Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 55
Frá vinstri: Þórdís Sigurðardóttir og Elísa Wium frá Vímulausri æsku, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, ritstjóri Smells, og Jón Jósep Snæbjörnsson, aðstoðarritstjóri Smells. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um samvinnu Vímu- lausrar æsku/Foreldrahússins og unglingablaðsins Smells. Verður starf Vímulausrar æsku/ Foreldrahússins kynnt í öllum tölublöðum Smells með viðtölum, greinum og auglýsingum. Einnig verður safnað styrktarlínum á vegum blaðsins til að styðja for- varnarstarf þessara aðila. Vímulaus æska var stofnuð árið 1986 og hefur unnið að margs konar verkefnum, einkum for- vörnum, og rekin er fjöl- skylduráðgjöf. Unglingablaðið Smellur verður fimm ára í haust og fjallar blaðið um málefni ung- linga. Hafa ritstjórar Smells lagt áherslu á að birta forvarnarefni. Smellur kynnir forvarnarstarf BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 55 Blússur - Pils Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval Buxur FRÉTTIR LENGI vel fögnuðu Íslendingar því að vorið góða grænt og hlýtt væri komið. Þessi gleði var skiljanleg þar sem veturinn var oft harður og gekk nærri hag almennings. Nú eru breyttir tímar og við eigum ekki leng- ur allt okkar undir veðurfarinu. Þrátt fyrir breytingar í atvinnumálum held- ur þó sólin áfram að ylja okkur og gróðurinn færir okkur lit og angan komandi sumars. Það er vor í lofti. Í þessari vorstemmingu fer ég að lesa blöðin og sé þá að þau eru yfirfull af skrifum um hvað það sé vond lykt í miðbæ Reykjavíkur. Ég hef búið í ná- grenni miðbæjarins í 12 ár og farið nærri því á hverjum degi niður í miðbæ en þessi vonda lykt hefur al- veg farið framhjá mér. Það vantar fólk í miðbæinn og það er vond lykt af þeim sem þar sjást er viðkvæðið í greinarhöfundum D-listans. Aðra ályktun er ekki hægt að draga af þessum skrifum. Nú er það alþekkt frá fyrrihluta síðustu aldar að stjórnmálaöfl vildu hafa vit fyrir almenningi um hvað væri æskilegt og ekki æskilegt, þann- ig var bannað að gefa út rit sem skrif- uð hefðu verið fyrir árið 1400 með nú- tímastafsetningu. Að vísu dæmdi Hæstiréttur þessi lög andstæð stjórn- arskránni. Það er þess konar forræð- ishyggja sem kemur fyrst upp í hug- ann þegar talið berst að vondri lykt í miðbænum. Væntanlega ætlar þá D- listinn að koma upp borgarilmi og væri fróðlegt að vita hvernig sá ilmur á að vera og hvort hann verður búinn til á efnafræðilegum forsendum og þá með ríkisábyrgð? Hvað verður svo gert við þá sem ekki lykta rétt? Ég hélt að svona málflutningur heyrði sögunni til. Það væri keppi- kefli stjórnmálaafla að horfa til fram- tíðar og segja hvað þau hefðu fram að færa en ekki tala eins og allt væri í kaldakoli. Það býr fólk í miðbænum og það er fólk á ferli í miðbænum. Þess vegna er það einkennilegt að framboð til borgarstjórnar sem vill láta taka sig alvarlega skuli hafa uppi málflutning eins og þann að miðbær- inn sé í rúst og óþef leggi þar yfir allt. Það er gaman að koma í miðbæinn og það er gott að búa í Reykjavík. SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Fjólugötu 25, Reykjavík. Björn Bjarnason og vonda lyktin! Frá Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur: ÉG ER ein þeirra sem ekki geta orða bundist yfir frökkum framgangi í málefnum Íslenskrar erfðagreining- ar. Að setja fram þá ósk að við skatt- greiðendur þessa lands, í nafni rík- isins, tökumst á hendur 20 milljaða kr. ábyrgð fyrir einhvern áhættusam- asta atvinnuveg sem fyrirfinnst og það fyrir eitt (erlent) fyrirtæki. Ég bara spyr eins og Stefán J. Haf- stein gerir í grein í blaðinu 19. þ.m. Er Sjálfstæðisflokkurinn áhættu- fíkill? Vill hann stuðla að óráðsíu með almanna fé? Eða eru þetta örfáir áhættufíklar sem láta sér detta í hug að setja fram frumvarp til laga á Al- þingi Íslendinga um ríkisábyrgð til handa einhverju einu fyrirtæki um- fram önnur, og það af þessari stærð- argráðu, þrátt fyrir mikinn ágreining í skoðunum manna á máli þessu? Voru það ekki orð Björns Bjarna- sonar, fv. ráðherra, að hið opinbera ætti ekki að taka þátt í áhætturekstri fyrirtækja? Jú, sem betur fer hefur margur góður borgarinn sett sig á móti um- ræddu frumvarpi og skiptir þá ekki máli hvar í flokki viðkomandi eru. Að gamni vil ég benda fyrirtækinu Íslenskri erfðagreiningu á hina ís- lensku þýðingu orðsins de-CODE; þ.e. að leysa sitt eigið leyniletur og halda sér í upprunalegu horfi. Gott væri að þeir færu eftir því. Ég er þeirrar skoðunar að ef úr þessari ríkisábyrgð verður, sé nær að breyta nafni fyrirtækisins í „de- COY“ sem í íslenskri þýðingu er „tál- beita“, þ.e. sá sem ginnir eða leiðir aðra í ógöngur. Ef illa færi nú varðandi áhættuþátt ríkisins í þessu máli, hvað mætti ekki gera margt til góðs í þjóðfélaginu, fyrir aðeins brot af þvílíkum fjármun- um. Nær væri að ríkið legði meiri áherslu á að ráða fram úr þeim mikla vanda sem heilbrigðisgeirinn á í, t.d. fjársvelti spítalanna. Bæta kjör aldr- aðra og öryrkja og stuðla að jöfnun á manngildi og velferð þegna sinna. Því þegnar landsins erum við öll, frá vöggu til grafar. ELÍN BIRNA ÁRNADÓTTIR skipar 18. sæti á lista Framsókn- arflokksins í Hafnarfirði. Enn um deCODE Frá Elínu Birnu Árnadóttur: Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Léttur hádeg- isverður að stundinni lokinni. Samvera for- eldra unga barna kl. 14–16 í neðri safn- aðarsal. Opinn 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð- arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Mar- grétar Scheving og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. For- eldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Vor- ferð í Húsdýragarðinn. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30.Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Vor- ferð til Grindavíkur. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 11 f.h. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16.30. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17– 18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri: Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Síðasti fundur vetrarins. Safnaðarstarf Í HERNAÐARAÐGERÐUM Ísr- aelsmanna í Ramallah og Jenin var gert meira en að berjast gegn hryðjuverkum. Í rauninni snerust aðgerðirnar ekki um það, heldur að eyðileggja palestínskt samfélag eins og það leggur sig. Í Ramallah réðst Ísraelsher t.d. á menntamálaráðuneyti Palestínu og eyðilagði húsgögn, síma og tölvur. Einnig var peningaskápur í ráðu- neytinu sprengdur upp og stolið úr honum. Allar prófúrlausnir palest- ínskra skólabarna allt að 50 ár aftur í tímann voru eyðilagðar svo og allir listar um kennarafjölda og nemend- ur, allar upplýsingar um skólakerfi Palestínumanna voru eyðilagðar. Í heilbrigðisráðuneyti Palestínu var sama uppi á teningnum. Þar voru eyðilagðar allar upplýsingar um lækna, hjúkrunarfólk, sjúklinga og sjúkdóma þeirra. Jafnvel hörðustu andstæðingar palestínsku heimastjórnarinnar í Ísrael viðurkenndu þó að þessi tvö ráðuneyti hefðu verið að vinna mjög gott starf í Palestínu og ekki komið nálægt hryðjuverkastarfsemi. Aðrar opinberar stofnanir í Pal- estínu voru líka lagðar í rúst, eins og ökuskólinn og höfuðstöðvar öryggis- sveita Palestínu. Í Jenin eyðilögðu Ísraelsmenn 800 hús og 5.000 manns misstu heimili sín vegna þess. Terje Roerd-Larsen, sendimaður SÞ í Jen- in, lýsti aðgerðum Ísraelsmanna þar sem siðferðislegri viðurstyggð. Hvers vegna vill síðan Ísr- aelsstjórn ekki leyfa óháðum aðilum að rannsaka það hvort herinn hafi framið fjöldamorð í Jenin? Þeir vita eflaust upp á sig skömmina, í raun- inni gildir einu hvort herinn hafi myrt 50 manns eða 500 í aðgerðun- um, fjöldamorð er fjöldamorð. Þetta sýnir að stjórnvöld í Ísrael gerðu annað og meira en að berjast gegn hryðjuverkum í Ramallah og Jenin. Reynt var að eyðileggja allar undirstöður samfélagsins. Það á þó ekki að þurfa að koma á óvart þar sem öfgamaðurinn Sharon á sér þann draum að búa til Stór-Ísrael, sem nær frá Miðjarðarhafi til Jórd- anár, ríki sem eingöngu er byggt gyðingum. En til þess að það takist þarf hann að koma Palestínumönn- um burt, og til þess er öllum tiltæk- um ráðum beitt. Það er engin tilvilj- un að Sharon studdi opinberlega Slobodan Milosevic á sínum tíma. Það segir meira en mörg orð. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. Um hernað Ísraels Frá Sigurði Þórarinssyni: Nýjar náms- leiðir fyrir fólk í umönn- unarstörfum NÝ námsleið, félagsliðanám, hefur opnast fyrir fólk í umönnunarstörf- um og er kennsla hafin í Borgar- holtsskóla í Reykjavík. Einnig eru að opnast möguleikar sjúkraliða til framhaldsnáms í þeirra grein. Öldrunarráð Íslands boðar til námsstefnu um þessi mál, þar sem gerð verður grein fyrir hinum nýju námsleiðum, bæði um inntak þeirra, réttindi sem námið veitir og hinn fjárhagslega þátt. Einnig verður gerð grein fyrir sjónarhorni Fé- lagsþjónustunnar. Námsstefnan verður haldin í Gerðubergi í Reykjavík miðvikudag- inn 15. maí kl. 13.30 – 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, en sérstaklega er boðið til hennar fólki í umönnunarstörfum við aldraða, fulltrúum frá öldrunarstofnunum og frá sveitarfélögum sem skipuleggja heimaþjónustu aldraðra, segir í fréttatilkynningu. Fundur um feður og föð- urhlutverkið Á ALÞJÓÐLEGUM degi fjölskyld- unnar 15. maí efna fjölskylduráð og félagsmálaráðuneytið til morgun- verðarfundar á Grand Hótel Reykja- vík um feður og föðurhlutverkið. Umræðuefni fundarins eru þær breytingar sem jafnt og þétt eru að verða á stöðu feðra til að sinna föð- urhlutverki sínu og áhrif þeirra breytinga á samfélagið. Fundurinn hefst með ávarpi Páls Péturssonar félagsmálaráðherra og síðan tala Ólafur Þ. Stephensen, að- stoðarritstjóri Morgunblaðsins, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Garðar Baldvins- son, formaður félagsins Ábyrgir feð- ur og Dögg Pálsdóttir hæstaréttar- lögmaður. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stend- ur í eina klukkustund. Morgunverð- ur er framreiddur frá kl. 8 og kostar 850 kr., segir í fréttatilkynningu. Hestakerru stolið á Varm- árbökkum HESTAKERRU var stolið af efra kerrustæði við hestahúsahverfið á Varmárbökkum í Mosfellsbæ á föstu- dagskvöldið eða aðfaranótt laugar- dags. Um er að ræða kerru af gerð- inni Homar fyrir fimm hesta, gráa að lit með ljósu segli á toppi. Skráning- arnúmer kerrunnar er SZ 004.Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hvarf kerrunnar eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykja- vík eða hringja í síma 896 6753.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.