Vísir - 16.08.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 16.08.1980, Blaðsíða 18
Sviðið er íslenskur sveita- bær í engu frábrugðinn flestum bæjum um sveitir landsins nema ef vera skyldi fyrir myndarskap og snyrtimennsku. Eina afgerandi sérstöðu hefur þessi bær þó því á honum er vinnumaður sovéski f lóttamaðurinn Victor Kovalenko, sem komst undan félögum sínum í síð- ustu viku með því að ílengjast í hljómplötu- verslun, eins og ítarlega var rakið í forsíðuviðtaíi við Victor í Vísi i gær. Visismenn hittu fyrst bóndann á bænum að máli og vísaði hann okkur út í f jósið, þar sem Kovalenko var við mjaltir ásamt fleira heimilisfólki. Hann var kæddur bláum vinnu- slopp, vinnuskyrtu, galla- buxum og stígvélum eins og þeim, sem borgarbúar nefna fjósastígvél. Eftir útliti og klæðaburði gat allt eins verið um íslenskan vinnumann að ræða og handbrögð hans við mjaltirnar undirstrikuðu það enn frekar. Kovalenko er mjög ró- legur og yfirbragð hans frekar þungbúið, en þegar hann minnist á hinn vel heppnaða flóttá Ijómar hann eins og tungl í fyll- ingu. Rignir of mikið Hann segist ekki hafa undan neinu að kvarta á is- Kovalenko rómaði mjög fslenska gestrisni. Hún lét heldur ekki að sér hæða f þetta skipti. Húsfreyja hlóð borðið veitingum. Óskar Magnússon blaöamaöur skrifar: landi nema auðvitað tungumálaerfiðleikum. Að vísu rigni svolítið mikið en annars finnst honum lofts- lagið frískandi og bjartar nætur halda ekki fyrir hon- um vöku eftir áð hafa dvalið í Murmansk. „Maturinn er góður" segir Kovalenko og svo brosir hann og segir: „Maður er bara alltaf að borða, ég held að maður borði hérna á tveggja tíma fresti". Kovalenko segir að það sem hafi komið sér mest á óvart hafi verið hversu mikil tæknivæðing sé hér í sveitunum. „Heima hjá mér er miklu meira um líkamlega vinnu". „Hvað mér finnst skrítn- ast á íslandi? Er island ekki þurrt land, drekka menn nokkuð vodka hér" spyr hann hlæjandi. Hon- um er sagt að landið sé ekki þurrt, en hins vegar er Finnst þér ég Ifkur Islendingum? En ég er Ifka búinn að vera hér í heila vikul honum bent á, hvað áfengisflaska kosti, og færist þá undrunarsvipur yf ir andlit hans. Hljómlistin „Tónlistin er mitt helsta áhugamál og þá helst rokk- tónlist" segir Kovalenko „en heima er mjög lítið hægt að hlusta á slíka tón- list og alveg tekið fyrir að hlustað sé á erlendar út- varpsstöðvar." Á meðal uppáhaldstónlistar sinnar nefnir hann Deep Purple. Hann er spurður um vinn- una í Sovétríkjunum og áætlanirnar: „Það eru gerðar áætlan- ir um alla mögulega og ómögulega hluti. Þegar ég vann í námunni var gerð áætlun en það var ekkl til neins að reyna að uppfylla hana því þá var gerð önnur enn þá stífari og kaupið lækkað. Svona er ástandið hvarvetna í Sovétríkjun- um, ekki eingönguj námu- vinnslunni. Kaupið hefur lækkað gíf urlega sfðastlið- intíuár", segir Kovalenko.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.