Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 6. ágúst 1980 8 Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davifl Guflmundsson. Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. . Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaflamaflur á Akureyri: Glsli Sigur geirsson Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 80011 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 80011 og 82200. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 80011. Áskriftargjald er kr.SOOO á mánuði innanlands og verð i lausasölu 2S0 krónur ein- ♦akið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti h.f. Siflumúla 14. Meö kveðju frá Landsmenn eru þessa dagana að fá í hendur skattseðlana. Við- brögð almennings hafa enn ekki komið fram, en hætt er við að mörgum góðum borgaranum bregði í brún. Skattpíningin hef- ur haldið innreið sína. Ríkis- stjórnin hefur sent okkur kveðju sína. Nú eru komin fram í dagsljósið þau skattaáform, sem lagt var á ráðin með í vetur. Skattar fara nefnilega ekki eftir neinu náttúrulögmáli, þeir eru ekki til- viljun eða óvitaskapur. Þeir eru ákveðnir samkvæmt þaulhugsuð- um og nákvæmum lagaákvæð- um, sem stjórnmálamenn hafa í hendi sér að samþykkja eða synja. Skattbyrði og skattlagning er afsprengi hverrar þeirrar ríkisstjórnar sem með völd fer. Nokkrir óvissuþættir voru f yrir hendi vegna nýrrar lagasetning- ar. En í stórum dráttum var full- komlega Ijóst hvaða skattaálagn- ing biði hins almenna skattþegns. Tölvuútreikningar og lagaákvæði gáf u glögga mynd af útkomunni. I Ijósi þessa er fróðlegt að rif ja upp ummæli ráðamanna um skattamálin. Forsætisráðherra lýsti því yfir í febrúar að skattar myndu ekki hækka. Fjármála- ráðherra fullyrti í apríl að skatt- byrðin myndi ekki þyngjast, þeg- ar á heildina er litið. Hvað er hæft í þessum stað- hæfingum? Hvað segja skatt- seðlarnir? Tekjuskattur einstaklinga eykst á þessu ári um rúm 69% f rá því í fyrra. Eignaskattur hefur í ár aukist um 92% og útsvars- hækkun nemur 63%. Þessar tölur eru frá skattstjóranum í Reykja- vík. Þessi gjaldaaukning er mun meiri en hækkun verðbótavísitölu og grunnkaups á síðasta ári. Launahækkun, verðbætur og grunnkaup nam alls 51.6% og upp í 60% hjá nokkrum hópum opin- berra starfsmanna. Gjaldaaukningin er því mun hærri en launahækkanir í land- inu. Gjaldaaukningin milli ára eykst og verulega. Hér þarf ekki frekar vitnanna við. Hátíðlegar yfirlýsingar ráð- herra stoða lítið, þegar skattseðl- arnir hafa talað. Nú er það löngu viðurkennt að rfkisstjorninni A sama tima og skattseölarnir berast inn á heimili launafólks sitja menn yfir lang- dregnum og fánýtum samningaviÐræöum. Ekki eru þetta kjarabæturnar sem iauna- menn biöja um. tekjuskatturinn er fyrst og fremst launamannaskattur. I stað þess að draga úr þessum álögum á laun hins vinnandi manns, eru þær þyngdar að mun. Nöturleiki þessarar staðreynd- ar er enn átakanlegri, þar sem skattstjórar hafa talið líklegt, að tekjuskattar fyrirtækja muni á sama tíma lækka verulega. Þeirri skattaálagningu er ekki lokið, en ef þetta verður niður- staðan, má öllum Ijóst vera, hversu illa er fyrir okkur komið. Á sama tíma og skattseðlarnir berast inn á heimili launafólks, sitja menn yfir langdregnum samningum um fánýtar kaup- hækkanir og verðlausar krónur. Þökk sé verðbólgunni. Varla hefur það bætandi áhrif á samninga að fá það upplýst, að gjaldaaukning sé verulega meiri en launahækkanir. Varla er það vilji verkalýðsforingjanna að bæta hag umbjóðenda sinna á þann hátt að meir sé tekið af þeim í skatta. Ekki eru það kjarabæturnar sem launafólkið þarf á að halda. Frambjóðendur stjórnmála- flokkanna voru flestir hverjir sammála um, að skattboginn væri spenntur til hins ítrasta. Ástæða var til að halda að mark væri takandi á þessum kosninga- ræðum og almenn samstaða næð- ist um léttari skattbyrði. En þær vonir hafa brugðist eins og svo margt annað á þess- um síðustu og verstu tímum. Skattseðlarnir eru kveðjur frá ríkisstjórn sem gerir sér meira annt um ríkishítina en launafólk- ið. [" Afvá pl e gT¥fáMÍýrlr Nor 5Féh¥fng a] i verði Blðnduvirkjun ekki valin • Senn liður að þvi, að yfirmenn orkumála og rikisstjórn taki ákvörð- un um næstu stórvirkj- un hér á landi. Valkost- ir eru ýmsir. Álitleg- ustu nývirkjanir fall- vatna eru Blönduvirkj- un og Fljótsdalsvirkj- un. Rannsóknir og und- irbúningur vegna Blönduvirkjunar er lengra á veg kominn, og langálitlegasti kost- urinn, ef frá er talin stækkun Laxárvirkjun- ar. Núverandi iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, mun af eðlilegum ástæðum leggja þunga áherslu á, að ráðist verði i Fljóts- dalsvirkjun. t>ar ráða ferðinni kjördæmis- sjónarmið. Austfirð- ingar hafa sýnt virkj- unarmálum i kjördæm- inu mikinn áhuga. Þeir hafa rætt möguleika á stóriðju i tengslum við nýja virkjun. Slikar hugmyndir eru ekki að- eins skynsamlegar, I miklu fremur grund- völlur og forsenda frekari nýtingar vatns afls i landinu. (Hvað sem Hjörleifur segir). En hver er afstaöa manna heima i héraöi til Blönduvirkj- unar? Yfirgnæfandi meirihluti ibúa i Norölendingafjóröungi er hlynntur Blönduvirkjun og áhugasamur um framgang málsins. Þó eru nokkrir land- eigendur i Noröurlandi vestra, sem hafa mótmælt fyrirhuguö- um framkvæmdum. Meöal ann- ars af þeirri ástæöu hafa áform um Blönduvirkjun dregist á langinn. Ef ekki takast samn- ingar innan skamms tima er eins vist, aö Blönduvirkjun veröi aö blöa betri tima. Þau endalok munu valda Norölend- ingum ómældu tjóni. Sú niöur- staöa veröur ekki ósvipuö Lax- árvirkjunarævintýrinu. Hvað veldur? Andstæöingar Blönduvirkjun- ar, eins og hiin er nú áætluö, telja hana valda miklum nátt- úruspjöllum og eyöileggingu á miklu beitilandi. Þetta er bæöi satt og rétt. Taliö er, aö uppi- stööulón muni færa á kaf beiti- land, er nemur um 3500 ærgild- um. Þetta yröi mikiö áfall fyrir bændur, ef ekkert kæmi i staö- inn. Þaö hefur hins vegar veriö taliö, aö rækta mætti upp nýtt beitiland, er kæmi I staö þess, sem undir vatn færi. Ræktun af þessu tagi yröi al- fariö á kostnaö hins opinbera. Þá hafa veriö boönar frekari bætur, sem veröalátnarliggja á milli hluta í þessari grein. And- stæöingarBlönduvirkjunar hafa ekki alfariö hafiiaö virkjun, en þeir vilja hana mun smærri 1 sniöum en yfirmenn orkumála telja hagkvæmt. óliklegt er tal- iö, aö sá kostur þeirra veröi valinn, fremur veröi allar áætl- anir lagöar til hliöar. Sáttanefnd hefur veriö skipuö i þessu máli, og er vonandi aö henni takist aö sætta hin óliku sjónarmið. Þaö er i þágu þjóö- arheildar aö máliö veröi til lykta leitt og aö Laxárvirkjun- arævintýriö veröi ekki endur- tekiö. Nóg er nú samt! Laxárvirkjun Jakob Björnsson, orkumála- stjóri, hefur lýst yfir því, aö 6- dýrasta virkjun á Noröurlandi, og liklega á landinu öllu, væri stækkun Laxárvirkjunar. Þaö kostar litiö fé aö auka orku- framleiöslu hennar um nokkur megawött. En liklega er tómt mál aö tala um þaö, þótt stækk- un virkjunarinnar sparaöi þjóð- arbúinu umtalsveröar fjárhæö- ir. Svo var bundiö um hnúta, að þeir veröa ekki leystir nema aö frumkvæöi heimamanna. Flestum mun i fersku minni þau átök og ýfingar, sem uröu þegar átti aö stækka Laxár- virkjun. Margir landeigendur, einkum Mývetningar, mót- mæltu stækkuninni á grundvelli náttúruverndarsjónarmiöa, sem mjög voru dregin I efa. Gripiö var til ýmissa aögeröa, sem fóru i bága viö landslög. t útvarpsþætti fyrir skömmu voru þessi verk tlunduö. Ekki var annaö aö heyra en aö einn heimamanna væri stoltur af lagabrotum þessum, þótt marg- ir viöurkenni nú, aö skynsam- legra heföi veriö aö heyja bar- áttuna innan ramma laganna. Rétt er aö minna á afleiöingar þess aö ekki tókst aö fullgera Laxárvirkjun. Þegar ljóst varö, aö ekki myndi takast aö stækka virkjunina, var gripiö til ör- þrifaráöa viö virkjun Kröflu. neöanmóls Árni Gunnarsson, al- þingismaður, skrifar um nauðsyn þess að sam- komulag náist meðal heimamanna um að ráð- ist verði í byggingu Blönduvirkjunar. Iðnað- arráðherra muni varla bíða lengi eftir því að samkomulag takist, held- ur taka af skarið og knýja á um Fljótsdalsvirkjun. Það jafngilti þvi að Norð- lendingar hefðu tapað stórkostlegu tækifæri til aukinnar og mikillar at- vinnuuppbyggingar. Tilraunaborholur voru ekki rannsakaöar nægilega vel né látnar blása nógu lengi. Þær voru virkjaöar löngu áöur en nokkur reynsla var fengin á orku þeirra, efnainnihald gufu og virkjunarsvæöinu almennt. Afleiöingarnar þekkja allir I landsmenn, þótt enn geri menn sér vonir um aö úr rætist. Andstæöingum Laxárvirkjun- _ ar veröur þó ekki alfariö kennt | um úrslit mála. Yfirvöld sýndu _ óbilgirni i afstööu sinni, og áttu | þátt I þvi, aö málið fór i hnút. ■ Vafalftiö heföi veriö unnt aö | leysa Laxárdeiluna meö lagni ■ og góövilja og vonandi fá þeir ■ eiginleikarnotiö sin þegar reynt I veröur aö leysa ágreininginn " um Blönduvirkjun. Norðlendingar og Blönduvirkjun Vart þarf aö endurtaka " hversu mikiö áfall og tjón þaö I yröi fyrir Norölendinga, ef ekki * tekst samkomulag um Blöndu- I virkjun á næstu vikum. Iönaö- " arráöherra mun varla biöa I lengi eftir þvi aö samkomulag takist, heldur taka af skarið og I knýja á um Fljótsdalsvirkjun. _ Til þess mun hann hafa ærna á- | stæöu, ef heimamenn ekki ná _ samkomulagi. Þaö myndi jafn- | gilda þvi, aö Norölendingar _ glötuöu stórkostlegu tækifæri til | aukinnar og mikillar atvinnu- a uppbyggingar, sem ekki er van- | þörf á um þessar mundir. A Noröurlandi eru miklir I möguleikar til verulega aukins ■ iönaöar af ýmsu tagi. Þaö yröi I þvi raunalegt ef innbyröis deilur ■ yröu til þess i annaö sinn aö ■ draga úr möguleikum þessa ■ fjóröungs, sem nú á mjög i vök | aö verjast vegna minnkandi ■ afla og samdráttar I þeim iön- I aöi, sem fyrir er. Menn veröa aö ■ velta þvi fyrir sér hvort hags- I munirfárra eigi aö rýra afkomu ■ fjöldans. Norölendingar fengu ■ nóg af Laxárdeilunni. önnur I slik gæti oröiö aö veruleika ef ■ sanngirni og skilningur fær ekki ■ aöráöaferöinni. AG. ™ — J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.