sem innan þess- ara múra er sé merkilegra en allt hitt. Fjölmiðlarnir ættu að hafa manndóm og vald til að brjótast und- an þessu ofurvaldi áróðursmeistara og sýna rétta mynd af því landi sem við lifum í. Og það land er EKKI ein- göngu Reykjavík. Og ekki heldur eingöngu Reykjavík og næsta ná- grenni. SVERRIR PÁLL ERLENDSSON, menntaskólakennari á Akureyri, Ásvegi 29, Akureyri. Ótrúlegur yfirgangur Frá Sverri Páli Erlendssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.