Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins komu til landsins í gær til að sitja vorfund NATO, sem hefst í Háskóla- bíói í dag og lýkur á morgun. Fjöldi utanríkisráðherra hinna 27 sam- starfslanda bandalagsins kom einnig til landsins í gær og von er á fleiri ráðherrum í dag. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust í gærkvöldi, höfðu utanrík- isráðherrar allra aðildarlanda Atl- antshafsbandalagsins, sem eru 19 talsins, og 27 samstarfsríkja þess staðfest þátttöku sína á fundinum. Meðal ráðherra og háttsettra embættismanna sem komnir eru til landsins er Colin Powell utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, en flugvél hans lenti í Keflavík seint í gær- kvöldi, og George Robertson lávarð- ur, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Von er á Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, til landsins fyrir hádegi í dag. Komu með einkaþotum og áætlunarflugi Ráðherrar og sendinefndir ein- stakra ríkja komu til landsins í gær ýmist með einkaflugvélum, sem lentu í Keflavík eða á Reykjavíkur- flugvelli, eða með áætlunarflugi síð- degis og fram eftir kvöldi. Fundur utanríkisráðherra NATO- ríkjanna hefst í Háskólabíói kl. 8:30 í dag og eftir hádegi verður fundur ut- anríkisráðherra á samstarfsvett- vangi NATO og Rússlands. Síðdegis er svo á dagskrá fundur utanríkis- ráðherra NATO og Evrópusam- bandsins. Erlendir þátttakendur á fundinum eru rúmlega 750 að meðtöldum sendinefndum og alþjóðlegu starfs- liði Atlantshafsbandalagsins. Þá eru nokkur hundruð erlendir fréttamenn og aðrir starfsmenn á vegum fjöl- miðla komnir til landsins. Mikill ör- yggisviðbúnaður var við komu ráð- herranna til landsins í gær og strangar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á svæðinu þar sem fundirnir verða haldnir, í Háskóla- bíói, íþróttahúsi Hagaskóla og á Hót- el Sögu. Fjöldi utanríkisráðherra og fjölmennar sendinefndir komnar til landsins Allir ráðherrar 46 ríkja staðfestu þátttöku sína Morgunblaðið/Kristinn Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til landsins ásamt fylgdarliði. Flugvél hans lenti á Reykjavík- urflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi, en gestir lentu ýmist í Reykjavík eða á Keflavíkurflugvelli. Fjallað um Land- mat á CNN HUGBÚNAÐUR frá upplýs- ingatæknifyrirtækinu Land- mati hefur vakið umtalsverða athygli í Indlandi og var m.a. til uppfjöllunar hjá sjónvarpsstöð- inni CNN í Asíu í gærmorgun. Um er að ræða stefnumótahug- búnað fyrir farsíma, DateTrak, sem Landmat hefur hannað og byggist á landfræðilegri stað- setningu. Hann hefur nú verið tekinn í notkun hjá indverska símafélaginu Barthi. Að sögn Geirs Oddssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Landmati, hefur umfjöllunin geysilega mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. Hann segir að vaxtarbroddur- inn í farsímanotkun sé hvers- konar virðisaukandi þjónusta og þróun í slíkri þjónustu hafi verið mjög hröð. „Þetta er ómetanleg kynning fyrir fyrir- tæki eins og okkar, enda nær hún til mjög breiðs og mikil- vægs markhóps og sýnir að við erum að gera eftirtektarverða hluti,“ segir hann.  Hugbúnaður/20 Áhyggjur og óánægja með störf stjórn- arformanns VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, kveðst hafa undir höndum afrit af bréfi nokkurra starfsmanna Byggða- stofnunar til forstjóra stofnunarinn- ar, þar sem þeir lýsa áhyggjum sín- um og óánægju með störf stjórnarformannsins. Forstjóri Byggðastofnunar gekk af síðasta stjórnarfundi þegar honum var meinað að kynna drög að ársreikn- ingi stofnunarinnar. Hann upplýsti iðnaðarráðherra um stöðu málsins sl. föstudag. Iðnaðarráðherra segir sér hafa verið kunnugt um það um skeið að mismunandi áherslur væru á milli stjórnarformanns og forstjóra og ekki væri nægilega gott samstarf milli þeirra. Hún sagði ekki hjá því komist að taka á þessu máli. Starfsmenn hefðu sent forstjóranum bréfið til af- greiðslu og sér afrit og hún myndi fylgjast með framvindu mála. Bein afskipti sín af málum Byggðastofn- unar væru hins vegar á aðalfundi hennar sem halda á í næsta mánuði.  Hefur upplýst/11 HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðuneytið hefur nú til athugunar til- lögu Guðmundar Einarssonar, for- stjóra Heilsugæslunnar, sem hann telur að gæti dregið úr óánægju heilsugæslulækna með launakjör sín. Tillagan felur í sér að gerður verði samningur við Læknavaktina ehf., hlutafélag í eigu heilsugæslulækna, um að læknar geti leigt aðstöðu heilsugæslustöðvanna og tekið á móti sjúklingum þar eftir kl. 16 á daginn. Einnig leggur hann til að Læknavaktin komi á fót bráðavakt á heilsugæslustöðvunum þar sem læknum verði gert mögulegt að vinna einn virkan dag í viku, hina fjóra sinni þeir starfi sínu sem heilsugæslulæknar. Guðmundur segir að með þessu yrði komið til móts við þá lækna sem vildu leggja á sig meiri vinnu til að auka tekjur sínar og jafnframt bætt nýting heilsugæslustöðvanna, sem mikið fé hafi verið lagt til. Ef vel tak- ist til um framkvæmd hugmyndar- innar muni biðtími á heilsugæslu- stöðvunum styttast mjög og hverfa á sumum þeirra. Einnig yrði þjónust- an fjölskylduvænni því fjölskyldu- fólk gæti sótt þjónustu á sinni heilsu- gæslustöð að loknum vinnudegi. Kjaranefnd úrskurðar um kjör heilsugæslulækna og segir Guð- mundur það óeðlilegt fyrirkomulag. Heilsugæslan er bundin úrskurðum nefndarinnar um launagreiðslur, en hlutafélög og önnur einkarekin fyr- irtæki eru það ekki, sem gerir þenn- an kost mögulegan. Læknar fái að leigja aðstöðu heilsugæslu- stöðvanna  Málamiðlun/10 Málamiðlunartillaga í deilu heilsugæslulækna TEKJUR deCODE Genetics, móð- urfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á ársfjórðungi þeim sem lauk 31. mars 2002 voru 9,5 milljónir Banda- ríkjadala eða um 865 milljónir ísl. króna, en voru 5,0 milljónir á sama tímabili árið 2001. Aukningin nemur 88% og er aðallega tilkomin vegna nýrra samstarfssamninga. Í lok árs- fjórðungsins voru einnig 12,0 millj- ónir dala skráðar sem frestaðar tekjur. Þær verða tekjufærðar á seinni uppgjörstímabilum. Heildar- tap tímabilsins nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala og hefur minnkað um 30% frá fyrsta fjórðungi síðasta árs, en þá nam tapið 16,1 milljón dala. Aukinn fjöldi almennra hluta Minna tap skýrist af auknum tekjum og af hærri einstökum út- gjöldum á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Tap á hvern almennan hlut minnkaði úr 0,37 Bandaríkjadölum á fyrsta fjórðungi síðasta árs í 0,24 dali á fyrsta ársfjórðungi 2002. Þessi lækkun skýrist af tekjuaukningu og af auknum fjölda almennra hluta. Við kaup á bandaríska lyfjaþróunar- fyrirtækinu MediChem í lok mars voru gefnar út 8,4 milljónir nýrra al- mennra hluta í deCODE Genetics Inc. Í lok ársfjórðungsins var heild- arfjöldi almennra hluta í samstæð- unni 53,5 milljónir. Útgjöld til rannsókna- og þróun- arstarfsemi á umræddum ársfjórð- ungi voru 17,9 milljónir dala en 20,2 milljónir á sama tímabili í fyrra. Stjórnunar- og almennur kostnaður fyrsta ársfjórðungs 2002 var 3,5 milljónir dala en 3,0 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins 2001. Hækk- unin stafar af auknum launakostnaði vegna nýráðninga og ýmsum öðrum kostnaði af aukinni starfsemi. 31. mars 2002 hafði deCODE Genetics Inc. um 147,1 milljón dala til ráðstöf- unar í handbæru fé. Erum á réttri leið „Á fyrsta fjórðungi ársins gerðum við tvo mikilvæga nýja samstarfs- samninga. Markmið okkar er að snúa uppgötvunum í erfðafræði í lyf og greiningarpróf sem beinast að al- gengum sjúkdómum. Þessi mikla tekjuaukning sýnir að við erum á réttri leið og að þessir nýju sam- starfssamningar eru að skapa okkur umtalsverðar tekjur á fyrstu stigum samstarfsins. Þessar afkomutölur eru í samræmi við áætlanir okkar og við reiknum með svipaðri tekjuaukn- ingu út árið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í frétt frá félaginu. Með kaupunum á bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækinu MediChem segir Kári að möguleikar til lyfjaþró- unar hafi aukist til muna. „Á þessum fyrsta fjórðungi ársins undirrituðum við nýjan samning við Roche um lyfjaþróun og gerðum spennandi samning við Pharmacia um samstarf við rannsóknir í lyfjaerfðafræði. Við reiknum með að tekjur muni aukast enn á næstunni með áfanga- greiðslum samkvæmt þessum nýju samningum, með öðrum nýjum sam- starfssamningum og með sölu á líf- upplýsingakerfum okkar,“ segir Kári ennfremur. Afkoma deCODE á fyrsta ársfjórðungi Tekjur jukust um 88% og tap 30% minna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.