Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 23
Nýi framhaldsmyndaflokkurinn fjallar um Italskan mann, sem sendur er I útlegö frá Torino á noröur ttalfu til afskekkts þorps á suöur ítaliu, vegna stjórnmálaskoöana sinna. Sjónvarp kl. 21.50: Nýr ítalsk- ur mynda- flokkur Smásagan „Dórothea” fjallar um dauöann sem eölilegt fyrirbæri. ViII höfundur meina aö allt of fáir kunni aö taka dauöanum en bendir á aö þaö sé leiö okkar allra og þvl sé dauðinn ekki svo sorglgur sem margir vilji halda fram. Utvarp ki. 21.10: t kvöld hefur nýr framhalds- þáttur göngu sina I sjónvarpinu. Er þetta italskur myndaflokkur i fjórum þáttum, byggður á sam- nefndri sögu, „Kristur nam stað- ar i Eboli”, eftir Carlo Levi. Arið 1935 var Carlo Levi sendur I útlegð frá Torino til suður ttalíu fyrir pólitiskar skoðanir. Sagan er endurminningar Levis frá þessum stað. Hann er listamaður en lærður læknir og þegar hann kemur til Eboli fer hann að starfa sem slikur. Hann hefur mikla samúð með fólkinu sem býr þarna, vegna hins mikla munar á menningu og llfskjörum milli suðurognoröur ítaliu og I sögunni talar hann oft um hinar tvær ítaliur. Sagan gerist i byrjun fas- istatlmabilsins en fasistar gerðu þó nokkuð af því að losa sig við fólk á þennan hátt, að senda það til afskekktra héraða þar sem ekkert heyrðist frá þeim. Sagan var lesin sem framhaldssaga i útvarpinu I vor. Þýðandi myndaflokksins er Þuriður Magnúsdóttir. AB Smasagan „Sagan fjallar um eðlilega af- stöðu til dauðans”, sagði Helma Þórðardóttir, sem i kvöld mun lesa sögu sina „Dórothea” I út- varpið. „Þó að sagan fjalli um dauðann þá þýðir það ekki að hún sé mjög niðurdrepandi”, sagði Helma, t þættinum „Misræmur” verð- ur kynnt tónlist sem gefin er út hjá þýska hljómplötufyrirtækinu ECM. Að sögn Astráðs Haralds- sonar, annars af stjórnendum þáttarins, þá flokkast þessi tónlist undir evrópskan Jazz, en lang stærstur hluti þess sem gefinn er „Dorothea „þvert á móti, dauðinn er alveg eðlilegt fyrirbæri og þvi ekki svo sorglegur”. Sagan fjallar um þessa persónu, Dórotheu, sem er ein af fáum sem kunna að taka dauöanum og taka honum sem eðlilegu fyrirbæri”. út af þessu fyrirtæki, er tónlist úr þeim flokki. Astráöur sagði að lit- ið væri um þekkt nöfn i þessum þætti og ætli þeir félagar að reyna að kynna betur þá sem koma fram i þessum þætti seinna, þessi þáttur verður bara kynning á þessari tónlistarstefnu. AB AB útvarp kl. 20,30: Evrópskur jass í Mlsræmum utvaip Miðvikudagur 6. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund bamanna. 11.00 Morguntónleikar: 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikaspyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á.m. létt klassisk. 14.30 Miðdegissagan. 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar. 17.20 Litli barnatiminn: „Nú blánar yfir berjamó” 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Kórsöngur i útvarpssal.: Háskólakórinn syngur i'slensk og erlend lög. Söng- stjóri: Rut L. Magnússon. 20.30 „Misræmur”, tónlistarþáttur I umsjá Astráös Haraldssonar og Þorvarðs Arnasonar. 21.10 „Dórothea”, smásaga eftir Helmu Þóröardóttur Höfundur les. 21.30 Píanóleikur: Wilhelm Kempff leikur sónötu i a- moll (K310) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 21.45 Ctvarpssagan: „Sigmarshús" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les (2). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kjarni málsins Bókmenntir og þjóöin. Ernir Snorrason ræðir við Véstein Ólason dósent og Heimi Pálsson mennta- skólakennara. Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauksson. 23.20 Sextett fyrir flautu, óbó, klarinettu, fagott, horn og pianó op. 6 eftir Ludwig Thuille. Arthur-sextettinn leikur. (Hljóöritun frá hollenska útvarpinu). 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 6. ágúst 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kalevaia. Myndskreytt- ar sögur úr Kalevala-þjóð- kvæöunum. Þriðji þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Sögumaöur Jón Gunnars- son. 20.45 Frá Listahátiö s/h Sýn- ing spænska leikflokksins Els Comediants I aþjóðleik- húsinu 6. júni. Stjórn upp- töku Andrés Indriöason. 21.50 Kristur nam staöar I Eboli. (Cristo si e fermato a Eboli) Italskur mynda- flokkur i fjórum þáttum, byggöur á samnefndri sögu eftir Carlo Levi. Leikstjóri Francesco Rosi. Aðalhlut- verk Gian Maria Volonte, Paolo Bonacelli, Alain Cuny, Lea Massari og Irene Papas. Fyrsti þáttur. Sagan hefst áriö 1935. Læknirinn Carlo Levi, sem búsettur er i Torino, er dæmdur til þriggja ára útlegöar i af- skekktu fjallaþorpi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þýðandi Þuriöur Magnús- dóttir. Sagan var lesin I út- varp i vor. 22.55 Ólympíuieikarnir I Moskvu. (Evróvision- Sovéska og Danska sjón- varpið) 23.30 agskrárlok Eiga Suðurnesjamenn að drekka olíu? Þá hafa Keflvikingar og fleiri Suöurnes jamenn neitaö aö veröa viö óskum kommúnista um aö drekka ollumengaö vatn. Þeir hafa lýst yfir stuöningi viö þá ætlan ólafs Jóhannessonar, utanrlkisráöherra, aö byggja oliuhöfn I Helguvik, svo Suöur- nesjamenn veröi firrtir frekari hættu af oliumengun I neyslu- vatni. Þannig hefur almenning- ur snúist til varar I áriöandi máli, sem varöar heilsu fólks á þessu svæöi, þótt viöbrögö kommúnista I rikisstjórn hafi veriö á þann veg, aö ekki komi til mála aö taka oliubikarinn af Suöurnesjamönnum. Sam- kvæmt sjónarmiöum kommún- ista skulu Keflvikingar drekka þann bikar I botn, svo kommún- istar geti stundaö þann hégóma sinn I friöi að hindra nauösyn- legar framkvæmdir vegna af- greiðslu flugvéla á hinum al- þjóölega flugvelli á Miönes- heiöi. Þetta Helguvlkurmál er oröiö slikt feimnisatriöi fyrir komm- únistapressuna á islandi, aö all- ir fjölmiölar landsins hafa tekiö þann kostinn aö þegja. Stendur ekki á þeim aö þegja þegar einkavinur þeirra kommúnis- minn á I hlut. Aöeins einn maö- ur, Benedikt Gröndal, formaöur Alþýöuflokksins, hefur haft þrek til aö lýsa yfir, aö hann standi meö Ólafi Jóhannessyni I málinu. Sjálfur forsætisráö- herra lýsti þvl yfir, haldinn hinni venjulegu kommaskelf- ingu, aö auðvitað kæmi ekki annað til mála en Helguvikur- máliö yröi rætt I rlkisstjórninni. Þetta sagöi hann til aö friöa ráö- herra Alþýöubandalagsins, sem slepptu sér alveg, þegar upp kom aö Ólafur ætlaöi aö taka ákvöröun sem utanrlkisráð- herra um aö bægja þeirri hættu frá heimilum á Suöurnesjum aö þangað bærist ollumengaö neysluvatn. Samkvæmt mati þeirra Alþýöubandalagsmanna var bara sjálfagt aö Suöur- nesjamenn drykkju ollu af Miö- nesheiöi. Þaö þjónaöi pólitlsk- um sjónarmiöum, og skiptir engu þótt heil byggöarlög séu I hættu. Þannig kemur I ljós, aö þegar á reynir varöar hernáms- andstæöinga ekkert um lands- menn né hvaö þeir drekka, aö- eins ef hægt er aö halda vanda- málum gangandi á Miönesheiöi. En Helguvikurmáliö og and- staöa kommúnista viö brott- flutning oliugeyma af Miönes- heiöi er ekkert einsdæmi I málflutningi þeirra. Allt þeirra pólitlska kjaftæöi er byggt á sama ábyrgðarleysinu, sömu upphrópunum og sama sviviröi- lega viöhorfinu til landsmanna yfirleitt og sérstakra einstak- linga. Þetta „dót” má allt drekka oliumengað vatn, ef þaö þjónar undir upplausn og ó- reiöu. Þó er óhætt aö segja aö aldrei fyrr munu kommúnistar hafa gengiö eins langt og nú, þegar krafa þeirra um olfu- mengaö vatn handa Suöur- nesjabúum stendur ofar öörum kröfum þeirra varöandi varnar- lið og búnaö alþjóðavallarins. Hiö furöulegasta I þessu máli er þó sú staðreynd, aö enginn hinna vösku ritskýrendá rikis- fjölmiöla og annarrra fjölmiöla þorir aö benda á þessa svlviröu, einfaldlega af þvi aö kommún- istar eiga I hlut. 1 þessu máli viröast þeir eiga aö fá aö sleppa meö skrekkinn. Þaö sýnir eitt meö ööru pólitiskt ástand I land- inu, aö um Helguvlkurmáliö og viöbrögö kommúnista virðist enginn þurfa aö tala. Aöeins einn maöur I rfkis- stjórn þoröi þar aö standa uppi I hárinu á kommúnistum og segja þeim aö þegja. Hann mat hætt- una af oliumenguninni rétt, og lét ekki óttann viö ofbeldisöflin og kjaftaskana buga sig á sama tima og forsætisráðherra lýsti þvi yfir aö taka ætti af hon- um ákvörðunavald i málinu. Og forsætisráðherra er siöur en svo einn um sina afstööu. Hann er þeirrar skoöunar, eins og helftin af Sjálfstæöisflokknum og nær öll Framsókn, aö kommúnistar eigi aö fá aö ráöa þvi, ef þeir vilja, hvort Suöurnesjamenn drekkka oliu I framtiöinni eöa ekki. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.