Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 56
DAGBÓK
56 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Flemming Sif, Skóga-
foss, Kiel og Cec Copen-
hagen koma í dag. Ant-
onio Enes, Þerney,
Cidade de Amarante og
Akureyrin fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kom til Straums-
víkur í gær. Obsha og
Annie Hillina fóru í gær,
Brattegg kemur í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl 2,
opinn þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl. 10 boccia, kl. 10
enska, kl. 11 enska og
Lance-dans, kl. 13
vinnustofa, postulíns-
málun og bað.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl. 13
opin smíðastofa. Allar
upplýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl.
9–12 tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerðir, kl. 10 sund,
kl. 13 leirlist.
Eldri borgarar Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögumog fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Lesklúbbur
kl. 15.30 á fimmtudög-
um. Jóga föstudaga kl.
11. Kóræfingar hjá Vor-
boðum, fimmtudaga kl.
17–19. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586 8014 kl.
13–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10 samverustund, kl.
14 félagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 13 fönd-
ur og handavinna. Kl.
14.45 söngstund í borð-
sal með Jónu Bjarna-
dóttur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í Holts-
búð kl. 13.30.
Vorferð 15 maí Nesja-
vellir- Geysir, Flúðir.
Brottför kl. 9.
Ath. breyttur brott-
faratími.
Félagsstarfið Furu-
gerði. Kl. 9 aðstoð við
böðun, bókband og al-
menn handavinna, kl. 10
leikfimi, kl. 14 sagan.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids,
saumur undir leiðsögn
og frjáls handavinna kl.
13.30, spænskukennsla
kl. 16:30. Á morgun línu-
dans kl. 11, pílukast kl.
13.30 og glerskurður kl.
13. Opið hús í boði Rótarí
fimmtud. 16. maí. kl. 14, í
boði er skemmtiatriði og
kaffi. Kór eldri Þrasta og
Gaflarakórinn halda tón-
leika í Víðistaðakirkju
föstud. 17 maí kl. 20, að-
gangur ókeypis. Vest-
mannaeyjaferð 2. til 4.
júlí rúta, Herjólfur, gist-
ing í 2 nætur. Upplýs-
ingar og skrásetning í
Hraunseli sími 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in virka daga frá kl. 10–
13. Kaffi, blöðin og mat-
ur í hádegi. Mánud.:
Brids kl. 13. Þriðjud.:
Skák kl. 13. Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar fara í
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Göngu-Hrólfar fara
í leikhúsferð á Sólheima
laugard. 18. maí að sjá
Hárið. Brottför frá Ás-
garði, Glæsibæ, kl. 14.
Allir velkomnir. Skrán-
ing á skrifstofu FEB.
Dagsferð 27. maí Hafn-
arfjörður – Heiðmörk.
Kaffi og meðlæti. Leið-
sögn: Páll Gíslason og
Pálína Jónsdóttir, skrán-
ing hafin á skrifstofu
FEB. Silfurlínan er opin
á mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12.
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sama símanúmer
og áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið sunnu-
daga frá kl. 14–16 blöðin
og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia.
Miðvikudaginn 22. maí
er leikhúsferð í Borg-
arleikhúsið að sjá
Kryddlegin hjörtu,
skráning hafin. Veit-
ingar í Kaffi Berg. Upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 gler-
skurður, kl. 10 handa-
vinna, kl. 14
þriðjudagsganga og
boccia, kl. 19 brids. Kl.
14 verður opnaður hand-
verksmarkaður, kaffi og
vöfflur. „Smellur
2…aldrei of seint“ sýnt í
Hjáleigunni, Fannborg
2, kl. 14.
Gullsmári, Gullsmára
13. Handverksmarkaður
verður í dag frá kl. 13–
16. Margt góðra muna á
boðstólum.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 bútasaumur,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi, kl.
13 spilamennska.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og leikfimi, kl.
9.45 bankaþjónusta, kl.
13 handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaaðgerð-
ir, hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskurður og tré-
málun, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð í Bónus,
kl. 13 myndlist, kl. 13–17
hárgreiðsla.
Háteigskirkja eldri
borgarar. Á morgun,
miðvikudag, samvera,
fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 9–17 hárgreiðsla. All-
ir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 handmennt
og körfugerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Sýning á handverki eldri
borgara dagana 26.–31.
maí, að báðum dögum
meðtöldum. Kaffi-
húsastemmning og lif-
andi tónlist. Tekið á móti
munum á sýninguna
þriðjud. 21. maí í Selinu.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa salnum.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Hana-nú Kópavogi.
Sýningar á „Smelli…2
aldrei of seint“ eru alla
daga kl. 14 til laugard.
18. maí í Hjáleigunni Fé-
lagsheimili Kópavogs.
Gengið inn baka til. Að-
eins þessar sýningar.
Pantanir í Gjábakka s.
554 3400 og Dóra s.
899 5508.
Félag áhugafólks og að-
standenda Alzheim-
erssjúklinga og annarra
minnissjúkra. Aðalfund-
urinn verður miðvikud.
15. maí kl. 20 í húsi í
Hörgatúni 2 Garðabæ.
Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verður sagt
frá því nýjasta í málum
minnissjúkra og og frá
ráðstefnu norrænu Alz-
heimerssamtakanna sem
var í Danmörku nýlega.
Sínawik í Reykjavík,
bingófundur í kvöld, 14.
maí, kl. 20 á Broadway í
sal sem heitir Ásbyrgi,
gengið inn hótelmegin.
Ath. breyttan fund-
arstað.
Vestfirðingafélagið.
Menningarvaka til-
einkuð minningu Sigríð-
ar Valdimarsdóttur
verður í félagsheimilinu
Gullsmára, Gullsmára
13, frá kl. 20 þriðjud. 14.
maí. Uppl. í s. 554 3773
eða 566 6500.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins. Aðalfundurinn
verður í Kirkjubæ
þriðjudaginn 21. maí kl.
20.30.
Í dag er þriðjudagur 14. maí, 134.
dagur ársins 2002. Vinnuhjúaskila-
dagur. Orð dagsins: Þú kallaðir í
neyðinni, og ég frelsaði þig, ég bæn-
heyrði þig í þrumuskýi, reyndi þig
hjá Meríbavötnum.
(Sálm. 81, 8.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 greftrun, 4 fatnaður, 7
setjum, 8 rangt, 9 guð, 11
lifa, 13 sögustaður, 14
þolið, 15 vonda byssu, 17
keyrir, 20 guði, 22 hand-
samar, 23 druslu, 24 bætt
við, 25 eftirsjá.
LÓÐRÉTT:
1 ásýnd, 2 útlimur, 3 vítt,
4 kosning, 5 fýla, 6 dáni,
10 úði, 12 ílát, 13 beina
að, 15 refsa, 16 lævís, 18
hreysi, 19 höfðingsskap-
ur, 20 yfrið nóg, 21 súr-
efni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 handtekur, 8 hrafl, 9 fella, 10 lái, 11 fenna, 13
rúnir, 15 seggs, 18 sinna,21 tók, 22 sellu, 23 aðild, 24
hundeltir.
Lóðrétt: 2 asann, 3 della, 4 erfir, 5 uglan, 6 óhóf, 7 marr,
12 nóg, 14 úði, 15 sess, 16 guldu, 17 stund, 18 skafl, 19
neiti, 20 alda.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er Akureyringur.Hann er líka Þórsari. Þess
vegna leiðist honum fátt meira en
þegar honum er óskað til hamingju
með sigra KA. „Hvað ertu ekki Ak-
ureyringur?“ spyrja menn hvumsa
þegar Víkverji hvessir brún og berar
tennur. Vitaskuld. En skilja menn
hérna syðra ekki að það að vera Ak-
ureyringur er ekki endilega það sama
og að vera KA-maður? Á að giska
annar hvor maður á Akureyri er
raunar KA-maður en hinn er Þórsari.
Blóð hans er rautt, ekki gult. Þannig
er því farið með Víkverja. Hann
gleðst því ekki yfir sigrum KA. Öðru
nær.
Brögð hafa verið að þessu áreiti
næstliðna daga enda skilst Víkverja
að KA-menn hafi unnið til einhverra
metorða í handbolta á föstudags-
kvöldið. Og það er eins og við mann-
inn mælt, heillaóskunum rignir yfir
Víkverja. Súrt bragð af því regni. Það
er á stundum sem þessum að Víkverji
þakkar fyrir að vera búsettur í
Reykjavík. Hér er færri KA-mönnum
að mæta.
Þar fyrir utan hefur Víkverji aldrei
botnað í handbolta – hann snýst að-
allega um fangbrögð og innáskipting-
ar. Ótrúlegt að liðum sé leyft að
skipta nýjum mönnum inn á þegar
farið er úr vörn í sókn. Handagang-
urinn er oft svo mikill við varamanna-
bekkinn meðan á þessu gengur að
það minnir á útsölu í raftækjaverslun.
Mildi að enginn liggi sár eftir.
Ef til vill furðar fólk sig á þessu við-
horfi Víkverja til KA. En svona er
þetta nú samt. Rígurinn milli KA og
Þórs er snar þáttur í menningarlífi
Akureyrar og ógerlegt að hugsa sér
bæinn án hans.
Víkverji kann góða sögu um þetta.
Það var fyrir nokkrum árum, þegar
KA gekk sem verst í næstefstu deild í
fótbolta, að liðið var að etja kappi við
einhverja minni spámenn af Suður-
nesjum. Sennilega Reyni Sandgerði.
Með fullri virðingu fyrir því ágæta fé-
lagi. Langt var liðið á leikinn þegar
Þórsari nokkur hringdi niður á Ak-
ureyrarvöll til að spyrjast fyrir um
stöðu mála. 3:0 fyrir Reyni, var hon-
um sagt. Klukkan var langt gengin í
tíu. Þórsarinn beið aftur á móti ekki
boðanna. Ræsti son sinn, fjögurra
eða fimm ára, sem lagstur var til
hvílu, klæddi hann og hélt sem leið lá
niður á völl. Til hvers? Jú, til að sjá
KA-mennina ganga af velli!
Einn er þó kostur KA-manna. Þeir
tapa alltaf fyrir Þór í fótbolta.
Á þessu sumri eru félögin bæði
meðal hinna bestu á ný, eftir langt
hlé. Víkverji hlakkar því til sparksins.
Þá verður aftur gaman að vera Ak-
ureyringur!
x x x
VÍKVERJI hefur sterkar taugartil enska landsliðsins í knatt-
spyrnu. Honum líst hins vegar ekkert
orðið á blikuna fyrir heimsmeistara-
mótið sem er á næstu grösum. Mið-
vallarleikmenn liðsins ganga úr
skaftinu hver á fætur öðrum vegna
meiðsla. David Beckham er tæpur,
einnig Steven Gerrard og Kieron
Dyer er úr leik. Þetta er mikil blóð-
taka. Víkverji er líka forviða á vali
Svens Görans Eriksson, landsliðsein-
valds, á leikmönnum í stað þessara
manna, Danny Murphy og Trevor
Sinclair. Á meðan sitja menn á borð
við Steve McManaman og Ray Parl-
our heima. Tveir frábærir leikmenn
með ómælda reynslu af stórleikjum.
Hér hafa þeim sænska orðið á mistök.
Og enn um
Leiðarljós
ÉG vil koma á framfæri ósk-
um um að sýningum á Leið-
arljósi verði ekki hætt. Við
sem búum úti á landi höfum
ekki kost á miklu afþreying-
arefni og er Leiðarljós eitt
af því sem við missum aldrei
af.
Árný Árnadóttir.
Þakkir fyrir pistil
MARGRÉT hafði samband
við Velvakanda og vildi hún
koma á framfæri þakklæti
til Guðrúnar Thorlacius fyr-
ir pistil hennar um sjón-
varpsþáttinn Leiðarljós.
Segir hún að sá þáttur hafi
verið ein mesta ánægja
margra eldri borgara og ör-
yrkja til margra ára.
Stefnumál F-listans
LANGAR að lýsa eftir
stefnumálum F-listans í
málum öryrkja.
Öryrki.
Múmínálfabækur
KONA spyr hvar hægt sé
að fá Múmínálfabækurnar
eftir Tove Jansson.
Sveppasýkingar
VEGNA umfjöllunar í Vel-
vakanda nýlega um sveppa-
sýkingar kvenna vil ég
koma á framfæri góðum
ráðum til að forðast sýk-
ingu. Það er konum algjör-
lega nauðsynlegt að sleppa
öllum sætindum og borða
ger- og sykurlaus brauð
sem hægt er að fá í heilsu-
búðum. Nauðsynlegt að
taka inn daglega acidophil-
us sem fæst í apótekum og
auka skammtinn þegar sýk-
ing á sér stað. Skolun kyn-
færa án sápu 1–2 sinnum á
dag. Forðast nærfatnað úr
gerviefnum og ganga í bóm-
ullar- eða silkinærfötum.
Sleppa að nota innlegg.
Fatnaður sem þrengir að er
óæskilegur því hann veldur
ertingu sem kemur sveppa-
sýkingu oft af stað.
Kristín.
Ekki hætta
að sýna þáttinn
SVANFRÍÐUR hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hún koma á framfæri
ósk sinni og annarra um að
ekki verði hætt að sýna
þáttinn Leiðarljós.
Áskorun
FINNST slæmt að hætta
eigi sýningum á þættinum
Leiðarljós. Ég vil skora á
ríkissjónvarpið að halda
áfram að sýna þættina.
Vilborg.
Tapað/fundið
Popplínfrakki
tekinn í misgripum
LJÓS popplínfrakki, merkt-
ur að innan í kragalíningu
með nafni og símanúmeri,
var tekinn í misgripum í
fatahenginu í Fella- og
Hólakirkju á kirkjudegi
aldraðra sl. fimmtudag.
Upplýsingar gefur Kristín í
síma 421 1525.
Kvenmannsúr týndist
GALINDA kvenmannsúr
týndist sl. miðvikudag, lík-
lega í mið- eða vesturbæ
Reykjavíkur. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
552-3248 eftir kl. 17.
Barnabílstóll týndist
BLÁR barnabílstóll týndist
frá Trönuhjalla 21 fyrir
stuttu. Þeir sem hafa upp-
lýsingar um stólinn vinsam-
lega hafi samband í síma
659-5335.
Nike-taska týndist
SVÖRT Nike-taska týndist
á Hellisgötunni í Hafnar-
firði 8. maí sl. Í töskunni
voru ungbarnaföt, bleiur,
pelar o.fl. og eru þetta dýr-
mætar eigur fyrir auralitla
námsmenn. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
898 6999 og 898 4645.
Dýrahald
Kanína og búr óskast
ÓSKA eftir angórukanínu
og inni- og útibúri gefins.
Vinsamlega hafið samband
við Huldu í síma 694 8225.
Kettlingur fæst gefins
KETTLINGUR fæst gef-
ins. Hann er tveggja mán-
aða, kassavanur og
skemmtilegur. Upplýsingar
í síma 557 5918.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
EVA María hélt því
fram í Kastljósþættinum
á uppstigningardag í yf-
irheyrslu yfir Árna
Johnsen að áhorfendur
heima í stofu vildu vita
um svokölluð biðlaun
Árna. Sem áhorfandi
heima í stofu vil ég láta
þá góðu konu vita að
mér koma biðlaun Árna
ekkert við. Þau hafa líka
áreiðanlega ekki verið í
líkingu við þær 37 millj-
ónir sem Þórarinn fékk.
Þau kastljóshjú voru al-
veg yfirgengilega frek
og ágeng. Mér sýndist
að þau ætluðu að taka
ómakið af þartilbærum
dómstólum með yf-
irheyrslum og dómi.
Kann fjölmiðlafólk
aldrei að skammast sín?
Við Árna Johnsen vil ég
segja. Ég óska þér alls
hins besta og ég treysti
þér helmingi betur en
þeim sem fannst að þú
hefðir sett blett á fínu
fötin sín. Gættu þín vel á
sessunautum þínum í
framtíðinni. Guð veri
með þér.
Guðlaug,
070131-4049.
Yfirgengilega frek
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16