Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 57
DAGBÓK
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 14. maí,
er fimmtug Henný Júlía
Herbertsdóttir, Miklubraut
38, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Reynir Sigur-
jónsson. Í tilefni afmælisins
opnar hún málverkasýningu
á afmælisdgainn kl. 17 í Art-
studio Gallery, Vesturgötu
12, Reykjavík.
70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 14. maí,
er sjötugur Ingvi Guð-
mundsson, heiðursfélagi
Stjörnunnar. Af því tilefni
er opið hús í Stjörnuheim-
ilinu fyrir fjölskyldu, vini og
félaga Ingva frá kl. 18–20.
LJÓÐABROT
FIÐLARINN
Þegar hann bogann bendir,
birtir að hjartakró.
Örvarnar, sem hann sendir,
særa’ eigi’, en hæfa þó.
Heyri’ eg, er Hrosshársgrani
hræra fer strengjabjóð,
dauðvona syngja svani,
sjávar og klukkna hljóð.
Úr gígjunni hregg hann hristir,
hríðir og þrumu sköll.
Bæjarmagns leikur hann listir,
lærðar í Geirröðar höll.
Hlær bæði gígjan og hjúfrar,
hvað er í annað greypt.
Hið leiðara við hið ljúfra
lætur hann saman steypt.
Grímur Thomsen
1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2
Bg4 4. 0–0 Rd7 5. d3 e5 6.
e4 dxe4 7. dxe4 Rgf6 8. h3
Bxf3 9. Dxf3 Rc5 10. Rd2
Bd6 11. Rc4 Bc7
12. b3 b5 13. Ba3
Rfd7 14. Had1
Db8 15. b4 Re6
Staðan kom
upp á Reykjavík-
urskákmótinu
sem lauk sl. mars.
Antoaneta Stef-
anova (2.451)
hafði hvítt gegn
Birni Þorfinns-
syni (2.279). 16.
Hxd7! Hf8 17.
Hfd1 bxc4 18.
Dg4 Db6 19. Bf1
g6 20. Bxc4 h5
21. Df3 Hd8 22.
Dd3 Hb8 23. b5 c5 24.
Bxe6 fxe6 25. Dc4 og
svartur gafst upp. Minn-
ingarmót Capablanca fer
senn að ljúka í Havana á
Kúbu. Nokkrir íslenskir
skákmenn taka þar þátt og
er hægt að fylgjast með
gangi mála á skak.is..
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
ÞEGAR umsjónarmaður
var ennþá blautur á bak við
eyrun las hann um brellu í
breskum bridsbókum sem
kallast „bath coup“. Heitið
er mikilfenglegt – baðbragð-
ið – en innihaldið rýrt í roð-
inu. Tæknin felst í því að
dúkka kóngsútspil með ÁGx
heima í þeirri von að grun-
laus mótherjinn spili aftur
upp í gaffalinn. Þessi brella
dugði vel á fyrstu árum
íþróttarinnar þegar vörnin
var spiluð í sambandsleysi,
en nú til dags leysa menn
þennan varnarvanda með
þeirri einföldu relgu að kalla
eða vísa frá.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ ÁK943
♥ 9
♦ KG1083
♣95
Vestur Austur
♠ G107 ♠ D65
♥ K63 ♥ G1054
♦ 54 ♦ Á76
♣KD1074 ♣G32
Suður
♠ 82
♥ ÁD872
♦ D92
♣Á86
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Spilið að ofan kom upp á
OK Bridge á Netinu. AV
voru lítt samæfðir og höfðu
ekki gefið sér tíma til að
ræða varnarstílinn í smáat-
riðum. Vestur hóf vörnina
með laufkóng og átti slaginn.
Vestur treysti sér ekki til að
túlka smáspil austurs sem
kallspil og skipti yfir í tígul
af ótta við að suður ætti ÁGx
og væri að láta renna í bað
fyrir sig. Sem kom sér ágæt-
lega fyrir sagnhafa. Austur
drap á tígulás og spilaði lauf-
gosa. Suður gaf, fékk næsta
slag á laufás og tók svo alla
tígulslagina.
Nú er lesandinn beðinn
um að setja sig í spor sagn-
hafa, sem reyndar er for-
sætisráðherra landsins,
Davíð Oddsson, en makker
hans í norður er Jón Steinar
Gunnlaugsson. Austur henti
tveimur hjörtum í tíglana, en
vestur einu hjarta og síðan
spaðasjöu og spaðatíu. Stað-
an var þá þessi:
Norður
♠ ÁK94
♥ 9
♦ –
♣–
Vestur Austur
♠ G ♠ D65
♥ K6 ♥ G10
♦ – ♦ –
♣D7 ♣–
Suður
♠ 82
♥ ÁD8
♦ –
♣
Óbreyttir þingmenn
myndu vafalítið spila upp á
svíningu í hjarta, en for-
sætisráðherrann hafði önn-
ur áform og áhættusamari –
hann spilaði smáum spaða úr
borði!
Austur mat stöðuna svo að
suður ætti gosann og rauk
upp með drottninguna, svo
að Davíð fékk níunda slaginn
á spaðahund í blindum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
FRÉTTIR
Sumarbrids hefst í kvöld
Sumarspilamennskan hjá Brids-
sambandi Íslands hefst í kvöld kl.
19:00.
Í boði verður eins kvölds keppni
og verður spilað fimm daga vikunn-
ar, mán.–fös., en frí laugardaga og
sunnudaga.
Alltaf byrjað á sama tíma, klukk-
an 19.00.
Umsjón hefur Matthías Þorvalds-
son og er spilað í hinu nýja húsnæði
Bridgesambands Íslands, Síðumúla
37. Nánari upplýsingar fást í símum
587-9360 (BSÍ) og 860-1003
(Matthías).
Þá verða upplýsingar og fréttir á
síðu 326 í textavarpinu.
Allir spilarar eru hvattir til að
koma og hjálpað er til við myndun
para ef spilarar mæta stakir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids, tvímenning, í Hraunseli Flata-
hrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudögum
og föstudögum. Mæting kl. 13:30
Spilað var 7. maí. Þá urðu úrslit
þessi:
Jón Sævaldsson - Ólafur Gíslason 148
Árni Bjarnason - Þorvarður Guðmudss. 138
Jón Ó. Bjarnason - Jón R. Guðmundsson 119
Ásgeir Sölvason - Einar Sveinsson 115
3. maí.
Sigurður Jóhannss - Jón Gunnarsson 92
Ásgeir Sölvason - Einar Sveinsson 89
Árni Bjarnason - Þorvarður Guðmudss 83
Hera Guðjónsdóttir - Árni Guðmundss. 80
Bridsfélag Dalvíkur
og Ólafsfjarðar
Aðalsveitakeppni Bridsfélags Dal-
víkur og Ólafsfjarðar (BDÓ) lauk 6.
maí. Spiluð var 3ja kvölda hrað-
sveitakeppni. 5 sveitir tóku þátt í
mótinu og var dregið saman í þær.
Dalvíkurbyggð gaf myndarleg
verðlaun fyrir 3 efstu sætin og urðu
úrslit eftirfarandi:
Eiríkur Helgason, Jón A. Jónsson, Símon
Helgason – Vilhjálmur Þórsson 1390
Grzegorz Maniakowski, Tryggvi Guðmunds-
son, Kristján Þorsteinsson – Hákon
Sigmundsson 1380
Sigríður Rögnvaldsdóttir, Eva Magnúsdótt-
ir, Ingvar Jóhannsson – Jóhannes
Jónsson 1279
8. maí var svo lokahóf félagsins
haldið í Kiwanishúsinu með borð-
haldi, verðlaunaafhendingu og spila-
mennsku.
Stjórn félagsins vill þakka spilur-
um fyrir ánægjuleg spilakvöld í vet-
ur og vona að menn mæti ferskir að
hausti.
Félag eldri
borgara í Kópavogi
Það mættu 22 pör til keppni
þriðjudaginn 7. maí og urðu úrslit
þessi í N/S:
Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 262
Magnús Þorsteinss. – Guðm. Vestmann 242
Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 239
Hæsta skor í A/V:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 259
Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 249
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss.244
Sl. föstudag mættu svo 20 pör og
þá urðu úrslitin þessi:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 252
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 246
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss.244
Hæsta skor í A/V:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 280
Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 256
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 246
Meðalskor báða dagana var 216.
Með morgunkaffinu
Fyrirgefðu að ég trufla. Ég er nýi nágranninn þinn.
Ekki getur þú séð af nokkrum gólfborðum?
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert maður til þess að
grípa til eigin ráða, þegar
nauðsyn krefst. Haltu for-
ystunni umfram allt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú getur skerpt á markmið-
um þínum með því að ræða
þau við einhvern nákominn.
Settu þér skynsamleg mörk,
því annars er hætt við að allt
misheppnist.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það freistar þín mjög að
reyna eitthvað nýtt svo þú
skalt fyrir alla muni láta það
eftir þér. Varastu að leita
langt yfir skammt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu sjálfselskuna ekki ná
svo sterkum tökum á þér að
þú verðir óalandi og óferj-
andi. Leggðu þig þvert á
móti fram um að vingast við
aðra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Farðu í gegnum hirslur þínar
og losaðu þig við allt sem þú
hefur ekki þörf fyrir. Þú gæt-
ir rekið augun í eitthvað sem
þú hélst að væri löngu glatað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú kemst ekki hjá því að
hugleiða vandlega hvaða af-
stöðu þú átt að taka til þeirra
hluta, sem máli skipta. Vertu
svo trúr þinni sannfæringu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Til þín er horft um lausn á
ákveðnum vanda. Þetta setur
þig í klemmu en ekki verri en
svo að þú átt að ráða auðveld-
lega við málið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að huga vel að stöðu
þinni bæði í starfi og einka-
lífi. Einhvers konar endur-
nýjun er nauðsynleg þótt
engar stórbreytingar eigi sér
stað.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er ekkert víst að allir
falli fyrir hugmyndum þínum
en það er sjálfsagt að kynna
þær og opna augu þeirra fáu
sem til þess eru reiðubúnir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú finnur eflaust eitthvað til
þess að gefa góðum málstað í
dag. Kannski leynist eitthvað
í geymslunni sem þú hefur
engin not fyrir lengur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki er allt sem sýnist.
Gefðu þér tíma til að skyggn-
ast undir yfirborð hlutanna,
aðeins þannig færðu upplýs-
ingar sem þú þarft til að
ákveða þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þótt þér séu allir vegir færir
þarft þú eins og aðrir að fá
hrós og uppörvun af og til.
Sæktu styrk til þeirra sem
eru þér nánastir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert ekki alveg með báða
fætur á jörðinni þessa dag-
ana. Forðastu ákvarðanir í
stórum málum og umfram
allt reyndu að ná jarðsam-
bandi aftur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VELÚRGALLAR
Ný sending, nýir litir
Stærðir XS - 2XL
Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu
Bankastræti 14, sími 552 1555
Nýtt Bankastræti
Glæsilegar vörur
Vikutilboð 20% afstáttur
FLÍSPEYSUR &
HÚFUR
fyrir íþróttahópa & fyrirtæki
með ísaumuðum merkingum
Reykjavíkurvegur 62
220 Hafnarfjörður
Sími 565 04 88www.myndsaumur.is