Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins
komu til landsins í gær til að sitja
vorfund NATO, sem hefst í Háskóla-
bíói í dag og lýkur á morgun. Fjöldi
utanríkisráðherra hinna 27 sam-
starfslanda bandalagsins kom einnig
til landsins í gær og von er á fleiri
ráðherrum í dag.
Samkvæmt upplýsingum, sem
fengust í gærkvöldi, höfðu utanrík-
isráðherrar allra aðildarlanda Atl-
antshafsbandalagsins, sem eru 19
talsins, og 27 samstarfsríkja þess
staðfest þátttöku sína á fundinum.
Meðal ráðherra og háttsettra
embættismanna sem komnir eru til
landsins er Colin Powell utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, en flugvél
hans lenti í Keflavík seint í gær-
kvöldi, og George Robertson lávarð-
ur, framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins. Von er á Igor Ivanov,
utanríkisráðherra Rússlands, til
landsins fyrir hádegi í dag.
Komu með einkaþotum
og áætlunarflugi
Ráðherrar og sendinefndir ein-
stakra ríkja komu til landsins í gær
ýmist með einkaflugvélum, sem
lentu í Keflavík eða á Reykjavíkur-
flugvelli, eða með áætlunarflugi síð-
degis og fram eftir kvöldi.
Fundur utanríkisráðherra NATO-
ríkjanna hefst í Háskólabíói kl. 8:30 í
dag og eftir hádegi verður fundur ut-
anríkisráðherra á samstarfsvett-
vangi NATO og Rússlands. Síðdegis
er svo á dagskrá fundur utanríkis-
ráðherra NATO og Evrópusam-
bandsins.
Erlendir þátttakendur á fundinum
eru rúmlega 750 að meðtöldum
sendinefndum og alþjóðlegu starfs-
liði Atlantshafsbandalagsins. Þá eru
nokkur hundruð erlendir fréttamenn
og aðrir starfsmenn á vegum fjöl-
miðla komnir til landsins. Mikill ör-
yggisviðbúnaður var við komu ráð-
herranna til landsins í gær og
strangar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar á svæðinu þar sem
fundirnir verða haldnir, í Háskóla-
bíói, íþróttahúsi Hagaskóla og á Hót-
el Sögu.
Fjöldi utanríkisráðherra og fjölmennar sendinefndir komnar til landsins
Allir ráðherrar 46 ríkja
staðfestu þátttöku sína
Morgunblaðið/Kristinn
Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til landsins ásamt fylgdarliði. Flugvél hans lenti á Reykjavík-
urflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi, en gestir lentu ýmist í Reykjavík eða á Keflavíkurflugvelli.
Fjallað
um Land-
mat
á CNN
HUGBÚNAÐUR frá upplýs-
ingatæknifyrirtækinu Land-
mati hefur vakið umtalsverða
athygli í Indlandi og var m.a. til
uppfjöllunar hjá sjónvarpsstöð-
inni CNN í Asíu í gærmorgun.
Um er að ræða stefnumótahug-
búnað fyrir farsíma, DateTrak,
sem Landmat hefur hannað og
byggist á landfræðilegri stað-
setningu. Hann hefur nú verið
tekinn í notkun hjá indverska
símafélaginu Barthi. Að sögn
Geirs Oddssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Landmati,
hefur umfjöllunin geysilega
mikla þýðingu fyrir fyrirtækið.
Hann segir að vaxtarbroddur-
inn í farsímanotkun sé hvers-
konar virðisaukandi þjónusta
og þróun í slíkri þjónustu hafi
verið mjög hröð. „Þetta er
ómetanleg kynning fyrir fyrir-
tæki eins og okkar, enda nær
hún til mjög breiðs og mikil-
vægs markhóps og sýnir að við
erum að gera eftirtektarverða
hluti,“ segir hann.
Hugbúnaður/20
Áhyggjur og
óánægja með
störf stjórn-
arformanns
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, kveðst
hafa undir höndum afrit af bréfi
nokkurra starfsmanna Byggða-
stofnunar til forstjóra stofnunarinn-
ar, þar sem þeir lýsa áhyggjum sín-
um og óánægju með störf
stjórnarformannsins. Forstjóri
Byggðastofnunar gekk af síðasta
stjórnarfundi þegar honum var
meinað að kynna drög að ársreikn-
ingi stofnunarinnar. Hann upplýsti
iðnaðarráðherra um stöðu málsins
sl. föstudag.
Iðnaðarráðherra segir sér hafa
verið kunnugt um það um skeið að
mismunandi áherslur væru á milli
stjórnarformanns og forstjóra og
ekki væri nægilega gott samstarf
milli þeirra.
Hún sagði ekki hjá því komist að
taka á þessu máli. Starfsmenn hefðu
sent forstjóranum bréfið til af-
greiðslu og sér afrit og hún myndi
fylgjast með framvindu mála. Bein
afskipti sín af málum Byggðastofn-
unar væru hins vegar á aðalfundi
hennar sem halda á í næsta mánuði.
Hefur upplýst/11
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur nú til athugunar til-
lögu Guðmundar Einarssonar, for-
stjóra Heilsugæslunnar, sem hann
telur að gæti dregið úr óánægju
heilsugæslulækna með launakjör
sín.
Tillagan felur í sér að gerður verði
samningur við Læknavaktina ehf.,
hlutafélag í eigu heilsugæslulækna,
um að læknar geti leigt aðstöðu
heilsugæslustöðvanna og tekið á
móti sjúklingum þar eftir kl. 16 á
daginn. Einnig leggur hann til að
Læknavaktin komi á fót bráðavakt á
heilsugæslustöðvunum þar sem
læknum verði gert mögulegt að
vinna einn virkan dag í viku, hina
fjóra sinni þeir starfi sínu sem
heilsugæslulæknar.
Guðmundur segir að með þessu
yrði komið til móts við þá lækna sem
vildu leggja á sig meiri vinnu til að
auka tekjur sínar og jafnframt bætt
nýting heilsugæslustöðvanna, sem
mikið fé hafi verið lagt til. Ef vel tak-
ist til um framkvæmd hugmyndar-
innar muni biðtími á heilsugæslu-
stöðvunum styttast mjög og hverfa á
sumum þeirra. Einnig yrði þjónust-
an fjölskylduvænni því fjölskyldu-
fólk gæti sótt þjónustu á sinni heilsu-
gæslustöð að loknum vinnudegi.
Kjaranefnd úrskurðar um kjör
heilsugæslulækna og segir Guð-
mundur það óeðlilegt fyrirkomulag.
Heilsugæslan er bundin úrskurðum
nefndarinnar um launagreiðslur, en
hlutafélög og önnur einkarekin fyr-
irtæki eru það ekki, sem gerir þenn-
an kost mögulegan.
Læknar fái að
leigja aðstöðu
heilsugæslu-
stöðvanna
Málamiðlun/10
Málamiðlunartillaga í
deilu heilsugæslulækna
TEKJUR deCODE Genetics, móð-
urfélags Íslenskrar erfðagreiningar,
á ársfjórðungi þeim sem lauk 31.
mars 2002 voru 9,5 milljónir Banda-
ríkjadala eða um 865 milljónir ísl.
króna, en voru 5,0 milljónir á sama
tímabili árið 2001. Aukningin nemur
88% og er aðallega tilkomin vegna
nýrra samstarfssamninga. Í lok árs-
fjórðungsins voru einnig 12,0 millj-
ónir dala skráðar sem frestaðar
tekjur. Þær verða tekjufærðar á
seinni uppgjörstímabilum. Heildar-
tap tímabilsins nam 11,2 milljónum
Bandaríkjadala og hefur minnkað
um 30% frá fyrsta fjórðungi síðasta
árs, en þá nam tapið 16,1 milljón
dala.
Aukinn fjöldi almennra hluta
Minna tap skýrist af auknum
tekjum og af hærri einstökum út-
gjöldum á fyrsta fjórðungi síðasta
árs. Tap á hvern almennan hlut
minnkaði úr 0,37 Bandaríkjadölum á
fyrsta fjórðungi síðasta árs í 0,24 dali
á fyrsta ársfjórðungi 2002. Þessi
lækkun skýrist af tekjuaukningu og
af auknum fjölda almennra hluta.
Við kaup á bandaríska lyfjaþróunar-
fyrirtækinu MediChem í lok mars
voru gefnar út 8,4 milljónir nýrra al-
mennra hluta í deCODE Genetics
Inc. Í lok ársfjórðungsins var heild-
arfjöldi almennra hluta í samstæð-
unni 53,5 milljónir.
Útgjöld til rannsókna- og þróun-
arstarfsemi á umræddum ársfjórð-
ungi voru 17,9 milljónir dala en 20,2
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Stjórnunar- og almennur kostnaður
fyrsta ársfjórðungs 2002 var 3,5
milljónir dala en 3,0 milljónir á
fyrsta fjórðungi ársins 2001. Hækk-
unin stafar af auknum launakostnaði
vegna nýráðninga og ýmsum öðrum
kostnaði af aukinni starfsemi. 31.
mars 2002 hafði deCODE Genetics
Inc. um 147,1 milljón dala til ráðstöf-
unar í handbæru fé.
Erum á réttri leið
„Á fyrsta fjórðungi ársins gerðum
við tvo mikilvæga nýja samstarfs-
samninga. Markmið okkar er að
snúa uppgötvunum í erfðafræði í lyf
og greiningarpróf sem beinast að al-
gengum sjúkdómum. Þessi mikla
tekjuaukning sýnir að við erum á
réttri leið og að þessir nýju sam-
starfssamningar eru að skapa okkur
umtalsverðar tekjur á fyrstu stigum
samstarfsins. Þessar afkomutölur
eru í samræmi við áætlanir okkar og
við reiknum með svipaðri tekjuaukn-
ingu út árið,“ segir Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
í frétt frá félaginu.
Með kaupunum á bandaríska
lyfjaþróunarfyrirtækinu MediChem
segir Kári að möguleikar til lyfjaþró-
unar hafi aukist til muna. „Á þessum
fyrsta fjórðungi ársins undirrituðum
við nýjan samning við Roche um
lyfjaþróun og gerðum spennandi
samning við Pharmacia um samstarf
við rannsóknir í lyfjaerfðafræði. Við
reiknum með að tekjur muni aukast
enn á næstunni með áfanga-
greiðslum samkvæmt þessum nýju
samningum, með öðrum nýjum sam-
starfssamningum og með sölu á líf-
upplýsingakerfum okkar,“ segir
Kári ennfremur.
Afkoma deCODE á fyrsta ársfjórðungi
Tekjur jukust um 88%
og tap 30% minna